Vísir - 15.09.1964, Síða 4

Vísir - 15.09.1964, Síða 4
V í S I R . Þriðjudagur 15. september 1964. i EH Minningar æskuvina 55 Sólskinsbarn alla ævi4í mánaðarlega heima hjá hver annarri, vanalega á fimmtudög- um. Frú Dóra var þar alltaf hrókur alls fagnaðar og bland aði geði við vinkonur sínar af þessu sama viðmóti, sem hafði um — hún þótti einn bezti einkennt hana frá því hún var lítil stúlka. Orófastsfrúin á Setbergi í Grundarfirði.^frú Hólmfriður Halldórsdóttir, alsystir Péturs Halldórssonar heitins borgar- stjóra og þeirra bræðra, flutt- ist til Reykjavíkur 1954 eftir 35 ár á Snæfellsnesi með manni sínum, séra Jósef Jóns- syni, præp. hon. Hún er syst- kinabam við Dóru sálugu for- setafrú og þekkti hana allt frá bernsku og unglingsárunum. Séra Jósef og Ásgeir voru bekkjarbræður, sem stúdentar og tóku saman guðfræðipróf árið 1915 — og var góður kunn ugleiki á milli. Blaðamaður Vísis heimsótti prófastshjónin í gærmorgun að heimili þeirra í Efstasundi 55. 'Þau hjón fengust til að rifja upp ýmislegt af kynnum þeirra af forsetafrúnni og jafnframt manni hennar. Frú Hólmfríður þekkti frú Dóru frá því þær voru saman í barnaskóla (í Mið bæjarskólanum við Tjörnina hjá þeim fræga skólastjóra Morten Hansen — önnur eins fyrirmyndarstjórn á fyrirmynd ar-barnaskóla hefur ekki tíðk- azt á íslandi — hvorki fyrr né síðar — og hjá honum — eða a.m.k. hefur frú Ólöf Nordal, kona prófessors Sigurðar Nor- dals, talað um, hvílíkur „stand ard“ hafi verið á allri fræðslu og aga).* Frú Dóra var tveim vetrum á eftir Hólmfriði frænku sinni í barnaskólanum, enda tveim árum yngri. Móðir Dóru, frú Valgerður, kona Þórhalls bisk- ups. var systir Halldórs banka- gjaldkera við Landsbankann, föður frú Hólmfríðar, en Val- gerður var alin upp hjá Tryggva Gunnarssyni í Lauf- ási og síðar í Kaupmannahöfn, þar sem hann starfaði á vegum Gránufélagsverzlunarinnar. Vegna skyldleika var eðlilega talsverður samgangur milli heimila frændkvennanna, Dóru og Hóimfríðar. Þórhallur faðir Dóru flytur úr Kirkjustræti yfir í Laufás árið 1896, en Hólm- friður bjó á Suðurgötunni. 1 Laufás, á biskupsheimilið hóp- aðist æskan. Þar ríkti glaumur og gleði jafnan, bæði við tónlist og leiki. Laufástúnið var leikvöllur ærslafullra barna Og svo komu unglingsárin. Dóra fór í Kvennaskólann í Reykjavík, sem Ingibjörg Bjarnason stjórnaði með ann- áluðum hætti. Það var sann- kallaður hefðarkvenna-skóli. Biskupsdóttirin þótti snemma glæsileg eins og systir hennar Svava, sem giftist Halldóri skólastjóra á Hvanneyri. Dóra var alltaf létt og kát og vakti athygli, hvar sem hún fór, en það einkenndi Laufássystkinin öll hversu skemmtileg þau voru. Heimilið var miðpunktur heilbrigðis gleðskapar — elsku- legra heimili gat varla í Reykja- vík. Dóra gerðist snemma virk ur þátttakandi í ungmennafé- laghreyfingunni. Prófasturinn sagði: „Mér fannst hún þá þegar bera af ungu stúikun- kvenkostur f Reykjavík — og þegar hún giftist Ásgeiri manni sínum, kom í ljós, að það var jafnræði með þeim. Síðan lá leið þeirra alltaf upp á við.“ „Hún hefur verið sóiskins- barn alla ævi,“ sagði Hólm- fríður frænka hennar, “hún fékk sína eldskírn, sem þrosk- aði og dýpkaði hana, þegar hún þurfti að stunda móður sína í banalegunni. Þá er hún kornung stúlka heima í föður- garði og örfáum árum seinna missir hún föður sinn.“ Prófasturinn lét hugann líða til skólaáranna, þegar hann og fleiri skólafélagar sátu inni á Hótel Skjaldbreið, og frú Dóra birtist allt í einu. „Já, hún vakti athygli sem glæsileg darna." Svo bætti séra Jósef við: „Xjún má eiga hjá sér sú x kona, sem verður næsta forsetafrú á Islandi." Þeim pró fastshjónum kom saman um, að ekkert stærilæti hafi verið í forsetafrúnni — allt f fari hennar hafi verið ljúfmannlegt og eðlilegt — ekkert tillært — alltaf glöð og elskuleg. Og hún hafi ekki einungis verið tígn- asta frú landsins — heldur einn ig með göfUgustu konum lands ins. Hún skipaði mestu heið- urssæti þjóðfélagsins, sem ráð- herrafrú fræðslumálastjórafrú, bankastjórafrú, sem kona for- seta Sameinaðs Alþingis og síð- ast scm forsetafrú Islands — og öllum þessum hlutverkum gegndi hún af reisn og þokka. Hún var menningarkona, glæsi- lega gefin hið ytra og hið innra, sem hafði hlotið gegn- um uppeldi og eðli ræktun, sem stóð á gömlum merg. Sitthvað fleira barst í tal, t.d. þegar forsetakosningabaráttan stóð sem hæst 1952. Þá var frú Dóra sterk ekki síður en á öðrum stundum. Sannaðist þá sem oftar að árásir hrína ekki á menn sem eru vel giftir, held ur eru þeim til ávinnings frem ur en hins. Frú Dóra kunni að standa við hlið manni sfnum þá eins og alltaf þegar á reyndi Þegar hún svo gerðist forseta- frú á Bessastöðum, hafði hún alla þræð'i í hendi sér á heimilinu, eins og prófasts- hjónin sögðu, og persónu- Ieiki hennar breyttist ekki hið minnsta við það, að hún var komin í tignasta sæti þjóðar- innar. Hún var alveg jafn lát- laus og jafnvinaleg eins og hún hafði alla tíð verið. Þegar prófastshjónin voru nánar innt eftir glæsileik frú Dóru sögðu þau hann ræktað- an „gegnum þennan íslenzka arf.