Vísir - 21.10.1964, Side 1

Vísir - 21.10.1964, Side 1
VISIR - Miðvikudagur 21. október 1964. - 241. tbl. Lcmdhelgisbrot Rússa: SENDir.ERRANN BÍÐUR SVARS FRÁ MOSKVU Á fundi í utanríkisráðuneytinu á sunnudaginn óskaði sendiherra Sovétríkjanna eftir því að frest- ur yrði veittur á réttarhöldunum ÁNÆGDIR FFTIR A TVIKUM MED NÝJA SAMKOJ.VJLAGID — en það var allt of langt gengið til móts við óskir SAS í vor segir forstjóri loftieiða Við erum eftir atvikum ásáttir með nýja samkomulagið, sagði Al- freð Elíasson, forstjóri Loftleiða í viðtali við Visi í morgun, en telj- um hins vegar að alltof langt hafi Alfreð Elíasson. verið gengið til móts við óskir SAS með samkomulaginu, sem gert var í Osló í marz sl. Það var þá gert í þeirri góðu trú, að far- gjaldamunur SAS og Loftleiða gæti haldizt óbreyttur, þótt við tækjum í notkun nýju flugvélarnar á leiðinni milli Ameríku og íslands. En svo kom bara í Ijós að Skand- inavarnir óskuðu eftir ennþá minni mun á fargjöldunum, og um það hefir allt þetta þref staðið í haust, sagði forstjóri Loftleiða. Hvað segir þú um þessi blaða- ummæli Nilsson forstjóra SAS: ,,Sem skandinavar teljum við rétt að íslendingum sé hjálpað“ Við erum stórmóðgaðir yfir þessu hér á blaðinu, en þú? Forystumenn IATA hafa nefnt okkur Loftleiðamenn öllum illum nöfnum, svo sem þjófa og betlara svo að við erum hættir að kippa okkur upp persónulega. En vita- skuld eru þessi ummæli Nilsson hreint hneyksli, litillækkandi fyrir þjóðina í heild. BLAÐIÐ 1 DAG Hafið þið góða von um að fá nægilega marga farþega í nýju flugvélarnar í framtíðinni. Já, við höfum mjög góða von um það og þegar nokkra reynslu fyrir því. Nú þurfa farþegar ykkar, sem ætla til Skandinavfu eða Bretlands eða koma þaðan, að skipta um flugvél á Keflavíkurflugvelli. Hvernig verður ferðum þá hagað? Það verður þannig, að þegar flugvél kemur frá Ameríku til Keflavíkur með farþega, sem eiga að fara til Skandinaviu og Bret- lands, að þá verða tvær DC-6 vél- ar okkar til taks og flytja þessa farþega út og koma um hæl með farþega frá fyrrnefndum löndum. en á meðan bíður Roll’s Royce flugvélin á Keflavíkurflugvelli og heldur rakleitt vestur þegar hinar vélarnar koma aftur. á Seyðisfirði yfir rússnesku skip stjórunum tveimur, sem brutu íslenzk lög um fiskveiðar og at- hafnir í landhelgi. Kvaðst hann þurfa að hafa samband við utan ríkisráðuneytið í Moskvu um málið og fá frekari fyrirmæli þaðan um hver afstaða skyldi í ekin við réttarhöldin. Utanríkisráðuneytið varð við þessari ósk og hefir þvf síðan verið hlé á réttarhöldunum á Seyðisfirði. Vísir spurðist fyrir um það í morgun hjá ráðuneytis stjóranum í utanríkisráðuneyt- inu Agnari KI. Jónssyni, hvort svar hefði borizt frá sendiherra Sovétríkjanna um málið en hann kvað það enn ekki komið. Hvílir málið því í bili, en það gerði utanríkisráðuneytið að skilyrði fyrir veitingu frestsins að rúss- nesku skipin væru kyrrsett á Seyðisfjarðarhöfn. Gætir Ægir þeirra þar. Rússneska skípið á Seyðisfírði getur ekki notið „forréttinda" Mönnum verður nú mjög tíð- rætt um landhelgisbrot Rússa fyrir austan land og hvernig á þeim furðulega mótþróa og virðingarleysi