Vísir - 14.10.1964, Page 5
VlSIR . Miðvikudagur 14. október 1964.
5
Varðarfundur —
Framh. af 1, síðu:
flest frá grunnf. Vegakerfið er j
kostnaðarfrekara á ýmsan hátt
en t.d. í Danmörku og öll utanrfk
isþjónusta verður hlutfallslega
miklu dýrari.
TOLLAR OG AÐFLUTNINGS-
GJÖLD GEFA MEST.
í hverju eru skattaálögurnar
fólgnar?
Þær eru að langmestu leyti
fólgnar í aðflutningsgjöldum og
tollum eða um 1600 millj. sölu- j
skatti 600 millj einkasöluágóða:
430 millj. og tekjuskatti 375
millj. I
Tollar eru hér hlutfallslega
háir miðað við önnur lönd og j
hfsstir 125% fyrir utan tolla af |
bílum. En þeir hafa farið hríð- j
iækkandi undanfarin ár t.d. voru
þeir hæstir 344% fyrir 1961. En j
við hljótum að halda áfram að j
lækka tollana til hagsbóta fyrir :
allt atvinnulíf og Utflutnings-
framleiðslu, einkum þó á vélum j
enda fer nú fram athugun á j
þeim málum öllum.
Einnig er tollalækkun nauð- j
synleg í framtíðinni, þv£ þróun-!
in á Vesturlöndum hefur orðið
sú, að hér eru mynduð víðtæk
tolla- og verzlunarbandalög.
Þá er það söluskatturinn. Um
réttmæti hans hefur löngum ver
ið deilt en flestar þjóðir á Vest-
urlöndum hafa farið æ lengra
út á þá braut til tekjuöflunar.
Síðan fór ráðherrann nokkrum
almennum orðum um beina og ó
beina skattheimtu og verður það
ekki nánar rakið hér.
TEKJUSKATTUR AÐEINS
10-12% HEILDARTEKNA
Þessu næst ræddi hann um
tekju- og eignaskattinn. Tekju-
skatturinn væri nú hlutfallslega
lægri nú en löngum áður, eða
aðeins 10—12% af heildartekjum
rikissjóðs. í tíð vinstri stjórnar-
innar hefði þessi sama skatt-
heimta numið 19-24% af heild-
artekjunum. Árið 1959 hefði ó-
ánægjan með skattalöggjöfina j
verið orðin svo gífurleg, að ekki j
varð við unað. Og á Alþingi 1960
hefði lögunum verið gjörbreytt og
tekjuskattur afnuminn af almenn
um launatekjum, sem einnig varð
til þess að draga Ur skattsvikum.
Síðan liðu nokkur ár en þá fengu
opinberir starfsmenn mikla
launahækkun svo og aðrar stéttir i
2-3 sinnum kauphækkanir þetta
sama ár. Var þá viðbúið að lina
þyrfti skattstigann nokkuð, og
var það gert á sfðasta þingi, svo
nam í allt 80 millj. kr. Þetta var j
kallað í herbúðum stjórnarand- i
stæðinga skattahækkun eða a.m. j
k. álitu þeir skattstigann miklu j
verri en 1960. En hvers vegna
miðuðu þeir aldrej við skattstig-
ann eins og hann var fyrir 1960?
Lauslega áætlaðar meðaltekjur
verkamanns í Reykjavík eru 108
þús. kr. og af þeim borgar með-
alfjölskylda nú ekkert. Ef lögun
um hefði ekki verið breytt á síð-
asta þingi, hefði hún borgað 1300 j
kr., en ef Iögin, sem giltu fyrir
1960, þ.e. í tíð vinstri stjórnarinn
ar, hefðu verið í gildi nú hefði ;
hún borgað 4883 kr. Um þetta
þegja stjórnarandstæðingar sem
fastast. En hækkandi tekjur al-
mennings gera breytingar á
skattalögunum nauðsynlegar. Ber
þar fyrst að nefna hækkun per-
sónufrádráttar, stækkun bila 1
skattstiganum og greiðslu af
tekjum jafnóðum og þeirra er
aflað.
Þá sagði ráðherrann, að oft
hefði heyrzt, að tekjuskatturinn
væri hærri hér en í nágranna-
löndunum. En borið saman við
Noreg væri annað upp á teningn
um. Áf 150 þús kr. tekjum borg
aði meðalfjölskylda hér 3600, í
Noregi 7244 eða tvöfalt meira.
Af 200 þús. kr. borgaði hún hér
á landi 16900 kr., í Noregi 18000.
