Vísir - 14.05.1964, Síða 5

Vísir - 14.05.1964, Síða 5
V í S IR . Fimmtudagur 14. mr£ 1964. Deilt hart á lokuðum NA TO- í gær var haldinn lokaður fundur á vorráðstefnu utanríkis- ráðherra Norður-Atlantshafs- Erkin. bandalagsins I Haag, og er vit- að, að rætt var um endurskipu- lagningu bandalagsins, og að Spaak utanríkisráðherra Belgíu réðst harkalega á Frakka, fyrir „niðurrifsaðferðir" þeirra, eins og hann kvað að orði. Spaak hefir löngum gagnrýnt harðlega, að stórveldin í NATO tækju ekki nægt tillit til smærri aðildarríkjanna. Couve de Murville utanríkis- ráðherra Frakklands svaraði ekki Spaak né öðrum, svo sem Rusk og Butler, er áður hafa talað á ráðstefnunni, en hann kvartaði yfir áhugaleysi um að- stoð Frakklandi til handa, er Frakkar stóðu í ströngu í Indó- kína og síðar í Alsír, en nú væri ætlazt til mikils af Frökkum og bornar fram kröfur, sem á ein- hvern hátt væru tengdar af- stöðu annarra ríkja til Kúbu, Suður-Vietnam, Malajsíu og Ad- en, og mikið talað um meiri að- stoð og víðtækara samstarf NATO-ríkja út um heim. De Murville minnti á, að Holland, Belgía og Portúgal væru öll NATO-ríki, en það hefðu ekki verið framréttar hendur þeim til aðstoðar, er staðið var í ströngu í Indónesíu (áður Hollenzku Austur-Aslu), Kongó eða Ang- olu. í ræðu sinni hvatti Spaak til bráðra aðgerða til þess að breyta skipulagningu bandalags- ins og minnti í því sambandi á hina stórkostlegu breytingu, sem orðið hefði á afstöðu komm únistaríkjanna, og hvatti til samkomulags við þau um Þýzka land og önnur stórmál. Kýpurmálið var líka rætt. Er- kin utanríkisráðherra Tyrklands kvað tyrknesku stjórnina geta fallizt á málamiðlun út af á- greiningi Tyrklands og Grikk- Iands um Kýpur, — en fyrst yrði að sjá um að tyrkneskt fólk byggi ekki lengur við á- rásir. Rétt eftir að fréttin barst um þessi ummæli Erkins kom frétt frá Kýpur um, að 8 tyrkneskumælandi mönnum, sem starfa í brezku flotastöðinni á eynni, hefði verið rænt. Þeir fóru jafnan til vinnu í bifreið, sem sótti þá og skilaði þeim heim, og hefir hún fundizt mann laus á vegarbrún. Makariosi hefir verið send um kvörtun. Rusk sagði í gær, að ef Tyrk- ir eða Grikkir rösuðu fyrir ráð fram varðandi Kýpur gæti allt varnakerfi NATO á Miðjarðar- hafi hrunið til grunna. Sagði hann þetta á fundum með Stav- ropolos utanríkisráðherra Grikk Iands og Reridun Erkin, utanrik- isráðherra Tyrklands. Ennfremur varaði hann banda lagið við afleiðingunum, ef Grikkir og Tyrkir færu í stríð út af Kýpur. Það mundi tortíma bandalaginu. Níl í nýjum forvegi Myndin er af þeim Nasser og Krúsév, er hinn fyrrnefndi „opn aði sinn breiða faðm“ við kom- una tii Alexandriu, eins og að orði var komizt í einni frétt um þetta, en í dag komu þeir báðir fram við aðalhátíðahöldin í til- efni þess, að lokið er fyrsta þætti framkvæmdaáætlunar Ash wan-stíflunnar, og er Sallai for- seti Yemen einnig viðstaddur. Styðja þeir Nasser og Krúsév á hnapp, til þess að koma af stað sprengingu, er leiðir Níi í nýjan farveg. Feikna heitt var af sólu í gær og varð Krúsév allþjak- aður og feginn að komast í loft- ræsta gistihúsið, sem hann býr i. Hægrí handar akstur — Áfengisvandamálið — Félagsheimili Fundir voru í neðri deild og sameinuðu þingi í gær. í neðri deild fóru fram atkvæða greiðslur um frv. um Iausn kjara deilunnar við verkfræðinga og frv. um Seðlabanka íslands. Voru þau bæði samþykkt og afgreidd sem lög frá Alþingi, eftir mjög miklar umræður, bæði i efri og neðri deild. Þá var Jón Skaftason einróma kosinn gæzlustjóri Söfnunarsjóðs íslands til 4 ára. Að loknum fundi í neðri deild var síðan fundur í sameinuðu þingi. Á dagskrá voru 13 þings- ályktunartillögur og fengu allar afgreiðslu sem ályktanir Alþing- is. Þegar fundi lauk í neðri deild, þakkaði deildarforseti Sigurður Bjarnarson, þingmönnum samver- una og óskaði þeim góðs gengis á komandi sumri og Lúðvík Jósefs- son þakkaði sömuleiðis forseta. SAMEINAÐ ÞING. Eins og áður er sagt voru 13. þáltill. á dagskrá i sameinuðu þingi. Voru þetta aðeins þær til- lögur, sem h'till ágreiningur hafði orðið um í nefndum og voru þær allar afgreiddar umræðu'.