Vísir - 01.10.1964, Side 15

Vísir - 01.10.1964, Side 15
VÍSIR . Fimmtudagur 1. oktöber 1964. Victor Francis: HÆTTULEGIR PENINGAR Sakamálasaga Harry Shaw aðstoðarlögreglufull trúi horfði beizkur á svip á pappírs íirkina, sem hann fyrir næstum hálfri klukkustund hafði sett í rit- vélina. Hann var í vandræðum með hvemig hann ætti að komast frá þessu og var ekki búinn að skrifa nema: Ákæruvaldið gegn . . . . Þá hafði hann farið að hugleiða, að það getur stundum verið erfið- ara að semja ákæru heldur en að handsama glæpamanninn, sem af- brotið framdi og menn vilja fá dæmdan. Og það yrði engan veg- inn auðvelt að semja skjalið, því að það var haugur bréfa og skjala sem á borðinu lá málið varðandi. I þess- um vanda fagnaði Harry þvf, að Innam fulltrúi, roskinn maður, hvít hærður, kom inn. Hann hélt á vél- ritaðri tilkynningu: — Ég hefi rétt í þessu fengið sím skeyti frá lögreglunni í Los Ange- les, sagði hann. Við verðum að vera viðbúnir komu eins þessara glæpa kónga, sem menn kannast við af blöðum eða vegna þess, að atferli þeirra hefir bitnað á þeim. Þetta er sem sagt ein ..stóra kanónan" úr Siegelbófaflokknum, sem tók sig út úr og fór að býrja á eigin spýtur. Það var víst farið að verða heitt undir skósólum hans suður í Kali- forniu, svo að hann er á leið hing að til Chicago, til þess að skipta um vinnustað. Við höfum mynd af honum úr glæpamanna”albúminu“, en fátt annað að styðjast við eins og sakir standa — en við verðum sem sagt að gera ráð fyrir, að nýi vinnustaðurinn sé Chicago. Hann tók vindling upp úr brjóst vasanum og kveikti í, — Hann gæti orðið — verður sjálfsagt erfiður, — við fáum víst nóg að gera, nema við yrðum svo heppnir, að geta náð honum fljót lega sagði Harry Shaw í nöldurstón — Við vérðum að gera ráð fyrir því. Siegel-bófaflokkurinn er allur í molum eftir að Bagsey var gerður „óskaðlegur“, en þessi náungi ætlar sér greinilega að halda áfram og sennilega ekki í smáum stíl, þegar hann er kominn af stað. Hann virð- ist hafa sín sambönd hér í borginni. Hann gæti beitt þeirri aðferð, að fá með tilstyrk manna hér tök á ein hverjum, sem ekkert afbrot hefir framið, og nota sem verkfæri. — Hvaða bófi er þetta, sem við eigum að gefa gætur að? — Hann kallar sig Rico Motta. Við getum aðeins gizkað á hvers konar fólk það er, sem hann reynir að ná sambandi við — einhverjir vesaiings einfeldningar mætti segja mér, sem þora ekki annað en sitja og :tanda eins og hann skipar fyrir. Nái ítaan í einhvern nógu heimskan til þesa að vinna það „verk“, sem hann hefir f huga, mun verða leikur fyrir hann að losa sig við hann, þeg ar verkið er unnið. Motta er ekki maður sem skiptir ágóðanum. Hann er gersamlega samvizkulaus, kald rifjaður fantur. Meðan Harry Shaw reis á fætur og reyndi að melta þær upplýsing ar, sem fulltrúinn hafði látið hon um í té, gerðist dálítið í einu út- hverfi borgarinnar. Eddie okkur Carter lagði bílnum sínum fyrir utan gamalt og hrörlegt hús. Hann fór inn, leit á skellurnar á veggfóðrinu í forstofunni, brotið stigahandrið — og leizt ekki á blik una. Samt hélt hann áfram þar til hann kom að herbergi, sem á stóð talan 11. — Kom inn, var svarað hvassri röddu. Eddie gekk tvö eða þrjú skref inn í herbergið og sá þar gamalt járnrúm með þvældum sængurfatn aði í, ómálað borð, slitna skjala- tösku, sem á því var, og tvo stóla. — Hver sendi yður hingað, félagi? var sagt að baki hans. Eddie kipptist við og varð hálf smeykur og ætlaði að