Vísir - 03.09.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 03.09.1964, Blaðsíða 8
8 á V í S I R Fimmtudagur 3. september 1964. Utgeíanöi: Blaðaútgátan VISIR Ritstjóri: Gunnai G Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar- Þorsteinn Ó Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingai og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuðí I lausasölu 5 kr eint - Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f Óbarfi flokkurinn \7anlíðan Framsóknarleiðtoganna er mikil um þessar mundir, og er það að ýmsu leyti skiljanlegt. Þeim hef- ur tekizt að gera flokk sinn áhrifalausan í íslenzkum stjórnmálum. Hann er orðinn stefnulaust rekald, sem einn daginn hefur hrakið lengst til hægri, en hinn næsta eins langt til vinstri. Flokksforustan virðist ráðalaus, hún hefur engin stefnumál nema það eitt, að vera á móti öllu, sem ríkisstjórnin gerir. Gildir þá einu þótt um sé að ræða mál, sem Framsóknarmenn eittu stuðning eða beittu sér fyrir meðan þeir áttu ð heita flokkur og voru í ríkisstjórn. Það er því engin furða þótt oft sé á það bent upp á síðkastið, að Framsókn sé óþarfur flokkur, enda má daglega sjá sannanir þess í Tímanum. Þar örlar aldrei á jákvæðri tillögu í nokkru máli. Hið eina, sem Fram- óknarmenn leggja til, er, að skipaðar séu nógu marg- í nefndir, þar sem þeir fái að vera með. Eins og margir muna, var nefndafarganið í algleym- ’igi á velmektarárum Framsóknar. Þá var alltaf verið ð skipa nefndir, sem flestar gerðu ekki neitt annað •n að hirða láun úr ríkissjóði, enda refirnir til þess ■ikornir, að skaffa pólitískum gæðingum bitlinga. Nú íi' annar háttur á, og það hefur sýnt sig, að það er hægt að leysa vandamálin án nefnda, sem Framsókn- rmenn eiga sæti í. Samkomulagið um kjaramálin s.l. vor var gert án þess að Framsókn kæmi þar nærri, og það var víst skoðun flestra, sem að því unnu, að þátttaka Framsóknarmanna hefði síður en svo orðið ti' þess að flýta fyrir lausninni. Nú hefur orðið samkomulag milli ríkisstjórnarinn- ar, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðu- sambandsins um að skipa sameiginlega nefnd þessara aðila til þess að athuga möguleika á afslætti og frek- ari greiðslufresti á álögðum opinberum gjöldum. Og enn er Framsókn utanveltu. Tíminn telur þetta mjög illa farið og gefur í skyn að lítils árangurs sé að vænta af starfi nefndarinnar, af því að þar verði enginn Fram- sóknarmaður! Það mun þó sannast nú sem fyrr, að beirra er ekki þörf. Málinu verður ráðið til lykta án aðstoðar þeirra. Kosningabrellan 1956 l^jóðviljinn sagði hér á dögunum, að ráðherrar Al- býðubandalagsins í vinstri stjórninni hefðu krafizt þess hvað eftir annað, að framfylgt yrði samþykkt Al- þingis frá 28. marz 1956 um brottrekstur varnarliðsins. Ætli þetta sé ekki misminni hjá ritstjóra Þjóðviljans? Allir vissu, að þingsályktunartillagan var ekkert annað en kosningabrella Þetta var kommúnistum eins vel ljóst og öðrum. Og þeir vissu það upp á sína tíu fingur, þegar þeir fóru í ríkisstjórnina, að þessi þings- óiyktun yrði aldrei framkvæmd. Hefðu þeir hins veg- >r búizt við því, en komizt svo að raun um hið gagn- ■•tæða, þegar þeir voru setztir í stjórnina, var þeim í lófa lagið að sýna þann manndóm, að segja af sér. ALLTIBLOSSA Laos, Suður-Vietnam, Kýpur — í öllum þessum löndum og fleiri hafa atburðir verið að gerast mánuðum jafnvel áru'm saman, sem geta haft þær afle'ð ingar í för með sér, að til heims styrjaldar komi. Sameinuðu þjóðirnar með framkvæmda stjóra sinn í broddi fylkingar og þjóðarléiðtoga ýmsir vinna af alhug að því að koma í ves fyrir, að slíkt gerist, enda öli um ljóst hverjar hörmungar öl) um væru búnar, ef barizt yrði með kjarnorkuvopnum í heims styrjöld. En þótt höfuðleiðtog um sé þetta ljóst, og þeir miði að minnsta kosti að því, aö staðbundin átök bre'iðist ekki út, er sú hætta ávallt fyrir hendi að eldur kvikni, sem ekki reynd ist viðráðanlegur. Aðgerðir öfga manna gætu orðið til þess að kveikja bálið, sem ekki tækist að slökkva. — Menn nefna oft Makarios erkibiskup, forseta Kýpur, þegar um þetta er rætt í erlendum blöðum En fleiri menn eru svo harðir baráttu menn þeirrar stefnu, er þe’r hafa tekið, að farið