Vísir - 19.06.1964, Side 3

Vísir - 19.06.1964, Side 3
3 V í SIR . Föstadagur 19. júní 1964. i ^sjaaf-ire^Sfciyaaa^MgM———■ Þarna eru nýstúdentarnir, nýsloppnir yfir „þröskuldinn“ og fagna þeim áfanga, sem unnizt hefur. Á myndinni eru frá vinstri: Kjartan B. Thors, Þórunn Klemenzdóttir, Sveindfs Þórisdóttir, Hafdís Ingvars dóttir, Jónína M. Guðnadóttir og Sveinn Snæland. Hér eru samstúdcntar frá Menntaskólanum í Reykjavík fyrir 40 árum. Til vinstri er séra Þorgrímur Sigurðsson á Staðastað, en til hægri er Torfi Hjartarson tollstjóri. Stúdentar af þessum árgangi mættu mjög dyggilega í samkvæmið á Hótel.Borg og sumir báru gömlu stúdents- húfurnar með miklu stolti, eins og þeir sr. Þorgrímur og Torfi gera á þessari mynd. Andinn sem sveif yfir veit- ingasölum Hótel Borgar á þriðjudagskvöldið var talsvert annar en venjulegt er. í stað bítilstónlistarinnar hvellu voru kyrjaðir stúdentasöngvar á ýmsum tungumálum. ☆ Um salina liðu „hvitkollarn- lr“, iðandi af æskufjöri og eft- irvæntingu þar voru stúdentar af öllum árgöngum, virðulegir embættismenn, sem fyrir löngu hafa hlotið alþjóðarlof fyrir Á myndinni eru nokkrir 25 ára stúdentanna og makar þeirra, sem komu saman á Hótel Borg. Frá vinstri eru: Gerða Jónsson, eiginkona Gríms Jónssonar héraðslæknis í Laugarási, Jón Kr. Hafstein, tannlæknir, Matthías Ingibergsson, lyfjafræðingur á Selfossi, Gunnlaugur Þórð- arson, hæstaréttarlögmaður, Áslaug Ásmundsdóttir, önnur hvor tvíburanna Guðrún eða Ólöf Benediktsdætur, sem báðar urðu stúdentar fyrir 25 árum, en þær eru systur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, Ragnar Þórðarson í Markaðinum, lögfræðingur, Pétur Mikkel Jónasson, lífeðlisfræðingur við Kaupmannahafnarháskóla, Guðrún Gísladóttir, tannlæknir, Unnur Samúelsdóttir, húsfrú, og loks Magnús Þorleifsson, viðskiptafræðingur. Hér eru nokkrir gamlir stúdentar, sem orðnir eru áberandi menn í þjóðfélaginu, hver á sínu sviði. Frá vinstri eru: Einar Magnússon, menntaskólakennari og kona hans, frú Rósa, Hákon Guðmundsson, frú Þóra kona Péturs Sigurðss. fv. háskólaritara, sem situr næstur fyrir innan hana. Þá kemur Kristinn Ármannsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík og kona hans, frú Þóra Árnadóttir, og Iengst til vinstri er systir hennar, frú Ólöf, sem cr kona Hákonar Guðmundssonar, hæstaréttarritara. störf sín. í dag bregður Myndsjáin upp skyndimyndum af samkvæminu á Hótel Borg og segir frá nokkrum af stúdentunum, sem þar komu og áttu gleðistund saman.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.