Vísir - 03.09.1964, Blaðsíða 3
Þannig kvöddu Olympíuleikarnir í Róm fyrir tæpum fjórum árum. „Arrivederci a Tokyo“ eða velkomin til Tokyo stóð á ljósatöflunni, og nú er Tokyo tilbúin að taka á móti
Olympíufólkinu.
AÐALATRIÐIÐ VAR „AÐ TAKA ÞATT"
ffÁ
Sagt frá Olympiuleikunum, sem senn hefjast i Tokyo — Þar verða ekki
margir „áhugamenn" þvi viðhorfin hafa breytzt frá timum Coubertin baróns
Eftir rúmar fimm vikur hefj-
ast Olympíuleikar f Tokyo í
Japan. Það eru 18. Olympíuleik-
ar nútímans, en fyrstu leikarnir
voru haldnir í Aþenu 1896 og
hafa verið haldnir með fjögurra
ára fresti, — en 1916, 1940
og 1944 féllu leikarnir niður
vegna heimsstyrjaldanna.
Franski baróninn Coubertin
Iagði áherzlu á að leikarnir
væru aðeins fyrir áhugamenn
og „aðalatríðið væri að taka
þátt“. Það hefur mikið vatn
runnið til sjávar síðan Aþenu-
leikarnir fóru fram. í gamla
daga gerðust margir skemmtileg
ir atburðir hjá þeim ágætu á-
hugamönnum, sem þarna
kepptu. Prestur brá sér úr hemp
unni, komst við illan leik í
keppnina í 400 metra hlaupi —
hljóp á lökustu brautinni en
vann samt Olympíusigur. Geita-
hirðirinn Spiridon Louis varð
þjóðhetja í Grikklandi þegar
hann vann hina „klassisku“
Olympíugrein, Maraþonhlaúpið.
Bandaríski Indíáninn Jim Thorpe
vann glæsilega sigra í Amster-
dam 1932 f tugþraut og fimmt-
arþraut. Hann varð að skila aft
ur verðlaununum eftir að upp
komst að hann hafði tekið einn
dal fyrir að Ieika kyifuknattleik
með félögum sínum og tapaði
dagsvinnu.
Viðhorfin hafa breytzt, og nú
sem stendur virðast einu hrein-
ræktuðu áhugamennirnir búa á
íslandi. Um allan heim er farið
bak við reglurnar um áhuga-
mennsku og fégreiðslur til í-
þróttamanna víða viðurkenndar.
Þannig er mjög hæpið að nokk-
ur maður f Iiði stórveldanna í
Tokyo verði hreinn áhugamað-
ur. Verði slíkur maður þar inn-
anborðs, kemur hann sannarlega
ekki með neinar sigurvonir.
Japanir halda nú Ifklega dýr
ustu og glæsilegustu Olympíu-
leika, sem haldnir hafa verið.
Hefur fé ekki verið sparað. —
Mannvirki hafa verið reist fýrir
lygilegar upphæðir, bæði íþrótta
mannvirki og ekki síður sam-
göngutæki, en Tokyo hefur til
þessa verið fræg fyrir einstætt
ufferðaröngþveiti. Eflaust á það
eftir að auka á erfiðleikana að
Japanir hafa vinstrihandarakst-
ur eins og tíðkast hér, en all-
flestar þjóðir eru vanar hægri
handar akstri.
Myndsjánni í dag er ætlað að
koma mönnum í nokkra Olym-
píustemningu, enda er ekki
langt þar til leikarnir hef jast, en
það er 10. október n. k. Þeir
munu standa í þrjár vikur.
..izr........................
Toppmenn OL f Tokyo 1964. Þessir þrír menn hafa nú stjórn leikanna með höndum.
í klukkusmiðjunni sem framleiðir hundruð skeiðklukkna fyrir OL.
BISŒBiœESŒE^
)