Vísir - 11.04.1964, Page 1

Vísir - 11.04.1964, Page 1
I VÍSIR 54. árg. — Laugardagur 11. apríl 1964. — 83. tb' Níu venlanir ætluðu að hafa kvöldsölu í gærkvöldi — en lokuðu ullur Biiizt var við einhverjum á- rekstrum f gærkvöldi milli kaup manna og samtaka verzlunar- fólks út af lokunertima söiu- búða, þar sem reglugerðin nýja sem heimilar kaupmönnum að hafa opið til kl. 10 á föstudags- kvöldum, gat ekki komið til framkvæmda. Vísir hafði laust eftir kl. 10 í gærkvöldi tal af Magnúsi Sveins syni skrifstofustjóra V.R., en hann var þá að koma úr eftir- litsferð um borgina til áð kanna hvort verzlanir hefðu opið fram yfir kl. 7 eða ekki. Magnús sagði, að 9 verzlanir hefðu haft opið fram yfir ki. 7 og hefðu eigendur þeirra strax brugðizt vel við tilmælum stjórn ar V.R. og lokað samstundis. Suðurgata aðalumferðargata Nýr miðbær við Kringlumýrarveg Geir Hallgrímsson borgarstjóri kvaddi blaðamenn í gær á sinn fund nið ur í skipulagsdeildina, sem hefur aðsetur í húsinu Höfða við Borgartún. Þar voru og staddir nokkrir borgarráðsmenn, borgarverkfræðingur, skipu lagsstjóri ríkisins og nokkrir aðrir, sem hafa unnið að heildarskipulagi Reykjavíkur að undanförnu. Erindið var að skýra frá því að borgarráð hefði tekið nokkrar mikilvægar ákvarð- anir eftir að hafa kynnt sér tillögur og hugmyndir skipulagsyfirvaldanna. Verða ákvarð- anir þessar ræddar á borgarstjórnarfundi í næstu viku. Helztu ákvarðanir eru þessar: 1) Suðurgatan verði gerð að aðalumferðargötu og yrði hún þá leidd í boga frá kirkju- garðshorninu gegnum mitt GrjótaþOrpið og sameinaðist Geirsgötu frammi á hafnar- bakka milli vörugeymslu SIS og Háfnarhvols. Þá verði Geirsgata éinnig gerð að að- alumferðargötu, sem lægi frammi á hafnarbakkanum, sveigði síðan norður á við yfir svæðið þar sem kolakraninn er nú og sameinaöist Skúlagötunni, þar sem nú mætast Kalkofnsvegur og Skúlagata. Hin nýja Geirsgata þyrfti að vera upphækkuð a. m. k. á svæðinu milli Pósthússtrætis og Suðurgötu, svo að afgreiðsla skipa gæti farið fram undir henni. 2) Þá viðurkennir borgarráð að óhjákvæmilegt sé vegna fyrirsjáanlegrar stóraukinnar umferðar að mynda nýjan miðbæ, og er það hugmynd skipulagsyfirvaldanna, að hinn nýi miðbær yrði á svæði skammt frá Borgarsjúkrahúsinu milli Kringlumýrar- brautar og Hvassaleitis. 3) Þá hafa áætlanir verið gerðar um byggð á svæði Stór-Reykjavíkur og er gert ráð fyrir að stuðla frekar að byggð suður á bóginn, bæði í bæjarlandinu í Fossvogi og Breiðholtslandi og ennfremur er búizt við aö mikil aukning verði á byggðinni í Garða hreppi og í Hafnarfirði. Er talið heppilegra að stuðla að byggð suður á bóginn, vegna þess hve mikið álag er á umferðaræðum frá austri til vesturs. Ákvarðanir þessar fjalla um meginlínur varðandi skipulag Reykjavíkurborgar og nágrenn- is. Síðan er eftir áð útfylla þær og ákveða nánar, en á fundinum var einnig rætt um ýmislegar hugmyndir varðandi skipulag borgarinnar, en tekið skýrt fram að þar væri ekki um neinar end anlegar ákvarðanir að ræða. Um ýmsar þessara hugmynda var og rætt á fundinum, svo sem um verndun Elliðaánna og grænt belti sem yrði á bökkum þeirra, grænt belti í Fossvogi, sjóbaðssvæði kringum Nauthóls- víkina. Þá eru einnig uppi hug- myndir um að gera nýja tjöm á svæðinu fyrir framan Háskóiann og ef til þess kæmi að flugvallar svæðið yrði tekið undir byggð, er hugsanlegt að grænt svæði yrði látið ná alla leið frá tjörn inni suður í Nauthólsvík. Hins vegar tók borgarstjóri það fram, að gert væri ráð fyrir þvf, að Reykjavíkurflugvöllur yrði á sfnum stað næstu 20 ár- in að minnsta kosti sem innan- landsflugvöllur. Það væri álit skipulagsmanna, að staðsetning flugvallarins, þar sem hann er nú væri mjög þýðingarmikil bæði fyrir flugið og fyrir bæjar- félagið. Það sem liggur að baki hinum nýju meginákvörðunum borgar- ráðs er þetta. Mannfjölgun Það er áætlað að ibúataia Stór Reykjavíkur, það er svæðisins frá Hafnarfirði og upp f Mosfells Framh. á bls. 3 Geir Hallgrímsson borgarstjóri á blaðamannafundinum í gær. Hér sést hann skýra hugmyndir um nýjan miðbæ við Kringlumýrar- braut. Þátttaka / Atlantshafshandalaginu tryggir öryggi og frelsi íslands ■■■■■■■■■■■■■■■■■■IMHBHHBBBHBaíiHBB I III I H I T I .I I IIII H I llllllll ■ IIIIIIIHIWI Blaóíð á dag Bls. 4 Kvennasiða. Tizku- fréttir frá New York — 5 Frá heimsókn banda riska stúdentakórs- ins til Akureyrar. — 7 Kirkjan og þjóðin. Um norsku kirkjuna. — 9 Ný verksmiðja fram leiðir öngla — og um framleiðslu Áburðarverksmiðj. unnar. ( gær voru útvarpsumræður frá Alþingi. Þessar umræður fóru fram vegna óska Alþýðu- bandalagsmanna, um tillögu, sem fjórir þingmanna þess hafa flutt um utanríkisstefnu ísiands. Gerir hún m. a. ráð fyrir því að ísiand segi sig úr Atiantshafs- bandalaginu, herinn fari af landi brott, og stranglega er varað við því að Island hafi nokkur afskipti af Efnahagsbandalag- inu. Fer hér á eftir útdráttur úr ræðum tveggja þingmanna Sjáif- stæðisflokksins, þeirra Davíðs Ólafssonar og Sigurðar Bjarna- sonar. • Hér fer á eftir útdráttur úr ræðu Davíðs Ólafssonar fiski- málastjóra, er hann hélt við út- varpsumræðurnar i gærkvöidi, í sambandi við tillöguflutning kommúnista um hlutieysi ís- lands. Hinn 9. apríl 1940 urðu þátta- Framh. a bls. 6

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.