Vísir - 11.04.1964, Page 3

Vísir - 11.04.1964, Page 3
VÍSIR . Laugaraagur n. apríl 1964. Blaðamannafundur um skipulagsmál Framh. af bls. 1. sveit verði eftir 20 ár komin upp 1 150 þúsund. Það þýðir 60 þúsund íbúa fjölgun frá því sem nú er. Á.móti þessari íbúafjölg- un tekur m.a. Hafnarfjörður og er búizt við að íbútala hans tvö- faldist á þessu tímabili. Þá er búizt við að íbúatala Garða- hrepps margfaldist frá því sem nú er. Ekki er búizt við því að Kópavogur geti tekið við miklu af aukningunni. Það er áætlað að Reykjavík taki við meira en helmingnum af aukningunni eða um 37 þús- undum, en auk þess er talið hugsanlegt, að borgin þurfi að taka við 5 þúsund aðfluttum til viðbótar. Bif reiðaf j ölgunin Bæði vegna hinnar eðlilegu mannfjölgunar í borginni og svo vegna þess að biíreiðaeign verð ur miklu almennari á næstu ár- um er búizt við stórkostlegri fjölgun bifreiða í Reykjavík á næstu árum, einkum fólksbif- reiða. Verður að reikna með því að bifreiðaeign verði fjórfalt meiri eftir tuttugu ár en hún er nú. Þetta hefur þá jafnframt f för með sér margfaldaða bif- reiðaumferð á helztu umferðar æðum. Vegna þessa fyrirsjáanlega vandamáls var framkvæmd hér ýtarleg umferðarkönnun sumar- ið 1962 og skýrðu þeir Einar B. Pálsson og danski verkfræðing- urinn Sommer frá niðurstöðum hennar og ályktunum á fundin um í gær. Umferðin um Miklubraut Þeir sögðu að það vuari syi.i legt, að mesta vandamálið yrði umferðin um Miklubrautina sér- staklega á kaflanum austan við Miklatorg. Bendir allt til þess, að ef svo stefnir sem nú er muni bifreiðaumferð verða þar mest 120 þúsund bifreiðir á sólar- hring. Einar B. Pálsson sagði m.a. að í öðrum löndum hefðu menn ver ið að vona, að hin mikla bifreiða aukning myndi leiða til þess, að bifreiðarnar yrðu notaðar minna en áður, en svo hafi ekki orðið. Til þessarar þróunar verður að taka mikið tillit við skipu- lagningu borgarinnar. Og það er m. a. í þeim tilgangi að létta á umferðinni að miðbænum, sem nauðsyn kemur upp að byggja nýjan miðbæ við Kringlumýrar- veginn. Skipulag miðborgarinnar Aðalsteinn Richter skipulags- stjóri Reykjavíkurborgar ræddi um skipulag miðbæjarins. Hann sagði að menn hefðu komizt að þeirri niðurstöðu, að óhjákvæmi legt væri að fá aðra umferðaræð gegnum miðbæinn frá suðri til norðurs en Lækjargötuna. Það væri sýnt, að Lækjargatan gæti ekki annað umferðinni nema að breikka hana mjög mikið og myndi hún þá kljúfa verzlunar hverfin, koma eins og hnífur á milli miðbæjarins og Austurbæj arins. Því hefur sú leið verið valin, að gera Suðurgötuna að aðal- umferðaræð. Hér er aðeins um ákvörðun í megindráttum að ræða, sem síðar þyrfti að út- fylla. Aðalsteinn skýrði þó nokk uð frá hugmyndum sfnum í þessu efni. Suðurgatan ætti að taka sveig frá kirkjugarðshorn- inu, en ekkert þyrfti að taka af kirkjugarðinum, því að víkka mætti götuna þar í hina áttina. Við sveigjuna upp í brekkuna rtiyndi gatan halda nokkurnveg inn jafnri hæð. Síðan héldi hún áfram gegnum Grjótaþorpið og yrði þar yfirbyggð. en göngu- stfgar Iægju frá henni niður Fishersund og Grjótagötu niður á Aðaltorgið sem á að vera fyrir framan Morgunblaðshúsið. Hann tók þó fram, að þessi smáatriði f útfœrslunni væru aðeins hug- myndir, sem ákvörðun hefði ekki verið tekin um Upphækkuð Geirsgata Síðan myndi Suðurgatan koma saman við Geirsgötuna rétt við sporðinn á Sprengi- sands-bryggjunni. Yrðu þar að- færsluæðar milli þessara tveggja aðalgatna og Geirsgatan yrði upphækkuð yfir hafnarbakkan- um. Um Tryggvagötu sagði hann að hugmyndin væri að breyta stefnu á austasta hluta hennar, svo að hún kæmi saman við Hverfisgötuna, en Hafnarstræt- inu yrði lokað og fengist þar byggingasvæði. Skipulagsstarfið Borgarverkfr. Reykjavíkur- borgar Gústaf E. Pálsson ræddi um skipulagsstarfið sem unnið hefur verið. Hann sagði að það hefði verið unnið í mörgum þátt um og hefði ákveðnum hópum arkitekta og verkfræðinga verið falið að vinna saman að vissum þáttum. Aðspurður skýrði hann og frá því, að hugmyndin væri að ný höfn yrði gerð inni í sundum, þó engin endanleg á- kvörðun hefði enn verið tekin um það, líklegast yrði byrjað á áfanga hafnarinnar í Vatna- görðum. Hins vegar hefði komið í Ijós, að hafnarstæði við Gelgju Danski sérfræðingurinn Sommer ræðir umferðarvandamálin. Gústaf A. Pálsson borgarverkfræðingur útskýrir heildarskipulag borgarinnar. Við hlið hans eru nokkrir borgarráðsmenn, sem voru viðstaddir. Aðalsteinn Richter skipulagsstjóri borgarinnar sýnir hugmyndir sínar um skipulag gamla miðbæjarins. tanga væri ekki eins gott, þar væri klöpp í botni. Um iðnaðarsvæði borgarinnar kom það fram, að áherzla myndi verða lögð á það á næstunni að byggja út þau iðnaðarsvæði, sem eru f bæjarlandinu vestan við Elliðaár, en koma fyrir aust an við Elliðaárnar iðnaði, sem væri mjög rúmfrekur. Ákveðið stig . Borgarstjóri Geir Hallgríms- son tók að lokum fram að hér væri aðeins verið að gefa upplýsingar um ákveðið stig í vinnunni við heildarskipu lag Reykjavíkur. Ákvarðanir þær sem hér væri um að ræða væru aðeins undirstaða að frek ari skipulagningu, og vseri nauð synlegt að taka afstöðu til þess nú. Hann sagði að fundir um skipulagið myndu halda áfram fram á sumar. Væri síðan fyrir hugað að ganga frá teikningum i júlí og ágúst og gefa síðan út bók er hefði inni að halda allar upplýsingar um heildarskipulag Reykjavíkur, 150 þúsund manna borgar árið 1983. Einar B. Pálsson segir frá niðurstöðum umferðarrannsóknarinnar 1962 um umferðarþunga á Miklubraut.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.