Vísir - 14.10.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 14.10.1964, Blaðsíða 7
V£jSIR . Miðvikudagur 1.4 okióhcr i!)<54 7 r XIS. hluti Warren-skýrslunimr >1 J Lögreglunni í Dallas varð snemma ljóst, að líf Lee Harvey Oswalds var í hættu. Svo mikil reiðiaida reis upp gegn þessum manni, sem var grunaður um glæpsamlegan verknað, er fyllti alla banda- rísku þjóðina hryllingi og harmi, að enginn vafi -»;at leikið á því, að margir væru tíl, sem myndu vilja hefna sín á honum. Sjálf- ur yfirmaður Sambandslögregl- unnar FBI, Edgar Hoover, sendi sérstakt skeyti frá Washington til lögreglunnar í Dallas, þar sem hann lagði megináherzlu á það, að framkvæma yrði allar hugsanlegar öryggisráðstafanir til að vernda fangann. Ýmsar öryggisráðstafanir voru og framkvæmdar. Hópur lög- reglumanna umkringdi Oswald hvenær sem hann var leiddur eftir göngunum. Öviðkomandi mönnum var bannaður aðgang- ur að göngunum. Eina skarðið í þetta var, að fréttamenn fengu eftir sem áður að koma inn og því, að tilræðismenn Ieyndust ekki í hópi blaðamannanna. Warren-nefndin gagnrýnir það m. a., að yfirheyrslur skyldu ekki vera fluttar á einhverja aðra hæð byggingarinnar, úr því að fréttamennirnir fylltu ganga þriðju hæðarinnar. Ekkert gerðist þó á föstudag og laugardag, þegar öryggisráð- stöfunum var mest áfátt. En nú fóru að berast hótanabréf til Oswalds í fangelsinu, sem sýndu glögglega þann takmarka- lausa haturs- og hefndarhug, sem menn báru til hans. Til þess að reyna að tryggja öryggi hans betur, var þess vegna ákveðið að hann skyldi fluttur á sunnu- dagsmorgun eftir yfirheyrslu til Borgarfangelsis'ins. Eftir það hefði verið hægt að fylgja ör- yggisreglum fastar fram. Strangar öryggisráðstafanir Það er kaldhæðnislegt, að ■ .... : ■ Jack Ruby hleypur fram og skýtur Oswald, Um kl. 11,20 fóru lögreglu- menn upp í annan bílinn og óku honum út eftir bakopi undir- ganganna út á Main Street. Óku þeir síðan í kringum húsið fram á Commerce-stræti og stilltu bílnum upp fyrir framan bryn- varða bílinn og ætluðu að aka á undan honum til Borgarfang elsisins, Hugsanlegt er, að Jack Ruby hafi þá komizt framhjá verði við op undirganganna í Main Street um leið og þessi lögreglubíll fór þar upp. Þama kemur hann! Rétt um sama leyti var komið með Oswald niður í Iyftunni. Strax og hann kom út úr fang- elsisskrifstofu, sem er í kjallar- anum við lyftuna heyrðist hróp- að í hópi blaðamannanna: „Þarna kemur hann!“ og hreyf- ing komst á hópinn. kvikmynda- tökuljós voru kveikt og flash- ljós frá myndavélum kviknuðu hvert á fætur öðru. Fréttamenn irnir ýttu hljóðnemum að fang anum og reyndu að fá hann til að segja eitthvað. Þannig hafði Oswald verið leiddur rétta þrjá metra frá skrifstofudyrunum og var rétt kominn í undirgang- inn, þegar maður vatt sér allt í einu fram úr hópi ljósmyndar- í öllu fátinu virðist sem eftirlitið hafi ekki verið nógu strangt. Jack Ruby á ferli Sú staðreynd sést t. d. af kvik- myndum úr göngunum, að Jack Ruby, sem síðar myrti Oswald, var þar seint á föstudagskvöld- ið, þó að hann væri ekki blaða- maður. Hann var viðstaddur hinn fjölmenna blaðamanna fund, sem þá var haldinn með Oswald. Yfirheyrslurnar yfir Oswald héldu áfram í morðdeildinni á 3. hæð, en það þýddi að fara varð með Oswald eftir gangin- um að lyftu. Þann tíma var ör- yggis lians ekki nægilega gætt, því að engin trygging var fyrir Oswald var myrtur á sunnudags morguninn, þegar loksins hafði verið komið á miklu strangarj öryggisreglum en áður. Þá höfðu um 70 lögregluþjónar ver ið kvaddir saman í lögreglustöð- inni beinlínis til að tryggja ör- yggi hans i sambandi við flutn inginn til Borgarfangelsisins. Og þá var brynvarinn fangaflutn- ingabíll fenginn til Iögreglustöðv arinnar til að flytja hann í til fangelsisins. Var