Vísir - 15.09.1964, Blaðsíða 10

Vísir - 15.09.1964, Blaðsíða 10
10 VÍSíR . Þriojudagur 15. september 1964. r~TT—Ull——HWWWIWH'HIIIIHIIMHHHmir'l WIHIMHHB^iliMl iHI iIHMi MillHIIWI1' llimiHMiliH I I 'II h I / Geysir í Haukadal — Framhald af bls. 5. gosa átti að safnast gufa í hol rúmið, og þegar það væri fullt myndi hún ryðjast út í strokk inn og þeyta vatninu í honum upp í loftið. Einn galli á þessari skýringu er sá, að vatnsborðið í Geysis skálinni mundi ekki verða stöð ugt, ef samband væri við hol- rúip. sem væri smám saman að fyllast af gufu. Annar galli er sá, að þar sem hámarkshiti í vatninu er 125° C getur gufu myndun ekki átt sér stað I hol rúmi, sem neðar stæði en 12-13 m. undir vatnsborði í skálinni. V»ri hoirúm hins vegar ofar en þetta, ætti hið hækkandi vatns- borð í strokknum eftir gos að stanza eða hægja mjög á sér meðan holrúmið væri að fyll- ast, en um slíkt er ekki að ræða Þannig kemur gufa frá hlið arrúmum ekki til greina. Hitt er svo annað mál, að þegar liða tekur á gos og miklu vatni hef ur verið létt af gæti suða haf izt í nokkuð dýpri holrúmum og þá ruðzt mikill gufustrókur upp í gegnum Geysi. Seinni hluti mikilla Geysisgosa ein- kennist einmitt af slíku kraft- miklu gufuútstreymi, sem þann ig mætti skýra. Menn frá Atvinnudeild há- skólans gerðu fyrir nokkrum ár um tilraun til að kanna það hvort holrúm séu til staðar. Var kastað ákveðnu magni af uppleysanlegu efni í Geysi og síðan mælt magnið í lítra. Kom þá í ljós að efnið hafði dreifzt á þrefalt til fjórfalt það vatns magn sem er í skálinni og strokknum. Þetta gat þýtt, að efnið hefði dreifzt út í holrúm en hugsanlega gat einnig verið um það að ræða, að efnið hefði komizt í vatn, sem rann til hliðar frá Geysi, þ.e. upp- streymið undir Geysi dreifist og komi aðeins að nokkrum hluta upp í gegnum Geysi sjáif an. Önnur gosaskýring, sem einn ig er mjög þekkt, er sú, sem þýzki efnafræðingurinn Bun- sen setti fram eftir íslandsferð sína 1846. Aðalinntak hennar er það, að gosin stafi af suðu á um það bil 10 m. dýpi í strokknum sjálfum. Þessi skýr ing tekur fullt tillit til þess, að það er einmitt á þessu dýpi sem vatnið kemst að jafnaði næst suðumarki. Auk þess feng ist skýring á því hve Geysisgos eru háð yfirborðskælingu. En Bunsen var ljóst, að suðuhiti á 10 m. dýpi hafði ekki fundizt með hitamælingum og hann varð að finna upp sérstakt ráð til að fella þá vatnsþrýstinginn en hafði þar ekki stoð I veru- leikanum Hins vegar útbjó Bunsen lík an af Geysi sem hann gat lát ið gjósa að vild. Það var ein- faldlega grannur strokkur fyllt ur með vatni, og þegar duglega var kynt undir, komu upp úr honum myndarlegar gusur. Næst skal minnzt á þá þýð- ingu, sem hveraloft gæti haft fyrir gos. Það er efalaust, að ef loft ryður sér braut upp í gegn um þrönga vatnsrás, rífur það vatnið með sér og framkallar eins konar gos. Þess eru og dæmi. að kolsýruloft ryðjist upp um lind eða borholu með slíkum krafti, að það þeyti vatn inu með sér hátt í loft upp. Þannig gætu og þær lofttegund ir. sem alla jafna eru uppleyst ar í hveravatni, en þar kemur köfnunarefni fyrst og fremst tii greina, haft þýðingu fyrir gos, ef þær losnuðu úr vatninu í holrúmunum. Einnig benti Þor kell Þorkelsson eðlisfræðingur á það, að uppleyst loft í vatn inu mundi valda því, að suða gæti hafizt við lægra hitastig en venjulegt suðumark. Þessa kenningu hafði ég tækifæri til að prófa í Geysi 1935 og síðar en niðurstaðan var jafnan sú, að ekkert loft losnaði úr Geys isvatni og aldrei sjást loftból ur stíga þar upp. Þegar bólur sjást í vatninu, er jafnan um að ræða gufubólur, sem mynd ast við suðu