Vísir - 20.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 20.06.1964, Blaðsíða 6
6 V1 S I R . Laugardagur 20. júní 1964. fjallkonunnar 1964 EFTIR TÓMAS GUÐMUNDSSON Enn vitjaði átthaga vorra í morgun sá dagur, sem vænstar ástgjafir hefur þjóð sinni borið. Og fsland, sem nam gegnum sólhvítan óttusvefninn hans svanaflug, kom ti! móts við hann út í vorið. Og eins og dagurinn leggur sér land sitt á hjarta svo leitar hann uppi frá heiðum til yztu miða hvert bam sinnar foldar og hyggur að hlustandi eyra, hvort heyri hann enn sínar lindir í barmi þess niða. Þín ættjörð — hér hófst hún af holskeflum eldbrims og flóða. Að himinskautum stóð nóttin í glampandi báli. Og svipmeira land hefur aldrei af unnum stigið, né ávarpað hnött sinn og stjömur á skáldlegra máii. Og aldanna hönd tók að rista sitt rúnaletur á rauðar borgir og fjallbláa hamrasali. þar iéku á basalthörpunnar stuðlastrengi þeir stormar, sem bára með regninu moldir í dali. Já, moldir, sem eiga sér miskunn himinsins vísa og mildar vorskúrir ástríki sínu glæða — það stenzt ekkert iíf til langframa þeirra ákall, og loks mun það veglausa firð yfir útsæinn þræða. Og hafborin frækorn og flugprúða gesti loftsins bar fyrsta til landnáms á útmörkum norrænnar slóðar. Þá helgaðist niðandi lífi og lifandi óði það land, sem í tiginni einsemd hér beið sinnar þjóðar. Það beið sinnar þjóðar og hingað var ferðinni heitið. Þinn hamingjudraumur tók svipmót af Iandinu bjarta, sem gerðist þín ættjörð og lagði þér ljóð sín á tungu. Ó, lát ekki rödd hennar farast í æskunnar hjarta, Það spyr engin saga, það forvitnast aldrei nein framtíð um fóik, sem er ætt sinni horfið og reisn sinni glatar. Þvf land þitt er einnig þín örlagaborg og þitt vígi og einungis þangað um sál þina hamingjan ratar. En lsland, þín börn hafa enn ekki þjóð sinni bragðizt, og aldrei í bráðustum háska frá sæmd þinni vikið. Og þau munu enn verja hugrökk þinn heiður og frelsi gegn hvers konar voða, sem ógnar þér - nógu mikið. En biðjum þess einnig, að aldrei megi það henda, að andi þeirra og sál láti fyrirberast í slævandi öryggð hins auðsótta veraldargengis. Nei, önnur og stærri skal sagan, sem hér á að gerast. Og, æska míns lands, það er aldanna hamingjudraumur, sem á sína ráðningu í dag undir trúfesti þinni. Ó, opna þú honum þinn barm, þitt brennandi hjarta. Legg bernskunnar niðandi lindir á fullorðið minni. Þar geymist sú saga, sem guð hefur trúað þér fyrir. Þar gefst þér sú ættjörð, sem þér hefur sungið og angað. Og seytjándi júní - til þess er hann heim til þín horfinn, að hann á að vígja þér landið og fylgja þér þangað. fíokkur republikanu klof- inn vegna nýrrar yfirlýs- ingar Barry Goldwaters Barry Goldwater hefur Iýst því yfir, að hann muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu, sem á að tryggja blökkumönnum jafnan rétt á við hvíta, en það mun fá afgreiðslu frá þjóðþinginu bráðlega, og er það viðurkennt af andstæðingum frurn- varpsins. Það er litið svo á, að með yfir- Iýsingu sinni valdi Barry Goldwat- er flokki repulikana hinum mestu erfiðleikum, m.a. við að ná sam- komulagi um stefnuskrá, sem raunar virðist