Vísir - 20.06.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 20.06.1964, Blaðsíða 4
V1 S IR . Laugardagur 20. júni 1964, I XJndanfamar vikur hafa miklar umræður um mynd- listarmál farið fram hér í Vísi og í öðrum dagblöðum þjÖBarinnar. Ungur maður, Magnús Skúlason, hefir sent Vísi eftirfarandi grein, en þar kveður hann sér hljóðs á þessum vettvangi og hefur m. a. sitthvað að segja um myndlistarskrif, sem nýlega birtust í Tím- anum. Fer grein Magnúsar hér á eftir. ☆ i. Undanfarið hefur nokkuð borið á því, að ekki séu einungis skrif- aðir dómar um listamenn og verk þeirra, heldur einnig um listdóm- arana, ritsmfðar þeirra og skoð- anir. Slíkt væri auðvitað mjög já- kvæð þróun, ef hún sprytti af lif- andi áhuga á listum, en því miður er oftast um að ræða beinar eða óbeinar hefndaraðgerðir jista- mannanna eða þeirra, er því nafni vilja nefnast, sem eru svo grun- samlega viðkvæmir fyrir gagnrýni, að manni dettur í hug máltækið: Sannleikanum er hver sárreiðastur. „Listdómar" Tfmans þ. 26. maí sf. eru þess eðlis, að freistandi er að fara um þá nokkrum orðum, en þar er sex góðborgurum sigað á skólastjóra Myndlistaskólans f hefndarskyni fyrir berorðan dóm hans í Vísi þ. 15. maí sl. um vor- sýningu Myndlistarfélagsins. Er þar beitt ýmsum venjulegum og óvenju fyrir manninn, en hér er skilningur á orðinu iist orðinn býsna hæpinn og teygður. Ég leyfi mér hér að vitna í orð Jóns Stefánssonar, er hann lét faiia í viðtali við Steingrím Sigurðsson (Líf og list ág. 1950): „Innsti kjarni allra lista er og verður allt- af mannsandinn ... það óþekkta í mannssálinni... Ekkert efni eða hlutur er orðið list fyrr en maður- inn hefur mótað hann og formað nr*" anda sfnum, m.ö.o. gefið and anum form“ (tilvitnun lýkur)... og glætt yrkisefnið anda sínum, þannig: að það verður verulegra — fullkomnara og skírara — en veru- ieikinn sjálfur, hringiða lffsins, svo notuð sé sameiginleg hugsun Dostojevskis og Laxness f ágætri grein þess sfðarnefndra í Lesb. Mbl 15. ág. ’26 — endurpr. 1. des 1963. Hér er því miður hvorki staður né stund — að fara öllu nánar ,'it í þessi heillandi efni, hér hefur að- eins verið drepið á kjarna þessa fjölþætta efnis, en ég vona að ->etta nægi til að sýna, að márk listarinn- ar er hátt. Það er aldrei um það Frá vorsýningu Myndlistarfélagsins. sagði: II n’y a pas de régle qu’on ne peut blésser a cause de „Schöner“ (Það er ekki til sú regla, sem má ekki brjóta vegna þess, sem feg- urra er ... þ.e. í þágu lögmálsins). Frumskilyrði listamanna og auð- vitað listdómara er að þekkja og skynja áðumefndar reglur og lög- mál sem gerst, þá greina þeir oft- ast fljótt, hvort mynd á sér lffs- von sem Iistaverk eða . ekki. Öll höfum við þó einhverja hæfileika á þessu sviði, og frumstæðir menn og börn skynja oft hluti og fram- kalla listaverk í fullu samræmi við undirstöðulögmál listarinnar. Þetta er það sem Á.N. tæpir á og kallar réttilega „innri frumskynjun." En það er hins vegar mjög sjaldgæft, að fullorðnir, siðmenntaðir menn varðveiti hana fyrirhafnarlaust, ó- ir listamenn ef þeir fá smáril- sögn í meðferð lita og ná'a nokkrar litsterkar myndir og rugla þá alveg saman „hobbýi“ og listsköpun. Auknum úrkostum fylgir auk- in ábyrgð. Aukin velmegun gerir lífið ekki að öllu leyti léttara. Þörfin fyrir þátt listarinnar í að fegra og dýpka lífið — auka mönnum styrk til þess að tak- ast á við veruleikann — verð- ur í rauninni sízt minni. Hins vegar er hætt við að misúotuð velmegun dragi mjög úr þreki því og baráttuvilja, sem þarf til listsköpunar, en úrkynjað fólk niðurlægi jafnvel listina sem skálkaskjól til þess að forðast að horfast í augu við, og tak- ast á við veruleikann. á þeim var. En eftir dóm sinn um Haustsýninguna var K. Z. af sumum sakaður um íhalds- semi, en núna eftir Vorsýning- una um nýjungagirni. Þetta eru athyglisverð viðbrögð. K. Z. verður a.m.k. ekki sakaður um hlutdrægni. En honum finnst sennilega eins og fleirum óþarf- lega djúpur öldudalur í list- sköpun þjóðarinnar sem stend- ur. Langflestir okkar yngri lista manna hafa ekki fyllilega fund ið sjálfa sig — virðist skorta þann þrótt til afreka, sem að- eins getur sprottið af baráttu, þjáningu, sem dýpkar. Það vant ar lífsháskann eins og Steinn sagði... harðvítugleik í stað hóglífis. Það þarf naumast að taka legum ráðum til þess að grafa undan orðum og skoðunum Kurts Zier, nema þeim einum, sem hóg- værum og siðuðum mönnum væri sæmandi, þ.e. ráðum, sem byggð- ust á a) lágmarksskilningi á list- um, eðli þeirra og þróun, b) þekk ingu, sem til slíks skilnings er ó- hjákvæmileg, c) rökréttri hugsun. II. 1. Fyrst skal þá frægan telja sr. Árelíus Níelsson, sem flestir kann- ast við í ræðu og riti. Hann er sagður fyrirmyndarprestur, óvenju aktivur í starfi... og þannig verða menn nýtastir f þjóðfélaginu, að þeir helgi sig af alhug því sviði, er þeir eru sérhæfðir í. Fari þeir að færa út ríki sitt er hætt við að stjórnsemi og yfirsýn riðlist. Dæmi um slíkt eru listdómar Áre- líusar Níelssonar og félaga hans. „Lostinn hugsanatruflun“ stillir Á.N. saman andstæðunum, sér og K.Z. og Bér, að báðir geta þeir ekki greint fegurð rétt og verið þó svo ósammála um, hvar hana sé að íinna, annar hvor hlýtur að hafa „blindazt”. Á.N. ber áðurnefnda ásökun upp á sjálfan sig í spurnar- formi, hreinsar sig síðan snarlega af henni, og er þá auðsýnt, hver það er, sem hann telur, að hafi „blindazt" í fordómum og tízKu gagnvart íslenzkum listamönnum, ,,og sé hættur að sjá sólskinið líkt og Axlar-Björn forðum“. A!!t þetta les hann út úr „ógöngum orða“ K.Z. Á.N. virðist gera lítinn greinar- mun á náttúrunni og listinni, svo djúpstæður munur sem er þó á þessum tveim hugtökum. Líklega telur hann hlutverk listamannanna fyrst og fremst að „kopiera” hir.a ytri náttúru, enda sé hún !ang- æðsta listaverkið, sem mennirnir komist aldrei í hálfkvisti við í eftirlíkingum sínum. Vil ég sízt af öllu gera lítið úr fegurð náttúr- unnar og ómetaniegu gildi hennar að ræða að ná því, aðeins hitt, að vera á réttri leið — á leið til pess dýpis sammannlegra kennda, sem alltaf er hið sama, hvernig sem yfirborðið ýfist og byltist — á leið til „guðsríkisins hið innra I okkar eigin sálum“ (Á.N.) ... og þvf verða möguleikar listarinnar al- drei tæmdir, hvorki í „figurativri“ eða „abstrakt" myndlist. Abstrakt- listin er ekkert auðveldari f fram- kvæmd, og í figurativri list er ekki nóg að mála mynd af fall- egum hlut eða landslagi. Þáð er málverkið sjálft, sem stendur eða fellur óháð „objektinu”, sem það sýnir. Góðar „illustrationir” gefa myndunum skáldlegt gildi, en þær missa marks, ef þær eru gerðar á kostnað annarra þátta myndanna. Hvort listamanni hefur tekizt að tjá skynjun sína eða hugsýn á listrænan hátt og framkalla sf- gilt verk — um það er tíminn bezt fær að dæma. Þó má greina, eins og f vísindunum, nokkur lögmál varðandi gerð og byggingu mynd- ar, (litasamspil o.fl.), sem aldrei má þverbrjóta án þess að fýrir- gera iistagildi hennar. Skylt hug- takinu lögmál er hugtakið regla, teoria, sem að sjálfsögðu væri ná- kvæmara að nota hér vegna þess, að það er liprara og afmarkaðra. „Lögmál listarinnar er hins vegar of skylt lífinu sjálfu til að vera framsett á fræðilega vfsu" (H.K.L.) Lögmál listarinnar má hvorxi þverbrjóta né brjóta. Reglur má hins vegar brjóta og færa út og það verður vitanlega alltaf að g?r- ast í listþróuninni. En slíkt leyfist aðeins þeim, er gjörþekkja þær. Reglu má aldrei „ignorera" þ e. brjóta af vanþekkingu, Beethoven grugguga og fordómalausa. Þvf cr mjög óvarlegt að treysta sinni innri frumskynjún, jafnvel þótt menn séu allir af vilja gerðir og finnist þeir vera barnslega einlæg- ir og hreinskilnir. Listin krefst þess af njótendum sfnum, að þeir „stúderi” hana af vissu lágmarki, kynni sér tækni hennar, f víðri merkingu, og sveiflur á hverjum tfma. Listin er þeim mun hæfari til þess að hjálpa okkur að lifa, sem hún krefst meira af okkur sjálf um. Hún krefst m.a. kyrrðar og tíma. Menn þurfa sem kunnugt er að hlusta oft á klassísk tónverk til þess að læra að njóta þeirra til fulls. Ég sagði njóta, þvf að í raun og veru er ekkert til, sem heit:r að skilja list eða botna í henni. Það getur enginn. Of oft heyrist: „Ég botna ekkert f þessu, þetta er víst ekkert fyrir mig.