í fyrstu áællað að flytja hann í honurn, en síðan skyldi breyta því og flytja Os- wald falinn í venjulegum lög reglubfl, en nota brynvarða bíl- inn til að draga athyglina frá honum. an gætti mikillar varúðar var, að hringt hafði verið til hennar og skýrt frá því að hundrað manna flokkur hefði tekið sig saman um að myröa Oswald. Fréttamenn komust á snoðir um það, að ætlunin væri að flytja Oswald á brott úr lög- reglustöðvarbyggingunni á sunnudagsmorguninn. Koma hins brynvarða flutningabíls sannaði það Iíka. Undirgangur niður í kjallarann Hin stóra lögreglustöðvarbygg- ing stendur á milli Main Street og Commerce-street. Á milli þessara stræta f gegnum bygg inguna miðja liggur undirgang- ur fyrir bílaumferð niður í kjallarann. Þar eru bifreiða- geymslur og auk þess er al gengt að aka með fanga til og frá lögreglustöðinni gegnum þennan undirgang, að lyftu, sem er þar í miðju húsi. Nú var hinum brynvarða flutn ingabíl komið fyrir f útkeyrslu- opinu fram að Commerce-stræti. En þessi brynvarði bíll var mjög þungur og klossalegur, svo að ökumaðurinn óttaðist að ef hann færi niður hallann niður í kjall- arann, þá kæmist hann ekki upp. Svo að hann fór aldrei lengra en bakka honum inn f op und- irgangsins. Þetta hafði m. a. þau áhrif, að lögregluforingjarnir á kváðu að nota ekki fangaflutn ingabílinn til að flytja Oswald, heldur lögreglubíl, sem stóð i miðjum undirganginum. Fanga- flutningabílinn skyldi aðeins nota til að villa fólkinu sýn. Kl. 9 á sunnudagsmorgun voru fyrirskipaðar strangar ör yggisráðstafanir f kjallaranum ‘Lögreglumenn fóru um allan kjallarann og vfsuðu út öllum öðrum en lögreglumönnum. Síð- an voru verðir settir við allar útgöngudyr, og ströng fyrirmæli gefin um að hleypn engum niður í kjallarann, nema fréttamönn um, sem sýndu skilríki. wmanMMMnNwaHMM Ástæðan til þess hve lögregl- Main Street (punktalínan) og hvaða lcið Oswald var leiddur (brotna strikið)._______________________________________________________ i ii iiiimi> n ...................................... 11 imiumii FangaflutningabíIIinn stóð í opi undirganganna fram að Commerce- Street. Aðeins fréttamenn og lögreglumenn í kjallaranum Eftir að þessar ráðstafanir höfðu verið gerðar var hópi fréttamanna og ljósmyndara hleypt niður í kjallarann og skil ríki þeirra skoðuð vandlega — Flestir fréttamennirnir segja, að skilríki þeirra hafi verið vand lega skoðuð, passamynd borin saman við handhafa o. s. frv. — Nokkrir fréttamenn halda þvi hins vegar fram, að skilríkja þeirra hafi ekki verið krafizt Alls voru um 40 fréttamenn og 75 lögregluþjónar f kjallaranum. Fréttamennirnir urðu að stilla sér upp meðfram öðrum veggn um á leið þeirri sem Oswald yrði leiddur frá lyftudyrum að lög- reglubifreiðinni, sem átti að flytja hann. Aðstaðan var nú þannig, að brynvarði fangaflutningabíllinn stóð í opi undirganganna út að Commerce stræti, en tveir lög- reglubílar voru undir miðju hús- inu. anna. þreif upp skammbyssu og skaut hann í kviðarholið. Til- tæðismaðurinn var Jack Ruby, næturklúbbseigandi f Dallas. Það hefur verið eitt þýðingar- mesta rannsóknarefni Warren nefndarinnar, að reyna að kom- ast að þvf, hvernig og hvenær Ruby komst niður í kjallarann. Til þess hefur hún skoðað allar kvikmyndir og ljósmyndir, sem þarna voru teknar. Það eitt er víst, að Ruby hefur ekki komið niður í kjallarann, fyrr en alveg á seinustu stundu, Enginn sá hann koma og enginn tók eftir honum f kjallaranum, fyrr en kvikmynd sýnir, að hann stend- ur þarna í undirganginum, sem lá baka til út að Main Street augnabliki áður en hann rudd- ist fram og skaut Oswald. Kunningi lögreglumanna Því hefur verið haldið á lofti, að Ruby væri kunningi margra lögregluþjóna. I starfi sinu sem Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.