Vísir - 03.09.1964, Blaðsíða 1
j
!
Jórundur kom meb 2600 mál til Seyðisfjarðar
i gærkvöldi og er nú með yfir 35.000 mál og tn.
Mjög góð sfldveiði er enn
austur af Langanesi. Voru 66
skip með 71.400 mál og tunnur
í afla sl. sólarhring, þ.e. frá kl.
7 í gærmorgun þar til kl. 7 í
morgun. Langbeztan afla færði
Magnús Guðmundsson skip-
stjóri á aflaskipinu Jörundi III.
á iand, hann kom með 2600
tunnur eða um 350 tonn! Er
skip hans nú langhæst á afla-
skýrslu og virð'ist ekkert geta
tekið aflakóngstign Magnúsar
á þessum sumarsíidveiðum.
Skipin veiddu sildina á svæð
inu 60-80 mílur austur af Langa
nesi og nokkuð á svæðinu 100-
120 sjómílur. Veður var ágætt
á miðunum en þoka með köfl-
um. Síldin er heldur misjöfn og
má segja að það sé inikil síld
Framh á bls. 6.
Er Ijósmyndari Vísis var á Norðfirði í gær, var Víðir II. að koma að landi drekkhlaðinn síld
Islenzka lambakjötið fær góða
dóma á matmlasýningu i London
Lögreglun
tók yfir 30
bíEn
Lögreglan stöðvaði í gær-
kvöldi fleiri tugi bíla til þess að
athuga Ijósaútbúnað þeirra ng
öryggistæki. Yfir 30 bílar voru
færðir til skoðunar inn í Bif-
reiðaeftirlit við Borgartún, en
þar voru fyrir bifreiðaeftirlits-
menn, sem framkvæmdu síðan
nákvæma skoðun á bílunum. —
Nokkrir voru teknir alveg úr
umferð, en samkvæmt upplýs-
ingum frá Óskari Ólasyni varð-
stjóra verða skrifaðar skýrslur
á flest alla þá bíla, sem Iög-
Frh á 6 . síðu.
Verður á borðum Elisabetar Bretlandsdrottningar um helgina
í fyrradag hófst í London
mikil matvælasýning, sem 27
ríki taka þátt í þar á meðal ís-
land. Samkvæmt upplýsingum
er Björn Björnsson fréttaritari
Vísis í London simaði til blaðs
ins rétt fyrir hádegið, hefur ís
lenzka deildin fengið mjög
góða dóma. Brezka útvarpið
gat sérstaklega um þrjú lönd
þar á meðal island, sem sýnir
Iambakjöt á sýningunni. í gær
var hringt til sýningarinnar frá
Buckingham Palace og óskað
eftir að fá islenzkt lambakjöt í
veiziu, er Eiisabet drottning
ætlar að efna til í Skotlandi um
helgina.
Það er Þorvaldur Guðmunds
son, sem haft hefur veg og
vanda af undirbúningi Islands-
deildarinnar en SÍS og Flug-
félag íslands standa einnig að
sýningunni.
íslenzka lambakjötið hefur
vakið mikla athygli. Fulltrúar
Nýja-Sjálands sögðu, eftir að
þeir höfðu bragðað á íslenzka
kjötinu, að það væri mýkra og
sætara en kjör frá Nýja-Sjá-
landi. í brezka útvarpinu var
farið lofsamlegum orðum um fs
lenzka lambið.
Sýningin var opnuð af borg
arstjóranum í London en við-
staddur var einnig Marples sam
göngumálaráðherra — Björn
Björnsson sagði í símtalinu við
Vísi í morgun, að ijóst væri, að
unnt væri að selja íslenzka
lambakjötið i Bretlandi. En til
þess þyrfti að koma á fót sér-
stakri söludeild fyrir íslenzkt
kjöt í London.
Skipulögð úrós:
Ráðizt ó mann, sem var
með20bús. krónurítösku
BL.A-Ð1-Ð \ DAG
En árásarmuðurinn tók kaffitöskuna
í stað peningatöskunnar!
BIs. 3
Myndsjá:
leikamir
Olympíu-
Tokyo
4 Kvennasíða
7 Þau fengu að sofa,
eftir Ólaf Gunnars-
son, sálfræðing.
8 S.-Rhodesia
9 Yfirgaf Hafnarfjörð
fyrir 52 árum, viðtal
við Árna Helgason í
Chicago.
„Um leið og maðurinn sið
mig, þreif hann aðra töskuna úi
hendinni á mér og hljóp af stað
Ég tók á rás á eftir árásai-
manninum, og fylgdi • honuin
nokkuð langan spöl, en missli
síðan af honum. Sem betur fór
tók hann kaffitöskuna, en 5g
hélt eftir peningatöskunni, sem
milli 15 og 20 þúsund krónur
voru í“. Þannig komst Hjörtm
Jóhannsson m. a. að orð'i, þeg-
ar blaðamaður Vísis ræddi við
hann í morgun. Hjörtur varð
fyrir árás í gærkvöldi, sem mis-
tókst, þrátt fyrir góðan undir-
búning.
Hjörtur Jóhannsson, Stór-
holti 30, starfar á benzínsö.'i
Þróttar við Skúlatorg, og hitti
blaðamaður VIsis hann þar að
máli í morguh. Hjörtur skýrði
m. a. svo frá: „Ég hætti að selja
benzín hér kukkan 11 í gær-
kvöldi og hélt skömmu síðar
heim á leið í bílnum mínurn.
Er ég hafði ekið stuttan spö!,
varð ég var við það, að annar
hjólbarðinn hægra megin var
Framh n ols ■A.
W . \ 'S,.........
Hjörtur Jóhannsson við fagreiðslu á benzínstöð Þróttar í morgun.
(Ljósm. Visis I.M.)