ógerlegt, en flokkur Abrahams Lincoln getur ekki að áliti allra frjálsra manna í flokkn- um, tekið stefnu, sem er f mót- sögn við hugsjónir hans, mannúð- BRIDGE — arstefnu og baráttu. Framhald af bls. 2. Island II — Danmörk II 0—6 Finnland I — Noregur I 6 — 0 4. umferð: Noregur II — ísland II 0—6 Svíþjóð II — Finnland II 6 — 0 Svíþjóð I — ísland I 6 — 0 Noregur I — Danmörk I 0 — 6 Danmörk II — Finnland I 6 — 0 Kvennasveitin hefur tapað fyrir Svíþjóð, Danmörku '6gu Wó'í’égi ’ éri' á eftir að spila við Finná. í fimmtú umferð töpuðu báðar karlasveitirn- ar, Island I fyrir Noregi I og Island II fyrir Sviþjóð II. Eftir fjórar um- ferðir var Svíþjóð II efst með 20 stig og Danmörk II fylgdi fast á eftir með 19 stig. Síðustu fréttir: I sjöttu umferð unnu báðar ís- lenzku sveitirnar sína leiki og kvennasveitin vann Finnland með 4 vinningsstigum gegn 2. Island 1. vann Danmörk I með 5 stigum gegn 1 og ísland II vann Svíþjóð I með 6 gegn 0. Svíar urðu Norðurlanda- meistarar í kvennaflokki, Danir nr. 2, Norðmenn í þriðja, Finnland í fjórða og ísland í fimmta. Karlasveitirnar eru nú í fjórða sæti Leidbeiningastöð- Framhald af bls. 9. vinnuveganna, sem er þáttur f frumvarpi, er liggur fyrir á Al- þingi,“ segir Helga. „Þá fyrst getur starfsemin komið að veru- legum notum, þegar slík stofn- un er rekin hér á vegum rik- isins. Við finnum vaxandi þörf fyrir hana, og þessi starfsemi okkar á vaxandi skilningi að mæta, sem betur fer.“ „Og nú er fyrsta starfsárinu að ljúka?" „Já, við lokum um næstu mánaðamót, en 1 september opnum við aftur og vonumst til, að sem flestir leiti til okkar, jafnt karlmenn sem kvenfólk, húsmæður og konur, sem ekki sinna húsmóðurstörfum. Við erum hér til aðstoðar hverjam þeim, sem kærir sig um ieið- beiningar okkar.“ Enn hringir síminn og Sigríð- ur er fljót til svars. „Kaffib'.ett- ur? Og dúkurinn úr viðkvæmu efni? Þér gætuð reynt að bera glyserín á blettinn, láta það sitja á 10-15 mínútur, og þvo siðan úr góðu sápuvatni...” — SSB. Stjórnmálafréttaritarar segja, að með ákvörðun sinni hafi Barry Goldwater klofið flokk repubiik- ana, þingflokk þeirra og repuolik- ana almennt í Bandaríkjunum, svo að raunverulega sé að verða um tvær fylkingar að ræða, sem fyigi ólíkum stefnum á sviði mannrétt- indamála. Flokkur republikana hefir ávallt haft á stefnuskrá sinni, að al.'ir SiétCur hafinn — Framh. af bis. 16 yrkjuráðunautur væri nýkominn af Héraði, og kvað hann þar hafa verið 6 stiga frost eina nóttina, er hann var þar, og sá á kartöflugrasi. — En þótt lít- ið hafi sprottið víða í þessum mánuði, er vorið orðið langt, apríl var góður á Austurlandi og fram eftir maí, og veturinn var svo góður víðast, að segja má, að vorveður hafi verið frá ný- ári. Þrátt fyrir lítil hey víða eftir sumarið í fyrra, áttu marg ir heyfyrningar í vor og fé var í haustholdum í vor, en bæði kúm og lambfé varð að beita á tún vegna þess hve úthagi er þurr og Htið sprottinn, en marg ir beita annars á tún á vorin í vaxandi mæli, og dregur það vitanlega úr sprettunni, og ó- beitt tún verða miklu fyrri til. Sláttur byrjar oft í sæmilegu tíðarfari, í Eyjafirði og víðar, kringum 