Vísir - 11.04.1964, Síða 7

Vísir - 11.04.1964, Síða 7
7 VlSIR . Laugardagur 11. apríl 1964. yMWiBlW ITI TMWfl^W Fréttir frá frændum vorum Norska kirkjan í dag Lognkyrran, sólheitan laugardag í október 1960 ókum viS með lestinni spölinn frá Bergen tii Indre-Arna. Land'ð er fagurt og hafið er skínandi bjart. Og fólkið — ekki er það síðra Elskuiegar voru móttökurnar hjá prestshjónunum Soiveigu og Einari Tesda!, þar sem við dvöldum fram á útmánuði þennan vetur. í þessu yndislega þorpi á Vesturlandi á Island, saga þess, tunga þess marga og einlæga aðdáendur. Ég stilli mig ekki um að nefna nokk- ur nöfn: Kennarahjónin gömlu Arnfinn og Sigurð Försund, Lars Adna og kona hans, Guttorm Vatnsdal. Og ekki var að spyrja að móttökunum handan við fjörðinn, þar sem hinn kunni íslandsvinur sr. Haraldur Hope á heima. — Nú hefur sr. Einar Tesdal, eftir beiðni minni, sent fréttir af því helzta, sem hefur verið að gerast i norsku kirkjulífi á þessu ári. G. Br. „Norska kirkjan stendur á há um stað“, sagði Björnson fyrir löngu. Ennþá huggum við okkur við þessi orð. Þau voru sönn og það eru þau raunar enn í dag. Og ef hægt er að trúa tölum og skýrslum, þá eru þetta góðir dag at fyrir kirkjuna. Kirkjusóknin fer vaxandii altarisgestum fjöig ;• 1 r vandamál. Hún er ekki nógu snör í snúningum. Hún verður að fylgja fólkinu. Hér hefir ver- ið komið á nýju hreppaskipu- iagi, sveitarfélög hafa verið stækkuð og þetta hefur í för með sér breytingar á sóknum og starfsháttum prestanna. Þeir eru raunar vinnuglaðir menn, en ar. Önnur vormerki: Nýjar kirkj ur eru reistar, þær eldri endur- bættar. Um tíma leit út fyrir að skortur yrði á prestum í land- inu. Aðstoðarprestsembætti stóðu auð, því að enginn sótti. Guðfræðingarnir tóku skólann fram yfir kirkjuna, fengu stöður þar, en kirkjuna vantaði vinnu kraft. Nú er þetta að lagast, vax andi fjöldi starfsmanna er á ieið inni. Tilflutningur fólksins í iand- inu skapar kirkjunni mörg ný það eins og Jukvam biskup seg ir: Það er ekki hægt að heimta af einum tveggja manna verk . Prestarnir þurfa að hafa me!ri tíma til lesturs og studeringa. — til framhaldsmenntunar. Þessari þörf hefur kirkjan reynt að mæta með guðfræðilegum nám- skeiðum. Það fyrsta var haidið fyrir Björgvinjarbiskupsdæmi, hin biskupsdæmin komu 'strax á eftir. Og nú fer þetta að kom- ast í fast form. Gefnar eru leið-' beiningar í ýmsum vandar.iál- Séra Gfsli Brynjólfsson og Sigurd Försund á heimili hins síðarnefnda í Arna. um og fræðsla veitt, sem að gagni mætti koma í daglegu ‘ starfi. í vor á námskeið að vera aust ur í sjálfri Jesúsalemborg. Það verður bæði skemmtileg og fróð leg ferð fyrir prestana. Eitt nðm skeið f ísrael er áreiðanlega á við mörg í Osló, hversú vel sem það annars tækist. Hér er ennþá verið að deila um prestvígslu kvenna, Kristjin Schelderup hefur nú lagt frá sér biskupsstafinn. Þegar hann leit til baka og minntist liðinna ára, kvað hann prestvígslu kvenna hefði verið sér einstakt g'.eði- efni. Það eru kynieg örlög, að hann, þessi mikii friðsemdarmað ur skyldi verða til þess að vekja slíkan storm, slíkt stríð í kirjiíj- unni. Öllum fellur vel, að Axel Johnson skyldi verða eftirmaður Schelderups á Hamri. Hann er ungur og röskur og djarfur og má mikils af