Vísir - 19.06.1964, Síða 11

Vísir - 19.06.1964, Síða 11
V í S l R . Föstudagur 19. júní 1964. 11 IB Blöð og tímarit 19. júní, ársrit Kvenréttindafé- lags íslands er komið út. Er rit- ið hið vandaðasta að þessu sinni. Ritið ber nafn af 19. júní 1915, er konur fengu sömu réttindi og karlar hér á landi. Af efni blaðs ins að þessu sinni má nefna : Annað hvort aftur á bak elíegar nokkuð á leið, eftir Sigríði J. Magnússon, Jafnrétti — misrétti eftir Önnu Sigurðardóttur. Nótt á Etnu, eftir Elsu Vilmundardótt- ur, íslenzkt brúðkaup á Græn- iandi, eftir Karen Plovgaard í þýð ingu önnu Guðmundsdóttur, Blindraletur og bókagerð, eftir Guðrúnu Gísladóttur o.fl. Æskan, maí-júní blaðið þ.á. er komið út. Efni m.a.: Börn og blóm eftir Hafliða Jónsson garðyrkju- ráðunaut, Vöruskipti, Ævintýri í sveit eftir Oddnýju Guðmunds- dóttur, Fór 48 hringi umhverfis jörðu, Úlfurinn á Sjúngsanfjaili, Davíð Copperfield, Með Flugfé- laginu á slóðum forfeðranna, Knattspyrna, Litla lambið, B!esi, íslenzka iýðveldið 20 ára, Dagur með U Thant, Spurningar og svör Tóbakið er eitur, Saga frímerkis- ins, Amatörradíó, og m.m.fl. Frönskukennsla fyrir gistingu Fyrir nokkru skrifaði franskur prófessor, sem starfað hefur sem sendikennari við háskólann í Bukarest í Rúmeníu til Vísis og sagðist hafa mikinn áhuga á því að heimsækja ísland. Hyggst hann koma hingað til lands í ág- ústmánuði, en langar til þess að búa hjá íslenzkri fjölskyldu. Hann biður blaðið að leita upplýsinga um það, hvort einhver íslenzk fjölskylda vilji veita hon- ^ ^ STJÖRNUSPÁ ^ Spáin gildir fyrir laugardag- inn 20. júní. Hrúturinn, 21. marz til 20. aprfl: Þú ættir eingöngu að festa kaup á þeim hlutum, sem þér og þínu skylduliði er nauðsyn- legt til sæmilegrar framfærsiu. Öfgakenndar tilhneigingar skapa erfiðleika. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þrátt fyrir að þú virðist þarfn- ast einhverrar rómantíkur, þá virðist svo, sem tíminn sé ekki alveg réttur til slíks, eins og stendur. Fáðu samþykki anr,- arra. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júnf: Þar eð þú kynnir að viija hafa eitthvað ákveðið fyrir stafni, þá ætti ekki að vera erfitt að finna eitthvað, sem þarfnast aðgerða. Njóttu góðs lesefnis. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú ættir að verja deginum með- al ástvina eða annarra, sem hafa svipuð menningarl, og bók menntaleg áhugamál og þú. Þú ættir einnig að athuga með kvik myndahúsin. Ljónið, 24. júli til 23. ágúst: Þú ættir að gera innkaupin fyrri hluta dagsins, þar eð þú gætir komizt að einhverjum hagstæðum kjörum á þeim tírra. Hvíldu þig á veraldarvafstrinu síðar. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú ættir að koma saman með skyldfóiki þínu eða nágrönnum, sem hafa svipuð huglæg áhuga- mál og þú. Varaðu þig á þeim einstaklingum, sem hátt gellur í. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Hinar háleitu hugsjónir þínar munu geta komið f stað ýmissa hluta, sem vant er á hinu (.fnis lega sviði, en þó ekki alls. — Reyndu að vera hagsýnn í fjár- málunum. Drekinn, 24. okt. til 22 nóv.: Þú ættir að reyna að taka hlut- unum með stillingu og þá sérðu, hve auðvelt er að lynda við fólk sem umhverfis þig er. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ættir að Iáta eftir ])eirri löngun þinni að fást við ein- hverja afslappandi iðju. Þú get ur ávallt fengizt við eitthvað, sem leiðir hugann frá áhyggj- unum. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Enda þótt þér þyki gaman að dvelja meðal skemmtilegra persóna, þá sækir þreyta að þér, þegar til lengdar lætur. Athug- aðu kvikmyndahúsin í kvöld. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú kynnir að finna fyrir þörf til að gefa höfuðmarkmið- um þínum nánari gætur og þeim möguleikum, sem þú hefur til að ná þeim. Taktu sjálfur ákvarð- anir. