Vísir - 04.07.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 04.07.1964, Blaðsíða 5
V í SIR . Laugardagur 4. júlf 1964. 5 í Sullfússi FjcÍTiargir Vestur-ís- lendingar sátu í gær boð Eim- skipafélags íslands um borð í GuIIfossi Flestir þessara Vestur íslendinga komu hingað á veg- um þjóðræknisfélagsins Strönd- in. í boðinu flutti dr. Richard Beck ræðu og afhenti Eimskip skrautriíað kvæði, sem hann orti til félagsins er hann var 17 ára gamall. Þá færði Snorri Gunnarsson, formaður Strandar innar, félaginu fagra tösku með áletrun á gullskildi frá þjóð- rælcnisfélaginu. Meðal gesta um borð í Guli- fossi f gær var Penfield, am- bassador Bandaríkjanna og frú, og Hallgrímur Fr. Hallgrímsson aðalræðismaður Kanada hér á landi, og frú. Einar B. Guð- mundsson, formaður stjórnar Eimskipafélagsins, bauð gesti velkomna. Fór hann lofsamleg- um orðum um hið mikla fram- tak, er Vestur-íslendingar hefðu sýnt við stofnun Eimskipafélags ins fyrir rúmum 50 árum og lauk hann ræðu sinni með því að segja, að nú væru um 40 þús. menn vestan hafs af íslenzku bergi brotnir. Þetta fólk væri nú bæði góðir þegnar þess lands, sem þeir byggju í, og um leið góðir Vestur-íslendingar. Dr. Richard Beck flutti stutta ræðu, og afhenti hann félaginu skrautritað kvæði, sem hann orti, er hann var 17 ára gam- all á Austurlandi, og fagnaðar- alda fór yfir þjóðina þegar fyrsta fyrsta skip félagsins kom til landsins 1915, eins og hann orðaði það. skipafélags Islands, þakkaði gjafirnar og minntist á það, að þetta væri í annað skiptið, sem stór hópur Vestur-lslendinga sæti boð félagsins um borð í Gullfossi og sagði, að Vestur-fs lendingai; væru alltaf aufúsu- gestir Eimskipafélagsíns. ► Nýjar samkomulagsumleit- anir um Kýpur fyrir forgöngu Tuimioja sáttarsemjara Samein- uðu þjóðanna eru sagðar líkleg- ar og fara þá að Iikindum fram í Genf. Skjalið er skrautritað af Giss Tsjombe segir Adoula for- uri Elíassyni, forseta listadeild- sætisráðherra hafa fallizt á ar Manitobaháskóla. Snorri Gunnarsson, form. Strandarinn ar, sem jafnframt er fararstjóri Vestur-fslendinganna, sem komu hingað 4. júnf, flutti Eimskipaféiaginu kveðjur og beztu árnaðaróskir. Færði hann félaginu að gjöf forkunnarfagra tðsku. Óttarr Möller, forstjóri Eim- kröfu hans, að Gizenga verði sleppt úr varðhaldi, sem hann hefir verið í 2 ár. Tsjombe telur nauðsynlegt að hafa róttæku flokkana með, þjóðareiningar vegna, og margir ætla, að Tsjombe verði næsti forsætis- ráðherra sambandsstjórmr Kóngó. Raban Graf Adelmann Á morgun er væntanlegur hingað í stutta heimsókn for- stjóri upplýsingadeildar Atlants hafsbandalagsins, Raban Graf Adelmann. Hann er Þjóðverji og hefur verið forstjóri upplýsinga deildarinnar frá því í september 1962. Adelmann er lögfræðingur að menntun en lagði einnig stund á sögu í Bandaríkjunum. Hann átti áður sæti á þýzka sam- bandsþinginu og var þá í varn- armála- og utanríkismálanefnd þingsins. Hann hefur tekið mik- inn þátt í störfum Evrópuráðs- ins og þingmannaráði Atlants- hafsríkjanna. Um skeið sat hann I stjóm þýzka Atiantshafsfélags ins. Adelmann mun ræða við ýmsa aðila hér, skoða Reykja- vfk og skreppa tiþ Þingvalla. EM :TBS53 KAPPAKSTURSSPORTIÐ - Framh. af bls. 9 mannsins og síðara árið Fangio (Argentínu). Næstu tvö féllu í skaut Ascari (Italíu) á Ferrari og þvínæst kemur Fangio