“ Þar með útiloka menn sig fyrirfram frá þeirri nautn, sem listin annars gæti veitt þeim og skella auðvitað sku'd inni á listina, eða þá grein hennar eða stefnu, sem um er að ræða — en sjaldnast á sjálfa sig, ráðast jafnvel gegn henni f bræði, og þeg ar þetta eru háttsettir menn, draga þeir oft marga samborgara sfna ofan í misskilningsfenið. Þetta sárnar listamönnunum, einnig þeir láta vanhugsaðar skammir fjúka. Úlfúð skapast milli listastefna. Póli tfk blandast f spilið. Sannleikurinn hverfur f rykmekki. Þetta krenkir auðvitað Iistræna viðleitni. Sumir veikgerðustu listamennimir fara að beita annarlegum ráðum lil þess að láta á sér bera. T.d. stó’-- yrðum og skringimennsku og villa fólkið enn meira, þannig að menn fara t.d. að halda, að þeir séu orðn Hugtökin, list, menning o.fl. eru farin að dofna í meðvitund margra, hafa fengið slitblæ í yf- irborðsmælgi og væmni. Einnig þetta hefur getið af sér andstæðu sína, hóp eindreg- inna listvina og listamanna, svo að ekki er ástæða til vonleysis. Þessi mál eru auðvitað geysimiklu marg- slungnari en hér er lýst, en gegn áðumefndum rykmekki verður að vinna. Að þvf skyldu prest- amir starfa, en ekki á móti, og reyna fremur að efla frændsemi trúar og lista en troða niður í svaðið, kanna uppsprettur menningar og þroska og berjast gegn hinni varasömu deyfingu á samvizku og ábyrgðartilfinn- ingu einstaklinga og þjóða, múgmennskunni. En snúum nú aftur að listinni sjálfri. Aldur listaverka f eiginlegri merkingu skiptir engu máli. Góð list er sígild, sfung, ný, en yfir borðslistin: hið gamla, þ.e. aft- urhaldið f fleiri en einum skiln- ingi. (Þetta er það sem K.Z. á við, er hann talar um „aldur myndanna," samanber J. H. síð ar). Listin er nefnilega háð þvf tvíþætta lögmáli að verða að fara eftir gömlu lögmálunum, standa föstum fótum í listhefð aldanna, en verða samt aldrei stæling eða stöðnun, heldur lif- andi „process", leit að nýjum leiðum til hins óþekkta. Það er ekki að undra, þótt stundum hafi verið staðið of föstum fót- um f hefðinni, ellegar leitin hafi stundum lent á alls konar villi- götum og einstigum, „ismar“ týnzt og orðið úti og f bili villt suma frá grundvallarsjónarmið- um listarinnar. List, sem t.d. byggir um of á lærðri „estetfk" er ekki list heldur handverk. Fráleitt væri að bera hér saman sýningu Félags fslenzkra myndlistarmanna sl. haust, og Vorsýninguna, sá munur sem fram, að þetta viðhorf til list- arinnar og lögmála þeirra, er hún lýtur, er og hlýtur alltaf að vera ótímabundið og alþjóð- legt, hafið hátt yfir hreppapóli- tík og þjóðernisrembing, og á jafnt við um allar greinar lista. Samkvæmt þessu viðhorfi eru listdómar K. Z. ritaðir, einnig sá síðasti. Þetta eru í stuttu máli „akademiskir fordómar og tízka skólastjórans.” Þrátt fyrir allt er Á. N. einna viðfelldnastur þeirra sexmenn- inga, þó að honum hafi að sjálfsögðu mistekizt að draga réttar ályktanir í samræmi við hinn óskemmtilega tilgang oröa sinna, en við „þyt vorgolunnar við gluggann komst hugurinn aftur f kyrrð og tók sína stefnu” segir hann. III. 2. Samhengislaus romsa hins aldna heiðursforseta Í.S.l. minn ir á sleggjukast, þar sem sleggj an tekur öll ráð af beljakanum og þeytir honum út úr vfmets- hringnum. Það er fróðlegt að heyra að Vorsýningarmenn skuli vera af einhverju ákveðnu „sauðahúsi", þótt B. W. veigri sér við að skýra það nánar, en þá yrði „víst ,allt skiljan- legra“(?). 3. Áður hefur verið rætt stutt lega um aldur og gildi lista- verka og þannig leitazt við að skýra hinn spekingslega mis- skilning próf. Jóhanns Hann- essonar um „aldur myndanna og motiv-hvatir." Vonandi að ekki sé um að ræða viljandi útúrsnúning hjá honum, Ofstæki hans í garð abstrakt listarinnar vekur óneitanlega mikla furðu, ekki sízt hjá svo lærðum manni, sem kann auk þess kfnversku. Ef hann fengi að ráða mundi hann „hengja Framhald á bls. 7 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□nDDQdDDODO Eftir Mognús Skúlason □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.