snúa sér við, er sagt ^ar sömu röddu: Standið kyrr í sömu sporum og horfið út um gluggann meðan þér svarið fyrirspurnum mínum. Hvað an komið þér? — Herra Johnson sendi mig hing að, sagði Eddie og klóraði sér í hnakkanum. Hann sagði mér, að hann gæti kannski útvegað mér peningana sem mig vantar. Hann sagðist hafa talað um mig við yður og þegar Johnson mælir með manni, er það álíka og að hafa með mæli þjóðbankastjóra til að fá lán. Ég segi bara þetta eins og það er. Maðurinn skellti nú aftur hurð inni, en hann hafði falizt bak við hana til hálfs. Hann tók höndina úr kápuvasanum og sló á öxl Eddie. — Nú skil ég, þér eruð Eddie Carter, og engin ástæða til að vera neitt taugaóstyrkur, Við skulum bara vera rólegir, Eddie. Maðurinn var allfeitlaginn og ein hvern veginn fannst Eddie þrengra í herberginu, er hann fór að virða hann fyrir sér. Maðurinn var rauð hærður og greiddi hárið aftur. Hak an skagaði fram og hann var með áttstrend gleraugu. Hann var herða breiður og vel klæddur — helzt til áberandi þó. Og yfir honum virtist nokkur glæsibragur og kannski hefði Eddie fengið traust á honum, ef hann hefði ekki haft ferlegar hendur, stuttar og breiðar og hnúa miklar. Maðurinn stóð um stund og horfði á hann. — Eruð þér einn vina Johnsons?, spurði hann og settist klofvega á annan stólgarminn. — Ekki get ég nú sagt, að ég sé í flokki vina hans, en ég þekki hann og hann mig, því að ég er vanur að aka honum 1 klúbbinn hans, og mér finnst Johnson vera fyrirtaks náungi. Ég held, að hann sé slyng ur kaupsýslumaður, og mér þykir vænt um, að hann vill greiða fyrir mér. Við spjöllum stundum saman um allt milli himins og jarðar og stundum spyr hann mig: Ert þú búinn að eignast eigin leigubíl, Eddie, — Og ég segi 1 glettni: Nei, en ég er að hugsa um að kaupa mér einn í næstu viku. Og þá hlær hann og gefur mér einn dollar í auka- þóknun. Maðurinn tók upp aluminium- vindlahylki: — Hérna Eddie, fáðu þér vindil. Leigubílstjórinn hristi höfuðið. — Hvers vegna viljið þér ekki vindil? Eruð þér ekki enn farinn að reykja? Maðurinn hló við. Hann tók sér vindil sjálfur og kveikti 1. — Jú, víst reyki ég, sagði Eddie og brosti • næstum, afsakandi. Ég er nýorðinn tuttugu og tveggja og ég er búinn að reykja 1 mörg ár en það er of dýrt fyrir mig að reykja vindla. Það er „lúxus“, sem ég get ekki veitt mér, og eftir að ég kynntist Mary geri ég allt sem ég get til þess að nurla mér saman nægilega miklu til þess að geta keypt mér bíl, því að þá getum við gift okkur. Allt þetta hefi ég sagt herra Johnson. Ég hefi sagt honum, að ef ég bara gæti . . . — Ég veit þetta all saman, Eddie, sagði maðurinn og blés frá sér blá um tóbaksreyk. Johnson hefir eins og ég sagði áður, sagt mér heilmik- ið um yður. Hann hefir líka sagt mér frá ýmsu, sem þér viljið vlst helzt ekki tala mikið um — eða að komist í hámæli. Hann sagði mér, hann Johnson, að það væri seigla í yður, og þér gætuð verið harður í horn að taka. Það er piltur, sem getur bitið frá sér, sagði hann og er ekki hræddur við neitt, og auk þess áreiðanlegastur allra leigu bílstjóra í borginni. Og hann hefir sagt við mig, að það væri synd og skömm, að það skuli dragast svona lengi, að þér getið eignazt bíl og kvongazt Mary. Nú, ég veit, að yður vantar lán, en það er ekki allt af auðvelt að fá lán, jafnvel smá lán — og svo er nú þetta með lán, — þau eru hættuleg, það er eins og menn séu alla ævina að Iosna úr skuldasúpunni. Þetta vissi Eddie