Vísir - 15.09.1964, Qupperneq 15
V1SIR . Þriðjudagur 15. september 1964.
1?
☆ FRAMHALDSSAGAN:
3 55 h el garfrí44
☆ ARTHUR GORDON
leikum sem væri að mæta, en
þessi sænska stúlka hafði alveg
sett hana úr skorðum.
Nú vissi hún hvað gerzt hafði
þessa mánuði, sem þau voru að-
skilin hún og maðurinn hennar.
Og þarna var ráðin gátan hvers
vegna Molly var einhvern veginn
öðru vísi en hún hafði verið. Þessi
stúlka hafði verið undir sama þaki
og Eric alla þessa mánuði, á sama
heimilinu og ...
Hún jafnaði sig fyrr en hún hafði
búizt við og sagði:
— Mig langar til þess að tala
við þig, Molly.
— Vitanlega. vina mín, sagði
Molly — við höfum ekkert tækifæri
fengið til þess enn að ræða saman.
Hún sneri sér að sænsku stúlk-
unni:
— Karen, viljið þér færa Andy
kvöldmatinn hans, Pete getur borð-
að í eldhúsinu eins og vanalega.
— Já, frú Cavanaugh.
Karen gekk til dyra og sagði um
leið og hún gekk fram hjá Normu:
- Afsakið.
Það var eins og neisti haturs og
fyrirlitningar hefði kviknað í
brjósti Normu og yrði þegar að
miklu báli. Hún horfði á eftir stúlk-
unni, er hún gekk fram göngin og
það fór ekki fram hjá henni, hve
fagurlega vaxin hún var, fótlegg-
imir fagurlega lagaðir, bein i
baki, hálsfögur, hnakkakert - og
svo þetta korngula hár.
- Við skulum skreppa inn £
svefnherbergið mitt ,sagði Molly,
það er rólegt þar.
„Hún veit það“, hugsaði Norma
— og nú beindist reiði hennár að
henni. „Hún er búin að vita það
Jengi“, hugsaði hún, og samt hefur
hún ekkert sagt.
— Jæja, hérna er það, sagði
Molly og opnaði dyr. Þetta her-
bergi máluðum við. sjálf, - það er
að segja, ég keypti málninguna og
Pete málaði. Okkur þótti gaman
að þessu.
— Molly, sagði Norma, er þær
voru komnar inn í svefnherbergið
og Molly hafði lokað dyrunum á
eftir sér, af hverju sagðirðu mér
það ekki? Láttu ekki eins og þú
vitir ekki hvað ég er að tala um.
Svipurinn á Molly talaði sínu
máli.
— Æ, Norma, sagði hún loks.
Hvað gat ég gert? Y
— Gert?
Það lá við að Norma hvæsti af
undrun og gremu. Þú — þú hefðir
getað rekið þessa sænsku gálu á
dyr.
— Hún er engin gála, sagði
Molly furðu rólega. Og ég er ekki
að segja þetta henni til varnar.
Og það veiztu kannski í hjarta
þínu, þótt þú viljir ekki kannast
við það nú og gerir það kannski
aldrei. Og hún er ekki þerna —
þótt hún væri jafngóð manneskja
þótt hún væri það. Hún er vel upp
alin, vel gefin, - kom hingað til
þess að fá æfingu í að tala ensku.
Það er allt og sumt. Setjum nú
svo, að ég hefði rekið hana á dyr
— að hvaða gagni mundi það hafa
komið? Hugsaðu og talaðu nú ekki
óskynsamlega, Norma. Ef ég hefði
gert það mundi Eric hafa hitt hana
annars staðar.
— Æ, sagði hún og renndi fingr-
unum gegnum hrokkna, brúna hár-
ið sitt, heldurðu, að ég hafi tekið
þetta létt? Ég hef legið andvaka
marga nóttina og hugsað um þetta,
þangað til að ég hélt að ég værí
að verða brjáluð. Og loks komst
ég að þeirri niðurstöðu, að ég væri
til neydd að láta málið afskipta-
laust. Ef til vill leystjst þetta af
sjálfu sér — aðdáun Érics eðá’
hennar - myndi dvfna - og málið
leysast af sjálfu sér.
