Vísir - 11.04.1964, Síða 5
5'
VINSÆLIR GESTIR Á AKUREYRI
SIR . Laugardagur 11. apríl 1964.
Akureyringar tóku vel á móti
North Texas State University
Choir, þegar hann kom þangað
í stutta heimsókn, sem lauk í
gær. Hvert sæti í Akureyrar-
kirkju var skipað þegar kórinn
söng þar á miðvikudagskvöld,,
stólum komið fyrir hvar sem
hægt var að tylla þeim í kirkj-
unni. Á árshátíð íslenzk-ame-
ríska félagsins á fimmtudags-
kvöld söng kórinn einnig, í þetta
sinn, lög úr bandarískum söng-
leikjum við mikinn fögnuð á-
heyrenda sem höfðu troðfyllt
hinn stóra sal sjálfstæðishúss-
ins. t
Þar heilsaði karlakórinn Geys
ir hinum bandarísku gestum, en
síðan var Frank McKinley stjórn
andi kórsins gerður að heiðurs-
félaga Geysis. Afhenti Ámi Ingi
mundarson merki Geysis sem
McKinley tók við. Hann lét síð-
ar í Ijós að Geysir væri bezti
karlakórinn sem hann og söng
fólk hans hefði heyrt í á söng-
ferðalagi þeirra.
Geir S. Björnsson, prent-
s'.niðjustjóri, form. íslenzk-ame-
ríska félagsins á Akureyri stjóm
aði hátíðinni. Valgarður Haralds
son kennari sagði frá kynnisferð
til Bandarikjanna. Fyrr um dag-
inn sat bandaríski kórinn há-
degisverðarboð bæjarstjórnar
Akureyrar í skíðahótelinu, og
síðar um daginn snæddi hann í
Sjálfstæðishúsinu í boði ísl.-
ameríska félágsins.
Geir S. Bjömsson, formaður fs-
Ienzk-ameríska félagsins.
Frá hófinu í skíðahótelinu í Hlíðarfjalli. Talið frá vinstri: Magnús Guðjónsson bæjarstjóri, frú Mc
Kinley, Jón Sólnes forseti bæjarstjórnar og McKinley kórstjóri flytur ræðu til að þakka fyrir mót-
tökurnar. Allar hinar myndimar em frá hófi íslenzk-amerfska félagsins á Akureyri.
Myndin tekin úr veizlusalnum.
Söngstjóri Geysis, Ami Ingimundarson, afhendir Frank McKinley
merki Geysis og tilnefnir hann meðlim kórsins.
Messur
Dómkirkjan: Ferming kl. 10.30
Séra Óskar J. Þorláksson. Ferm-
ing kl. 2. Séra Jón Þorvarðarson.
Barnasamkoma kl. 11 í Tjarnar-
bæ. Séra Hjalti Guðmundsson.
Laugarneskirkja: Messa kl. 10.
30, ferming, altarisganga. Séra
Garðar Svavarsson.
Bústaðaprestakall: Barnasam-
koma í Réttarholtsskóla kl. 10.30
f.h. Guðsþjónusta á sama stað kl.
2. Séra Ólafur Skúlason.
Elliheimilið: Guðsþjónusta kl.
2. Séra Bjarni Jónsson vígslubisk
up. Athugið breyttan messu-
tima. Heimilispresturinn.
Kirkja Óháða safnaðarins
Tvær fermingarmessur kl. 11 og
kl. 2. Almenn barnasamkoma fell
ur niður og því miður er aðeins
rúm í kirkjunni fyrir vandamenn
fermingarbarnanna. Séra Emil
Björnsson.
Neskirkja: Fermingarmessa kl.
11. f.h. og kl. 2 e.h. Séra Frank
M. Halldórsson
Hallgrímskirkja: Ferming kl. 11 i
Séra Jakob Jónsson. Ferming kl.
2. Séra Sigurjón Þ. Árnason. .
Háteigsprestakall: Fermingar- (
messa og altarisganga í Fríkirkj- i
unni kl. 10.30. Séra Arngrímur |
Jónsson. Fermingar í Dómkirkj- )
unni kl. 2 e.h. Séra Jón Þorvarðar 1
son.
Ásprestakall: Almenn guðsþjón '
usta í Laugarásbíói kl. 11. f.h.
Séra Grímur Grímsson
Grensásprestakall: Messa í
Fossvogskirkjukl.il Ath. breytt-
an messutíma. Sunnudagaskólinn
fellur niður. Séra Felix Ólafsson.
Leidrétting
Þau mistök urðu í myndsjá-blaðs
ins í gær, að nafn Guðmundar Vil-
hjálmssonar fyrrverandi forstjóra
Eimskipafélags íslands féll niður f
myndatexta undir mynd þar sem
hann var ásamt þeim Óttari Möller
og Elísbergi Péturssyni.