Vísir - 06.04.1964, Síða 9

Vísir - 06.04.1964, Síða 9
V í S I R . Mánudagur 6. apríl 1964. 9 Hinir alvitru menn, Björn Þorsteinsson sagnfræðingur og Valtýr Pétursson listmálari, sem vita allt um sögu Reykjavíkur. Þeir sýndu okkur mörg merkiieg hús og röktu sögu þeirra. Sá sem leggur sig af alúð við að kynnast Reykjavík — þ. e. þeim hluta hennar, sem tilheyr ir gamla tímanum — getur graf ið upp aragrúa af merkilegum upplýsingum og skemmtilegum sögum. Það var með þetta í huga — eða eitthvað líkt þessu — sem blaðamaður frá Vísi brá sér með nokkrum nemendum úr Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar í öku- ferð um borgina. Erindið var að læra sögu Reykjavíkur, eða réttara sagt einstakra húsa inn- an endimarka hennar. Kennarar voru þeir Björn Þorsteinsson sagnfræðingur og Valtýr Pét- ursson listmálari, sem hvor um sig var hafsjór af Reykjavíkur fróðleik — gefa séra Bjarna lítið eftir. Og enda þótt Reykjavík sé ung borg og flest gömlu húsin rifin og önnur ný byggð i stað- inn, þá geyma samt þessi ör- fáu gömlu hús, sem enn standa uppi, sína sögu. Það er að vísu einn maður þeirri áráttu gædd- ur að hirða allt gamalt sem hann finnur í Reykjavík og flytja upp að Árbæ. Og þannig hefur talsvert af fróðleiknum og sögulegum minjum flutzt þang- að uppeftir. En burtséð frá því — af nógu er að taka samt. Ferðin hefst i Selsvör. Hún er m. a. fræg fyrir Pétur Saló- monsson Hoffmann, en um hann hefur ein síðasta Islendingasaga verið skráð. Þarna þyrpast nem endur og prófessorar — þ. e. þeir Björn og Valtýr — inn í farartækið og nú er ekið af stað. Bílnum er stefnt suður á Ægis- síðu meðfram vörunum þar sem grásleppukarlarnir koma að landi á vorin, og beint heim að eina torfbænum, sem er við lýði í Reykjavík og enn er búið í. Þessi bær heitir Litla-Brekka — hið snotrasta hús og í því sjáum við þá einustu stílgerð, sem Islendingar hafa innt af hendi í sambandi við alþjóðlega byggingarlist. I" þessu húsi ólust þeir upp þræðurnir og garparnir Einar og Sigurjón Péturssynir. Það er staðnæmzt á Suður- götu og horft niður á ráðherra- bústaðinn. Það hús var upphaf- lega byggt vestur i Önundar- firði, en Ellefsen hvalfang- ari, sem bjó í húsinu vestur þar, gaf Hannesi Hafstein það Þess eru fleiri dæmi að hús, sem upphaflega voru byggð úti á landi, voru flutt til Reykja- vikur. Meðal þeirra var lands- sim&stöð*' °amla. í þá daga fluttu menn hús með sér þegar þeir komu tfl höfuðborgarinn- ar, en í dag Iáta menn sér nægja ferðatöskur. I Vonarstræti er aftur stað- næmzt. Þar var áður engin gata, heldur Reykjavíkurtjörn, sem þá náði alveg norður að Alþingishúsinu. En svo byrjuðu Reykvíkingar að fylla Tjörnina upp og þá vonuðust menn til að þarna kæmi einhverntíma gata — þess vegna heitir hún Vonarstræti. Þarna á uppfyll- ingunni risu seinna ýmis merki- leg hús, þ. á m. Iðnó, Báran, Góðtemplarahúsið að verulegu leyti og hús Skúla Thoroddsen. Nú á að fylla þarna enn meira upp, sem kunnugt er, og byggja ráðhús. fyrsti raunhæfi forboði sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. Við Lækjargötu var fyrsta brauð- gerðarhús á íslandi og við hana stendur hús, sem byggt var úr kalksteini úr Esjunni — vafa- lítið það eina í allri Reykjavik. í Lækjargötunni norðan Menntaskólans stendur gamalt og fornfálegt hús með turni. Það á að rifa einhvern næstu daga. Kannski líka búið að rífa það þegar þessi kennslugrein um Reykjavík kemst á prent. Þetta er söguríkt hús. Meðal merkra persóna sem í því bjuggu voru feðgarnir Stefán Gunnlaugsson, seinna landfó- geti, en hrökklaðist úr embætti fyrir þær sakir, að hann gaf út embættistilkynningar sinar á Austurstræti lá i gamla daga sorpræsi Reykjavíkur. Þangað var öllu úrkasti fleygt, öllu sorpi, öllum óþrifnaði og fnýk lagði svo mikinn og illan þaðan, að fólk forðaðist að koma í námunda við staðinn nema þá til þess að bera þangað eitt- hvert rusl. Þá hét Austurstræti Langastétt, og mun engum þá- lifandi Reykviking hafa til hug ar komið að Langastétt yrði seinna „nóblasta“ gata borg- arinnar, og að þar myndi fólk „rúnta“ án þess að halda fyrir i^B^Bd i -JínoöBBöin BnidT Við skulum stoppa snöggvast fyrir framan húS Háraldar Árna sonar. I því húsi efndi Jörund- ur hundadagakonungur til dans leiks, dansaði við enska hefðar- Svo er það Austurvöllur. Frægasta húsið þar er Alþingis- húsið, sem byggt var 1881. Þá ætlaði allt af göflunum að ganga, í. Reykjavík