Vísir - 16.05.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 16.05.1964, Blaðsíða 7
/ V í SIR . Laugardagur 16. maí 1964. B* >f ^ Laugarásnum tekur rit- höfundurinn sér daglega göngu. Hann býr við Vestur- brún. Á morgnana sést hann oft koma hraðstígur eftir brekkubrúninni austan við skýskafana, sem tróna þar; stundum er hann með hendur fyrir aftan bak, og þegar kaldara er í veðri en vana- lega, gengur hann enn rösk- legar. Hann birtist yfirleitt aftur síðar um daginn á þess- um sömu slóðum, einhvem tíma á milli nóns og miðaft- ans, og gengur þá þennan sama hring - eftir Austur- brún og Vesturbrún kringum háhýsin — a. m. k. tvisvar sinnum. Þama á hæðunum er stundum misviðrasamt. Gunnar Gunnarsson virðist ekki Iáta það á sig fá. Það viðrar heldur ekki ^illtaf vel í mannlífi, sem hann dregur upp mynd af í bókunum sín- um. („Það er miklu minna af Þarna eru klungur og klappir ... „Hér var ilmandi af úthaga áður fyrr“, sagði skáldið. Skýskafana bar gleiðgosalega við himin á brún Laugarássins. (Ljósm. Vfsis: I. M.) Skáldið horfír af Vesturbrún kómedíu en tragedíu í þessu lífi“, sagði hann, þegar harm- skyn í verkum hans bar á góma). Rithöfundurinn var kominn á ról, þegar tíðindamaðurinn kvaddi dyra á húsi hans við Dyngjuveg. Himinninn var heiður, og snjórinn efst í Esj- unni og Skarðsheiðinni geislaði eins og kollur á hvítvoðungi. Hús rithöfundarins var ofið hljóðleik þennan bjarta morgun — blóm frúarinnar, sem þöktu stóra gluggann I arinherberginu voru brosandi, og manntaflið á fornu borði í borðstofunni var eins og gáta þessara tíma, sem við lifum á. Svartur virtist hafa betur. „Teflið þér, Gunnar?“ „Ég tefli stundum við sjálfan mig — ég íhuga stundum tafl- þrautir". Manntafl eftir Stefan Zweig, meistara harmsögunnar, virtist birtast á skákborðinu. ... „Fáið þér stundum hugmynd- ir yðar, þegar þér teflið?" „Það er ekki hægt að setja reglu fyrir því, hvenær hug- myndir koma — en það er ekki sjaldan á nóttunni". „Hvað gerið þér þá?“ „Ég hef hjá mér blokk og krota niður“. Hann vildi tala sem minnst um verk, sem hann hefur í smíðum — nóvellettu, ámóta Tanga og Brimhendu, sem hann hefur unnið að lengi. Á arninum var lítill munur. „Þetta er bandreiðsla móður minnar sálugu“, sagði Gunnar og tók vogina af múrsteininum. Af öllum mununum, mörgum dýrmætum, í salkynnunum var rithöfundinum greinilega hjartfólgnust þessi litla ullar- bandsvog móður sinnar. Ein fyrsta bók Gunnars var Móður- minning, sem Oddur Björnsson gaf út 1906 á Akureyri. Þá var skáldið 17 ára, en móður sína missti hann átta ára gamali, og það hafði mikil áhrif á hann og breytti lífi haps. Jjegar út í sólskinið kom, var haldio sem leið liggur upp Dyngjuvr-g og þaðan eftir Vesturbrún. Eörn voru að leik í holtinu og á berangrinu fyrir ofan háhýsin. Þarna eru mold- •irbörð cg harðfcalar, kiungur og klappir, og engu betra yíir að fara en skotgrafir. Rithöf- undurinn félist á að ganga þessar torfærur ti! hátíðabrigða og hafnaði allri aðstoð á versta kaflanum — sums staðar þurfti að stökkva yfir, en hann !ét sér ekki verða skotaskuld úr ... Það var auðséð, að hann naut þess að hreyfa sig. „Hér var ilmandi af úthaga áður fyrr“, sagði Gunnar, „nú er búið að róta þessu öllu til. Þarna er vélin að verki og er að sigra ...