Vísir - 10.07.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 10.07.1964, Blaðsíða 1
 54. árg. - Föstudagur 10. júlí 1964. - 155. tbl. Skuttogarinn Siglfirðingur við bryggju á Siglufirði. Myndin sýnir glöggt rennuna í skutnum, sem nótin er dregin upp eftir. Ljósm. Jónas Ragnarsson. Fyrsti skuttogaríim vii bryggju á SIGLUFIRDI Eins og kunnugt er af fréttum tók Legkrabbaleitarstöð Krabba- meinsfélagsins til starfa í Suður- götu 22 hér í borg í siðasta mán- uði. Af hálfu hennar og yfirlækn- isins, fríi Ölmu Þórarinsson, hefir þessari nýju og merkilegu starf- semi verið fylgt úr hlaði, ef svo mætti að orði komast, með áhrifa- mikilli kynningu á krabbameinsleit. Þrjú kvöld hefir Kra'obameinsfélag- ió sýnt tvær kvikmyndir hér i Gamla bíói fyrir fullu húsi kvenna, en sýningar þessar eru einvörð- ungu fyrir konur og ókeypis. Frú Alma Þórarinsson hefir flutt ávörp og erindi og Þórarinn Guðnason læknir talaði inn skýringar með myndum þessum, sem sýndar hafa verið kl. 8 á kvöldin, og stendur sýningin yfir í tíæpa klukkustund. Önnur myndin er af rannsókn krabbameins í legi eins og hún fer fram í leitarstöðinni, en hin kennir konum að leita að hnútum í brjósti. „Augljóst er af aðsókninni, að ieitarstöðinni og þessum sýningum, að reykvískar konur ætla að sýna eigi minni áhuga, skilning og þroska í sambandi við þetta starf en kynsystur þeirra í öðrum lönd- um“, sagði frú Alma í viðtali við Vísi í morgun, og lét hún í ljós mikla trú á framtíð þessarar starf- semi hér á landi. Vatnajökull seldur Vatnajökull, elzta skip Jökla h.f. heldur að öllum líkindum í síðustu ferð sína fyrir Jökla í kvöld. Til stendur að selja skip ið til Grikklands. Ólafur Þórðarson forstjóri Jökla staðfesti í morgun, að grískt skipafélag hefði gert tii- boð í Vatnajökul, sem samþykkt hefði verið að taka. Er aðeins eftir að ganga endanlega frá samningum. Vatnajökull siglir frá Keflavík í kvöld og heldur til Englands. Hann er elzta skip Jökla, var afhent 1947 og hefir því verið í siglingum s.I. 17 ár. unni og er nú farið á veiðar. Hinn nýstáriegi skutbátur, Sigifirðingur SI-150, kom til Siglufjarðar kl. 1.30 aðfaranótt mánudagsins 6. júlí s.l. Reykvískar konur fylkja liði í baráttunni gegn krabbameini Hér birtist mynd af nýstárlegasta fiskiskipi í íslenzka flotanum. Það er skutbáturinn Siglfirð- ingur SI-150, fyrsti skut- togarinn, sem íslending- ar eignast. Kom skipið til Siglufjarðar nú í vik- Skipið er smíðað í Ulsteinsvík við Álasund í Noregi og er allt hið vandaðasta. Allt vinnupláss er yfirbyggt og er það óvanalegt í skipum íslendinga og ómetan- legt fyrir starfsmenn, sérstak- Framh á bls 5 Þannig hafa reykvískar konur fyllt Gamla bíó þrjú kvöld og notfært sér fræðslumyndir og fyrirlestra um krabbamein. B.G. tók myndirnar. Flotinn hélt á miðin / nétt FLOTINN hélt á miðin i nótt. Austfjarðahafnir sem verið hafa þéttsetnar síldarbátum, stóðu auðar og yfirgefnar, þeg- ar bæjarbúar vöknuðu í morgun. Veður hafði farið batnandi í gærkvöldi og þá stóð ekki á skipstjórunum, sem voru orðnir meira en lítið óþolinmóðir í land legunni. Menn voru fullir bjartsýni í morgun og væntu mikillar síld ar næsta sólarhringinn. Þróar- plássin standa nú auð, síldar- flutningaskipin biða tilbúið til taks og söltunarfólikð klæjar í fingurgómana af aðgerðarleysi. Fimm bátar höfðu þegar tii- kynnt um afla sinn í morgun: Heiga RE 700, Gnýfari 700, Jón Framh. á bls. 5 BLAÖSÐ í DAG Myndsjá — Gömul hús, sem hverfa. Föstudagsgrein um þing republikana. Heimdallarsíða. Þorsteinn Jósepsson lýsir Barcelona, Dóttir Johnsons forseta og kærasti hennar. Heimsókn í eldflauga- stöð á Mýrdalssandi. —.................... Fni Alma Þórarmsson vfirlækmr að flytja fyrirlestur sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.