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Láttu hugann ekki reika of vítt um. Reyndu að einbeita þér að málefnum, sem fyrir liggja, eins og stendur. Þú hef- ur tilhneigingu til að byggja skýjaborgir. Sard asfurstinnan SI. sunnudag var 10. sýning- in á Sardasfurstinnunni í Þjóð- leikhúsinu. Ragnar Björnsson stjórnar nú hljómsveitinni. Hann tók við stjórn hljómsveit- arinnar á níundu sýningunni. Að sókn hefur verið góð og oítast uppselt. Óperettan verður sð- eins sýnd til 30. þ.m., en þá kemur rússneski ballettinn og verður þá að hætta sýningum á Sardasfurstinnunni. Oft er vand- kvæðum bundið að ná í að- göngumiða á síðustu sýningar og er leikhúsgestum því vinsam Iega bent á að tryggja sér að- göngumiða í tíma. Myndin er af Erlingi og Eygló í aðalhlutverkunum. um gistingu í svo sem mánaðar- tíma, er hann reiðubúinn f stað þess að kenna fjölskyldumeðlim- unum, hvort sem það eru ung- lingar eða fullorðið fólk, frönsku. Kemur blaðið þessum tilmælum á framfæri meðal lesendanna og biður þá um að athuga, hvort þetta sé ekki tilvalið tækifæri, t.d. fyrir þá sem hafa í hyggju á næstunni að ferðast til Frakk- lands að fá þarna góða frönsku- kennslu með hægu móti. Utaná- skrift þessa frönskuprófessors er svolátandi Profess. Ch. Louis le Guern, Ambassade de France, Bucarest, Roumanie, Service de la Valise, Ministére des Affaires Etrangers, Paris. r Arnuð heillu 17. júní opinberuðu trúlofun sína Anna Ingibjörg Benedfkts- dóttir Bjarnarstíg 9 og Kristbjörn Árnason Borgarholtsbraut 63, Kópavogi. Sölubörn! Blaðið 19. júní er komið út. Sölubörn komið í skrifstofuna Laufásvegi 3. Góð sölulaun. Kvenréttindafélag íslands. Kirby er svo til orðinn meðvit- undarlaus, en getur muldrar skila boð til símastúlkunnar um að senda sjúkrabíl. Hann gefur ekk- ert heimilisfang upp, en síma- þjónustan leitar uppi númerið á augnabliki. Og þegar Fern og Penninn koma að afleggjaranum heim að húsinu mæta þau sjúkra- bíl með vælandi sírenu á ofsa- hraða. Mér þykir eiginlega ieitt að Kirby skuli ekki hafa lifað nógu lengi til þess að læra að meta hve slunginn ég er, segir Penninn og glottir ánægjutega. Hann hefur ekki skeytt neitt um sjúkrabílinn. En það hefur rern aftur á móti, og hún biður þög- ula bæn um að hann sé á leið- inni til Rips. Ekið yfir lumb S. 1. sunnudag var ekið yfir lamb á Suðurlandsvegi skanimt fyr ir neðan Skíðaskálann í Hveradöl- um og það limlest, svo að það varð að aflífa það. Sá sem valdur var að þessu hef ur ekki gefið sig fram. en aðrir vegfarendur komu að og skýrðu lögreglunni á Selfossi frá lambinu. Var maður sendur á staðinn til að drepa það. Hér þykir níðingsháttur að verki og væri það lögreglurfni sannarlega kærkomið ef einhver gæti gefið henni upplýsingar um hver valdur var að þessu óhappaverki. SVR gefa út leiðabók Strætisvagnar Reykjavíkur hafa gefið út nýja Ieiðabók með upplýs- ingum og uppdráttum af öllum strætisvagnaleiðum borgarinnar. Á uppdráttunum í leiðabókinni er að finna allar akstursleiðir strætis- vagnanna, sem merktar eru með rauðum lit inn á uppdráttinn, ásamt viðkomustöðum vagnanna. Þar eru og gefin upp öll götuheiti nærliggj- andi gatna. I' bæklingnum eru ýmsar upplýs- ingar um sérstakan akstur, þ. á m. helgidaga- og næturakstur, enn fremur ýmsar ábendingar til far- þeganna. Þetta er þriðja leiðabókin, sem SVR hefur gefið út og jafnframt sú greinarbezta. Þetta er handhægt kver, sem strætisvagnafarþegar þurfa að eiga. Hreinsunin heldur öfrum „Við munum ekki láta hér stað- ar numið“, sagði Páll Líndal, skrif- stofustjóri " á borgarskrifstofum Reykjavíkur, er hann ók með blaðamönnum um borgina og sýndi þeim hvað áunnizt hefur í hreins- unarherferðinni að undanförnu. Þrjár vikur eru liðnar síðan borgarstarfsmenn hófust handa sjálfir á að taka Ióðir manna í gegn. Hafa 500 lóðir verið hreins- aðar, 200 skúrar rifnir og 80 bíl- flök verið fjarlægð af Vöku. Um 6000 bílhlöss hafa borgarar Reykjavíkur fært Sorpeyðingar- stöðinni að undanförnu af ýmsu drasli, sem þeir hafa talið sig vel geta verið án. Páll Líndal sagði að yfirleitt hefðu menn brugðizt mjög vel við, þótt bílflök eða skúrar væru af þeim teknir. Aðeins 2 eða 3 hefðu hótað málaferlum. Hann sagði að margir hefðu fengið frest til 1. júlí að hreinsa lóðir sínar og að herferðinni gegn draslinu yrði haldið áfram. Það er hreinsunar- deild borgarinnar, sem hefur um- sjón með henni og hafa 20 verka- menn unnið í henni auk fjögurra stórra unglingavinnuflokka. Flugvallarsvæðið hefur tekið miklum stakkaskiptum og hefur hreinsun þar verið gerð fyrir til- stilli flugmálastjóra. Svipaðar að- gerðir þessu hafa farið fram í Seltjarnarneshreppi, Kópavogi og víðar um land, en þó ekki eins róttækar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.