20. júní, en almennt byrjar sláttur sjaldan fyrr en undir mánaðamótin júni — júlí, og ef ekki bregður til hlýinda og úrkomu, mun sláttur ekki byrja almennt fyrr en um eða upp úr næstu mánaðamótum. Um garðávexti er fullsnemmt að segja mikið enn. Það er með þá eins og annan gróður, að þurrkar og kuldar að undan- förnu hafa háð honum. Vöggustofa — Framh. af bls. 16. unni, en forstöðukona er fröken Auður Jónsdóttir. Jónas B. Jónsson, fræðslu- stjóri, þakkaði Thorvaldsenskon um fyrir þessa gjöf. Gat hann þess, að nú í haust væru liðin 15 ár frá þvl að vöggustofan hefði tekið til starfa. Frá upp- hafi hafa dvalið þar milli 400 og 500 börn og dvalardagarnir eru eitthvað um 130 þúsund. Er Thorvaldsenskonurnar færðu Reykjavíkurborg nýju vöggustof una og starfsemin var flutt þang að, fjölgaði dvalardögunum mik ið, en um þessar mundir dvelja á vöggustofunni 32 börn, flest yngri en tveggja ára. 1 gamla húsinu er rekin vöggustofa á vegum Sumargjafar og þar geta mæður fengið börn sín geymd yfir daginn. Eru þar nú daglega 24 börn. Fræðslustjóri gat þess, að nú væri fyrirhugað á næstunni að byrja byggingu á öðrum áfanga við vöggustofuna og á næstunni yrði einnig umhverfið skipulagt. þegnar landsins skuli njóta jafnra mannréttinda, og frá þessari stefnu sé ekki hægt að hvika án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar fy-ir flokkinn. En það er ekki búið að bíta úr nálinni með þetta. Barry er talinn hafa spillt horfunum fyrir sig með yfirlýsingunni, en hann heldur pví fram að vísu, að hann hafi nægi- legt fylgi til þess að verða fyrir valinu sem forsetaefni í fyrstu um- ferð. Frjálslyndir hafa þó ekki glat að öllum vonum um að geta hindr að val Barrys í San Francisco. Borgarskrifstofur-i Framh. af bls 16. skilyrði, að fært sé að dómi for- stöðumanns og borgarstjóra að fella niður störf á umræddum tíma, svo og að vinnutími þeirra starfs- manna, sem ekki vinna á laugar- dögum samkvæmt framansögðu, lengist í staðinn um eina klukku- stund á mánudögum allt árið með þeim hætti að þá verði unnið til kl. 18. Samkvæmt þessu munu skrifstof- ur borgarinnar verða lokaðar á laugardögum fram til 1. október n.k., nema skrifstofur bæjarútgerð- ar, Reykjavíkurhafnar og inn- heimtudeildar Rafmagnsveitu í Hafnarhúsinu. Þar mun sinnt af- greiðslustörfum á laugardögum svo sem verið hefur“. SUMARBÚÐ- IR HJÁ Í.S.Í.I Svo sem áður hefur verið \ skýrt frá f fréttum, starfrsek- \ ir Iþróttasamband Islands sum- t arbúðir í Reykholti í Borgar- / firði dagana 23. júnf til 29. júlí J f sumar. Forstöðumaður veröur í Sigurður Helgason skólastjóri í í Stykkishólmi. I Aðsókn að sumarbúðum lSíer / mikil, enda er til þeirra vandað \ og gjaldi stillt svo f hóf sem 1 frekast eru tök á, þó er enn 4 pláss fyrir nokkra drengi á aldr 7 inum 10—13 ára á fyrsta nám- J skeiðið, sem hefst 23. júnl n. k. \ og stendur yfir til 2. júlí n. k. t Þá er einnig pláss fyrir nokkr I ar telpur á aldrinum 8—12 ára f sfðasta námskeið sumarsins, sem hefst 20. júlí n. k. Allar nánari upplýsingar um sumarbúðir þessar veitir skrif- stofa ÍSf, sfmi 14955. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.