enn á ný, í byrjun tímabilsins á Maserati cg síðar á Mercedes. Þjóðverjar sækja sig enn meir næsta ár, 1955. Fangio sigrar á Mercedes. f öðru sæti var korn- ungur Breti, Sterling Moss, einnig á Mercedes. Ascari sem þá var kominn yflr til Lancia, lét lífið af slysfðrum og Landa dregur sig í hlé sökum áfallsins. Hinn dýra út- búnað afhendir hann Ferrari og þannig verður til Ferrari-Lancia- vagn sem sigrar 1956, í höndum Fangio. f öðru sæti var enn á ný Bretinn Moss. Eins og að ofan má sjá, er það ómaksins vert að fara nokkrum orðum um þennan Fangio, sem virtist sigra á flestu því sem hon- um var fengið í hendur. MEISTARINN FANGIO Argentínumenn uppgötva Grand Prix-keppnir Evrópumanna fyrst í lok 5. tugs aldarinnar. Áð- ur höfðu mjög vinsælar fjallakeppn ir verið það eina af þessu tagi, sem þeir þekktu. Svo bar við árið 1948, að lil keppni í Rosario (Argentfnu) sendi hinn franski Gordini tvo vagna á- samt Wimille ökumeistara Frakk- lands, sem var þá f hópi fjögurra viðurkenndustu ökumanna heims. Eins og svo oft er gert til öflunar vinsælda, afhenti Gordini annan vagninn þeim innfæddu til ráð- stöfunar og . þeir útnefndu sem ökumann sinn mesta fjallaöku- garp, Juan Manuel Fangio. Án orðalenginga Wimille tók vist á öllu sem hann átti til þess að verða sér ekki til skammar. Hann sigraði, en á leiðarenda skildi að- eins vagnlengdin hann frá Fangio. Argentínska þjóðin hafði þar með eignazt nýja hetju og Peron einvaldur sá þarna tækifæri til að auka vinsældir sínar heima fyrir og auglýsa Argentínu erlendis. Hann festi kaup á tveimur Mase- rati, sem Fangio mælti með til keppni í Evrópu á næsta keppnis- t'ímabili. Að hausti sneri hann heim með finim Grand Prix-sigra og þar af tvo á verksmiðjuvögnum (Ferrari og Gordini), sem honum höfðu verið boðnir f tilraunaskyni. Öllum var nú ljóst, að í Fangio yrði óspart boðið af framleiðend- um fyrir næsta ár, ár fyrstu heims- meistarakeppninnar. Alfa hreppti hnossið og veitti Fangio dr. Farina, sem að ofan er getið, harðasta keppni um fyrsta titilinn. Fangio var afburða hraður öku- maður, en það sem færði honum flestan sigurinn var kænska hans í keppni og óvenju næm tilfinning fyrir takmörkum vélar og drifs. Mælikvarði á hve ökumönnum tekst vel að þyrma þessum þýð- ingarmestu hlutum vagna sinna fæst að lokinni keppni, er vagnarn ir eru rifnir í smátt og hlutir þeirra fægðir að nýju. Slík könnun var Fangio ætíð hagstæð. Hann hélt sig framan af keppni gjarnan í ’iæfi legri fjarlægð frá forystunni og ef hún jók hraðann í því skyni að hrista hann af sér, hélt hann sín- um jafnaðarhraða og birtist fyrst að fáeinum umferðum liðnum í vagnspeglum hennar á ný. Óþarfa átök lét hann þeim og þeirra vögnum eftir. En hverfum á nýjan leik til árs- ins 1956, hvar frá var horfið sögu Ferraris og heimsmeistarakeppn- innar. Ferrari var fremstur smið- anna með 3 meistaratitla og Fang- io státaði af fjórum fyrir akstur, þeim síðasta á Ferrarivagni. Um það leyti skara einnig Gran Turismo-vagnar Ferrari fram úr sem einkum var þakkað áreiðan- legri og endingarbetri aflgjöfum en öðrum tókst að smíða Þeir fengu smám saman á sig orðstír sem ósigrandi á öllum lengri vega- lengdum, orðstír sem Ferrari hef- ur tekizt að varðveita fram á þann dag í dag, þrátt fyrir mikið fé cg ærna fyrirhöfn Þjóðverja, Breta og Bandaríkjamanna