Vísir - 27.06.1964, Blaðsíða 6
V í SIR . Laugardagur 27. júní 1964.
F&rfiiffBgEr
Framh. af bls. 16.
— Er ekki eitthvað leigt út
af húsnæðinu ennþá?
— Jú, heilt hús, sem fylgdi
með I kaupunum. Og auk þess
er götuhæðin öll leigð undir
verzlanir. Við höfum því mikla
möguleika að bæta við okkur
húsnæði, þegar þar að kemur.
— Seljið þið mat eða eitthvað
annað?
— Við seljum ekki mat. En
við höfum ágætt eldhús, nuið
rafmagnseldavél, skápum, vö.sk-
um og fsskáp og þar geta gest-
imir eldað eftir vild. Margir eru
undrandi yfir því að sjá ísskáp.
Sllkt tæki segjast þeir aldrei
hafa séð í nokkru farfuglaheim-
ili áður.
Það eina, sem við höfum til
sölu, eru póstkort og frímerlci,
farfuglamerki og farfugíabækl-
inga.
— Er húsið opið allan sólar-
hringlnn?
— Það á að vera lokað um
miðjan daginn og eins frá kl.
11 að kvöldi til 7 að morgni.
En við höfum orðið að vera
héma meira eða minna á nótt-
unni llka vegna þess hve sum-
ir koma seint I bæinn, ekki slzt
með flugvélum utanlands frá.
— Hvað kostar gisting?
— 30 krónur.
— Getur hver sem er gist hjá
ykkuf?
— Ekki nema þeir, sem hafa
skírteini frá alþjóðasamtökum
farfugla. En þau fást hjá okkur
ef menn vilja.
— Gista lslendingar jafnt sem
úöendingar hjá ykkur?
— 1 fyrra gisti enginn Is-
Iandingur hjá okkur. En fyrsti
Mendingurinn, sem gisti I ný-ja
farfuglaheimilinu okkar var
kennari norðan frá Akureyri.
Pyrir lslendinga, sem ekki eru
alltof kröfuharðir eða ríkir af
peningum ætti þáð að vera hag-
kvæmt að gista hjá okkur. Fn
tfl þess þurfa þeir að kaupa
farfuglaskírteini.
— Hvaða aðbúnað hafið þið
VPP á að bjóða?
— Rúmstæði með góðri dýnu
og tvö teppi I hvert rúm Gest-
urinn verður hins vegar að
koma sjálfur með lakpoka utan
um teppin. Sumir koma með
svefnpoka og sofa I þeim.
— Hvað gistu margir hjá ykk
ur 1 fyrra?
— Um 2500 gistingar voru
skráðar. Nuna eru þeir ekki
orðnir nema 183, en ferðamanna
straumurinn er líka rétt að
byrja. í nótt var allt fullt hjá
okkur.
— Koma gestir I hrotum, eða
nokkuð jafnt og þétt yfir allt
sumarið?
— Það er mest um þá við
skipakomur til landsins. — Þá
koma þeir I smærri eða stærri
hópum. Gista yfirleitt fyrstu
næturnar I Rvík, en ferðast síð-
an út á land og safnast svo
saman aftur um það leyti sem
skipin fara. Margir koma l;to
með flugvélum, t. d. Loftreiða-
vélum, staldrá hér við I 2—3
daga og halda svo ferðinni á-
fram.
— Hvaðan hafa þeir útlend-
fcllssveit sýna sameiginlega. Þí
hafa blómaverzianirnar í Reykja
vík sérstakt sýningarsvæði á
miðju gólfi og skiptast þær á að
sýna þar.
Jón Alfonsson, húsvörður á Lauf
ásvegi.
ingar verið, sem gist hafa hjá
ykkur I sumar?
— Frá Ameríku, Ástraiíu,
ísrael, Austurríki, Sviss, Þýzka-
landi, Frakklandi, Énglandi,
Skotlandi, írlandi, Svíþjóð og
Danmörku.
— Hvers konar fólk er þetta
helzt?
— Allt milli himins og jarðar.