honum vænta. En nú hefur staðið stormur um annan biskup heldur en Schelderup — íshafsbiskupinn — Nordenval, en sá stormur er ekki á sjónum heldur í Dagblað inu. Próf. Gabriel Laugfeldt ráð- ist á hann og trú hans og tefidi fram sinni „humanetik". Þetta varð mikil sjóorusta og löng viðureign. — En það var íshafs- skipstjórinn, sem kunni bezt að stýra. Hann sló með íshafshnef- anum sínum svo að heyrðist um allt landið. Enginn biskup f Noregi hefði gert þetta betur. Allir fundu að það var alvara í rómnum, en brosið og humör- inn vantaði þó ekki. Hann fekk öll stigin í keppninni. Og 70 þús kaupendur Dagblaðsins lásu það með áfergju og það var talað um þessa ritdeilu og vit.n að í greinarnar á götum og gatnamótum. Það er langt sfðan við höfðum verið áhorfendur að slíkri ritdeilu. En það gerist nú ýmislegt í kringum fieiri heldur en biskup ana. Dómprófastarnir eru líka úti í storminum. Nýlega var veitt dómprófastsembættið í Bergen. Fyrir valinu varð Per Lönning, stórþingsmaður fyrir íhaldsmenn í Osló, doktor f guð- fræði og heimspeki. Hann var yngstur umsækjenda og þriðji f röðinni samkv. tilnefningu sókn arnefndar (PL er vígður prestur, formaður Prestafélags- ins norska og var fulltrúi kirkju sinnar hér við vígslu Skálholf.s- kirkju í sumar). Undanfarin ár hefur. hann verið kennari vjð kennaraskóla í Osló, sótti fyrir nokkrum árum um dómprófasts embættið í Osló. Um önnur kirkjuleg embætti hefur hann ekki sótt. Samt er þegar talað um hann sem eftirmann Sme- mos í Osló þegar þar að kemur. P. Lönning er mikill lærdóms og gáfumaður og þessi embættis- veiting hefði ekki vakið and- 'A Kirkjan — stöðu nema vegna þess að geng ið var fram hjá öðrum eldri og reyndari — Peter Madland, seni hefur verið dómkirkjuprestur í 17 ár. Hann var elztur umsækj- enda og eftir tilnefningu sóknar nefndar var hann nr. 1. Hann fékk líka flest atkvæði sem bisk upsefni, þegar Jukvam var út- nefndur. Það þótti því hin mesta óhæfa að ganga fram hjá hon- um, þótt mætur maður yrði fyrir valinu. En hversvegna valdi ráðherra Lönning í þessa stöðu? Er póli- tíkin með í spilinu? Er stjórnin með þessu að koma, skörpum gágnrýnanda, skeleggum and- stæðingi út úr þinginu? Eða eru það lærdómsgráðurnar, sem hafa haft þessi áhrif? Öllum ffcinst hafi verið framið mikið ranglæti gágnvart mætum em- bættismanni með langan starfs- feril að baki. Svo mikið er víst, að Kirkju- og kennslumálaráðherrann er friðsemdarmaður. Nú hefur hann skipað nefnd til að koma á sáttum í málstríðinu Sjálfsagt meinar hann það vel. Við eigum að standa vörð um málið og menninguna. Máski tekst þetta vel. Nýnorskumenn eru að vísu tortryggnir. Og það er eðlilegt. Við- höfum nóg af nefndum og nóg af lögum. Það vantar ekki, en það vantar vilj- ann, kraftinn til að fara eftir þeim. Og því miður hafa stjórn arvöldin ekki alltaf sýnt einlæg an vilja til að framfylgja fyrir- mælum þessara laga, Þau hafa heidur ekki alltaf sýnt málinu okkar mikla umhyggju að dómi okkar nýnorskumanna. En við vonum það bezta og bíðum og sjáum hvað setur. Loks er þess að geta, að norska sjómannatrúboðið heldur aldarafmæli sitt hátíðlegt í ágúst í sumar. Þess mun verða Framh. á bls. 6 Indre-Arna

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.