til að hnekkja veldi hans. Títt er meðal afburðamanna að þola illa skugga af frægð annarra og erfitt er oft við þá að lynda. Ferrari er sennilega í þessu til- liti engin undantekning. Svo virð ist sem hann vilji engar stjörnur í sínu keppnisliði og vagnar hans eigi að sigra á eigin yfirburðum. Þannig fór Ascari yfir til Lanc- ia, eftir að hafa unnið tvær heims meistarakeppnir hjá Ferrari og þetta haust fer Fangio yfir til Mase roti eftir að hafa unnið hjá hon- um aðeins eina. Hjá Ferrari var hans ekki þörf lengur. En meistar inn í Modena ofmat að þessu sinni smfði sína á kostnað öku- mannsins, það sýndi Argentínu- maðurinn honum eftirminnilega á næsta keppnistlmabili, Þá var líkt á komið með þeim Fangio og Moss (sem ók Vanwall) Þeir áttu undantekningarlítið í höggi við arftaka Fangios hjá Ferr ari, þá Bretana Hawthorn og Coll- ins, sem voru í þeirri viðureign á ólíkt áreiðanlegri tækjum. Moss stóð að þessu leyti verst að vígi. Fangio þekkti hins vegar takmörk Ferrari-vagnanna vel og það færði hann sér í nyt. I keppnum sumarsins höfðu Ferr- ari-menn tíðast gát á vagnspegl- um slnum. „Skyldi Fangio birtast á ný eða hafði hann gengið of nærri vagni og vél og þeir nú loksins lausir við hann.“ Óvissa þeirra hafði sín sálrænu áhrif. Meðalhraðinn varð óþarflega hár oft hitnuðu legur og hemlar um of, vagnar þeirra misstu aksturs- eiginleika og þeir þ.a.l. af sigrin- um Grand Prix-keppnin á Nilrburg ring um haustið réði úrslitum fyrir Fangio I heimsmeistarakeppninni. Keppnin er ein sú frægasta sem sögur fara af og er ágætt dæmi um spenning þann sem rlkt getur á kappakstursbrautinni. Af 22 umferðum I keppni þessari hafði Fangio ekið 10, er hann varð að stanza I búðunum til að taka eldsneyti og skipta um afturhjól barða. Af einhverjum orsökum tók þetta alltof Iangan tíma og þegar Fangio kom sér fyrir I vagni sfn- um á ný virtist hann fremur von- laus og lítið að flýta sér. Er hann ók úr hlaði, var ákaft reiknað I búðum Ferraris. 46 sek. voru liðnar frá því að Bretarnir óku framhjá og ef Fangio vildi ná þeim I þeim 10 umferðum sem eftir voru, þá varð hann að vinna á 4.6 sek. I hverri. f æfingu hafði Fangio að vísu sett nýtt brautarmet1, 9 mfn. 25.6 sek., en Bretarnir óku þá á aðeins 3 sek. lakari tfma. í það sinn ók hann með næstum tóm an benzíngeymi, en nú var geymir ‘hans fullur. Vonlaust, jafnvel fyrir Fangio, ,sögðu Ferrari menn sigur ‘ brosandi og aðrir kunnáttumenn samsinntu því 1 næstu þremur umferðum á- vann Fangio sér aðeins 2 sek. í hverri. 7 umferðir voru þá sftir og 40 sek. ’óunnar. Aðstaða hans hafði versnað, 6 sek. varð hann úr þessu að vinna í umferð hverri og nú brostu Ferrari-menn út undir eyru. En bros þeirra stirðnuðu í 16. umferð. Þá var ekki um að villast, skeiðúrin voru öll sammála um að 33 sek. skildu vagnana og 7 sek. hefðu unnizt f henni. Hn svona einu sinni, þá var þetta ekki svo alvarlegt. Sennilega hefði vél Fangios ofsnújzt við þetta og e.t.v. gæfi hún upp öndina áður en á le'ð arenda var komið. f 17. umferð reiknuðu Ferrari- menn ekki einir lengur, allir reikn- uðu. Bretarnir mættu með ná- kvæmni skeiðklukkunnar, en Fang io enn á ný fyrr en búizt var við Hann hafði ekið hröðustu umferð keppninnar, 25.5 sek. skildu vagn ana 7.5 sek. höfðu áunnizt. 