Vísir - 06.05.1964, Blaðsíða 4
V í S í R . Miðvikudagur 6. rnaí 1964'
ÍSLENDINGA-
FAGNAÐUR
í LONDON
Hin árlega afmælishátíð og sum-
arfagnaður Félags íslendinga í Lon-
don var haldin I húsakynnum
Danska klúbbsins við Knights-
bridge, laugardaginn 11. aprll s.l.
Formaður félagsins, Jóhann Sig-
urðsson framkvæmdastjóri, setti
hátfðina með ávarpi, en Karl
Strand, læknir, mælti fyrir minni
félagsins, en hann var einn þeirra,
er stofnfundinn sátu, hinn 10. apríl
1943.
Brá Ka-rl fyrst upp mynd af
Lundúnum stríðsáranna, þegar loft-
varnarlúðrar voru þeyttir dag hvern
og hin mikla borg lá myrkri hul-
in um kvöld og nætur. f þann tíma
virtist ísland langt í burtu, þá var
á viku farin í skipalest sú leið, sem
nú er farin á fjórum stundum I
lofti. Enginn þeirra sem stofnfund-
inn sátu, vissi, hvenær hann ætti
afturkvæmt til íslands og aldrei
var að vita hvenær taka mundi að
fullu fyrir samgöngur heim. Á
þeim tíma sem hér um ræðir var
harla fátt íslendinga 1 London mið-
að við það sem nú er, og hafði
íslenzkt sendiráð aðeins starfað í
borginni um þriggja ára skeið.
Á stofnfundi félagsins voru 14
manns, en í árslok 1943 var tala
félaga komin upp í 41. Minntis^,
Karl ^sérs^klega á Bjöm Bjöms-
son, stórkaupmann, sem var aðal-
hvatamaður að stofnun félagsins og
síðan formaður og stjórnarmeðlim-
ur um margra ára skeið.
Karl lét þess getið að ýmsir blá-
þræðir hefðu orðið á ævi hvitvoð-
ungsins, er fæddist þetta aprílkvöld
fyrir 21 ári. En þótt barnasjúk-
dómarnir væru margir og oft mjótt
á milli lífs og dauða hefði félagið
eigi að síður haldið velli og náð
þeirri reynslu, sem hverri stofnun
væri nauðsynleg til að skapa sér
svip og stefnu. Kvað hann þá, sem
fylgzt hefðu með félaginu frá upp-
hafi, gleðjast yfir því, hversu vel
hefðu rætzt þær vonir, sem i upp-
hafi voru við stofnun félagsins
bundnar. Þá fór Karl viðurkenn-
ingar- og þakklætisorðum um þá
menn og konur, sem á öllum tim-
um höfðu starfað af ósérhlífni og
áhuga að málefnum félagsins. Karl
minnti á ,að margar smáþjóðir álf-
unnar hefðu átt sverð styrjaldar-
innar hangandi yfir höfði sér á
þeim tima er félagið var stofnað.
Lauk hann síðan máli sínu á þessa
leið: „Enginn vissi hvaða þjóðir
slyppu heilar úr þeim hildarleik.
Nú er sú hætta liðin hjá, að því
er virðist, en í kjölfar friðarins,
bættra samgangna og margvíslegra
aukinna afskipta þjóða meðal fylgir
sú alda stðrþjóðaáhrifa, er sverfur
æ fastar að séreinkennum hverr-
ar smáþjóðar, að tungu hennar,
siðum og Kfnaðarháttum. Sérhver
smáþjóð á nú þann vanda fyrir
höndum að vinza úr þessum stór-
þjóðaáhrifum það, sem nýtilegast
er, þaö, sem samlagast bezt breytt-
um kröfum tímans, en lætur samt
óskertan þann menningarkjarna,
sem þjóðin sjálf á beztan, og sem
drýgst hefur dugað henni til menn-
ingarlegs sjálfstæðis. Okkar litla
þjóð á mikið vandamál óleyst, þar
sem um ræðir þess úrvinnslu og
aðlögun, hvað nýta beri og hverju
skal hafna, hvernig varðveita megi
tungu, sögu, siði og háttu, en
standa þó opin fyrir þeim menn-
ingarstraumum, sem óhjákvæmilegt
er að veita viðtöku ef þjóðin á ekki
að standa í stað. Þetta er hin frið-
samlega innrás, sem mörgum þjóð-
um hefir orðið að falli, allt síðan
sögur hófust, þar sem ný menning
kollvarpar hinni eldri, og sópar
verðmætum hennar á glæ nema að-
gát sé höfð.
En einmitt hér komum við aftur
að þvl hlutverki, sem félagsskapur
eins og Félag íslendinga í London
á fyrir höndum. Enn sem fyrr er
þess þörf, að þeir íslendingar, sem
erlendis dvelja, haldi við, á félags-
legan hátt, þeim séreinkennum,
sem Islenzk menning á bezt, efli
tengsl sín við íslenzka þjóð og taki
þátt í því starfi að tileinka sér hið
nýtilegasta I erlendum áhrifum og
sameina það Islenzkum menning-
arkjarna. Sú var tíð, að félagsskap-
Á myndinni sjást talið frá vinstri: Jósep Magnússon, Kristján Stephensen og Guðrún Kristinsdóttir.
ur íslendinga I Kaupmannahöfn,
beint og óbeint, endurreisti
íslenzka tungu og lagði hana
á ný á varir þjóðarinnar. Sú
tíð kemur vonandi aldrei aft-
ur að slíks þurfi með á ný, en
önnur hliðstæð verkefni eru næg.