Talsvert af nemum, kennurum
og öðrum menntamönnum. Yf-
irleitt fólk. sem vill ferðast ó-
dýrt og kærir sig ekki um lúx-
us. Við höfum heldur ekki upp
á slíkt að bjóða.
— Hefur þetta fólk yfirleitt
gert sér rétta hugmynd um ís-
land, þegar það kemur?
— Ég held fæstir. Það gerir
sér yfirleitt enga grein fyrir
þvi hvernig hér er umhorfs og
hvernig það eigi að ferðast. —
Sumir koma í þeim tilgangi að
spás?Qra yfir þverar s;pg endi-
langar óbyggðirnar, eins og þær
væru tún. En þrátt fyrir dálítil
vonbrigði fara flestir mjög á-
nægðir til baka og sumum líkar
svo vel, að þeir hafa komið
aftur.
Blómasýning —
Framh. af bls. 1.
Gróðrarstöðvarnar hafa keppzt
við að viða að sér fegurstu
skrautjurtum hvarvetna úr heim
inum, svo að nú stöndum við á
engan hátt nágrannalöndum
okkar að baki I þessum efnum.
Þátttaka íslenzkra garðyrkju-
manna á blómasýningum erlend
is hefur leitt f Ijós, að við er-1
um hvarvetna samkeppnisfærir |
á þessu sviði.
Fréttamönnum var I gær boð
ið að líta inn I Listamannaskál-
ann þar sem garðyrkjubændur
kepptust viðaðkomaframleiðslu
sinni fyrir og skreyta sýningar-
svæðin. Sjö garðyrkjubændur
frá Hveragerði taka þátt I sýn-
ingunni, en þeir eru: Bragi
Einarsson, sem rekur garðyrkju-
stöðina Eden, Hannes Arngrims-
son, GarðyrkjUstöðin I Fagra-
hvammi h.f., Laurltz Christian-
sen, Pau) Michelsen, Björn og
Þráinn Sigurðssynir og Hallgrim
ur Egilsson.
Garðyrkjubændur úr Mos-
Hjartanlegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR
Þórsgötu 14
Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarkonum
Landsspítalans fyrir frábæra hjúkrun I veikindum hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Jónas Jónsson
börn tengdabörn, barnabörn
. Framhald aí bls. 2
að þriðja hjartað. Síðan hefur
hann spilað tígli. Norður he.fur
drepið tígulinn I fyrsta eða öðrum
tígulslag og þá er draumurinn bú-
inn.
Á góðum degi hnekkja Lárus og
Jóhann svona grísaslemmu. Hefðu
Svíarnir þá fengið makleg mála-
gjöld og tapað leiknum með 1
vinningsstigi gegn 5.
Guðmundur Kr. Sigurðsson,
keppnisstjóri, mun I sumar hafa
vikuleg spilakvöld I Silfurtunglinu
við Snorrabraut. Spilað verður á
fimmtudagskvöldum og þá aðailega
tvímenningskeppni. Þátttaka er op
in öllu bridgefólki og vilji einhvej-
ir spila einmennings- eða sveita-
keppni, þá er ég ekki I vafa um
að Guðmundur getur komið þvl I
kring.
Smjönð
Framh at bls I
hvort tveggja — er það stað-
reynd að á 5 fyrstu mánuðum
þessa árs hefur selzt 42 lestum
minna af smjöri en á sama tíma
í fyrra.
Ostar hafa undanfarið að-
allega verið seldir til Þýzka-
lands. Salan á íslenzkum osti
þangað hefur verið hagstæð,
miðað við sölu á osti frá öðrum
Norðurlöndum, sagði Sigurður
Benediktsson. Sagði hann að
Þjóðverjum líkaði mjög vel við
íslenzka ostinn og þætti hann
bragðgóður.
Talsvert ér framleitt af
mjólkurdufti til útflutnings og
er öll framleiðslan til maíloka
þegar seld.
Afurðasölur íslenzkra land-
búnaðarafurða liggja annars
að mestu niðri um þessar
mundir, nema sala mjólkuraf-
urða, sagði Agnar Tryggvason
framkvstj. I viðtali við VIsi.