niðri í strokknum eins og ég mun síðar víkja að. Hveraloft virðist ekki hafa þýð ingu I Geysi, en þar með er ekki sagt að það kunni ekki að hafa þýðingu fyrir gos sumra annarra hvera. Kem ég ég þá að þeim rann sóknum á Geysi sem gerðar voru eftir að hann tók að gjósa að nýju 1935. Kom þá I fyrsta lagi í Ijós, að hitinn getur náð suðu- marki á um 10 m. dýpi í strokknum, Þegar svo verður, taka litlar gufubólur að stíga upp til yfirborðs, sem sýnir, að hæg suða er hafin. En slík suða veldur ekki gosi og sýnir það enn, að skýring Bunsens á gosunum er ófullnægjandi. Ennfremur kom í Ijós, að þeg ar slík róleg suða hefur staðið drjúgan tíma, en þó mislangan eftir atvikum, lyftist vatnsborð ið yfir strokknum snögglega um 1-2 m. og fellur jafnharðan niður aftur með þungum dynk. Þetta endurtekur sig nokkrum sinnum með vaxandi krafti, ,(unz vatnið fer að rísa í síhækk andi strókum og gos er komið í algleyming. Allur fyrri hluti Geysisgoss minnir á keðju af djúpsprengjum með tilheyrandi dynkjum og titringi. Þessi aðdragandi og byrjun goss gaf að mínum dómi skýra bendingu um það, sem gerist niðri I strokknum, sem sé sprengisuða eftir yfirhitun, Yf irhitun og sprengisuða er fyrir brigði, sem eðlisfræðingar þekkja vel, en almennt er lítt þekkt og vil ég því skýra nánar I hverju það er fólgið. Þegar við hitum vatn í opnu íláti við venjulegan þrýsting, fer það að sjóða við 100° C. Og eins og ég vék að áður og allir vita, getum við bæði tempr að suðuna og eins haldið henni áfram meðan vatn er eftir í ílát inu. Alltaf er hitinn 100° og eðli suðunnar virðist ekkert breytast með tímanum. En I rauninni er hægt að láta suðuna fara fram með allt öðrum hætti. Það, sem alla jafna veldur þvl, að suðan fer fram við suðu mark, er annaðhvort það, að loft er uppleyst' I vatninu eins og alltaf er I kranavatni, eða að agnir eru í því eða brúnahvassar örður á veggjum ílátsins, í stuttu máli sagt: eitthvað sem stuðlar að gufumyndun. En ef við notum hreint vatn og hitum það I gleríláti, getum við gert eftirfarandi: Við sjóðum vatnið fyrst nokkurn tíma til þess að allt loft losni úr því. Síðanfellum við suðuna I bili, en loks hitum svo vatnið varlega að nýju. Þá skeður það, að við getum hitað það upp I 103, 104, 105° C án þess það fari að sjóða; vatnið er yfirhitað sem kallað er. Þessi tilraui er vandalaus og mjög er auðvelt að koma hitanum upp I 103 — 104° C. En ef sérstaklega vandlega er að farið, er jafnvel hægt að ná 120 — 130° C hita I opnu íláti. Er þetta ekki Lrot á lögmálinu um ákveðið suðumark vatns við eina Ioftþyngd, mætti spyrja. í rauninni er ekki um slíkt að ræða, heldur kemur hér aðeins fram hin dýpri merking suðu- marksins, en hún er sú að neð- an við suðumark er vatnið I stöðugu ástandi, en ofan við suðumark er það I óstöðugu á- standi. Þetta óstöðuga ástand lýsir sér I þvi, að þá minnst varir getur vatnið farið að sjóða, og sú suða, sem hefst eftir að vatn- ið hefur verið yfirhitað, er ekki hin venjulega rólega suða, held- ur er hún sprenging, vegna þess að samansafnaður varmi fer snögglega I gufumyndun. Þegar vatn er yfirhitað I tilraunaglasi, getur nær allt innihaldið þeytzt upp úr glasinu um le’ið og suðan kemur. Og nú skulum við snúa okkur aftur að Geysi; gos hans hefjast einmitt með sprengingu eftir upphitun. Innstreymisvatnið I Geysi er um 125° C, en I botni strokks- ins er þessi hiti undir suðu- marki, eins og áður var sagt. Þetta vatn er léttara en kaldara vatnið ofar I strokknum og stig ur upp I óreglulegum tungum. Nái slík tunga upp I miðjan strokk án þess að kólna, er hiti hennar 4° yfir suðumarki. Þegar gos er