18. umferð ók Fangio á 9 mín, 25.3 sek., nýju brautarmeti, en vann aðeins 5 sek. af Bretunum, því að þeir tóku nú á öllu sem þeir áttu og settu eigin umferðar- met. 20 sek. skildu og 4 umferðir voru eftir. 19. umferð: Þulurinn tilkynnti enn nýtt brautarmet hjá Fangio, 9.23.4. Bretarnir fengu nú skipun um að aka sem lffið ætti að leysa án tillits til gripa sinna. Áður en þeir hurfu f lok beina brautar- spottans fyrir framan stúkuna, risu áhorfendur úr sætum sínum af á- kafa, því að Fangio birtist og nú aðeins 13. sek á eftir. 20. umferð var stórkostlegust. Fangio sá nú til keppinauta sinna og það sennilega orðið taugum hans ofraun. Hann fórnaði skyn- seminni með öllu fyrir sigur í þess ari keppni. Ósköpunum er bezt lýst með einu atviki sem fyrir kom á svokallaðri Döttingerhæð, f sið- ustu beygju brautarinnar áður en komið er inn á beina kaflann sem minnzt var á áðan. Beygja ner of kröpp til að vagnar með aksturs- legu þeirra tfma gætu ekið hana með fullum hraða. Það mátti einn ig glöggt heyra, er benzfngjöfin var tekin af kappakstursvögnunum og þrumandi sprengihljóð há spenntra véla þeirra breyttist í sog kennt blísturshljóð. Á brú yfir beygjunni hafði útvarpsmaður kom ið sér fyrir með sérfræðing sér við hlið, gamlan ökugarp, sem þekkti brautina vel. Fangio birtist þeim og sérfræðingurinn gizkaði á rúmlega 230 km/klst., en vildi sjá fyrst hvar á brautinni blísturs hljóðið kæmi áður en hann spáði meiru. En það kom ekki. Áheyrend ur heyrðu í örvæntingu hrópað: „Hann flýgur út af“. Otvarpsmað- urinn bar þó brátt þessi geðíhrær ingarorð gamla mannsins til baka. Samkvæmt lögmálum náttúrunnar átti hann að fara út af, en þessi Fangio laut þeim bersýnilega ekki lengur 1 beygjunni flaug Fangio að vísu út á grasröndina meðfram braut- inni, en náði þegar í lendingu valdi á vagninum og hvarf óðar sjónum handan hæðarinnar, næst- um samtímis Bretunum. Þegar þeir birtust á beina kaflan um fyrir framan stúkuna, var sem sprenging yrði í mannfjöldanum. Þulurinn heyrði ekki meir í sjálfum sér, hvað þá aðrir. Yfir hlaðvarp ann óku vagnarnir með fárra metra millibili. í lok beina kaflans heml aði Fangio nokkrum metrum síðar en hinir og í vinstri beygjunni sem þá tekur við skauzt hann framhjá Collins. Hann kom þó of hratt í beygjuna, tapaði of miklum hraða á því að snerta grasið og Collins náði sæti sínu á ný. í umferð þess ari setti Fangio ótrúlegt brautarmet 9:17.4 og vann 11 sek. af Bretun- um Úr 21. umferð kom Fangio fyrst ur sem vænta mátti, og úr þeirri síðustu kom hann og sigraði með 3 sek. forskoti. Hrifning fólksins var takmarkalaus, en sérfróðir að- dáendur ekki lausir við vonbrigði, sökum þessa óþarfa glannaaksturs hins yfirleitt grandvara meistara. Fangio hafði tryggt sér heimsmeist aratitil ársins þó að 3 keppnir tíma bilsins væru enn óháðar, en að þeim loknum sat Sterling Moss f öðru sæti Fangio dró sig nú til baka úr keppni, 46 ára að aldri og sem fimmfaldur heimsmeistari. Hvort tveggja er einstæðasta afrek keppnissögunnar. Af löggiltum Grand Prix-ökumönnum í dag, hcf ur aðeins einn, sá sem næst kemst Fangio, hlotið titilinn tvisvar og enginn þeirra nær 39 ára aldri, því aldursári, sem Fangio hóf feril sinn á. Að ökusnilld er Sterling Moss einum jafnað við Fangio, hvað Moss í lítillæti sínu telur sér mik inn og óverðskuldaðan heiður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.