Vísir - 04.07.1964, Blaðsíða 7
V í S I R . Laugardagur 4. júlí 1964,
7
Verkamannabústaðir við Stigahlíð
Byggingarfélag verkamanna í
Reykjavík er 25 ára á morgun,
5. júlí. Félagið var stofnað í
samræmi við lög um verka-
mannabústaði 5. júlí 1939, og
eins og segir í fyrstu fundar-
gerð þess „í þeim tilgangi að
koma upp verkamannabústöðum
í Reykjavík“. Stofnendur félags-
ins voru 173, en nú eru í félag-
inu um 1300 meðlimir.
I samræmi við framangreind-
an tilgang hefur félagið starfað
og hefur nú byggt samtais 422
íbúðir frá 2ja—4ra herbergja,
en ails eru húsin sem félagið hef
ur byggt á þessum 25 árum nú
orðin 123.630,6 rúmmetrar.
Skömmu eftir stofnun félags-
ins úthlutaði Reykjavíkurbær
þvi stóru byggingarsvæði í
Rauðarárholti, og var hafizt
handa við byggingu fyrstu hús-
anna þar í septembermánuði ár-
ið 1939. I Rauðarárholtinu hef-
ur félagið byggt 262 íbúðir, auk
verzlunar- og skrifstofuhúss, og
standa hús félagsins við Háteigs
veg, Meðalholt, Einholt, Stór-
holt, Stangarholt, Skipholt og
Nóatún, og eru 4 — 6 íbúðir í
húsi í þessu hverfi. Þegar lóðir
þraut á þessu svæði fékk félagið
lóðir fyrir fjögur stór fjölbýlis-
hús við Stigahlíð nr. 6—36, en
í hverri húsasamstæðu eru 4
stigahús. Hafa þarna verið
byggðar 128 íbúðir, og loks er
í byggingu hús með 32 íbúðum
við Bólstaðarhlíð nr. 40—44, og
verður íbúðunum í því úthlutað
til kaupenda á næstunni. Þá er
og hafinn undirbúningur að
byggingu sams konar húss við
Bólstaðarhlíð nr. 46-50.
Af íbúðum, sem félagið hefur
byggt eru 52 2ja herbergja íbúð-
ir, 362 3ja herbergja og 44 4ra
herbergja, og er þá einungis mið
að við sjálfar íbúðarhæðirnar,
en í kjöllurum húsanna eru auk
þess geymslur fyrir hverja Ibúð
og sameiginleg þvottahús, þurrk
hús og herbergi fyrir upphitun-
arkerfi, en hitaveita hefur nú
verið lögð í öll hús félagsins.
Stærð minnstu íbúðanna, sem
byggðar hafa verið er 53 ferm.
en þeirra stærstu 96 fermetrar.
í húsum þeim, sem Byggingar
félag verkamanna í Reykjavik
hefur byggt munu nú búa um
2000 manns, en það svarar til
meira en helmingi fleiri íbúa en
í kaupstöðum eins og Seyðis-
firði og Ólafsfirði og nokkru
fleiri en íbúa Neskaupstaðar eða
Húsavíkur, en iitlu færri en íbúa
ísafjarðar eða Siglufjarðar, svo
að dæmi séu nefnd.
Á grundvelli þess markmiðs,
að koma upp íbúðum fyrir efna-
lítið fólk hefur Byggingarfélag
verkamanna starfað frá stofn-
un þess fyrir 25 árum. Hús þess
hafa ávallt fullnægt ströngustu
kröfum hvers tíma, íbúðirnar
þótt hagkvæmar og smekklegar,
án þess að um nokkurn íburð
hafi verið að ræða, og þær
hafa verið látnar kaupendum í
té á kostnaðarverði, sem jafnan
hefur verið undir meðalverði
miðað við byggingarkostnað á
teningsmetra í sambærilegum
byggingum, sem byggðar hafa
verið á hverjum tíma. Við þetta
bætist svo það, að þeir, sem
fullnægja þeim ákvæðum, sem
sett eru fyrir því að menn geti
fengið íbúð í verkamannabústöð
um, búa við mun hagstæðari
lána- og vaxtakjör en almennt
gerist á frjálsum lánamarkaði
og einnig samkvæmt iagaákvæð
um fyrir ýmsar einstakar groin-
ar útlánastarfsemi.
