Vísir - 05.08.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 05.08.1964, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Miðvikudagur 5. ágúst Ii'34. Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði. í lausasölu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vlsis - Edda h.f Vegir landsins 'ijitthvert mikilvægasta hagsmunamál landsbyggðar- ínar eru vegamálin. Góðar samgöngur eru undirstaða ramfara í dreifbýlinu. Nú er gert mjög stórt átak í Áessum efnum. Með nýju vegalögunum verða framlög il veganna alls 242 millj. króna. Er þetta 105 millj. 'Tónum meira en veitt var á síðasta ári. Hækkun vega- 'árins er því um 77%. Nú verður auk þessa unnið að vegaframkvæmdum eftir fjögurra ára áætlun, sem taka skal hver við af annarri. Með þessu móti verða vinnu- brögðin mun skipulagðari en hingað til. íbúar hvers byggðarlags munu með þessum hætti fá vitneskju um hvað framundan er af vegagerð, sem beðið er eftir. v.ysteinn og Hermann vanræktu vegaframkvæmdirnar þegar þeir voru í stjóm. Þess vegna reynir Tíminn að gera lítið úr þeim stórátökum í þessu mikla hags- íuunamáli sveitanna, sem nú er verið að gera. Róleg helgi f»að er ástæða til þess að fagna því hve friðsamleg )g slysalítil verzlunarmannahelgin var að þessu sinni. ^vennt á örugglega mikinn þátt í því. Það er góð skipu- igning lögreglunnar á vegum og á samkomustöðun- i.m úti á landi, og einnig hitt, að æskulýðssamtökin gengust fyrir vel undirbúnum skemmtunum víðsvegar im land, svo.ferðalangar höfðu nóg fyrir stafni. Síð- ira atriðið er ekki sízt þýðingarmikið. Reynslan, frá í fyrrá, og í vor um hvítasunnuna sýnir það. Er þúsundir 'tnglinga koma á stað eins og Þórsmörk, án þess að bar sé nokkuð til þess að drepa tímann nema vín- irykkja, er ekki von að vel fari. Sú jákvæða reynsla, sem nú hefir fengizt, er vísbending um það, hvað gera þarf í framtíðinni. Málin hafa nú loks verið tekin föst- um tökum og það hefir gefið góða raun. Verð/og og frelsi | fróðlegum útvarpsþætti í fyrrakvöld var rætt um kosti og galla verðlagsákvæða og verðlagseftirlits og svndist sitt hverjum. Vísir er þeirrar skoðunar, að frjáls samkeppni sé áhrifaríkasta verðlagsákvæðið, ekki aðeins fyrir kaupmanninn heldur og fyrir neyt- endur. Samkeppni margra innflytjenda á markaðinum á að halda verðinu niðri, því sá selur mest, sem lægst 'iefir verðið. En það er hins vegar rétt, að samkeppn- in þarf að vera frjáls til þess að þetta ástand skapist og unnt sé að afnema verðlagsákvæði. Verulega hefir skort á það hingað tii, þótt verzlunin hafi færzt í miklu frjálsara horf síðustu misserin. Þar til fulltryggt er, að frjáls samkeppni eigi sér stað á vörumarkaðinum er 'ðlilegt að verðlagseftirlit verndi hagsmuni neytand- is. En því fyrr sem unnt er að aflétta verðlagsákvæð- im, því betra fyrir alla aðila. Gagnsókn í „vindlinga- stríðinu44 í Danmörku Grósserar vilja framleiða „heilbrigðis-vindl3nga## Kaupmannahafnarblöðín skýra frá þvl að lagðar hafi verið fram tillögur um nýja tegund af vindlingum (sígarett- um) og kallar eitt blaðið (Poli- tiken) þær í fyrirsögn „heil- brigðisvindlingurinn“ (sundheds cigaretten). Eins og að líkum lætur eru það tóbaksinnflytjendur og stór kaupmenn, sem hafa þessar til- lögur á prjónunum sem mót- leik gegn tillögum þeim, sem stjórnskipuð nefnd kom fram með nýlega, og áður hefir verið getið hér í blaðinu, en hún kom með ýmsar býsna róttækar tillögur, sem allar áttu að miða að því að draga úr reykingum, m.a. átti það opinbera að hætta að bjóða vindlinga í veizlum. Nú er það ekkert nýtt að tó- baksframleiðendur og aðrir, sem hafa sitt lífsviðurværi af að verzla með tóbaksvörur, reyni að spyrna á móti síharðnandi sókn til þess að draga úr vindl- ingareykingum, og má þar til nefna ýmsar tegundir af síu- vindlingum, en þær