Útsvör væru svipuð.
Þá sagðist ráðherrann vilja
draga fram fjórar ályktanir af
því sem fram væri komið.
1. Opinber gjöld væru lægri
hér á landi miðað við þjóðarfram
leiðslu en í nágrannalöndunum.
2. Þessi gjöld væru lægri nú
í ár en áður.
3. Tekjuskattur væri nú lægri;
hundraðshluti af tekjum ríkis- 1
sjóðs en áður.
4. Skattar miklu lægri nú en ef
skattstiginn frá tíð vinstri stjórn
arinnar væri í gildi.
Nú færi fram víðtæk rannsókn
á skattalögunum og yrði frv. til
linunar tekjuskatti lagt fyrir
þetta þing. En enn væri athugun
skammt á veg komin á lögunum
um tekjustofna sveitarfélaga.
Að lokum sagði Gunnar Thor-
oddsen, að meginsjónarmiðið í
öllum skattalögum væri, að í-
þyngja ekki um of atvinnuveg-
unum, verða þeim ekki fjötur um
fót. Þó mættu þau ekki vera þann
ig, að þau drægju úr framtaki og
vinnusemi einstaklingsins. Og að
lokum þyrftu þau að vera það
sanngjörn og réttlát að þau
stæðu djúpum rótum í réttarmeð
vitund almennings. Þannig væri
spornað gegn skattsvikum.
Geimfarar —
'■rarni -ít ols 1
ferð þessi gekk vel og 'allir kom-
ust geimfararnir þrír heilu og
höldnu til jarðar.
Sérfræðingar á Vesturlöndum
telja þó hugsanlegt, að eitthvert
óhapp hafi gerzt í ferðinni, sem
ekki hefur verið skýrt frá, vegna ;
þess, að ráða má af fyrri til- j
kynningum Rússa, að geimfarið
hafi átt að vera Iengur á Iofti
en einn sólarhring. Hefur kom-
ið upp grunur um að einn hinna ,
þriggja geimfara kunni að hafa
veikzt.
Geimferð bessi er samt álitin j
mikill sigur fyrir Rússa og er j
bent á það á Vesturlöndum, að j
hún kunni að hafa hernaðarlega |
býðingu, því að hún sýni að !
Rússar séu nú færir um að setja 1
geimstöð upp á braut kringum \
iörðina.
Ennfremur hefur sérstaklega
verið bent á með hve mikilli
nákvæmni svo stóru geimfari
var skotið á braut, og stjórnað
þar og bendir þessi nákvæmni ;
t
Eiginkona mín
HRAFNHILDUR M. EINARSDÓTTIR BRIDDE
Egilsgötu 12
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15.
okt. kl. 2 e. h.
Blóm afþökkuð. En þeim, sem vildu minnast hinnar
látnu, er bent á líknar- og hjálparsjóð skáta.
Fyrir hönd aðstandenda
Hermann Bridde.
til bess, að Rússar séu að verða
færir um að senda mannað geim
far til tunglsins. Er jafnvel talað
um að þeir muni ætla að fram-
kvæma það verk á næsta ári,
meðan Bandarfkjamenn miða við
árið 1970.
Leitin —
Framh. af 1. síðu:
arfirði og um útnesin norður að
Bolungarvlk. Síðan frá Grænuhlíð
um Aðalvík og alla leið norður að
Horni. Var gott skyggni á þessu
svæði, flugu þeir mjög lágt, skoð-
uðu fjörurnar, en sáu ekkert nema
rekavið, lóðabelgi og nokkrar tunn-
ur, hluti, sem liggja inni í hverri
vík Einnig flugu þeir yfir mann-
lausar byggingar á þessu svæði, en
þeir urðu einskis varir.
Þegar þeir komu að Horni varð
þokubakkinn þar fyrir þeim og var
þoka niður undir sjó á Homströnd
um. Þeir héldu áfram suður með
ströndinni og þar sem gloppur
komu I þokuna hjá Munaðarnesi
héldu þeir leitinni áfram, en það
bar ekki heldur neinn árangur. Það
svæði var og búið að leita áður á
landi.
Á Sæfelli eru þrír menn, allir frá
Flateyri:
Haraldur Olgeirsson, skipstjóri,
Svavar Sigurjónsson, .
og Ólafur Sturluson.
Tveir þessarra manna eru fjöl-
skyldumenn.
Loftleiðir —
tramh at bls 1.
