Vísir


Vísir - 14.10.1964, Qupperneq 3

Vísir - 14.10.1964, Qupperneq 3
3 VlSIR Miðvikudagur 14. Illll II IWII iw llllll llllll október 1964. Fjöldi gesta var við setningu Iðnskólans í gær, er hann var settur í sextugasta og fyrsta sinn. Sést hér yfir hluta af salnum, í fremstu röð sitja, talið frá vinstri: Jóhann Hafstein og frú, Gunnar Thoroddsen og frú, Gylfi P. Gíslason, Helgi Hermann Eiríksson, fyrrverandi skóla- stjóri Iðnskólans, borgarstjórafrúin og Geir Hallgrímsson. Afmælishátíð Iðnskókns ;áö£íSÍSyKí-x-»K\ Þór Sandholt, skólastjóri Iðnskólans, heldur ræðu. Jafnframt 60 ára afmæli skólans, er tíu ára starfsafmæli skólastjóra. Hefur hann gegnt cmbætti næstlengst þeirra skólastjóra, sem hafa verið við Iðnskólans. Björgvin Frederiksen, vélvirki, hefur fært skólanum að gjöf fyrir hönd þeirra, sem brautskráðust 1934, málverk af fyrrverandi skólastjóra, Helga Hermanni Eirikssyni, málað af örlygi Sigurðssyni, en Helgi Hermann gegndi skólastjóraembætti Iengst allra, eða 31 ár. Frú Hulda Sveinbjörnsdóttir, eina konan í árganginum, afhjúpar málverkið. Fjölmenni var samankomið í nemendasal Iðnskólans f gær, þegar hann var settur í sextugasta og fyrsta sinn. Á skólinn sér margþætta sögu, hann var formlega stofnaður árið 1904 en árið 1873 varhafizthanda um kennslu sérstaklega ætlaða iðnaðarmönnum. Þá stofnsetti Iðn aðarmannafélagið í Reykjavík sunnudagaskóla og rak hann f 3 ár fyrir samskotafé og ágóða af hlutaveltum. Eftir þessa byrjun gekk illa með skólahaldið, en 1877-1883 starf aði skóli fyrir iðnaðarmenn árlega en fellur þá niður aftur vegna ó- nógrar þátttöku. Tíu árum síðar er enn stofnað til skólahalds, var þetta fyrst og fremst teikniskóli. og fór kennsla fram síðdegis á sunnudögum. Kennsla var ókeyp is fyrir félagsmenn Iðnaðarmanna fé’agsins, en aðrir greiddu 2 kr. í skólagjald. Einhver kennsla var árlega sfðan en 1904 er sett reglu gerð um skólann og kemst kennsla þá í fast form. Fjöldi veglegra gjafa barst skól anum og hlýjar árnaðaróskir. — Myndsjáin í dag sýnir sextfu ára afmælishald skólans. Veglegar afmælisgjafir bárust skólanum á þessum tímamótum hans. Þarna sjáum við, er frú Dóra Þórarinsdóttir hefur afhent brjóstlíkneski af Þórarni B. Þorlákssyni, fyrrverandi skólastjóra Iðnskólans, gert af Ágústi Sigurmundssyni. Það var árgangurinn, sem útskrifaðist 1922, sem gaf skólanum þessa gjöf.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.