Norma kreppti hnefana og reyndi
að stilla sig.
— Hvers vegna sagðirðu mér
það ekki?
— Það er ekki svo langt síðan,
Norma — aðeins 3—4 vikur að
ég komst að raun um, að nokkur
alvara væri í þessu. Þangað til
var vissulega ekkert, sem benti til
annars en venjulegs kunningsskap-
ar eða vináttu. Af hverju komstu
ekki fyrr? Gaztu ekki gert þér grein
fyrir, að hættur gætu komið til
sögunnar, ef þið lifðuð þannig að-
skilin þú og Eric mánuðum saman.
Og hverjum var um að kenna nema
þér, vegna fáránlegrar stífni þinn-
ar vegna þessa starfs í New York.
— Fáránlegrar stífni, svaraði
Norma, veiztu, að ég vinn mér
inn meira en Eric? Gerirðu þér
grein fyrir, að mér hefur verið
boðin staða í stjóm fyrirtækisins?
Slikt starf hefur konu aldrei verið
boðið fyrr...
— Er það þess virði? spurði
Molly rólega. Ég á við, þegar um
lífshamingjuna sjálfa er að ræða?
Norma hafði gengið að arinhill-
unni. Hún laut höfði þar til enni
hennar hvfldi á kaldri marmara-
hillunni.
Hún sagði nú eins og í leiðslu:
— Það vita þetta víst allir —
hér, á ég við, sem þekkja Eric.
Ég hitti Bill Truslew í flugvélinni.
Hann varð eitthvað svo undarlegur,
þegar hann komst að því hver ég
var...
Molly beit á vör sér.
— Kannski eru einhverjir, sem
hafa hugboð um það, en enginn
hefur sagt neitt við mig.
Norma svaraði æst og það var
sem eldur brynni úr augum hennar.
— Ég fer aftur til New York
með næstu flugvél. Ég krefst skiln-
aðar. Hvernig gat hann fengið af
sér að koma svona fram gagnvart
mér? Ég elskaði hann, elskaði hann.
— Og það gerirðu enn, sagði
Molly, og þess vegna er þetta svo
erfitt fyrir þig. Ég skil mæta vel,
hvernig þér muni Iíða. Ég hef
kannski líka mína reynslu. Það var
einu sinni fyrir nokkrum árum. Við
Pete bjuggum þá á afskekktum stað
í hitabeltislandi og mér fannst ég
ekki sjá neina aðra leið en að yfir-
gefa hann. Hann... jæja, það er
bezt að láta kyrrt liggja um það,
en.við sættumst og höfum sigrazt
á öllum erfiðleikum saman síðan.
Það var mikilvægast og það eina,
sem í rauninni skipti máli, að við
fundum saman leið út úr vandan-
um. Og Pete hafði ekki einu sinni
gilda afsökun, eins og Eric sannar-
lega hefur. Aðskilnaður okkar var
hvergi nærri eins langur og okkar
— og hann var ekki mín sök.
— Hann hefur ekkert sér til af-
sökunar, ekkert. Var ég ekki líka
alein í New York. Hefði hann fyrir-
gefið mér, ef ég hefði fallið fyrir
einhverri freistingu — þú veizt vel,
að það hefði hann ekki gert.
— Nei, ég veit ekki hvað hann
hefði gert, en ef hann elskar þig
eins heitt og ég held, að hann elsk-
ar þig, myndi hann vissulega hafa
gert^það,- «■; .... _ _ _ .. _ ;
— EIskaFmig, heldurðu, að hann
geti elskað mig fyrst hann gat...
— Já, það held ég. Hlustaðu nú
á mig, Norma. Það er hart að fá
þetta framan í sig á þann hátt, sem
þú verður nú að reyna, en það er
sannarlega kominn tími til þess að
; þú farir að átta þig á hlutunum.
