Vísir - 15.09.1964, Síða 5

Vísir - 15.09.1964, Síða 5
V í SIR . Þriðjudagur 15. september 1964. 5 Kaflar úr ritgerð eftir Trausta Einarsson, prófessor Nýlega er kominn út á vegum Geysisnefndar bæki'ingur um Geysi í Haukadal. Er að finna í bæklingnum mikinn fróðleik um Geysi svo og um goshveri yfirleitt eftir dr. Trausta Ein- arsson prófessor. í formála seg ir, að Geysir hafi á timabilinu 1894-1935 verið í eigu erlendra manna eða þar til Sigurður Jón asson forstjóri hafi hlutazt til um það á árinu 1935 að ís- lenzka ríkið eignaðist hverinn ásamt nokkurri landspildu um- hverfis hann svo og hverina Strokk, Blesa og Litia-Geysi. Sigurður greiddi sjálfur kaup- verðið og gaf ríkissjóði. — Ár- ið 1953 skipaði fors.ráðuneyt- ið nefnd til þess að gera tillög ur um endurbætur við Geysi, í nefndinni hafa átt sæti þess ir menn: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri, dr. Trausti Ein arsson prófessor, Páll Pálma- son fyrrverandi ráðuneytis- stjóri, Hörður Bjarnason húsa melstari ríkisins, Páll Hallgríms son sýslumaður og Þorleifur Þórðarson forstjóri. Hér fer á eftir sá hluti úr grein dr. Trausta, er fjallar um „Iýsingu á Geysissvæðinu" og hveragos almennt. Geysissvæðið liggur í 105- 120 m. hæð yfir sjó við efri mörk Suðurlandsundirlendisins Að baki liggur miðhálendið og fjöll skammt frá í vestri og austri. Þessar aðstæður skapa þrýsting í hinu djúplæga grunn vatni undir undirlendinu og það þrengir sér upp um sprungur, sér f lagi á Geysissvæðinu. Vatnið, sem streymir inn I botn Geysis, er um 125° C og mun hafa stigið upp af 1-2 km. dýpi. í Geysisvatni eru um 1000 mg af steinefnum í hverjum lftra vatns og er það hámark heyrðist alla leið niður að Vatnsleysu. I jarðskjálftunum 1789 urðu enn miklar breytingar *&. Geys issvæðinu. Loks má geta þess, að á árunum fyrir 1895 voru gos Geysis orðin mjög treg og liðu stundum 2-3 vikur milli gosa. En við jarðskjálftana miklu á Suðurlandi 1896 færð ist nýtt líf í hann, og fyrst á eftir gaus hann oft á dag. Nú skal rætt nánar um Geysissvæðið, einstaka hveri og þau fyrirbrigði, sem við okk ur blasa. í nánd við bæinn í Haukadal og eins sunnar, á línu, sem liggur þaðan í SSV tH Geysis er fomt hverahrúður, sem ber þess vitni, að þarna hefur fyrr meir verið mikill jarðhiti. En nú gætir hans lítið sem ekkert. Jarðhitinn hefur færzt suður eftir hverasprungunni og er nú um 2 km frá Haukadalsbænum Hann liggur á um 500 m. langri og tæplega 100 m. breiðri ræmu, sem hefur langsstefnuna SSV eða almenna sprungu- stefnu á þessum slóðum. Nærri nyrzt á svæðinu er Geysir, en frá honum hallar svæðinu til suðurs og er suð- urendinn um 12 m. lægri en Geysishóllinn. Frá hverasvæðinu hallar land inu ennfremur austur og suð- austur út að Beiná. Hveravatn hefur fyrr meir flætt yfir allt svæðið austur að Beiná og hef ur þakið það með hverahrúðurs hellu, sem er 1/5 til 1 y2 m. á þykkt. Þessi hella liggur nú yfirleitt undir jarðvegslagi nema á sjálfu hverasvæðinu, en hvar sem grafið er niður eina eða tvær skóflustungur kemur niður á hana. Hin mikla við- átta hellunnar um 200 þús. nr Geysir f Haukadal, frægastur goshvera. unni. En þeir voru frá önd- verðu miklu minni en Geysir og nú ber mjög lítið á hóls- og skálarlöguninni Aðrir nafngreindir hverir á svæðinu eru Konungshver, Blesi og Fata, í vestur til suð vestur frá Geysi og hærra í hlíð Laugarfjalls. Sunnar eru Óþerrishola og Litli-Geysir nærri Seyði, enn sunnar Vig- dísarhver og Litli-Strokkur