Vísir - 01.10.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 01.10.1964, Blaðsíða 8
V í SIR . Fimmtudagur 1. október 1&64. 8 VISIR Útgetandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundssor Rttstjórnarskrifstofur Laugaveg: 178 Auglfsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði f lausasölu 5 kr eint - Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Visis - Edda h.t Danir og handritin Pram til þessa höfum við íslendingar talið tryggt að hin gömlu íslenzku handrit sem varðveitt eru í Áma- safni myndu senn hverfa heim til átthaganna. Grund- völlur þeirrar vissu var samþykkt danska þjóðþingsins 1961 er yfirgnæfandi meirihluti þess ákvað að skila hessum fornu þjóðardýrgripum íslendinga. Nokkuð babb kom þó strax í bátinn. Fyrir áeggjan nokkurra danskra málvísindamanna neytti þriðjungur þing- manna ákvæðis í dönsku stjórnarskránni um eignar- nám og fóru fram á, að málið væri látið koma fyrir næsta nýkjörið þing til annarrar samþykktar. Danska stjómin var þeirrar skoðunar, að ekki væri um eignar- nám að ræða þótt handritin væru flutt úr Ámasafni lieim til íslands. Hún ákvað þó engu að síður að verða við tilmælunum. Nú kemur málið aftur fyrir þing þann 7 október. Ugglaust verður handritafmmvarpið þar aftur samþykkt með miklum meirihluta og væntan- !tga breytingalaust. Mun Krag forsætisráðheira lýsa /fir fullum vilja stjómarinnar á að afhenda handritin í væntanlegri stefnuskráryfirlýsingu 6. október, eins og sendiherra íslands í Kaupmannahöfn skýrði frá í viðtali hér ’í blaðinu í gær. \fstaða stjómar Ámasafns vekur ekki furðu, þótt hún sé mjög ámælisverð. Stjómin hefir jafnan barizt af alefli gegn þessu mikla réttlætismáli. Þrautalending acnnar virðist nú vera að höfða mál til þess að hindra afhendinguna, á þeim grundvelli að hún sé stjómar- skrárbrot og eignarréttur Árnasafns óvefengjanlegur. Gnn er ekki vitað hvort stjórn safnsins leggur út í síika ósvinnu, en hætta er á, að slíkur málarekstur gæti afið afhendinguna. íslendingar gleðjast yfir skilningi aiikils meirihluta danska þingsins í handritamálinu, afnframt því sem þeir fordæma hina rykföllnu fræði- nenn í stjórn Árnasafns og skort þeirra á sjálfsagðri éttlætiskennd. Menntaskólanámið \ferkur sænskur uppeldisfræðingur hélt í gær fyrir- iestur í Háskólanum um breytingar á menntaskóla- íámi í Evrópu. Það var tímabær fyrirlestur. Við íslend- ngar þurfum að gjörbreyta okkar menntaskólanámi. Það verður að stytta um a. m. k.. eitt ár, koma verður á valfrelsi nemenda í kennslugreinum, gera námið niiklu raunhæfara og sníða það eftir breyttum þjóð- félagsástæðum. Verklegu kennsluna þarf að auka að niklum mun í raunvísindagreinum. Það er grundvöllur æss að menntun þjóðarinnar verði bætt og aukin og j tæknibylting sem nú er orðin almannaeign í Evrópu. ra' bætt hér lifskjönn og aukið tekjur þjóðarinnar. Audrey Hepburn, James Garner og Shirley Mac Laint. TÓNABÍO: RÓGBURÐUR kvik . mynair "fkvik f kvik myndir kvik kvik jBjggJj kvik mynd i r BgHfjjlli["y ndi r &3myndir Leikstjórn: William Wyler. Aöalhlutverk: Audrey Hepburn, Shirley Mac Laine, Karen Balk- in, James Garner. Tónabíó sýnir um þessar mundir athyglisverða kvikinynd, gerða eftir víðkunnu, bandarisku leikriti, „The Childrens Hour“, en á íslenzku hefur hún hlotið heitið „Rógburður". Leikstjórn- ina hefur William Wyler með höndum, og þarf varla að kynna hann íslenzkum kvikmyndaunn endum, eða hver man ekki „Beztu ár ævinnar“, „Frú Min ever“, „Roman Holiday". „Víð áttan mikla“ og „Ben Hur“. Þao þótti nokkuð hamla því að leikhús tækju „The Childrens Hour ‘ til sýninga, að