Karlniaður, sem eitthvað er í spunn
; ið, þarf á tvennu að halda hér í
j lífinu, til þess að honum geti liðið
vel og farnazt vel, starfi við sitt
hæfi og konu, og hann þarf á henni
að halda hverju sinni og hverja
stund, þar sem hann starfar. Ég
mundi segja, að þetta væri náttúru-
lögmál, og ég segi bara: Hamingj-
an hjálpi þeirri konu, sem heldur
að hún geti brotið það.
— Það er ekkert réttlæti i þessu,
sagði Norma enn allæst. Heldurðu
að ég hafi ekki orðið fyrir freist-
ingum í New York. Munurinn er
enginn. Eric vapn sitt verk hér f
London, ég mitt í New York, mikil-
vægt starf — enn mikilvægara.
Ef -
— Nei, sagði Molly, það er ekki
mikilvægara.
— Hvers vegna ekki? Hef ég ekki
Sc.,,t þér, að ég vinn mér meira inn
en hann?
— Ég skal segja þér hvers vegna,
svaraði Molly og tónninn var allt
í einu orðinn harður. Starf Erics
er ef til vill ekki eins vel borgað,
en hann er að vinna fyrir land sitt,
og óbeint í þágu allra þjóða. Og
ef við horfum á blákaldar stað-
reyndirnar í hverju er þá mikil-
vægi starfs þíns fólgið: Að gera
þér einni lifið þægilegra og auð-
veldara
Hún'gekk til dyra:
— Hvernig á því stendur, að
þú hefur komizt að þeirri niður-
stöðu, að þú sért svo mikilvæg, að
þú sért ómissandi. Það er sú mesta
villa, sem hent getur nokkra mann-
eskju að ala slíkar hugsanir um
sjálfa sig. Þú ættir að hugleiða
þetta.
Hún opnaði dyrnar hávaðalaust
og gekk út
Norma settist, sat grafkyrr langa
stund, reyndi að slaka á ofþöndum
taugum. Á náttborðinu var lítil
klukka. Tikk-takk, tikk-takk — og
gaf til kynna, að tíminn liði. Hún
starði á klukkuna sljóum augum.
Eric gat komið heim á hverri
stundu. Heim til hvers? Ekki til
mín, æpti einhver reiði þrungin
rödd innst 1 huganum, heldur til
hennar með komgula hárið og
dimmbláu augun. Aldrei, aldrei
aldrei gæti hún fyrirgefið honum,
ekki eftir að hann hafði auðmýkt
hana svona. Aldrei, aldrei að ei-
lifu. Ekki eins og komið var.
Einhvers staðar i þessu stóra
húsi opnuðust dyr og var lokað.
Hún sat kyrr og hlustaði, og
hjarta hennar fór að slá rólega. Ef
Eric kæmi í auðmýkt, reyndi að
útskýra, bæði hana fyrirgefningar,
mundi hún þá vilja hlusta á hann?
Mundi hún geta fyrirgefið honum?
Hún sat kyrr. Tikk-takk, tikk-
takk. Hún fann á sér, að Eric var
einhvers staðar I húsinu. En mín-
útumar liðu og henni fannst allt
óbærilegt.
Loks gat hún ekki þolað þetta
lengur Hún spratt á fætur og hljóp
eftir göngunum að svefnherbergis-
dyrum Erics, en þangað höfðu tösk
ur hennar verið bornar.
í sömu svifum og hún kom að
dyrunum opnuðust dyrnar á her-
berginu og Eric stóð í gættinni.
Hann var með l’itla tösku í hend-
inni. Hann stóð og horfði á hana
með þessu rólega tilliti, sem hún
þekkti svo vel.
— Komdu sæl, Norma.
Hún studdi annarri hendi að
dyrastaf. Hann var að fara. Hann
var henni glataður að eilífu. Hún
gat aðeins hvíslað:
— Hvert ætlarðu?
— í gistihús. Ég hef pantað
leigubíl.
Hana langaði til að æpa hátt,
að svona ætti ekki að fara að, —
þett væri alrangt, á leiksviði hefði
þetta verið allt öðru vísi, og var
ekki sýnt á leiksviði hvernig allt
gekk til í lifinu? En hún gat að-
eins hvíslað:
— Hvers vegna — hvers vegna?