í undirb '.ningi, ná tung- urnar hærra og hærra og fyrst I stað verður aðeins venjuleg róleg suða I þeim, sem hæst ná. En smám saman fer að bera á yfirhitun, fyrst 1 og 2° upp fyrir suðumark án þess sprengisuða verði, en loks nær þó ein tung- an hærra, svo að jafnvel 5 — 6° yfirhitun næst. En þá er sprengi suða komin áður en varir. Með fyrstu sprengingunni kemst mikil hreyfing á vatnið og yfirhitun og sprengisuða verður nú I hverri tungunni af annarri og gosið er hafið. Vegna þess hvernig yfirhitun I Geysi er til komin, stendur hún hverju sinni stutt yfir og ókleift reyndist að mæla hana á venjulega kvikasilfursmæla og rafhitamæla af eldri gerð. Það var fyrst með tilkomu nýrra viðbragðsfljótra rafhitamæla, að þetta reyndist kleift. Þorbjörn Sigurgeirss. eðlisfræðingur beitti slíkum hitamæli við Geysi 1948 og tókst að sýna fram á 5—6° yfirhitun I miðjum strokknum rétt fyrir gos. Eftir þá mælingu get ég ekki komið auga á neina frambærilega mótbáru gegn þeirri skýringu, að þao er yfir hitun og sprengisuða, sem kem ur Geysisgosum af stað. Eftir að þessi skýring á Geys isgosum var fram komin 1935 var farið að gefa yfirhitun gaum I sambandi við aðra goshveri, t. d. í Ameríku. Yfirhitun I hver- um hefur oft verið mæld og hún er án efa veigamikill þáttur I gosum margra annarra hvera en Geysis. Hegðun Óþerrisholu skýrist t. d. eðlilega með yfirhitun. í þess um hver er oft suðuhifi á nær öllu bilinu frá 5 — 6 m dýpi til yfirborðs og þannig getur á- standið haldizt dögum saman án þess hverinn gjósi. Falli nú loftvog verulega, jafngildir bað yfirhitun vatnsins og er það þá oft að hverinn gýs, en af þvl hefur hann fengið nafn sitt. 1935 og 1936 fylgdist ég talsvert með Óþerrisholu og talai mig geta staðfest það orð, sem á henni lá, að gjósa helzt með fall andi loftvog. Slíkt samband sýn ir vel, að það r • óstöðugt á- stand I vatninu, yfirhitunin, sem verður að koma til, ef hver á að gjósa. Áhrif sápu á hveragos er atriði, sem ekki er auðvelt að gera grein fyrir. Tvennt hefur þó komið I ljós við tilraunir: annað það, að vatn getur yfir hitnað auðveldlegar, þegar sápa er I því en ella, hitt það, að sprengisuða eftir ákveðna yfir- hitun er miklu kröftugri þegar sápa er I vatninu. Hvort tveggja getur stuðlað að gosi. Sem dæmi um skýr phrif sápu nefna hverinn Smið. Sápulaus sýður hann I sífellu á yfirborði, en gýs ekki. Sé kastað I hann sápu, fellur suðan strax niður og eftir fáéinar mínútur kemur gosið. Verður að líta svo á, að þ^gar suðan hætti, hafi vatnið tekið að yfirhitna og á stuttum tíma hafi skapazt óstöðugt yfir hitaástand, sem Ioks endaði með sprengisuðu. LOKAÐ L0KAÐ í DAG Albert Guðmundsson, heildverzlun Herbergi óskast Herbergi óskast nú þegar helzt í Rauðarár- holti, Hlíðunum eða Tungunum. Hringið í síma 14629. Járniðnaðarmenn Nokkra vélvirkja og plötusmiði vantar nú þegar. VÉLSMIÐJA EYSTEINS LEIFSSONAR H.F. Síðumúla 17. Sími 18662. Uppboð annað og síðasta, fer fram á eigninni nr. 10 við Smiðjustíg, hér í borg. þingl. eign Ragn- ars Halldórssonar, Þórólfs Beck Sveinbjöms- sonar, Svönu Ragnarsdóttur og Helgu Ragn- arsdóttur, til slita á sameign, á eigninni sjálfri föstudaginn 18. september kl. 2 síð- degis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Bifreiðir til sölu Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðu- múla eru til sýnis og sölu Ford Station 1955, tveggja dyra, og Willys jeppi 1954. Uppl. á staðnum. Tilboð sendist Skúla Sveinssyni, varðstjóra, fyrir 20. þ. m. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 14. september 1964.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.