Vísir - 12.10.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 12.10.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. — Mánudagur 12. október 1964. — 233. tbl. MUMMIFRA FLA TFYRI FÓRSTS.L LAUGARDAG Fjórir menn drukknudu — Tveimur vnr bjurguð Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, setur þingið. Alhingi sett á laugardag Ölafur Thors aldursforseti Alþingis stýrði fyrsta fundinum. Alþingi var sett sl. laugardag. Athöfnin hófst með því, að alþing- ismenn gengu til kirkju ásamt for seta Islands og biskupi og hlýddu þar guðsþjónustu. Að lokinni messu hófst fundur í sameinuðu þingi. Forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson las upp forseta- bréf frá 25. f.m. um að Alþingi skyldi koma saman 10. okt. og lýsti sfðan Alþingi sett og árnaði því heilia í störfum. Þá sagðist hann vilja nota þetta Framh. á bls. 6. Fjórir menn drukknuðu, þegar vélbáturinn Mummi lS 366 frá Flat eyri fórst sl. Iaugardag. Tveir menn björguðust í gúmbjörgunar- bát og fann flugvéi Landhelgis- gæzlunnar þá á reki á sunnudags- morguninn. Mummi fór í róður frá Flateyri kl. 7 á laugardagsmorg- uninn, en siðast heyrðist til báts- ins kl. 12,30 sama dag og var hann þá staddur 9 sjómílur vestur af norðri frá Barða. Þeir sem björg- uðust voru skipstjórinn, Hannes Oddsson, og háseti frá Færeyjum. Olaf Austad. Vélbáturinn Mummi ÍS 366 var um 50 tonn að stærð og reri með línu frá Flateyri. Eins, og fyrr seg- ir, fór Mummi I róður kl. 7 á laug ardagsmorguninn og kl. 12,30 á há degi hafð'i hann sfðast samband við land. Var báturinn þá staddur um 9 sjómílur vestur af norðri frá Barða. Eftir það heyrðist ekkert frá bátnum. Slysavarnafélagið var beðið um að grennslast eftir bátnum kl. 1,30 aðfaranótt sunnudags og leitaði það þá strax t'il Landhelgisgæzlunn ar um aðstoð. Varðskipið Óðinn fór strax á vettvang og sömuleiðis voru skip og bátar sem voru á svip uðum slóðum, beðin um að leita að honum. — Um tíu leytið á sunnudagsmorguninn fann varð- skipið Óðinn brak úr bátnum á svipuðum slóðum og síðast heyrð- ist til Mumma. Strax og varðskipið fann brakið, sendi Landhelgisgæzl an flugvél sína á vettvang til þess að leita, ef einhverjir skyldu hafa komizt af f björgunarbát. — Bar leit flugvélarinnar þann árangur, að hún fann gúmbjörgunarbát á reki 22 sjómílur 241 gráðu frá Látrabjargi. Tveir menn voru í bátnum, og voru þeir báðir við beztu heilsu. I bátnum var skip- stjórinn á Mumma, Hannes Odds- son og færeyskur háseti, Olaf Austad. Engar líkur eru taldar fyrir því að hinir mennirnir fjórir hafi bjargazt. Um svipað leyti og brak úr bátnum fannst, var búið að skipuleggja leit úr iandi. Landhelg isgæzlan brá mjög fljótt og vel við og fór varðsk'ipið Óðinn strax til leitar undir stjórn Jóns Jónssonar, skipherra og síðan fann Sif, flug- vél Landhelgisgæzlunnar, gúmbjörg unarbátinn á reki. Skipherra á Sif Framh. á bls. 6. sendn upp þrjú menn Rússar skutu í morgun á loft nýju geimfari með þremur mönn um innanborðs. Tilkynnti Moskvuútvarp'ið þetta f morg- un og stöðvaði allar venjulegar útsendingar til þess að koma fréttinni að. Skýrt var frá því, að þetta hefði verið gert með nýrri teg- und af eldflaug, sem væri miklu stærrí og fulikomnari en þær eldflaugar, sem þekkzt hefðu fram til þessa. Staðreyndirnar í handritamólinu: Frumvarpii um afhendingu verður samþykkt en hópur manna reynir að stofna til æsinga í síðustu viku dvaldist fréttamaður Vísis nokkra daga í Kaup- mannahöfn til að kynna sér viðhorf manna þar í handritamálinu. Sú mynd, sem hann fékk af þessu