Vísir - 10.07.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 10.07.1964, Blaðsíða 8
(Jtgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði I lausasölu 5 kr eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vfsis - Edda h.f Verðbólguhvöt Þjóðviljans f>jóðviljinn í gær fullyrðir að viðreisnin eigi heimsmet í verðbólgu. Sjaldan hefir blaðið fallið eins kirfilega á eigin bragði, og þegar það ætlar að renna rökum und- ir þá skrýtnu staðhæfingu. Því tekst nefnilega ekki að sanna að viðreisnin hafi aukið verðbólguna um eitt einasta stig! JJITT er alkunna að verðbólgan hefir ávallt átt hið mesta gósenland á íslandi og hún hefir mjög vaxið hin síðustu ár. En allir sem nokkra nasasjón hafa af hagfræði vita að vöxtur hennar er vegna verkfalla og tugprósenta kauphækkana á hverju ári, sem á sér enga líka í nokkru landi Vestur Evrópu. Verðbólgan er þess vegna fyrst og fremst að kenna ábyrgðarlausri verkalýðsstefnu, þar sem íslenzkir sósíalistar hafa kynt undir kötlunum. Gengislækkunin 1960 var jafn- vægis- og stöðvunarráðstöfun, og einnig lækkunin 1961. En þessum lækningaaðgerðum var svarað með ofbeldis og hefndarráðstöfunum af ábyrgðarlausari hluta verklýðshreyfingarinnar. Þeir sem kynna sér þessa sögu munu ekki vera undrandi yfir verðbólgunni á íslandi. Þjóðviljinn ætti að þekkja hana of vel til þess áð skrifa jafn barnalega um hana og raun ber vitni. Veiöar innan 12 mílna TOGARAÚTGERÐARMENN óska nú þess, að tog- urunum verði heimiluð veiði á takmörkuðum svæðum innan'landhelginnar. Við þeim tilmælum er sjálfsagt að verða, nema fiskifræðilegar rannsóknir leiði í ljós að ofveiðihætta sé fyrir hendi. Erfiðleikar togaraútgerðar- innar eru alkunnir. Aðeins hluti togaranna er nú gerður út, m. a. vegna aflaleysis utan 12 mílnanna, og meðal- tap togara er á fjórðu millj. kr. árlega. Ef þessi atvinnu- vegur á ekki að deyja út með öllu í landinu verður að skapa honum betri skilyrði en hingað til. Veiðar innan 12 mílnanna eru spor í rétta átt, enda séu þá hvorki hrygningar né uppeldisstöðvar fiskistofnanna í hættu af þeim veiðum. Barnalexía Tímans TÍMINN fann það út í gær að viðreisnin hefði runnið út í sandinn! Dapurlegt er fyrir stjórnmálablað að vera ;vo glámskyggnt í þjóðmálunum. Veit Tíminn ekki, að aldrei hefir ríkt jafn mikil velmegun á landinu og nú? Údrei hefir atvinnan verið meiri. Aldrei hafa meðal- ekjur launamanna verið jafn háar. Aldrei hefir eins mikið af atvinnutækjum flykkzt inn í landið. Aldrei hafa gjaldeyrissjóðirnir verið jafn digrir. Aldrei hafa jafn margar íbúðir og verksmiðjur verið byggðar. Aldrei hafa ræktunarsjóðir bænda verið jafn stórir né '■amfarir í landbúnaði meiri. Miklu fleira mætti telja. 'n hér verður fyrstu barnalexíu Tímans í þjóðmálum látið lokið. Það er erfitt að vera trú- lofaður dóttur forsetans JJópur skemmtiferðafólks skoð ar sig um f Washington höf- uðborg Bandaríkjanna með hjálp,. leiðsögumanna. Þeir skoða allar. helztu byggingar borgarinnar, minnismerki Washingtons og Lincolns, fara í Hvíta húsið og þinghöllina. En þeir fá lítið ann- að að sjá en húsin og húsgögnin Þeir horfa á hin gömlu sögulegu húsgögn Hvíta hússins og hið fræga bláa herbergi, en þeir fá ekki að sjá það, sem þætti merkilegast, sjálfan forseta Bandaríkjanna. Og þegar þeir koma í sjálfa þinghöllina, Capi- tol, er vfsast að engir þingfund- ir standi yfir, svo þeir fá ekki augum litið neina fræga stjórn- málamenn. Ferðafólkið kemur inn í nýja hluta þinghallarinnar, þar sem fulltrúadeildin er til húsa. Það er leitt að lyftu. Þegar hún opnast stendur