Vísir - 05.08.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 05.08.1964, Blaðsíða 5
V 1 S I R . Miðvikudagur 5. ágúst 1964. útlönd í tíÖrgun útlönd í morg-ún utlond í morgun p™ Lyndon B. Johnson Banda- rikjaforseti ávarpaði þjóðina í útvarpi £ gærkvöldi og boðaði auknar lofthernaðarlegar að- gerðir gagnvart Norður-Viet- nam, vegna endurtekinna árása á bandarísk herskip á alþjóða- siglingaleiðum úti fyrir strönd- um Norður-Vietnam. Hann kvað ekki vera tilganginn að stofna til styrjaldar heldur að sýna Norður-Vietnam, að staðið yrði við það, að árásir á flug- vélar og herskip Bandaríkjanna á samgönguleiðum yrðu ekki þolaðar. McNamara landvarnaráðherra boðaði samtímis, að gerðar hefðu verið ráðstafanir til þess að efla verulega aðstöðu Banda ríkjanna við strendur Suðaust- ur-Asíu. Áður hafði hann skýrt frétta- mönnum frá þvi, að hin nýja árás hefði verið gerð 60 sjómíl- ur frá ströndum Norður-Viet- nam og hefðu nokkrir tundur- skeytabátar gert hana. Það var tundurspillirinn Maddox, sem hér varð fyrir nýrri árás, og systurskip hans C. Turner Joy, og var árásin gerð á mánudags- kvöld. Fréttir bárust ekki um hana fyrr en síðdegis í gær. Tundurspillarnir réðust þegar gegn tundurskeytabátunum og flugvélar, sem þeir höfðu kvatt á vettvang. Voru tundurskeyta- bátarnir hraktir á flótta og er talið, að tveimur þeirra hafi verið sökkt. Bandarísku tundur spillana sakaði ekki. /^V.X . CHiNA Myndin sýnir Tonkin-flóa, þar sem árásimar voru gerðar á bandarísku tundurspillana. Árásirnar voru gerðar. hin fyrri 80, hin síðari 60 sjómílum suðaustur af Hanoi, höfuðborg Norður-Vietnam. Mikils uggs gætir víða vegna þessara viðburða, og einkum eftir þessa síðari árás, þar sem sýnt er að kommúnistar í Norð- ur-Vietnam létu sér ekki segjast við fyrri aðvaranir. FLUGVÉLARNAR FRÁ FLUGVÉLASKIPUM. Það er nú kunnugt, að það voru flugvélar frá bandaríska flugvélaskipinu „Ticonderoga“. sem komu Maddox til hjálpar í fyrri árásinni. — Maddox var hleypt af stokkunum 1944 ög tekinn í notkun árið eftir. Bandaríkjaflotinn (7. flotinn) á Kyrrahafi er við skyldustörf á öllu svæðinu frá Siberiu til Indonesiu og eru í honum (eða voru í maí s.l. 125 herskip með samtals 65.000 sjóliðum). Á undangengnum tima hefir varðgæzla verið aukin útifyrir ströndum N.Vietnam, og mun nú enn verða aukin, sbr. til- kynningu McNamara. Myndin er af tundurspillinum Maddox, sem norður-vietnamskir tunduskeytabátar hafa nú gert árásir á tvívegis. Tundurspillirinn er 2.200 lestir og er úr. 7. flota Bandaríkjanna. 1 útvarpsávarpi sfnu komst forsetinn m.a. svo að orði: Það er skylda mín sem for- seta ríkisins op æðsta yfir- manns landvarnanna, að skýra bandarísku þjóðinni frá því, að nýjar fjandsamlegar aðgerðir gegn bandarfskum skipum á al- þjóðasiglingaleið á Tonkinflóa, knýja mig til þess að fyrirskipa herafla Bandarfkjanna að gripa til mótaðgerða. Frumárásin á tundurspillinn Maddox 2. ágúst var endurtek- in í dag af nokkrum fjandsam- legum skipum, sem gerðu árásir á tvo bandaríska tundurspilla með tundurskeytum. Tundur- spillarnir, og flugvélar, sem þeim voru ætlaðar til verndar, Barizt daglega í Kyreneafjöllum Undangengna daga hefir verið barizt daglega í Kyreneafjöllum á Kýpur, en aðallega eru það stór- skotalið beggja, sem skiptast á skotum, og ekki hefir enn frétzt að vígstaðan hafi