og miklar deilur spunnust út af byggingunni. Grímur Thomsen vakti máls á því að byggja Alþingishúsið á Arnarhóli, en það þótti hin hreinasta fjarstæða vegna þess hve Arnarhóll var iangt fyrir utan Reykjavlk. Þá var horfið að þvl ráði að kaupa Ióð undir hús- ið, þar sem það stendur nú, fyrir 2 þúsund krónur, sem þótti hiþ óheyrilegasta okur. Spunn- ust ilt af því deilur og rifrildi, sém stóðu í ár, ef ekki árátugi á eftir. Upphaflega átti kjallari að koma undir Alþingishúsið og fyrir bragðið að vera nokkru Nemendur úr Gagnfræðaskóla Vesturbæjar staddir vestur við Selsvör að lokinni kynnisför um Vest- urbæinn. Með þeim á myndinni eru þeir Björn Þorsteinsson og Valtýr Pétursson. Næst er það Lækjargatan, hinn gamli útvörður Reykjavík- ur. Eftir henni lá lækurinn, og það, sem var austan hans, var ekki I Reykjavík, heldur uppi í sveit. Á læknum var vað, sem hét Kúavað — þar sem kýrnar voru reknar yfir þegar þær voru reknar á haga upp I sveit — þ. e. að segja austur fyrir lækinn. Á læknum var líka vindubrú, sem tekin var upp á næturnar. Það var gert til þess að tugt- hússlimir, sem þá bjuggu í Stjórnarráðshúsinu, ónáðuðu ekki bæjarbúa að næturlagi. Þótt Lækjargata sé ekki stór, er samt f henni að leita ýmissa söguríkustu bygginga Reykja- víkur. Við hana stendur stjórn- arráðshúsið, sem upphaflega var byggt sem tukthús. Þar er Menntaskólinn og í honum var þjóðfundurinn haldinn 1851, íslenzku en ekki dönsku og son ur hans Ólafur. Hann ferðaðist með djúnka suður um öll lönd og stjórnaði seinna heimspress- unni í Paris. Þar stofnaði hann og varð ritstjóri að blaði sem hét „RöuJ norðursins“. Það túlk aði einkum sjónarmið Rússakeis ara að talið var, en gegndi því- líku hlutverki í blaðaheimi Par ísarborgar, að önnur blöð biðu stundum með útkomu slna ti) að sjá hvaða stefnu Rödd norð- ursins tæki. Það mun vera mesta stórveldi á sviði blaða, sem nokkur Islendingur hefur ritstýrt, enda skipti það sér helzt ekki af öðru en heims- pólitík. Það eru mörg önnur merki- leg hús I Lækjargötu og það er staldrað við sum þeirra á meðan saga þeirra er rakin. En þá er beygt niður í Austurstræti. Eftir frú, sem hét Vancouver, en eftir bónda hennar ber samnefnt fylki í Ameríku nafn. Hann varð þar seinna landstjóri. En það sögulega við dans Jörundar kóngs og hinnar ensku hefðar- frúar var það, að hár hennar flæktist I Ijósakrónu danssal- arins og sat þar eftir þegar Jör- undur sveiflaði henni á mikilli ferð um gólfið. Kom þá í ljós, sem engan hafði grunað, að frúin var með hárkollu en ber- sköllótt undir. Varð af þessu hlátur mikill í salnum, en Jör- undur sjálfur teiknaði mynd af öllu saman. Sú teikning hefur orðið heimsfræg og hefur í nokkur skipti verið tekin í úr- val skopteikningabóka, þar sem valdar hafa verið skoplegustu myndir heimsins. Jörundur hef- ur því hlotið fyrir fleira frægð en konungdóm sinn á Islandi. hærra en það er nú. Austurvöllur hefur vafalaust verið tún Ingólfs Arnarsonar, því nð hann er talinn vera einn af fáum þurrlendum blettum í Reykjavík hinni fornu, hún var annars að mestu leyti eitt fúa- fen. Við Austurvöll stóð Smiðs- húsið svonefnda, sem nú er 1 Árbæ. Þar sem Hótel Borg stend ur var áður fyrsta pósthús á Islandi. Á bak við Dómkirkjuna var byggður fyrsti skýjakljúfur höfuðborgarinnar, m. ö. o. fyrsta tvllyfta húsið. Það stendur enn og telst númer 2 við Kirkjuhvol og hét í þá daga Strýta vegna þess hve ofsahátt það þótti. Það er frægt fyrir rakarakynslóð, sem búið hefur mann fram af manni í húsinu. Nú ef við lítum í gagnstæða átt, norður yfir Austurvöll, þá varð þar mesti bruni sem um getur í sögu Reykjavíkur, er mörg stórhýsi brunnu og nokkrir menn fórust I ógurlegum eldsvoða árið 1915. Á Austurvelli fóru fram opin- berar hýðingar óknyttapeyja allt fram til ársins 1830. Síðast voru hýddir þar tveir Húnvetningar. Og í tilefni af því þótti yfir- völdunum ástæða til að bjóða öllum Húnvetningum, sem þá voru staddir í Reykjavík, sér- staklega að vera viðstaddir at- höfnina. Á þeim árum ríkti óöld hin mesta, manndráp ög ribb- aldaháttur í Húnaþingi og þótti yfirvöldunum þess vegna sér- stök ástæða til að beina Hún- vetningum niður á Austurvöll ef hýðing sýslunga þeirra mætti verða þeim til viðvörunar I fram tíðinni. Má því r :gja að þá hafi fyrsta Húnvetningamótiö verið haldið i Reykjavík. Við höldum ferðinni áfram Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.