ungur, myndar- legur piltur í dyrunum og býð- ur því kurteislega inn. Svo stjórnar hann Iyftunni upp á þriðju eða fjórðu hæð. p'erðafólkið hverfur úr lyft- unni og það hefur ekki hug- mynd um, að hér hefur það kom izt næst bandarísku forsetafjöl- skyldurini. Lyftuþjónninn kurteisi heitir nefnilega Jack Olson og hann er unnusti Lucy Baines John- son, hinnar 16 ára yngri dóttur Johnsons forseta. Það er sagt, að hann hafi kynnzt henni fyrst. þegar hann flutti hana með lyft- unni milli hæða í þinghúsinu. Svo þegar hann trúlofaðist inn f forsetafjölskylduna sögðu ýms ir við hann. að nú yrði hann að hætta þessu starfi, sem gæti nú ekki lengur samrýmzt vænt- anlegum tengdum hans. En Jack Olson svaraði: — Mér dettur ekki í hug að hætta, einhvers staðar.verð ég^að fá peninga til að geta boðið unnustu minni á bíó og dansleiki. Haldið þið að ég ætli að fara að lifa eins og sníkjudýr á forsetafjölskyld- unni? Tack Olson er átján ára og " kemur frá smál5ænum Maiden Rock í Wisconsin. Ætt- hans er að uppruna frá Norður- löndum. Hann trúlofaðist Lucy áður en faðir hennar tók við for setaembættinu. Ekki er hann sér lega hrifinn af þeim breytingum, sem urðu á högum kærustunn- ar við það að faðir hennar flutt- ist i Hvíta húsið. Meðan John- son var aðeins varaforseti fékk kærustuparið að vera nokkurn veginn í friði, en síðan breyt- ingin varð finnst þeim þau aldrei fá frið fyrir öryggislögreglu mönnum og blaðamönnum. Fyrir nokkru var sýndur sjón- leikur í Bandaríkjunum, sem kallaðist „Mr. President". Þar var því lýst, hve dóttir forseta Bandaríkjanna væri óhamingju- söm í ástamálum. Eitt atriðið fjallaði um það, að hana langaði til að kyssa kærasta sinn góða nótt, en fékk engan frið til þess fyrir öryggislögreglumönnum, sem vöktuðu hana stöðugt og héldu jrfnvel, að kærastinn væri launmorðingi. Jack Olson hefur látið þau orð falla, að því miður sé þessi sjónleikur ekki svo fjarri veruleikanum. Hann og unnusta hans fái sjaldan eða al drei tækifæri til að vera ein út af fyrir sig. Tack ber sig illa upp undan " hinum ströngu varúðarráð- stöfunum. — Áður fyrr, segir hann, þegar pabbi hennar var aðeins varaforseti, þá fengum við að vera í friði, nú er eins og það sé farið að líta á það sem þýðingarmikla stjórnarráð- stöfun ef ég kyssi Lucy. Ef við förum saman á bíó, þá þurfa einir tíu öryggislögreglumenn að kaupa bíómiða og setjast fyrir aftan okkur. Við erum næstum því að gefast upp á að fara á bíó, við verðum víst að láta okkur nægja að horfa á kvikmyndir í einkabíói Hvíta hússins, eða þá að horfa á sjón- varpið. Ef lögreglumennirnir treysta því að við förum ekkert út, þá láta þeir okkur í friði. jþrátt fyrir alla þessa erfiðleika finnst Jack Olson ekki við- eigandi að sitja alltaf á hverju kvöldi heima í Hvíta húsinu með kærustu sinni. Hann < reynir stundum að bjóða henni út á dansleik. Áður fyrr var það mjög skemmtilegt, en nú hefur nokkuð dregið úr ánægjunni því að það er sama hvert þau fara, þau hafa vart dvalizt meir en fimm mínútur á sama staðnum. þá hefur fólkið komið auga á dóttur forsetans og lætur hana ekki í friði. Fæstir þekkja að vísu unnustu hennar, Jack Ol- son, eða láta eins og þeir sjái hann ekki. Það er að vísu eðli- legt, að fólkið vilji skoða for- setadótturina, en þrátt fyrir það getur verið leiðinlegt fyrir unnustann, að falla svo í skugg- ann af henni, að það sé líkast því sem hann sé ekki til. Jack Olson vinnur sem Iyftu- þjónn fimm daga í viku á tím- anum frá kl. 1.30 e. h. til kl. 7 að kvöldi. Fyrir þetta starf fær Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.