Vísir - 16.05.1964, Blaðsíða 8
VlS IJR.. Laugardagur 16. maí 1964.
Mótorbáturmn Loftur Baldvinsson við bryggju á Patreksfirði. í baksýn byggðin og fjöllin.
Valtýr Pétursson
opnar málverka*-
sýningu
Nú verður þó að lokum að
geta þess, að þegar talað er
um, hver hafi orðið hlutskarp-
astur á vertíðinni, að þar er
einungis átt við á línu og net.
Hins vegar fer ekki hjá þvf nú
frekar en fyrri daginn, að
hann Eggert á Sigurpáli komi
við sögu nú eins og endranær.
Eggert snertir ekki við öðru en
nót, annað hvort sfldarnót eða
þorsþanót og auðvitað er hann
þá aflahæstur yfir allan flot-
ann, að þvf er sagnir herma
með eitthvað í kringum 1600
tonn.
Yfirmenn skipsins á-þilfari í vertíðarlok. Talið frá vinstri;
l. vélstjóri 'Hans Ström frá Akureyri, þá skipstjórinn, G ’.nnar
Arason frá Dalvík, Ægir Þorvaldsson 2. vélstjóri frá Dalvík
og Gunnar Kristinsson stýrimaður einnig frá Dalvfk.
Valtýr Pétursson listmálari
opnar sýningu í salarkynnum
Húsgagnaverzlunar Reykjavíkur
dag og stendur hún yfir
hvítasunnuna. Sýningin verður
opin fyrir almenning klukkan
18—#2 16. maí, daginn eftir
milli i 14—22 og á sama tíma
18ýmaí. Húsgagnaverzl. Reykja-
vikur er til húsa á gatnamótum
Stórl.olts og Brautarholts.
Ljósmyndari Vísis á Patreks-
firði var staddur niðri við höfn
staðarins, þegar mótorbáturinn
Loftur Baldvinsson hafði Iokið
vertíð sinni að þessu sinni. Það
var skemmtileg stund, þvf að
það kom í ljós, að skipið var
metaflaskip íslenzka línuveiða
og netaflotans að þessu sinni.
Og meira en það, þetta yar
annað árið í röð, sem Patreks-
fjörður átti aflametið á vertfð-
inni. Má þar með segja, að
staðurinn sé enn einu sinni bú-
inn að sanna það, að hann er
bqata útgerðarpláss á landinu,
hvað viðvíkur legu og aflasæl-
um miðum.
í fyrra var það vélbáturinn
Helgi Helgason sem varð afla-
hæstur og setti íslenzkt met,
þegar hann hafði landað á
vertíðinni 1454 tonnum. Hann
var einnig gerður út frá Pat-
reksfirði, tekinn & leigu frá
Helga Benediktssyni f Vest-
mannaeyjum.
Árið þar áður urðu Grind-
víkingar hins vegar hlutskarp-
astir á vetrarvértíð.
Þeir á Patreksfirði tóku skip-
ið Loft Baldvinsson einnig á
leigu austan frá Dalvík og var
sami maðurinn með hann meg-
inhluta vertfðarinnar, það er
Finnþogi Magnússon. En síðan
fór Finnbogi utan til að sækja
nýtt skip handa sér og tók þá
Gunnar Arason við skipstjóm
og hélt merkinu á loft.
Það verður gaman að vlta,
hvemig þeim á Patreksfirði
gengur næstu vertfð, þegar
hinri mikli aflakóngur Finnbogi
verður kominn með sinn eigin
*bát splúnkunýjan og glæsileg-
an.
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði.
1 lausasölu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 lfnur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Berum klæði á vopnin
|slendingar eyða miklum tíma og orku í innbyrðis
r ;ilur. Svo hefur löngum verið. Á söguöldinni voru
i!elld átök milli ráðamanna og ættarhöfðingja, mann-
g daglegur viðburður. Á Sturlungaöldinni keyrði um
>verbak, gáfuðustu og fremstu menn þjóðarinnar áttu
stöðugum illdeilum, þardögum og manndrápum.
idalokin urðu, eins og allir vita, þau, að þjóðin glat-
ði sjálfstæði sínu og laut erlendu valdi í sjö aldir.
Þegar við lesum sögu liðinna alda, nánar til tekið
;er heimildir, sem við eigum um átökin í þjóðfélaginu
am til ársins 1264, finnst okkur oft furðu gegna, hvað
ildið gat ágreiningi eða notað var sem ástæða fyrir
deilum. Þegar svpna langt er um liðið, getum við
;tið atburðina hlutlausari augum, en megum þó vita-
kuld ekki gleyma þvf, að þá voru aðrir tímar, hugs-
larhátturinn annar, lífsviðhorfin ólík því sem þau eru
ú. En eigi að síður er íslenzk þjóðarsál enn um furðu
\argt lík því sem hún var fyrir þúsund árum.
Enn erum við að deila, og vissulega getur aldrei
ðruvísi verið en að skoðanir séu skiptar úm menn og
íálefni. Það á svo að vera í lýðræðislandi. En sagan
;tti að geta sannað okkur það, að við verðum að setja
ag og hamingju heildarinnar ofar öllum skoðanamun.
/aldastreita einstakra manna eða flokka má aldrei
janga svo langt, að þjóðarheildin bíði tjón af því.
Við erum nú löngu hættir að vega hver annan með
opnum, en við berjumst því meir með orðum. Þjóðin
ill ekki þetta rifrildi, fremur en áður. Það eru stjórn-
nálamennimir, sem vilja það — og lifa á því. Nú ríf-
ist þeir um verðbólguna, þá miklu meinsemd, sem hef-
ír hrjáð þjóðlífið upp undir aldarfjórðung. Hver kenn-
r öðrum um, en sannleikurinn er sá, að þar eiga allir
lokkra sök. Ef ekki kominn tími til að við gerum okk-
ir grein fyrir þessu og reynum að leggjast á eitt um
ið leysa vandann? Þetta litla þjóðfélag hefur ekki ráð
á því, að loga í innbyrðis deilum. Berum klæði á vopn-
in og reynum að finna þá lausn, sem er þjóðinni allri
fyrir beztu.
Gunnar Gunnarsson 75 ára
^káldið okkar víðkunna, Gunnar Gunnarsson, verður
’5 ára á mánudaginn kemur. Hann hefur borið hróður
íslands víða um lönd. Bækur hans hafa verið þýddar
á mörg tungumál og íslenzk saga og þjóðarsál spegl-
ast í öllum hans verkum. Hafið þið, lesendur góðir,
esið Fjallkirkjuna, svo aðeins sé nefnt eitt dæmi um
meistaraverk hans? Ef ekki, þá skuluð þið gera það
sem fyrst.
Vísir óskar skáldinu til hamingju með afmælið og
>akkar því hið mikla framlag þess til íslenzkra bók-
! inennta.
Patreksfjörður
bezta verstöðin