og Smiður, en syðst Sísjóðandi. Á syðsta hluta svæðisins er mikill fjöldi hvera, flestir ó- nafngreindir og nefnast einu nafni Þykkuhverir. Þeir voru ekki til þegar hrúðurhellan mikla myndaðist, þvi það sést greinilega, að þeir hafa brotið sér leið upp í gegnum hana. Af þessu verður þá ijóst, að Geysir, Strokkur og Seyðir og ef til vill fleiri goshverir, sem nú verða ekki greindir, mynd uðust við opnun sprungu, senni lega i jarðskjálfta, og fossaði þá í fyrstu mikið vatn upp um hverina og náði að flæða yjir allt svæðið austur að Beiná og mynda hrúðurheliuna. Síðar huga hann, getur vel komið héim við það. En ekki er hægt að fullyrða neitt um þetta. Elds umbrot og jarðskjálftar höfðu gengið yfir landið að minnsta kosti frá þvl um 1100 og gæti því virzt sennilegt, að Geysir sé eldri en frá 1294. Undir jarðveginum hjá Geysi koma aftur fram verks- ummerki jarðhita. Jarðhitinn hefur sennilega komið hér fram fljótlega eftir fsöld, en seinna legið niðri um langt skeið, unz megin hverirnir mynduðust. HVERAGOS Merkasta fyrirbrigðið, sem tengt er við Geysissvæðið, eru hveragosin og fyrir þau fór frægð Geysis um heiminn. Verður nú nánar vikið að þeim. Þess var áður getið, að vatn- ið, sem streymir inn í Geysi, er um 125° C. Undir venjuleg- um kringumstæðum er suðu- mark vatns við 100° C, þ.e. þegar það er hitað í opnu íláti eða óþéttu, þannig að þrýsting urinn á vatninu sé ein loft- þyngd.En, eftir því sem þrýsting um suðuhiti á um 10 m. dýpi og úr þvf getur orðið gos. í Ö- þerrisholu næst á sama hátt stundum suðuhiti allt niður á 5-6 m. dýpi, en í Smið sýður að staðaldri á efsta metranum. Það er ljóst, að f hver þar sem hvergi næst suðuhiti verður uppstreymið rólegt og jafnt. Gos er röskun á hinu jafna rennsli og byggist á því, að ein hvers staðar í vatninu hafi kom ið upp suða. En þar með er sag an ekki einu sinni hálfsögð, því að suðan ein nægir engan veg- in til þess að gos verði úr. Næg ir þar að benda á venjulega suðu við matargerð, en þar er suðan tempranleg, eins og all ir vita, og leiðir ekki til slíkra duttlunga, að vatnið þeytist snögglega upp úr pottunum. Á sama hátt er suðan í Smið kröftug yfirborðssuða, en telst ekki gos, en það er eftirtektar- vert, að einmitt með því að slá á suðuna með sápu fæst þessi hver til að gjósa. Svipað má segja þótt suðan verði djúpt niðri í hver, það þarf ekki að leiða til goss. Þess GEYSIR I HAUKADAL 1 hveravatni á landinu, þegar frá eru skildir vissir hverir, sem blandaðir eru sjó. Á öllu Geysissvæðinu koma nú upp um 20 1/sek., þar af 21/, i í Geysi sjálfum. En vatnsmagnið hefur verið mjög svo breytilegt á liðnum öldum. Má bæði marka það af skráðum heimildum svo og af þeirri sögu, sem rakin verður með athugunum á svæðinu sjálfu. Elzta sögulega heimild um þetta er Oddaverjaannáll, sem getur þess í sambandi við mikla jarðskjálfta árið 1294 að „í Eyjarfjalli hjá Haukadai (sem vafalaust er hið sama og nú er kallað Laugarfjall) komu upp hverir stórir; en sumir hurfu þeir, sem áður voru.