Reykjavikur í kvöld til að ræða
við fulltrúa í utanríkisráðuneyt
inu hér um Loftleiðamálin. Sá
fundur hefst í Reykjavík á morg
un.
Vitað er að þgssi fundur loft-
ferðafulltrúa utanrtkisráðuneyt-
anna er liður £ undirbúningi
fundar utanríkisráðherra Norður
landanna, sem haldinn verður 1
Reykjavík dagana 27. og 28.
þessa mánaðar. Á þeim fundi
munu Loftleiðafargjöldin koma
til kasta utanrikisráðherranna,
sem munu segja sitt síðasta orð
í þessu sambandi, en eins og
kunnugt er rennur loftferða-
samningurinn við skandinavisku
löndin út núna um mánaðamót-
in.
Augljóst er af skrifum blaða
I SAS-löndunum, m. a. af grein
í Berlingske Aftenavis í fyrra-
dag, að þ er SAS-löndunum
mestur þyrnir £ augum að Loft-
leiðir skuli líta á leiðina milli
York og Skandinavfu sem tvær
leiðir, frá íslandi til Ameríku
og islandi til Skandinavíu, Sam
kvæmt þéim skilningi halda
Loftleiðir óbreyttum fargjöldum
á leiðinni milli íslands og Skand
inaviu, en lágu fargjöldin eru
aðeins á leiðinni milli Islands og
New York. SAS, og talsmenn
þeirra samtaka, vilja endilega
lita svo á að leiðin milli Skand-
inavíu og New York um ísland
sé ein leið, Iangflestir farþeg-
anna, sem Loftleiðir flytji frá
Skandinavíu til íslands, haldi á-
fram til Amerfku, þótt þeir
verði að skipta um flugvél á
Islandi, og eins fljúgi langflestir
þeirra, sem komi með Loftleið-
um að vestan, til Skandinavíu.
Hitt vita auðvitað allir, sem
vilja vita, að þetta er fjarri
sannleikanum. Mikill fjöldi far-
þegar, sem kemur með Loftleiða
flugvélum að vestan, fer til Lux
emburg, en alls ekki til Skand-
inaviu.
Æskulýðsvika
ÖKUNÍÐINGAR
Á FERÐ í NÓTT
í nótt elti lögreglan i Reykja-
vík uppi drukkinn ökumann,
sem ekki sinnti ítrekuðum stöðv
unarmerkjum hennar og ók síð-
an á lögreglubílinn eftir að
hann hafði komizt framfyrir bif-
reið hans til að stöðva hana.
Það var rétt fyrir klukkan 2
í nótt að lögreglumenn voru á
leið inn Skúlagötu í eftirlitsferð.
Þegar þe'ir komu móts við gatna
mót Skúlagötu og Ingólfsstrætis
sjá þeir bíl skammt undan, en
veittu því strax athygli hve öku
maðurinn virtist óöruggur við
stýrið. Gáfu þeir honum þá
merki um að nema staðar, en
þvi var ekki sinnt og heldur
ekki þótt lögreglan endurtæki
stöðvunarmerkin i sifellu. Mað-
urinn hélt ferð sinni áfram óhik
að og lögreglubifreiðin á eftir.
Þegar komið var inn að Skúla
torgi, voru fleiri bílar þar í um-
ferðinni og töldu lögreglumenn-
irnir að þe'ir yrðu að láta til
skarar skríða við ökumanninn
svo forðað yrði frá meiri háttar
árekstrum eða jafnvel slysum.
Hertu þeir því sem mest á ferð-
inni, óku fyrst fram með bílnum
og þegar ökumaður sinnti enn
ekki stöðvunarmerkjum lög-
reglumannanna, óku þeir fram
fyrir hann I þeirri von að þá
sæi maðurinn sitt óvænna og
stöðvaði bíl sinn. Það gerði
hann þó engan veginn, heidur
ók aftan á lögreglubílinn og
varð af mikið högg.
Bfll ökumannsins drukkna
skemmdist allmikið við árekstur
inn, en lögreglubíllinn minna.
Menn sakaði hins vegar ekki.
Ökumaðurinn, sem er um hálf-
fimmtugt, var dauðadrukkinn
og virtist lítið vita, hvorki í
þennan heim eða annan. Hann
var færður til blóðrannsóknar
og að því búnu i fangageymslu.