“ Frú Dóra var lfkust föður sínum af systkinunum. Hann- es Hafstein og Þórhallur biskup voru glæsilegustu menn, sem sáust á götu í Reykjavík. Slfk- ur ljómi stafaði af frú Dóru, ljómi, sem fólst í látleysi sannr ar höfðingsmennsku. Frænkurnar, forsetafrúin og frú Hólmfríður, hittust oft; þær voru saman í saumaklúbb á- samt tíu öðrum vinkonum frá gamalli tíð. Komu saman hálfs Þannig muna æskuvinir þeirra eftir þeim. Ungu hjónin frú Dóra Þórhallsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson. Myndin var tekin 1920 f Uppsölum í Svíþjóð, en þar var Ásgeir þá við framhaldsnám við háskólann. „Höfðingi án þótta44 Náin vinkona forsetafrúarinn- ar í herrans mörg ár var frú Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir, ekkja Sigurjóns á Álafossi. Þær voru góðar vinkonur síðan þær voru átta ára telpur i barna- skóla. í félagi við þær frá þeim tfma var auk þess frú Soffía ICjaran, ekkja Magnúsar Kjarans stórkaupmanns. Frú Sigurbjörg syrgir vin- konu sína djúpt, og það var auðfundið, að hún hafði misst einkavinkonu, sem hún hefur metið og virt ofar flestu fólki. Mikil vinátta byggist á gagn- kvæmri virðingu og skilningi. Frúin talaði um hugprýði lát- innar vinkonu, þessa léttu lund, prúðmennsku í smáu og stóru. „Við vorum alltaf saman — hún var alltaf sú ljúfa — eigin- lega lftillátust af öllum - og í aðra röndina mestur höfð- inginn, og hvort sem hún um- gekkst háa eða lága, var hún alltaf jafn-eðlileg: Hún var þannig að eðl: og uppeldi. Hún var laus við allan bótta — ella hefði hún ékki verið sá höfð- ingi, sem hún var“. Frú Sigurbjörg lýsti forseta- frúnni sem mjög vel gefinni, mjög vel menntaðri konu sem alltaf var ung og falleg fram i andlát. „I raun og veru var hún fallegri sem fullorðin kona — það lék um hana sólskin nær allt lífið, hún var svo góð. Hún átti myndarleg og vel gerð börn með manni sínum, sem veittu þeim báðum mikla gleði“. Hún m'inntist atvika, sem voru tengd frú Dóru og lýstu þess- ari innilegu hjartans góðsemi, sem var svo 'berandj í fari hennar. Frú Sigurbjörg minntist bernsku- og unglingsáranna, þegar krakkarnir hópuðust sam an í Laufási — þar ríkti frelsis- andí, sem stuðlaði að því, að æskan fékk eðlilega útrás. Tryggvi bróðir frú Dóru stóð fyrir gleðskapnum, spilaði og söng, en þa’ systkini öll höfðu gaman af músik. Á heimili frú Dóru glöddust allir með glöð- um. („Ég skil ekkert í því, hvað við fengum að setja allt á annan endann", sagði frú Sig- urbjörg). Traustið, sem ungling- unum hefur verið sýnt, hefur verið mikilsvert til þess að gott uppeldi kæmi að notum. Þær vinkonurnar umgengust sleitulaust frá barnaskólaárun- um — þær voru saman í sauma klúbb og héldu alltaf áfram að vera ungar. Frú Sigurbjörg sagði, að forsetafrúin hafi ekki sýnt minnsta bilbug fram á^síð- ustu stund: Hún gegndi skyldu sinni fram á síðasta dag Það er ekki lengra síðan en 9. ágúst síðastliðinn, að hún mættf við hátíðahöld á Hvanneyri í nlefni af sjötíu- og fimm ára afmæli skólans þar. Maður hennar gat ekki verið viðstaddur. Frú Dóra kom þar fram fyrir hönd beggja hjónanna. „Ég hitti hana um það leyti. Þá var hún kát og glöð“. í lok samtalsins var vikið að forsetakjörinu forðum, þegar vinkonur Dóru veittu þeim hjón um báðum dyggilega Iiðsinni. „Við gerðum það með það fyrir augum, að maðurinn yrði kos- inn — það skiptir ekki máli, hvort við fylgdum Sjálfstæðis- flokknum, Framsóknarflokknum eða öðrum flokkum að málum, sbr. grein, sem vinkona mín, frú Matthildur, kona Guðbrand- ar Magnússonar, og ég skrifuð- um í Forsetakjör.“ „Hvers vegna vannst sigur- inn?“ spyr blaðamaður. „Der stod en kvinne bak“ eins og norska skáldið sagði“, svaraði einkavinkona frú Dóru. Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag frá kl. 12—15.30. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. II—IWIIIIIIIIIBIIIIW il illllllHill Plililil mm ; -j&aami

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.