Vísir - 21.10.1964, Side 3
VlSIR . Miðvikudagur 21. október 1964,
3
Bíll
framtíð-
arinnar
<............... ................................... ■* - - ■. ................................................. . ,a.......................................................... ........................................................................ .......... .................................................
Ilraðbátur eða bíll f Reykjavík. Ljósmyndari Vísis uppi á kistulokinu.
*
1
REYKJAVÍK
Myndsjáin ætlar að bjóða hæst
virtum lesanda ?ínum í óvenju-
Iega ökuferð í dag. Það er með
sérkennilegum bíl, sem e.t.v. get
ur kallazt bíll framtíðarinnar.
Hann er nú í Reykjavík og ekur
um götur borgarinnar. Hann lik-
ist einna helzt bifreið af DKW-
gerð, sem sést hafa hér á landi.
Þó er munur á þeim, það sést
bezt ef skyggnzt er undir vagn-
inn. Þar er stálbelgur undir öll-
um mekanismanum, sem er loft-
og vatnsheldur og ef litið er aft
an undir hann, þá sjást tvær skrúf
ur likt og f litlum mótorbát.
Það er því rétt til getið, að
hér er um að ræða bifreiðategund
sem er með þeim ósköpum gerð,
að sama er um land eða vatn. Það
er láðs og Iagar bíll.
Við skreppum á honum niður
að Reykjavíkurhöfn og dembum
okkur í sjóinn. Vonandi fær
grandalaust fólk, sem stendur á
nærliggjandi bryggjum ekki
hjartaslag af skelfingu, þegar við
ökum beina leið fram af einni
bryggjunni f sjóinn. Það lítur
heldur óhugnanlega út, en þetta
er allt f lagi, því að bíllinn sigl
ir um sjóinn eins og skemmtilegur
léttibátur.
Möguleikarnir eru óþrjótandi.
Hugsið ykkur, hvað það getur ver
ið sketmmtilegt að aka austur á
Þingvöll, hafa veiðistengur með
sér og þegar kemur að Þingvalia
vatni þá demba sér formélalaust
út í vatnið og fara að dorga.
Á slfkum bíl hefur verið siglt
yfir Ermasund og slfkan bfl
sækjast auðugir bandarískir sport
menn eftir að eignast, því að hann
sameinar kosti farartækis og
veiðibáts hvar sejn er.
Það er auðvelt að aka aftur upp á þurrt land.
Eitthvað er undarlegt við þessa bfltegund. Hann er með tvær skrúfur
eins og varðskipið Óðinn.
Við ökum rakleitt fram af bryggjunni og niður í sjóinn, Bílstjórinn, Bjöm Sigurðsson vinstra megin. Pét-
ur Sveinbjarnarson blaðamaður Vfsis hægra megin.