Að öðrum ökuníðingi leitaði
lögreglan I morgun, og fannst
hann eftir nokkra leit. —
Sá hafði ekið á tvo kyrr-
stæða bíla á Laugarásveginum
móts Við Sundlaugaveginn ein-
hvern tíma seinni hluta nætur,
að því er talið er. Sá bíllinn,
sem fyrr hafði orðið fyrir högg-
inu var mjög mikið skemmdur,
en hinn minna. Aftur á móti var
bifreið ökumannsins sjálfs allt
að því í klessu eftir áreksturinn
og var bíll frá Vöku látinn hirða
hann af árekstursstað í morgun.
Komið var að bilunum þrem-
ur í þessu . ásigkomulagi um
sexleytið í morgun. Þá var stað
urinn mannlaus og vél bflsins,
sem árekstrinum hafði valdið,
um það bil köld orðin. Lögregl-
an hóf strax leit að ökumann-
inum, sem fannst fljótlega og
var málið i rannsókn, er blaðið
fór í prentun.
mrnm
Síðustu fréttir
í 4x100 m. boðsundi setti sveit
Bandaríkjanna glæsilegt heimsmet
og vann Ol-gull á 3:33.2 mín. en
USA átti gamla metið 3:36.1 mín.
Önnur varð sveit Þjóðverja á
3:37.2, 3. Ástralía 3:39.1, 4. Jap-
an 3:40.5, 5. Svíþjóð á 3:40.7 og 6.
Rússland á 342.1
í 100 m. baksundi kvenna vann
bandaríska stúlkan Sheron Stout-
er á nýju heimsmeti 1.07.7 mín.
Ekki höfðu borizt fréttir af 400
m. fjórsund; karla þegar blaðið fór
i pressuna, en dýfingar karla fóru
þannig að þrír Bandaríkjamenn
skipuðu verðlaunasætin og vann
Kenneth Sithberger gullverðlaun.
Tyrki vann gullverðlaun í fjöl-
bragðaglímu í millivigt, en f flugu
vigt og fjaðurvigt fengu Japanir
tvö gullverðlaun í morgun.
Spilakvöld hjó
Borgfirðingofél.
atriðum jafnhliða. Þátttaka hefur
jafnan verið mjög mikil og spila-
kvöld þessi eða kvöldvökur átt
miklum vinsældum að fagna.
Bretland —
‘ramb at Ols 16
fram í sjónvarpinu. Forsætis-
ráðherrann ræddi einkum inn-
anríkismál. Einnig kom hann
inn á vandamál kjarnorkuvíg-
búnaðar. Gagnrýndi hann harð-
lega þá stefnu Verkamanna-
flokksins. að Bretland ætti að af
sala sér kjarnorkuvopnum.
Hann sagði, að utanríkisstefna
Breta ætti að stuðla að sætt-
um milli Austurs og Vesturs.
En til þess að tillit yrði tekið
til Breta og þeir gætu gegnt
slíku ætlunarverki, yrðu þeir
að vera sterkir. Það væri fjar-
stæða, að Bretar afsöluðu sér
kjarnorkuvopnum á sama tíma
og Frakkar og Kinverjar væru
að koma sér þeim upp.
Ótal skoðanakannanir hafa
farið fram í Bretlandi, en ó-
tryggt að byggja nokkuð á þeim
sumar sýna meirihlutafylgi I-
haldsmanna, aðrar meirihluta
Verkamannaflokksins. Svo ó-
mögulegt er að staðhæfa neitt
um það hvor vinnur sigur.
Iðnskólinn —
Framh. af bls 16
um, 24 með 286 ncmendum, al'
1518 einstaklingar. 81 þessara
manna komu i fleiri en eitt nám-
skeið eða framhaldsdeildir eftir
skólalok. Urðu nemendur því alls
1609“.
I kvöld tala á somkomu æsku-
lýðsvikunnar séra Magnús Guð-
jónsson sóknarprestur á Eyrar-
bakka. Helga Steinunn Hróbjarts
dóttir og Hilmar E. Guðjónsson.
Æskulýðskórinn syngur. Allir vel-
komnir. — KFUM og K
| Borgfirðingafélagið í Reykjavík
hefur vetrarstarfsemi sína á morg-
jun með spilakvöldi að Hótel Borg.
I Undanfarin ár hefur Borgfirðinga
'félagið rekið fjörmikla spilastarf-
semi — félagsvist — vetur hvern
i og venjulega með ýmsum skemmti-
Enn fremur má geta þess að Iðn
skólinn tekur við um 30% þeirra
nemenda, er Ijúka skyldunámi í
Reykjavík.
Á sfðastliðnu ári voru 83 kenn-
arar alls við skólann, en starfslið
í heild var á annað hundrað.
T;iTE3Ð*