í mörgum viðtöl- um við fræðimenn og stjórnmálamenn í Höfn er í stuttu máli þessi: ■Ar Danska þjóðþingið mun samþykkja að nýju með mikl- um atkvæðamun frumvarpið um að afhenda íslendingum meginhluta handritasafns Áma Magnússonar. ir Tveir aðalflokkanna, Jafn- aðarmenn og Radikalir standa einhuga um þessa ákvörðun og sömuleiðis þingmenn úr öllum hinum flokkimum, svo að "Iokka deilur munu ekki eitra málið. ★ Þeir sem styðja þessa á- kvörðun vilja, að handritin verði afhent sem gjöf til íslands á sem virðulegastan hátt. Þeir segja, að þingmeirihluti sé tryggður og því séu miklar um- ræður um mállð óþarfar og að- eins til þess fallnar að kveikja ófriðarbái. T*r Á móti hefur hins vegar ris ið' fámennur hópur háskóla- manna, sem blæðir f augum lfkt og bókasöfnurum, að missa slíka dýrgripi úr landi. ic Þar sem málinu var frest- að milli kosninga hefðu þeir sem vefengdu það með undir- skriftasöfnun átt að bera það upp f kosningunum i haust. í stað þess minntust þeir aldrei á það, enda enginn áhugi á málinu meðal almennra kjós- enda. if Hins vegar hefur þessi fá- menni hópur nú reynt að stofna til æsinga um málið og gefið út í því skyni pésa einn, sem er svo lítill og ómerkilegur, að þó að hann hafi e.t.v. verið prent- aður f nokkrum þúsundum ein- taka hefur það verk vart kostað meira en nokkur hundruð dansk ar krónur. Smávegis tilraun sýndi að hann fékkst ekki f bóka búðum né blaðsöluturnum og afgreiðslufólkið þekkti ekki einu sinni til hans, þó skrifað hefði verið um hann í blöð. •k En í þessum bæklingi sýna andstæðingamir hins vegar, að þeir eru reiðubúnir að beita ó- heiðarlegum vopnum, svo sem hreinum rangfærslum eða ala á þeirri hugmynd, að íslendingar séu svo vanþroska, að þeir séu ekki færir um að varðveita hand ritin eða annast vísindastarf. if Síðan reyna þeir að hræra sem mest upp í málinu og vona að takast megi að skapa þjóð- emislegan æsing, sem geti orð- ið þröskuldur f vegi. Liður í þessu eru margháttuð blaða- skrlf. Sumar af rangfærslunum kunna að vera bornar fram í þelm tilgangi aðallega, að reyna að æsa íslendinga sjálfa upp, svo að átök aukist. if Bak við þessar aðgerðir stendur að einhverju Ieyti sjálf stjórn Ámastofnunarinnar. Hún eða formaður hennar, Christian Westergaard Nielsen kemur ekki opinberlega fram, en lítur með velþóknun á bæklinginn. Stjórnin mun og á næstunni eða um það bil sem umræður hefjast á þingi, byrja ákveðna áróðursstarfsemi, sem á að sanna fólki, hve danskir fræði- menn vinna merkilegt vfsinda- starf í sambandi við handritin. -jV Formaður stofnunarinnar, Westergaard Nielsen, fékkst Framh. á bls. 6 Víðtæk leit að Sæfelli frá Flateyri Víðtæk leit er nú haf- in bæði úr lofti og á sjó að vélbátnum Sæfelli frá Flateyri. Báturinn var að koma úr slipp á Akur- eyri og var á leið til Flat- eyrar, þegar síðast heyrð ist til hans, um miðnætti á laugardag. Áætlaði þá skipstjórinn að vera kominn til Flateyrar í gærmorgun. Ekkert hefur heyrzt frá bátn- um og hefur nú verið skipulögð víðtæk leit að honum. Tvær flug vélar taka þátt í leitinni, Sif, flugvél Landhelgisgæzlunnar og flugvél frá Birni Pálssyni. Frá ísafirði eru farnir þrír bátar til leitar og hittu þeir varðskip við Straumnes, og er leitinni stjórnað frá þvi. Sæ fellið er milli 70 og 80 tonn að stærð og gerir kaupfélagið á Flateyri bátinn út. Áætlað er að báturinn hafi verið staddur 20 t’il 30 sjómílur austur af Horni, þegar síðast heyrðist frá hon- um. — Einkum er leitað á Húna flóa og meðfram Ströndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.