Hann sagði að útflutningur
kindakjöts færi alltaf fram
á haustin og væri lokið fyrir
áramót. Allar gærur voru komn
ar úr landi fyrir marzlok.
Aftur á móti eru selskinn ó-
seld ennþá, en líkur fyrir all-
mikilli eftirspurn I þau og
kvaðst Agnar vona að verð
myndi a.m.k. ekki lækka frá
þvl I fyrra. Þá hækkuðu sel-
skinn skyndilega I verði, eða
um 50% frá árinu áður, og
eftirsókn I þau virðist vera á-
þekk nú ef ekki meiri. Þrir
selskinnakaupmenn hafa boðað
komu slna á næstunni til SlS,
og bendir það ákveðið I þá átt
að eftirspurnin sé mikil. í fyrra
seldi Sambandið yfir 2600 sel-
skinn úr landi, eða talsvert meir
en helming heildarframleiðsl-
unnar.
Hestar
Framh af bls 16
ar með íslenzk hross yrðu
sendir út á sumrinu, allir til
Mið-Evrópu.
Tvær flugvélar hafa það sem
af er árinu, verið sendar eftir
hestum til íslands og sennúega
von á einni flugvél þessara er-
inda til viðbótar áður en langt
líður.
Verðið hefur farið hækkandi
sagði Agnar. Hér sunnanlands
er markaðurinn að mestu upp-
urinn. Bændur hafa selt það
sem þeir telja geta selt og út-
flutningshæft er. Hefur nú
mest verið leitað eftir hrossum
I Skagafirði og Húnaþingi,
NYKOMIÐ
Nýkomnar stretch buxur og stretch
barnapeysur. Margir litir. Mjög hagstætt
verð.
með fatnabinn á fjölskylduna
Laugaveg 99, Snorrabrautar megin — Sími 24975
Skrifstofustúlka
Viljum ráða unga stúlku til bókhalds og vélritunar-
starfa. Vinnutími gæti verið eftir samkomulagi. Tilboð
með uppl. um fyrri störf sendist Vísi fyrir 1. júlí
merkt. „Skrifstofustúlka 200“.
GBersalan
Gler og ísetningar
Álfabrekku við Suðurlandsbraut. Sími 41630
Opnanlegir gluggar glerjaðir og gler sett
saman með secostrip.
Framtíðarstarf
Piltur eða stúlka (helzt vön framköllun og
kóperingu) geta fengið framtíðarstarf. Tilb.
sendist blaðinu merkt: „júlí“
TÚNÞÖKUR
Mjög góðar túnþökur til sölu. Heimflytjum
og afgreiðum á staðnum eftir óskum. Sími
15434.
AUGLÝSING
Eftirtaldar verkfræðistofur og verkfræðingar eiga
aðild að Félagi ráðgjafaverkfræðinga á íslandi. Þessir
aðilar taka að sér hvers kyns verkfræðiþjónustu og
leitast við að finna sem hagkvæmasta faglega lausn
hvers verkefnis.
Verkfræðistofa Baldurs Líndals, Brautarholti 20
Sérgrein: Efnaverkfræði.
Verkfræðistofa Braga Þorsteinssonar og Eyvindar
Valdimarssonar, Suðurlandsbraut 2.
Sérgrein: Byggingarverkfræði.
Verkfræðistofa Guðmundar Magnússonar, Hverfis-
gata 82.
Sérgrein: Byggingarverkfræði.
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen s.f., Miklubraut
34
Sérgrein: Byggingarverkfræði.
Verkfræðistofa Theodórs Árnasonar, Hverfisgata 82.
Sérgrein: Byggingarverkfræði.
Verkfræðistofan Vermir s.f., Laugavegur 105
Sérgrein: Vélaverkfræði. Jarðhitatækni.
Bolli Thoroddsen fyrrv. bæjarverkfræðingur,
Miklubraut 62.
Finnbogi R. Þorvaldsson, próf. emeritus, Aragata 2.
Félag ráðgjafaverkfræðinga.
mamtíB