hafa aldrei orðið almennt vinsælar, og staðreynd er, að á þessum sið- ustu tímum hefir fólk hvar vetna sannfærzt um rökin fyrir skaðsemi vindlingareykinga, svo að stórum hefir dregið úr sölu þeirra, bæði vegna skað- seminnar (lungnakrabbahætt- an) og útgjaldanna því að vindl ingar eru einhverjir verstu pen ingaþjófar, sem til eru. En það verður ávallt að líta á það, sem allir málsaðilar hafa fram að færa og því verður riú sagt dálítið frekar frá „heil- brigðisvindlingunum." Þeir eiga að vera þannig blandaðir og tilbúnir, að þegar menn hafa reykt 3/5 lengdar vindlingsins slökkva menn í hon um. Samtímis leggja fyrrnefndir að ilar fram tillögur, sem miða að lægra verðlagi og aukinni neyzlu, og loks halda þeir því fram, að þessar tillögur myndu gagna almennri heilbrigði meir en það skipulag, sem byggist á bönnum og ríkisskipaða nefnd in lagði til að innleitt yrði. (Hún var skipuð af innanríkis- ráðuneytinu). Félagið Importörer og Gross ister í Tobaksbranchen, sem að- allega er skipað heildsölum, sem selja vindlinga, og ekki getur talizt fulltrúi iðnaðarins, gagn- rýnir álit fyrrnefndrar nefndar telur hana skorta rökvísi og vera lítt frumlega í tillögum sín- um. Félagið vísar, máli sínu til stuðnings, til viðauka við til- lögur sínar, sem saminn er af Poul Bonnevie prófessor. Hann heldur því fram, að dauðsföll af völdum vindlingareykinga séu hálfu færri í Bandaríkjun- um en í Englandi, þótt tals- vert meira sé reykt af vindling um þar — orsökin sé, að Banda ríkjamenn hafi ráð á að henda eða slökkva í vindlingnum, þeg ar þeir hafa reykt 3/5 lengdar- innar (60%), en Englendingar og aðrar Evrópuþjóðir reykja 3/4 vindlingsins. Þótt innanríkisráðuneytið haldi því fram, að draga myndi úr vindlingareykingum með því að hækka verðlag á þeim, hafi það aðeins haft þær afleiðingar, að menn reyktu nær ailan vindlinginn, og myndi það gagna almennri heilbrigði meira, ef menn hefðu ráð á að kasta frá sér vindlingnum, þeg ar 2/5 hans eru óreyktir. Og hvernig hugsa nú þessir menn sér að fá fólk til þess að fara eftir þessu snjallræði? Jú, það á að prenta hringa á vindl ingapappírinn milli þrlggja fimmtu hluta og tveggja fimmlu hluta og þessi hringur eða markalína (deadline) á að vera mönnum til leiðbeiningar u«i, að nú eigi þeir að hætta að sjúga — og það er líka ráðleg ast að totta ekki lengur því að ráðgert er að setja „gutta- perka“ eða eitthvert slíkt efni í prentsvertuna, þegar hringarn ir eru prentaðir, og mun þá bæði lykt og bragð fá menn til að leggja vindlinginn frá sér í einum grænum. Þá segir í blöðum, að með tillögum sínum hafi félagið einnig hugsað til fjármálaráð herrans, því að þrátt fyrir lækk að verð muni aukin neyzla hai'a þau áhrif, að hann fái eins mik ið í ríkiskassann og áður. Fé- Iagið hefir reiknað út, að setja megi verðlagið niður úr 5.10 kr. d. í 3.40, en með 70% auk > ingu myndu þeir sem reykja vindlinga reykja um 2600 vindl inga á ári, í stað 1524 nú (með- altal). Því er haldið fram, að helm- ingi meiri neyzla en nú myndi lækka dánartöluna. Fleira er fært fram til gildis tillögunum og því m.a. að af framkvæmd þeirra ætti að geta leitt tollalækkun á Shag-tóbaki vindlingum og mjóvindlum (cer- utter). Ekki hefur enn frétzt um ár- angur af þessari gagnsókn í vindiinga-stríðinu, en það gæti orðið bæði fróðlegt og skemmti legt að heyra hvað baráttu- mennirnir gegn vindlingunum hafa að segja um „heilbrigðis- vindlinginn" — og rökin, sem fram eru borin. Tunglskot Bandaríkjamanna Myndin sýnir fagnandi vísindamenn og starfsmenn á Kennedyhöfða, er þeim barzt fréttin um, að Range: VII hefði sjónvarpað 4000 ágætum myndum af tunglinu til jarðar seinasta spölinn á Ieið sinni til þess, en hann Ienti á því á hinni björtu hlið þess.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.