tíu til tólf ára telpu þurfti til að leika eitt aðalhlutverkið, Mary Tilford, en það hlutverk var þannig vaxið, að telpa sú þurfti að vera gædd meiri leiklistarhæfileikum og hafa öðlazt meiri kunnáttu en svo, að hún yrði gripin upp úr hlaðinu. í kvikmyndinni fer Kar en Balkin með það hlutverk. Að vísu veit ég ekki aldur hennar, en á tjaldinu virðist hún ekki eldri en höfundur ætlast til — og leikur hennar er með ágæt um, einkum eru svipbrigðin frá bær. I hin tvö aðalkvenhlut verkin er vel til valsins vandað. Þau eru í höndum Audrey Hep burn og Shirley Mac Laine, sem báðar gera þeim þau skil, sem vænta má af svo snjöllum og reyndum leikkonum, og þó að hlutverk Shirley Mac Laine sé að vissu leyti vanþakklátara en Audrey Hepburn, mega menn ekki láta það villa sér sýn og skella skuldinni á hana eða leik stjórann. Aftur á móti er leikur James Garner ekki nema í meðal lagi og veitir hlutverkið þó tæki færi til nokkurra tilþrifa. Þá mun og flestum minnisstæður leikur Fay Bainter I hlutverki ömmunnar, frú Tilford. Kannski má deila um leik- stjórn Wylers, — að kvikmynd- in beri um of svip af sýningu leikritsins á sviði. Að vísu er leikstjóranum alltaf meiri vandi á höndum en venjulega, þegar kvikmyndir eru gerðar eftir leik sviðsverkum, en áreiðanlega hef ur Wyler vitað hvað hann gerði, er hann lét kvikmyndina taka á sig nokkurn leiksviðsblæ. Það kemur vel heim við hina hljóð- látu og yfirlætislausu túlkun leikendanna á hinum innri átök um, einkum þó leik þeirra kenn- aranna, Audrey og Shirleyar, sem sett hafa á stofn telpnaskól Prófessor Svend Frederiksen frá Washington flytur fyrir- lestra í Háskólanum föstudag 2. okt. kl. 5.30 e. h. og laugardag 3. okt. kl. 2 e. h. um líf og trú- arhugmyndir Eskimóa. Prófessor Frederiksen er fæduur í Holstensborg í Græn- landi af dönsku foreldri. Hann stundaði nám í Kaupmannahöfn og var um árabil ráðunautur ann, en verða fyrir þvf að einn af nemendunum kemur því orði á þær, að þær séu lesbiskar og gereyðileggur þannig óafturkall anlega framtíð þeirra. Okkur kann að virðast endalok letk- ritsins og kvikmyndarinnar helzt til melodramatisk, en við verft- um að gæta þess, að hún gerist I því umhveifi, þar sem litlð er á slíkt jafnvel enn alvarlegri augum en hér á Norðuriöndum. Og þó að sumum kunni að virð- ast það djarft af höfundi, er hann lætur orðróminn hafá þeu áhrif á aðra keimslukomma, þá er Shirley leikur, að hún far að trúa honum sjálf og verður grip in slíkri sektarkennd, að hún sviptir sjálfa sig Iífi, þá nnm sú dirfska fyllilega standast sál fræðflegt mat - og vlst er um það, að Shiriey Mac Laine gerir það atriði sannfærandi með nær færni sinni og djúpum skilningi á hlutverkinu. Að undanfömu hefur verið fullt hús á hverri sýnmgu á þess ari kvikmynd, og sannar það, að ekki er vonlaust með öllu að bjóða reykvlskum kvikmynda- húsagestum góðar og vandaðar kvikmyndir, sem hafa annað og meira til síns gildis en það, sem skynjað verður og skilið í sömu andrá og atriðin gerast á tjald- inu Og sérhver sá, sem hefur löngun til að sjá góða og vel leikna kvikmynd, ætti ekki að láta undir höfuð leggjast að sjá „Rógburð“, nýjustu kvikmynd snillingsins Williams Wyler. Ig- dönsku ríkisbókasafnanna. Síð- an 1948 hefir hann verið próf- essor í Bandaríkjunum, m. a. við Georgetown University. Prófessor Frederiksen hefir ferðazt mikið um Alaska, Kan- ada og Grænland og safnað heimildum um llf og háttu Eski móa. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku, og er öllum heimfll að- gangur. HÁSKÓLAFYR- IRLESTRAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.