“ Skýskafana bar gleiðgosalega viðf himin þarna efst á brún Laugarássins. „Finnst yður öld véianna breyta viðhorfi til tímans?" „Maður þarf ekki !engur að fara til himnaríkis til þess að einn dagur verði þúsund ár eða þúsund ár verði einn dagur. Tímaskyn manns er orðið eins og teygjuband. Breyting á landi og þjóð er svo gífurlega mikil síðan eftir stríð, og breytingin frá ungdómsárum mínum er meiri en orð fái numið“. „Finnst yður landið sjálft hafa breytzt?" „Maður þekkir ekki einu sinni landið sitt — þar sem voru grænir bæir í grænu túni þar eru nú komnir 1 staðinn ferhyrn ingar með valmaþaki". „Hafa fjöllin líka breytzt?" „Það breytir fjalli, þegar önn ur byggð kemur að því en áður var“. „Hvað um íslenzka þjóð — kannizt þér ekki lengur við hana sem lslendinga?“ „Þjóðin er önnur, þótt hún ,-é ekki beinlfnis framandi, og mér finnst fólk ekki skynja hættuna af vélamenningunni — dauðu menningunni. Lifnaðarhættir fólks eru orðnir svo óeð'.ilegir — menn eru ekki skaptir til að lifa í þessum vélaheimi.Það hlýt ur að koma fram meiri breyting á þróun f innra lffi þeirra, sem búa í háu húsunum þarna, en þeirra, sem vaxa upp með náttúrunni. Menn eru komn ir inn í býkúpu. Hvort þessara húsa þarna telur íbúa á við hrepp í gamla daga, en fólk f þessum húsum vantar jörð til að stíga á, jörð, sem það yrkir, börnin í húsunum fá hvergi að vera — þau vantar skepnurnar og tengsl við náttúruna“. Qbyggða svæðið lá að baki, og Viðeyjarsundið kom í fangið, spegilslétt í hvítalogn- inu, og nú brá skáldið út af vana sínum og gekk niður fyrir veg í áttina að sjónum. „Er mannkynið kannski að fremja hægt sjálfsmorð?" „Ég var að lesa bókina „The Silent Spring“ eftir dr. Rachel Carson. Þar ræðir höfundur hættuna af öllum þessum eitur- efnum, sem menn eru að strá yfir jörðina, ýmist úr flugvél- um eða með hjálp annarra vél- kosta, f margvíslegum tilgangi svo sem eins og að eyða skor- dýrum og illgresi; þetta orkar tví mælis. Jarðvegurinn er víða svo eitraður á jarðarkringlunni af þessum völdum, að ýmislegt, sem við neytum, er sósað af þessum óþverra og síast inn í okkur. Þarna er tæknin að verki sem annars staðar. Og sumt líf á jörðunni verður þessu að bráð. Nú sjást ekki annaðenhræfuglar í garðinum mfnum — hinir eru flognir — þó vil ég ekki á!asa blessuðum hrafninum. Og víða í heiminum fljóta árnar fram með dauðan iax og silung — þarna er græðgi mannanna um að kenna". Við vorum komnir niður að voginum og gengum nú eftir fjörunum. Gunnar tók af sér hattinn og fór úr kápunni. Hann skrifaði eitt sinn bókina „Strönd lífsins". Söguhetjan komst að þeirri niðurstöðu, að guð sé ekki til, heldur aðeins lífið, strönd lífsins, sem allir brjóta skip sitt við fyrr eða síðar. „Hafið þér enn svipað sjón- armið í huga og kemur fram í „Strönd lífsins?" „Viðhorf séra Sturlu var aldrei fyllilega mitt. Sagan, eins og hún var byggð, hlaut að leiða til slíkra ályktana. Annars hafa viðhorf mín f mörgum málum breytzt og líklega í engu eða fáu eins algerlega og á sviði alheimsskynjunarinnar, ef svo mætti að orði kveða. Ég ber fullt traust til tilverunnar og afla þeirra, er að baki búa. Mannkyn hefur fengið að náð- argjöf möguleika til að sigra eða falla. Otkoman virðist mér því miður tvísýn, en ef illa fer, er varla hægt að skella skuld- inni á skaparann — hún er heimafengin". — s t g r. -k kgöngu með Gunnari Gunnarssyni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.