Aðaltekjupóstar Byggingar-
sjóðs verkamanna, sem lán veit-
ir til íbúðanna, grundvallast á
framlögum sem bundin eru í
lögum, en samkvæmt lögunum
um verkamannabústaði ber bæj-
ar- og sveitafélögum og ríkis-
sjóði að leggja fram visst fram-
lag óafturkræft á ári hverju, er
rennur til byggingarsjóðsins, og
ganga þessi framlög sumpart til
þess að greiða niður vexti og
sumpart til útlána. Þessi fram-
lög hafa verið mjög mismunandi
há á hinum ýmsu tímum. I upp-
hafi, þegar fyrstu lögin um
verkamannabústaði voru sett
árið 1929, voru þau ákveðin 1
króna á ári af hverjum íbúa
bæjar- og sveitarfélags eða kaup
túns, þar sem byggingarfélag
verkamanna var starfandi, gegn
jöfnu framlagi úr ríkissjóði. Síð-
an hafa oft verið gerðar breyt-
ingar á verkamannabústaðalög-
unum og þessi framlög farið
smáhækkandi, og samkvæmt síð
ustu breytingu á lögunum frá
1962, skuiu sveitasjóðir greiða
árlega sem nemi 40 60 krónum
á Ibúa sveitarfélagsins, en ríkis-
sjóður er skuldbundinn tii að
greiða jafnhátt framlag og sveit
arfélögin greiða.
Fyrsti formaður Byggingar-
félags verkamanna í Reykjavík
var Guðmundur í. Guðmunds-
son, núverandi utanríkisráð-
herra, og átti hann jafnframt
einn meginþáttinn I stofnun
félagsins, en aðrir í stjórn með
honum voru Magnús Þorsteins-
son varaformaður, Grímur
Bjarnason, gjaldkeri, Bjarni
Stefánsson og Oddur Sigurðs-
son.
Síðastliðin 15 ár hefur Tómas
Vigfússon, byggingarmeistari,
verið formaður félagsins, en
hann hefur eirínig starfað sem
byggingarmeistari hjá féiaginu
frá upphafi og haft umsjón með
öllum framkvæmdum. Aðrir í
stjórninni með honum eru nú:
Magnús Þorsteinsson, varafor-
maður, og er hann sá eini, sem
verið hefur í stjórninni frá.upp-
hafi, Alfreð Guðmundsson, rit-
ari, Jóhann Eiríksson og Ingólf-
ur Kristjánsson. — Skrifstofu-
stjóri og gjaldkeri hjá félaginu
er Sigurður Kristinsson og lög-
fræðingur þess Egill Sigurgeirs-
son hæstaréttarlögmaður.
Félagið verður 25 ára á morgun
Heitt vŒtn á
Siglufirði
Eins og Vísir hefur áður skýrt
frá er hafin borun í tilrauna-
skyni eftir heitu vatni í Skútu-
dal við Siglufjörð með hitaveitu
fyrir augum Álcveðið var að
bora 100 metra djúpa holu. Nú
hefur verið borað niður á 25
metra dýpi og renna þegar úr
þessari holu 7 lítrar á sek. af
50 stiga heitu vatni.
Eru þetta hinar vænlegustu
horfur og vonast Siglfirðingar
til að þarna fáist nægilegt magn
af heitu vatni fyrir kaupstaðinn
þótt það sé ekki komið fram
ennþá. Tiltöiulega stutt er inn-
an úr Skútudal að leiða heitt
vatn ofan í Siglufjarðarkaup-
stað.
Landslíðið
í handboha
til Færeyja
Landslið Islands I handknattleik
(karla) fer utan 18. júií n. k. til
Færeyja, en þangað hefur liðinu
verið boðið í tilefni af 25 ára af-
mæli færeyska íþróttasambandsins.
Liðið verður 6 daga í ferðinni.
Fer með flugvél Fí og kemur til
baka með Drottningunni. Liðið hef
ur fyrir nokkru hafið samæfingar
og eru leikmenn I nokkuð góðri
æfingu miðað við árstfma.
TIL SÖLU
í smíðum
4-5 herb. hæð við Hjallabrekku i
Kópavogi, um 115 ferm. Bílskúr
fylgir, fokhelt. Skipti koma til
greina á 2-3 herb. íbúð f borginni
Einbýlishús á nesinu í Kópavogi.
Glæsilegt hús um 190 ferm á
einni hæð. Bílskúr fyigir, fokhelt.
Tvíbýlishús við Kópavogsbraut
fallegar hæðir um 145 ferm. sval
ir með efri hæð. Hiti og þvotta-
hús sér á hvorri hæð. Bílskúrs-
réttur með báðum. Fokhelt.
Hæð og rishæð við Löngufit, Garða
hreppi. Hæðin er tiibúin undir tré
verk Risið óinnréttað. Bfiskúrs
réttur.
Iðnaðarhúsnæði við Ármúla.
Jón Ingimarsson íögfr,
Hafnarstræti 4. Sími 20555. Sölu-
maður: Sigurgeir Magnúss. Kvöld
sími 34940.
Seljum
dún og
fiðurheld
ver.
Endumýjum
gömlu
. sængurnar.
NVJA FIÐURHREINSUNIN
Hverfisgötu 57A. Sfmi 16738.
Ökukennsla
Ökukennsla á V-W.
Útvegum öll vott-
i orð. Sími 19896.