Vísir - 19.06.1964, Síða 8

Vísir - 19.06.1964, Síða 8
"'"VlSIR . íB. júní 1964, 8 VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Tölur sem tala JTyrir skömmu var á það drepið hér í blaðinu hve hag- stæð þróunin hefir orðið í gjaldeyrismálunum síðustu árin. Vinstri stjómin skildi þannig við, að landið átti enga gjaldeyrissjóði, heldur allháa gjaldeyrisskuld. Nú eru gjaldeyrissjóðirnir nokkuð á annan milljarð króna. Sýnir þetta hve miklu viturlegri stjóm undanfarinna ára hefir verið en er þeir Hermann og Eysteinn véluðu um hlut fólksins í landinu. En tölurnar um greiðslu- jöfnuðinn segja líka svipaða sögu. Greiðslujöfnuðurinn, sem er heildarmismunur á vöru og þjónustuviðskipt- um við önnur lönd, var óhagstæður um hundruðir millj- óna á hverju ári vinstri stjómarinnar og árið eftir að hún lét af völdum óhagstæður um 584 millj. króna. Á þessu varð hins vegar snögg breyting til hins betra eftir að viðreisnarstefnan var tekin upp. Greiðslujöfn- uðurinn var jafn hagstæður eins og hann hafði verið óhagstæður áður, eða sem hundruðum milljónum króna skipti. Bæði gjaldeyrisstaðan og greiðslujöfnuð- urinn eru órækust merki um það hvort sú efnahags- stefna, sem fylgt er, reynist heilbrigð eða sjúk. Ekkert land getur til lengdar sóað gjaldeyri sínum án þess að afla hans, ekkert land getur lengi flutt meira inn en það flytur út. Ef svo er, hlýtur illa að fara og þjóðar- gjaldþrot að vera á næsta leiti. Þannig var líka mál- unum raunverulega komið hjá stjórn Hermanns, enda ræddi hann sjálfur um að þjóðin væri komin fram á brún hengiflugsins, er hann og Eysteinn gáfust upp við að stjóma landinu. Tangarsókn kommúnista Áskorun 72 manna í sjónvarpsmálinu, sem beint var til bandaríska sendiherrans, hefur valdið nokkm fjaðra foki. Strax kom í ljós að sú áskorun var ekki annað en áróðursbragð samtaka þeirra, sem nefna sig „her- námsandstæðinga“, enda skrifuðu báðir forystumenn þeirra hliðarsamtaka kommúnistaflokksins undir bréf- ið til bandaríska sendiherrans, sem umboðsmenn áskor enda. Hefði það engum manni átt að dyljast, frá hvaða föðurhúsum þessi áskorun kom. Enn betur kemur í ljós, að hér er einungis um tangarsókn kommúnista að ræða, þegar haft er í huga að 60 menntamenn sendu Alþingi áskorun í vor vegna bandaríska sjónvarpsins og tveir þingmenn fluttu um hana ályktun. Alþingi sá ekki ástæðu til þess að gera neitt í málinu. Þess vegna var ástæðan til síðari áskorunarinnar engin — önnur en sú, að veita vatni á myllu þeirra manna, sem vilja varnarliðið burt af landinu og þjóðina einangraða í veröldinni. . Tuttugasti stúdentahópur- inn frá Verzlunarskólanum 20. stúdentahópurinn frá Verzlunarskóla Islandsvarbraut skráður 16. júní. Hæstu eink- unn hlaut Hjálmar Sveinsson, 7, .25 (hæst gefið 8). Alls voru brautskráðir 25 stúdentar að þessu sinni, og viðstaddir skóla- slitin sem fóru fram í hinum glæsilega nýja samkomusal skól- ans voru m.a. menntamálaráð- herra Gylfi Þ. Gíslason, landbún aðarráðherra Ingólfur Jónsson, borgarstjóri Geir Hallgrímsson, rektor Menntaskólans Kristinn Ármannsson, fræðslumálastjóri Helgi Elíasson og fræðslustjóri Reykjavíkurborgar Jónas B. Jónsson. í ræðu, sagði skólastjórinn, dr. Jón Gíslason, m.a. að Verzl- unarskólinn hefði nú alls braut- skráð 368 stúdenta frá því að kennsla hófst í lærdómsdeild haustið 1943, og þakkaði hann sérstaklega dr. Magnúsi Jóns- syni (fyrrverandi menntamála- ráðherra) og Vilhjálmi Þ. Gísla- syni (fyrrv. skólastjóra Verzlun arskólans) útvafpsstjóra þeirra þátt í því að svo varð, en þá tvo kvað hann hafa unnið manna mest og bezt að undir- búningi hennar. Er skólastjóri hafði lokið máli sínu tóku til máls fulltrúar 15 og 10 ára stúd enta, þeir Þórður B. Sigurðsson og Þorsteinn Guðlaugsson. Þórð- ur færði skólanum að gjöf, frá sér og félögum sínum, mikið og vandað hljómplötusafn, en Þor- steinn tilkynnti að hann og hans félagar hefðu stofnað sjóð er heita skyldi „Verðlaunasjóður stúdenta brautskráðra árið 1954“. Hlutverk sjóðsins yrði að verðlauna þann nemanda er hæstu einkunn hlyti á stúdents- prófi ár hvert. Að lokum þakk- aði skólastjóri gjafirnar, og þeim sem heiðrað hefðu skól- ann með nærveru sinni þennan dag. Sagði hann svo þessu 59. starfsári skólans lokið. Frá skólaslitunum. Á myndinni sjást m.a. (i fremstu röð, talið frá vinstri) Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, Kristinn Ármannsson rektor, Helgi Eliasson fræðslumálastjóri, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, og Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri og kona hans frú Ingibjörg. Ný sjálfvirk sím- stöð á Húsavík Hafin er vinna á Húsavík að sjálfvirkri símstöð fyrir bæinn. Verður hún í nýbyggðu húsi pósts og síma á staðnum og eru starfsmenn símastjórnarinnar komnir þangað til að vinna að uppsetningu stöðvarinnar. Það er gert ráð fyrir, að þessi sjálfvirka stöð verði til- búin næsta haust og verður þá hægt að velja númer innanbæj- ar, en hin gamla skiptistöð lögð niður. Þá er og ætlunin að hægt verði að velja númer á Akur- eyri og í Reykjavík sjálfvirkt. Ríkir ánægja á Húsavik með þessar fyrirhuguðu framfarir á símaþjónustunni. Símstjóri á Húsavík er Ragnar Helgason. Fréttaritari blaðsins á Húsa- vik átti fyrir nokkru tal af Mý- vetningum, og höfðu þeir þær fréttir helzt að segja, að ferða- mannastraumurinn til Mývatns væri þegar hafinn og hefði hann aldrei fyrr verið jafn snemma og jafn mikill og nú. Búast þeir við að ferðalög til Mývatns í Vísitalan er óbreytt Kauplagsnefnd hefur reikn- að út visitölu framfærslukóstn- aðar £ byrjun júnímánaðar. Reyndist hún vera 163 stig eða sú sama og í byrjun maí. sumar slái öll fyrri met. Enn sem komið er, er mestur hluti ferðafólksins ungt skólafólk, sem hefur lokið prófum og fer að því loknu í skemmtiferðir, en auk þess er mikið um ferða- lög útlendinga, og hafa þeir ekki fyrr verið svo snemma á ferð- inni. Streyma til Mývatns

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.