veí og þess v:gna sagði hann ekkert. — Hvað munduð þér segja, Eddie, ef þér yrðuð allt í einu eigandi 5000 dollara?, spurði ókunni maðurinn hikandi. — Ég sagði eigandi, — ég átti ekki við lán, heldur að þér ynnuð yður inn 5000 dollara. — Það myndi gerbreyta fram- tíðarhorfum mínum, ef ég gæti unn- ið mér inn 5000 dollara, svaraði Eddie ákveðinn og horfði I augu mannsins með áttstrendu gleraug- un. — Fyrirtak, þá er allt 1 lagi, sagði maðurinn. Þér takið yður frí eitt kvöld og verðið bílstjóri fyrir mig. Þér eigið að aka mér á vissan stað og sækja mig á tilteknum tíma, en ekki á sama stað. Þegar þér sækið mig verð ég með tösku, sem verður full af „góðum dollurum". Þvl næst akið þér mér á stað, þar sem ég borga yður 5000 dollara — fyrir minnistap. — Að vissu leyti vildi ég gjarnan, sagði Eddie hikandi, en . . . . Mað- urinn opnaði töskuna á borðinu. — Það eru þúsund dollarar 1 henni þessari. Þá megið þér eiga og ef eitthvað skyldi misheppnast er hér hjálpartæki, sem getur dugað ódeigum manni í nærri hverri raun. — Hann tók litla skammbyssu upp úr töskunni og lagði á borðið. — Og kannski vilduð þér nú! kveikja í vindli. Eddie? Það var eins og Eddie hefði kyngt i einhverju. — Jú, þakka yður fyrir . . . þegar , þér þurfið á mér að halda ,herra ; . . . ? | — Kallið mig bara Rico, sagði i maðurinn. 1 hvert skipti, sem nýr yfirlög- regluþjónn var skikkaður til þess að starfa undir stjórn Harry Shaw, var hann vanur að segja: Mín reynsla er sú, að sé heil- brigð skynsemi 10 af hundraði, 40 af hundraði ástundunarsemi og 40 af hundraði rétt hugboð meginstoð ir lögreglumanns, sé hinn sami eins vel til starfsins fallinn og hægt er áð búast við Og þá mundi hinn nýi yfirlög- regluþjónn venjulega segja: Neodon Munið Neodon-þéttiefnin. Þau eru margs konar til notkunar eftir kringumstæðum. Beton-Glasúr á gólf, þök og veggi. Þolir mikið slit, frost og hita og ver steypu fyrir vatn’i og slaga og því að frostið sprengi pússninguna. Alla venjulega húsamálningu höfum við einnig eg rúí’agler. Málningarvörur sl Bergstaðastræti 19 . Sími 15166 T A R Z A N Láttu hann tala Tarzan, segir Tshulu. Hann myrti manninn I flugvélinni fyrir minna en hálfri klukkustund. Hvað segir þ(i um það Jim? spyr Tarzan. Það hefur verið skotið úr byssunni þinni nýlega. Ég sagði þér að ég hefði hætt póstfluginu til þess að verða ríkur sem fyrst, svarar flugmað- urinn. Nú ættir þú að koma þér héðan burt' áður en ... Áður en maðurinn sem þú ætlar að hitta kemur aftur? spyr Tarzan. Hann kemur ekki aftur Jim. Hann er dauður. ?5 — En þá vantar 10 af hundraði til. — Mikið rétt, mundi Harry Shaw segja, það þarf líka heppni og þá er komið upp í 100%. En það var hvorki heilbrigð skyn semi, ástundunarsemi eða hugboð sem varð orsök þess — skömmu eftir að Eddie fór af fundi Rico Motto — að Harry Shaw nam staðar I smágötu, vegna uppþots, og hafði hópur manna safnazt þar saman. Þetta var um kvöld, og yfir borginni lá bjarmi neonljósanna. .■iW, OÚN- og FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3 . Sími 18740 REST BEZT-koddaf. Endurnýjuxn gömlu s.ængumar, eiguin dún- og fiðurheld ver. Selium æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. o PHNER verkstæðið l?evgslaáasfi(r(i 3 •■ Síwi IQÓ5I Fré ir&iiiðslcálcisiuiti Smurt brauð_og snittur cockteilsnittur brauðtertur. - Símar 37940 og 36066. BÍLA OG BÚVÉLA SALAN v/Mikiatorg Sími 2 3136

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.