við íslenzk lög og fullveldi stendur, sem þeir hafa sýnt. Menn hafa m.a. velt því fyrir sér hvort verið geti að hið rússneska viðgerðaskip Ramb- ines sé herskip í rússneska flotanum, sem telji sig þannig eiga að njóta „exterritorial-rétt- ar“ Til þess að ganga úr skugga um þetta hefur Vísir útvegað sér bókina „Janes Fighting ships“, sem inniheldur lista yfir öll þau skip, sem skráð eru í her skipaflotum heims. Það er stað- reynd ,að viðgerðarskipið Ramb ines er ekki í þeim lista. Allt öðru máli gegnir t.d. um hin norsku eftirlitsskip, t.d. Draug, sem voru með norska flotanum á síldveiðum. Þau eru herskip, sem skráð eru I þennan lista. Auk þess má bæta því við, að viðgerðarskipið Rambines hafði ekki uppi fána Rauða flotans, Frá vinstri Hákon Bjarnason, Reidar Carlsen, Haukur Ragnarsson heldur venjulegan verzlunarfána Rússlands. Af þessu sést, að það er fjar- stæða, að þetta rússneska skip geti notið exterritorial-réttar. Það er að vísu I eign rússneska ríkisins, en aðeins með sama hætti og t.d. skip Skipaútgerðar ríkisins hér á landi, en þau njóta sem kunnugt er einskis exterritorial-réttar á siglingum erlendis. Brot það sem hin rússnesku skip eru sökuð um er gegn fisk- veiðilöggjöfinni frá 1922, en í henni er það ákveðið að erlend fiskiskip megi ekki verka afla sinn og ekki vinna neitt sem að stoðar fiskvéiðar þeirra í ís- lenzkri Iandhelgi. Þrátt fyrir það hefðu Rússar átt að vita, að ef þeir höfðu þöjd fyrir viðgerð, gátu þeir auðveld Iega fengið sérstakt leyfi til þess, gegnum rússneska sendi- ráðið í Reykjavík. En það kusu þeir ekki að gera, heldur hafa læðst inn á Loðmundarfjörð og þar með brotið íslenzka land- helgislöggjöf. Þeir halda áfram að óvirða íslenzka landhelgi og íslenzkt fullveldi með því að beita mótþróa gegn íslenzkum lögum Stefnt að jafnvægi í byggð Noregs framtíðarínnar vegna Nýkominn er hingað til lands Norðmaðurinn Reidar Carlsen fyrrverandi ráðherra, til þess að flytja hér tvo fyrir- lestra á vegum félagsins fs- land—Noregur, hinn fyrri í dag í Tjarnarkaffi kl. 17,30 en hinn á Akureyri á morgun, og fjalla þeir um eitt mesta vanda- mál Noregs sem fleiri landa, þeirra meðal íslands, um ráð og framkvæmdir til þess að stöðva flóttann úr strjálbýlinu og koma á jafnvægi í byggð landsins. Reidar Carlsen er fæddur I Bodö í Norður-Noregi árið 1908. Hann var framkvæmda- stjóri Nordlandfylkis 1939-1945 en það ár varð hann þingmað- ur fyrir Verkalýðsflokkinn þar í fylkinu og sama ár ráðherra í stjórn Gerhardsens og sat í henni til 1951, og var lengst- um sjávarútvegsmálaráðherra. Hann gerist svo framkvæmda- stjóri sjóðs, sem stofnaður var til eflingar atvinnuvegunum í Norður-Noregi í þeim megin til gangi að stöðva fólksflóttann og skapa fólkinu þar framtíðar vænleg lífskjör. Reidar Carlsen gerði frétta- mönnum nánari grein fyrir þessarj starfsemi og viðhorfi til hennar í Noregi á fundi með fréttamönnum í gær, eftir að formaður félagsins Ísland-Nor- egur, Haukur Ragnarsson hafði kynnt hann. Viðstaddur var skógræktarstjóri Hákon Bjarna son. Reidar Carlsen kvað sjóðinn Framh á bls. 6.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.