“ Aftur segir f sambandi við jarðskjálfta árið 1630, að nýjT goshverir hafi orðið til í nánd við Haukadal, en aðrir horfið Nokkrir miklir hverir hjá bænum Laug, sem lítt höfðu bært á sér í 40 ár, tóku þá að gjósa með slíkum krafti. að iörðin skalf, en hvinurinn en frá hverasvæðinu og austur að Beiná eru 300-400 m., ber þess greinileg vitni, að miklu meira vatn hefur flætt upp á hverasvæðinu en nú, er hell an var í myndun. Geysir er samgróinn þessari hrúðarhellu. Hún þykknar þeg ar nær honum dregur, og verð ur um 1 y2 m. á þykkt og mynd ar lágan hól eða réttara sagt garð kringum grunna og um 20 m. víða skál. Niður úr miðri skálinni gengur um 20 m. djúp ur strokkur 3ja m. víður efst, en mjókkar niður í 1 m., þar sem til næst neðst, Frá honum ganga svo vatnsæðar dýpra nið ur, en þær verða ekki greindar ofan frá Afstaðan sýnir, að hrúðurhellan myndaðist af vatni, sem kom frá Geysi. En fleiri hverir eiga einnig sihn þátt í myndun hellunnar. og er það einkum ljóst um Strokk og Seyði, sem liggja SSV frá Geysi. Þessir tveir hverir eru alveg af sömu gerð og Geysir hafa í upphafi myndað lág- an garð utan um skál eða strokk, samvaxinn hrúðurhell- dró mjög verulega úr vatns- magninu og hrúðurhellan þakt ist jarðlagi að miklu leyti. Enn síðar brutust Þykkuhverir og líklega fleiri hverir upp í gegn um helluna, Ef við skyggnumst undir hrúðurhelluna, sjáum við að hún hvílir á moldarjarðvegi, og þannig er þetta einnig í þver- skurði af Geysi sjálfum, sem sjá má f gili, er verður norð- vestan við Geysishólinn. Jarð- vegslagið svarar til tímabils, þegar ekki var hér jarðhiti. I jarðveginum koma fyrir nokkur öskulög og með stuðn- ingi af þeim hefur dr. Sigurður Þórarinsson látið í ljós það álit að neðsti hlutinn sé ef til vill 6-7000 ára gamall, en miðhlut- inn nær 2500 árum. Nánar hef- ur aldurinn ekki verið greind- ur. Hugsanlegt virðist þó, að myndun hrúðurhellunnar hefj- ist eftir landnám, og er ekki fráleitt, að það sé m.a. sköp- un Geysis og Strokks, sem lýst er í Oddaverjaannál við árið 1294. Hraði hrúðurmyndunar- innar, eins og hægt er að at- urinn er hærri hækkar suðu- markið. Á 10 m. dýpi í vatni er þrýstingurinn 2 loftþyngdir og suðumarkið 121° C, á 20 m. dýpi 3 loftþyngdir og suðu- mark 134° C o.s.frv. 1 Geysi mælist 125° C á um 20 m. dýpi og vatnið er því talsvert undir suðumarki þar. 10 m. ofar, þar sem suðumarkið er 121°, er vatnshitinn yfirleitt fallinn nið ur fyrir það mark vegna blönd- unar við kaldara vatn og á yfir borði er vatnið enn kaldara eða um 90° C og því enn undir suðumarki. Þannig sjáum við, að þeg- ar jarðvatn, sem er mun heit- ara en 100° C, streymir upp til yfirborðs, mætir það kælingu ofan frá og oft er kælingin það mikil og dreifist þannig niður á við, að vatnið nær hvergi að sjóða. Það streymir þá upp eins og hver önnur iind. Stundum næst þó suðuhiti, en það fer mjög eftir lögun hversins á hvaða dýpi það verður og auk þess er það auðvitað háð veðri sem ræður mjög yfirborðs kælingunni. I Geysi næst stund sjást stundum merki að suða fari fram djúpt niðri. Gufuból- urnar, sem þar myndast, stíga upp í kaldara vatn, springa þar og eyðast að meira eða minna leyti. Hér er aðeins um rólega suðu að ræða eins og í potti og hún hefur ekki gos í för með sér. Af þessu ■ má ljóst vera, að skýring á hveragosum liggur ekki alveg í augum uppi. Þetta er ástæðan fyrir því, að margar mismunandi skýringar hafa verið settar fram, allt frá 1810, er skotinn Mackenzie gerði fyrstu tilraunina eftir ferð sína hingað til lands. Það mundi verða æði langdregið og tyrfið, ef ég ætti hér að fara að rekja margar gosaskýringar og kryfja þær til mergjar, en ég tel þó rétt að ræða nokkrar þeirra. Mackenzie hugsaði sér, að undir eða tii hliðar við þann 20 m. djúpa strokk, sem nær niður úr Geysisskálinni, væri allmikið holrúm, sem svo hefði samband við strokkinn. Milli Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.