— Ég var búinn að bíða Iengi,
of lengi sjálfsvirðingar minnar
vegna. Það er eina ástæðan. •
Hún starði á hann eins og þetta
væri fyrsta skipti, sem hún leit
hann augum. Hún hafði ekki vitað,
að tilfinningum hans gæti orðið
svona varið. Hann hafði ekki kysst
WE PECIFEP HI9 TRAIL CORRECTLX
TSHULU! HE'S A /AGABUNPO...
CLA1/ PIPE HAS A SROK.EN -
STEVi...HIS LEFT FOOT HAS
ONLY ONE TOE... -------
j / AKIP IT’S A GOOV THINS JARZAN,
1 WE THOUGHT HIS TRAIL IMPORTANT!
Shis 5MOKE-FIRE IS PRYING
(HUMAN HAN7S!
Tarzan og Tshulu fylgja slóð
inni og fara hratt yfir, enda
koma þeir brátt þar að sem mað
ur nokkur situr við eld. Við
höfðum rétt fyrir okkur, segir
Tarzan. Þetta er Vagabundo Og
hann hefur aðeins elna tá á
vinstxa fætL Og það er gott a8
vlð fyígdnm slóð hans, heldur
hinn áfram, þvi að hann er að
þnrrka 10 mannshendur yfir eld
ttram.
hana. Hann hafði ekki einu sinnl
reynt að snerta við henni, og innst
inni þráði hún, að hann gerði það.
Og titrandi röddu spurði hún:
— Hvað — hvað er framundan?
Hann brosti dálítið beisklega:
— Molly segir, að þú sért héma
bara í viðskiptaerindum í nokkra
daga. Það nægir mér þvi miður
ekki, — með allri þeirri tillitssemi,
sem til er ætlazt af mér gagnviirt
Reybine og Capes. Ég kæri mig
ekki um konu, sem ég sé ekki nema
endrum og eins — og varla það.
Þú getur valið sjálf, Norma. Allt
eða ekkert. Láttu mig vita, þegar
þú hefur ákveðið þig.
Hann gekk frá henni og niður
stigann svo hratt, að hún fékk
ekkert sagt. Hún stóð þarna sem
steinrunnin. Hún var ekki lengur
sterkur einstaklingur, sem allt var
fært á eigin spýtur. Hún var hluti
einhverrar heildar, sem var að
tvístrast í ótal agnir. Eric — Eric.
Svarti bíllinn stóð enn við gang-
stéttarbrúnina og það var verið að
smella aftur hurðinni. — En hún
komst inn og kastaði sér í sætið,
sneri sér frá Eric, huldi andlitið i
höndum sér og grét.
Og svo veinaði hún:
— Farðu ekki frá mér.
Hann þrýsti henni að sér næst-
um hranalega. Enni hennar hvíldi
við háls hans. Hún fann hve hjarta
hans sló sterkum, jöfnum slögum,
heyrði hann segja rólega, en af
sama hlýleika og forðum daga:
— Það er gistihús í Chelsea.
Það er bezt að við ökum þangað.
Mig minnir ,að það heiti „Brúna
akurhænan".
Og svo var bifreiðinni ekið hægt
af stað.
S ög u 1 o k.
.V.V.V.V.V.V.V.V.VAVAV
í ' Í
oon- og ;.
V FIÐURHREINSUN
I; Vatnsstíg 3 . Simi 18740 I"
SAENCIIR
I
REST BEZT-koddar.
I; Endurnýjum gömlu
!■ sængumar, eigum
í dún- og fiðurheld ver.
;I Seljum æðardúns- og
>. gæsadúnssængur —
!; og kodda af ýmsum
!; stærðum.
iv.W.V.'.V.V.WAV.VWð
- LITHOGRAPHY I
ÞORGRiMSPRENT !|
ÓDÝRASTÁ’
LITFILMAN ER
Dynachrome
25 ASA
8 mm KR195-I
13 5 m m 20 myndir, 160-1
i35mm 36myndir 225'
m
< * > t* -f A » -
77-777 ~-.4.vj.c.,