breytzt, og mun þjóðvegurinn þarna um fjöllin enn á valdi Kýpur-Tyrkja. Milli Kýpur-Grikkja og gæzlu- liðs Sameinuðu þjóðanna er sam- starf svo slæmt veg.ia stirfni Kýp- urstjórnar og liðs hennar, að Thi- maya yfirmaður gæzluliðsins hefir hótað að kveðja allt gæzluliðið til i búða, ef ekki náist samkomulag j um frjálsræði þess til eftirlits Grikkir halda áfram hernaðarleg- : um flutningum um Limassol og segjast vera við öllu búnir vegna I innrásarhættunnar. fóru þegar eftir þeim fýrirskip- un, sem ég gaf eftir fyrri árás- ina. Vér ætlum, að 2 tundur- skeytabátanna hafi sokkið. Bandarikjamenn urðu ekki fyrir neinu tjóni. Endurteknum ofbeldisárásum gegn herafla Bandaríkjanna verður að mæta ekki aðeins með því að vera vel á verði, heldur einnig með ákveðnum mótaðgerðum, og þær eru komnar til framkvæmda, er ég nú ávarpa yður hér í kvöld. Lofthernaðarlegar aðgerðlr eru hafnar gegn fallbyssubátum og til þess að hindra vissan stuðn- ing í Norður-Vietnam við þess- ar fjandsamlegu aðgerðir (gegn bandarískum herskipum). — Forsetinn segir ennfremur. að hið nýja ofbeldi ætti að færa öllum í Bandaríkjunum heim sanninn um það hve mikilvæg er baráttan í þágu friðar og öryggis í Suðaustur-Asíu. Hann minntist á ógnun og ofbeldi í garð þorpsbúa í Suður-Vietnam og í kjölfar þeirra hefðu komið árásirnar á bandarísk skip á siglingaleiðum. Hann kvað alla Bandaríkjamenn mundu v~rða ákveðnari i því en nokkurn tíma fyrr að standa við allar skuld- bindingar gagnvart stjórninni í Suður-Vietnam. Forsetinn tók fram, að Bandaríkin óskuðu ekki víðtajk- ari styrjaldar. Hann kvaðst hafa gefið utanríkisráðherranum fyr- irmæli um að taka þetta skýrt fram við bæði vini og andstæð- inga, og hann kvaðst hafa falið Adlai Stevenson aðalfulltrúa Bandaríkjttr.na hjá Sameinuðu þjóðunum, að taka málið upp í Öryggisráði. Loks kvaðst hann hafa rætt við þingleiðtoga beggja flokkr og tjáð þeim, að hann myndi óska ályktunar þjóðþingsins, sem gerði það öllum ljóst, aG Bandarikin myndu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að halda áfram baráttunni fyrir frelsi og friði í Suðaustur- Asíu. Og loks kvaðst hann fyrir fá- um mínútum hafa náð sam- handi við forsetaefni republik- ana, Barry Goldwater, sem hefði tjáð sig samþykkan þeirri yfirlýsingu, sem hann hefði gert nú í kvöld frammi fyrir þjóð- inni. ! í STUTTU e 2 ► Nokkuð bar á því á bað- • stöðum Englands um „banka“- • helgina svonefndu, að ungling- 2 ar gerðu spjöl! á bzðstöðum. og • unglingafylkingum sem eru o keppinautar, lenti saman. Vegna 2 viðbúnaðar lögreglunnar varð e koniið í veg fvrir mikil átök og • spellvirki, og voru yfir 30 ung- 2 lingar handteknir í Hastingc, • Margate og víðar. Lögreglan 2 var hvarvetna fliót að koma 2 regln á og fékk liðsauka loft- • leiðir þar sem börf var fyrír 2 hann. 2 Krúsév minntist s.l. mánu- • dag ársafmælis undirritunar • sáttmálans nm t- k'-arkað bann 2 á tilraunum með kjarnorku- • vopn. Hann sagði: ..Enginn ætti • að vera ánæeður með þetta af- 2 rek einvörðungu“. — Hann • kvað það standa i vegi fyrir 2 samkomulagi um bann á kjarn- 2 • orkuvopnum og ufvopnun, að • ekki hefðu verið gerðir friðar- 2 samningar við Þýzkaland. 2 ► Fimm indonesiskir skærulið- 2 ar féllu í árás þeirra á varðstöð • á landamærum Sarawak á 2 mánudag. MÁLI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.