Sú bezta afmælisósk, sem ég get
fært Félagi íslendinga í London nú
á þessum tímamótum, er að því
megi auðnast, á komandi árum, að
vera sterkur útvörður íslenzkrar
menningar I hennar beztu mynd,
en jafnframt því vakandi auga og
eyra fyrir hverju þvl nýtilegu, I
erlendri menningu, sem landi og
þjóð má að notum koma“.
Að loknu borðhaldi léku þau
Jósep Magnússon, Kristján Stephen
sen og Guðrún Kristinsdóttir sam-
Ieik á flautu, óbó og píanó við mik-
inn fögnuð samkomugesta, en síð-
an lék hljómsveit hússins fyrir
dansi fram eftir nóttu.
Flotvarmn hefur lönan
m * 1371
sann
&
m.
Wte.
UPPFINNING AGNÁRS BREIÐFJORÐ
Það er ekki ofmælt að £s-
Ienzka flotvarpan hafi fært
þjóðarbúinu mörg hundruð
milljónir króna I aflaverðmæti
síðan 1952 að farið var að nota
hana á fslenzku togurunum.
Maðurinn sem fann hana upp
er Agnar Breiðfjörð.
Agnar hafði unnið að endur-
bótum á flotvörpu sinni um
nokkurra ára skeið 1952, er til-
raunir hófust með hana á tog-
urum. Þar hafði forgönguna
hinn kunni aflaskipstjóri Bjarni
Ingimarsson á togara Tryggva
Ófeigssonar, Neptúnusi. Eftir að
Bjarni hafði prófað vörpuna um
skeið fékk Félag íslenzkra botn
vörpungaeigenda afnotarétt af
flotvörpunni með samningi við
Agnar Breiðfjörð, og síðan hafa
togararnir notað hana þegar
aðstæður Ieyfa.
TVÖFALT AFLAMAGN.
Flotvarpan tekur fisk I miðj-
um sjó og einnig er hægt að
veiða með henni niður undir
botni. Aflamagn margra togara
tvöfaldaðist við notkun flot-
vörpunnar frá þvi sem áður
hafði verið og var þessi mikla
veiði orsök til þess að þegar
landhelgin var færð út var
notkun hennar með lögum
bundin við veiðisvæðin utan
landhelginnar.
Eins og frá var skýrt jókst
afli togaranna mjög við tilkomu
flotvörpunnar og hefir hún
vissulega malað gull fyrir Is-
lenzka útgerð á liðnum árum.
Stærsti og þekktasti togaraút-
gerðarmaður landsins, Tryggvi
Ófeigsson, sagði t. d. eftirfar-
andi um notagildi hennar í
yfirlýsingu til uppfinninga-
mannsins 1952: „Samkvæmt
beiðni hr. Agnars Breiðfjörð,
vil ég votta það, sem mitt álit,
að flotvarpa hans sem Bjarni
Ingimarsson skipstjóri hefur á
s.l. vetrarvertíðum reynt ræki-
Júpiter, einn af togurum Tryggva Ófeigssonar.
Iega, hefur tvöfaldað fiskimagn
íslenzku togaranna, og I sum-
um tilfellum mikið meir. Veið-
arfærasparnaður er mjög mikill.
Hr. Agnar Breiðfjörð hefur I
þessu máli sýnt mikla þraut-
seigju og ötulleik samkvæmt
umsögn Bjarna Ingimarssonar
skipstjóra. Það er mitt álit að
flotvarpan sé þjóðnytja upp-
finning. Svo reyndist það að
minnsta kosti síðastliðna ver-
tíð“.
ÓDÝRT VEBDARFÆRI.
Þá má einnig geta þess að
flotvarpan er ódýrasta veiðar-
færið I þessum veiðarfæra-
flokki, t. d. er hún sex sinnum
ódýrari en þorskanótin og eftir
að nylonið kom til sögunnar
hefir hún orðið mun þjálli við-
fangs og fengsælli. Og Agnar
Breiðfjörð lætur hér ekki staðar
numið heldur vinnur enn að
gerð nýrra veiðarfæra fyrir tog-
ara og fiskiskip.
r —aa—a^Bnaw wawwnww
Vöruhcappdræfti
S. ð. B. S.
f gær var dregið I 5. (flokki
Vöruhappdrættis S.I’.B.S. um 1200
vinninga að fjárhæð alls kr.
1.700.000.00. Þessi númer hlutu
vinningana:
200 þúsund krónur nr. 21327
100 þúsund krónur nr. 3195
50 þúsund krónur nr. 32483
Þessi númer hlutu 10 þúsund kr.:
3613 17881 26957 44167 54604
56447 57051 59149 60720.
Þessi númer hlutu 5 þús. kr.:
1805 3171 16177 20401 22709 23033
33791 33864 37201 38336 46693
50203 52806, 55132 59185 60006
60067 62892. (Birt án ábyrgðar).
LQ
1