er að nefna þá í sömu andránni og erkibisk- upinn, og einn þeirra er Iain Smith, forsætisráðherra Suður- Rhodesiu. Menn munu minnast þess, að Iain Smith vildi fá að sitia Samveldisráðstefnuna í sumar en á það vildi Sir Alec Douglas Home, forsæt'isráðherra Bret lands ekki fallast, en bauð hoi, um að koma til London, og fund ur þeirra er nú framundan. And stæðingar Iain óttast að ef hann nái ekki samningum við brezku stjórnina, muni hann birta ein- hliða yfirlýsingu um sjálfstæði og hieypa þar með öllu i blossa, Du Pont, ráSherra án umráða yfir sérstakri stjórnardeild, sagði af sér þingmennsku t,l þess að bjóða sig fram gegn Sir Roy. Úrslita í þeirri kosningu ei beðið með eftirvæntingu. Aðfaranótt miðvikudags iýsti stjórnin yfir neyðarástandi í Highfield, blökkum.hverfi Sal- isbury og umkringdi herliði. Neyðar- eða undanþáguástand- ið á að gilda í 3 mánuði. Mik ar handtökur áttu sér stað í hverf inu. Lögreglan kveðst vera að leita þar að afbrotamönnum og lausingjalýð. Samtímis bannaði dómsmáta ráðherrann, Lardner Burke, tvenn stjórnmálaleg samtök blökkumanna, „Velferðarráð fólksins" og „Zanu“. Stofnaður var svo nýr stjórnmálaflokkur, fyrir tveimur dögum, en hann hefir Iíka verið bannaður. Bönnuð var útkoma á blaðinu Daily News, sem er eign blaða- kóngsins Tbomsons, en það túlk aði málstað blökkumanna — meginþorra fólksins í landinu. Þetta gerðist um sama leyti og tvö brezk blöð, bæði merk, boðuðu að bylt'ing gæti vevið yfirvofandi í Suður Rhodesiu, til þess að knýja fram sjálf- stæði með einhliða yfirlýsingu. Þetta voru blöðin Sunday Times og Observer. Milli hvítra manna í landinu er ekki ágreiningur um markið, heldur hvernig markinu skul’i náð. Sir Roy Welensky og fy g; endur hans vilja sjálfstæði samráði við Breta — Iain Smith sjálfstæði með byltingu, ef það hefst ekki fram með öðru móti Eitt Iandanna í Mið-Afríku sambandinu hefur þegar fengið Iain Smith. þúsund — og um 1000 flýja úr landi á mánuði hverjum. Um stjórn Iains Smith hefir verið sagt, að hún hafi að baki sér þá -hvíta menn í landinu, sem „ekkert hafa lært og engu gleymt“ — og dreymir um fram tíð í samstarfi við Suður-Afríku og lönd Portúgals í Afrlku. (Sbr. fréttina um „leynisamninga" l SUDUR-RHODESIU ? * • en Iain hefir þó sagt, að hann vilji samninga, og hann birti ekki e'inhliða yfirlýsingu um sjálfstæði, nema hann bafi þjóðarfylgi að baki sér. Vert er að rifja upp eftirfar- andi: Sir Roy Welensky forsætis ráðherra Mið-Afríku-ríkjasam- bands'ins (Norður og S.-Rhod- esia og Nyasaland) sálaða va' búinn að draga sig í hlé frá stjórnmálum, en nú fyrir skemmstu bauð hann sig frarn aukakosningum til þess að ger- ast fyrirliði stjórnarandstöðurn ar, ef hann næði kosn'ingu. sjálfstæði — Nyasaland, nú Malawi, annað — Norður Rhod- es'ia, fær það 24. þ.m., og fær þá nafnið Zambia. En hvers vegna rekur Suður Rhodesia lestina? Hún hefur ekki náð samning um með því að fara samninga- leiðir vegna þess að Bretland Sameinuðuþjóðannavegna og á- lits manna út um allan heim vill vill ekki veita henni það nema tryggt sé jafnrétti þegn- anna, eða minnsta kosti tryggð ur réttur hinna blökku lands manna — 3.6 milljóna manna en h'inir hvítu eru aðeins 200 sem birt var hér í blaðinu, en hún var úr Daily Mail, og dr Kaunda forsætisráðherra N.- Rhodesiu kveðst hafa eintak rf uppkast'i að slíkum samning- um). — a. Ágætt héraðsmót Sjólfstæðismanna í Reykjanesi Héraðsmót Sjálfstæðismanna I Norður-ísafjarðarsýslu var haldið í Reykjanesi sunnudaginn 23. þ.m. Fór mótið hið bezta fram. Samkomuna setti Baldur Bjarna son, bóndi í Vigur, og stjómaði síð an mótinu. Dagskráin hófst á ein- söng Guðmundar Jónssonar, óperu- söngvara, en undirleik annaðist Carl Billich, píanóleikari. Þá flutti Gunnar Thoroddsen fjármálaráð- herra, ræðu. Síðan fóru leikararnir Róbert Arnfinnsson og Rúrik Har- aldsson með skemmtiþátt. Þessu næst flutti Matthías Bjarnason, al- þingismaður, ræðu. Að lokum söng Guðmundur Jónsson einsöng. Var ræðumönnum og listamönnunum mjög vel tekið. Lauk mótinu með því, að stiginn var dans fram eftir kvöldi. Uppdráttur, sem sýnir legu Suður-Rhodesíu i Afríku. mm-e ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.