ítið. Skal helztu þeirra getið. HÆGRI HANDAR AKSTUR. Jón Þorsteinsson mælti fyrir nefndaráliti allra fyrsta á tillögu um, að hið verði hafinn undir- búningur að þvi að tekinn verði upp hægri hand ar akstur á 'andi hér Hafði nefnd in leitað álits ýmissa félaga- samtaka, sem | þettamál varðar og voru þau öll hlynnt tillögunni. Gísli Guðmunds son kvaddi sér hljóðs vegna þess að hann hafði ritað undir nefnd arálitið með fyrirvara af þeirri á- stæðu, að ekki hafði borizt álit frá félagi sérleyfishafa. ÁFENGISVANDAMÁLIÐ. Sverrir Júlíusson mælti fyrir nefndaráliti á tillögu frá Magnúsi Jónssyni um, að þingmenn kjósi 7 í nefnd úr sín um hóp til að athuga þetta V . mikla vandamál. Mælti nefndin einróma með ' samþykkt tillög- unnar. Gísli Guð- mundsson mælti fyrir viðaukatillögu um, að nefnd in hafi samráð við áfengisvarnar ráð o. fl. Flutningsmaður, Magnús Jóns- son, taldi þessa tEIögu óæski- lega af þvl að eingöngu væru þingmenn í nefndinni og hann kynni ekki við að fyrir- skipa slíkri nefnd að hafa samráð við einhvern ákveðinn aðila Annað væri að leita ráða hjá. Og við atkvæðagreiðslu dró Gísli tillögu sfna til baka. FÉLAGSHEIMILI. Gísli Guðmundsson mælti fyrir áliti allsherjarnefndar á tillögu um félagsheimili. Fjallar hún um, að endurskoðuð verði !ög um félagsheimilis- sjóð. Skal þessu vera lokið fyrir næsta þing. Nefndin hafði tekið til greina breyttill. frá Ás geiri Péturssyni, sem hann hafði flutt meðan hann sat á þingi. TUNNUVERKSMIÐJA Á SKAGASTRÖND. Jón Þorsteinsson mælti fyrir á- liti allsherjarnefndar á tillögu um, að stofnsett verði tunnuverk- smiðja á Skagaströnd. Sagði hann að þegar til kom, voru sumir nefndarmanna ekki sammála því að samþykkja að á Skagaströnd skyldi reisa verksmiðju án þess að nokkur athugun hefði farið fram á má'.inu áður. Flytur nefnd in því breytitill. um, að athugun verði látin fara fram á því, hvort hentugt muni að reisa verksmiðju norður þar. Ragnar Arnalds tók til máls í þessu sambandi og þótti illt að svo sky'.di dregið úr tillögunni. 1 STUTTU MÁLI Halldór Sigurðsson mælti fyrir nefndaráliti á tillögu um almenn an lífeyrissjóð. Einar Ágústsson mælti fyrir breyt.till. á tillögu um að athugun fari fram á þörf atvinnuveganna fyrir tæknimenntað fólk. Geir Gunnarsson hafði fram- sögu frá fjárveitinganefnd á til- lögu um, að þyrilvængjur verði keyptar til landsins. Flytur nefnd- in tvær breyt.till. sem draga h&'.dur úr tillögunni. Jón Árnason mælti fyrir nefnd aráliti á tillögu um sjómanna- tryggingar. Einar Ágústsson mælti fyrir nefndaráliti á tillögu um, að at- hugað verði hvernig hraða megi meðferð dómsmála. Jón Árnason mælti fyrir nefndar áliti fjárveitinganefndar um, að Björnssteinn á Rifi verði vernd- aður fyrir hnjaski. Kostnaðinn við það borgi hafnarsjóður lands hafnarinnar á Rifi. Halldór Sigursson mælti fyrir nefndaráliti á tillögu um, að reynt verði að finna nýjan tekjustofn handa þjóðkirkjunni. Breyt.til'. sem Einar Olgeirsson hafði-flutt voru felldar. Bókamenn othugið Bókin Arnardalsætt, 1.-2. bindi, með auka- myndum, nýkomin úr bókbandi. Sími 15187 og 10647. BSSikið

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.