Vísir - 21.10.1964, Qupperneq 5
VÍSÍR . Miðvikudagur 21. október 1964.
VANDIA HONDUM VEGNA
FRÁFALLS BIRJUZOVS
► Johnson Bandaríkjaforseti
hefir lýst yfir, að ekki sé þörf
snöggrar breytingar á stefnu
Bandaríkjanna vegna þess, að
Kínverjar hafa sprengt kjarn-
orkusprengju og Ieiðtogaskipti
orðið í Sovétríkjunum, „en vér
verðum að vera vel á verði“,
sagði hann, „og vér verðum
að sannfæra aðrar þjóðir um,
að vér leitum friðar í heimi,
heiðurs op réttlætis“.
► Brezka bifreiðasýningin 'hef-
ir verið opnuð í London. Par
eru sýndar 350 bifreiðir frá
12 löndum. — Austin 800
kvað vekja sérstaka athygli á
sýningunni, að sögn brezka út-
varpsins. Bifreiðirnar eru frá
m. a. Sovétríkjunum, Vestur-
Þýzkalandi, Hollandi og Japan.
Tito forseti Júgóslavíu hefir
sæmt Birjuzov látinn æðsta heið-
ursmerki, sem þar er hægt að
sæma þá, sem dánir eru.
Birjuzov, forseti sovézka her-
ráðsins, fórst í flugslysi um sein-
ustu helgi, er flugvél sem flutti
hann og 9 aðra háttsetta sovézka
herforingja, rakst á fjall i Júgó-
slavíu og biðu allir, sem í flug-
vélinni voru 29 manns bana. Ætl-
uðu þeir að vera viðstaddir hátíða-
höld í Júgóslavíu.
Herforingjarnir höfðu allir bar-
izt i síðari heimsstyrjöld og verið
með í að hrekja nazista frá Bel-
grad.
Seinustu fréttir frá Moskvu
herma, að sovézku leiðtogunum
sé mikill vandi á höndum að því
er varðar val manns ístað Birju-
zovs.
Birjuzov.
Cassado —
tramhaio al bls 16
sem við röbbuðum við hann.
Hann er einn af nemendum Cas-
als hins heimsfræga celloleik-
ara og hefur sjálfur getið sér
slíka frægð, að hann fer í hljóm
leikaðferðir viðsvegar um heim.
Hann hefur nú verið á söng-
ieikaför um Norðurlönd og Iék
í gærkvöldi hjá Tónlistarfélag-
inu og endurtekur hljómleik-
ana f kvöld.
Fýrir nokkrum árum var
Cassado í hljómleikaferð í
Japan. Þar lék hann m.a. fyrir
keisarahirðina. Hann er kvænt
ur japanskri konu Chieko Hara
og er hún undirleikari hans á
píanó.
JJann hafði gaman af að ræða
um áhrif hinnar vestrænu
tónlistar um víða veröld. Tón-
list var upphaflega hvergi sjálf
stæð listgrein. Það varð alltaf
eitthvað að fylgja henni, leik-
list, ballett, kvæðalestur eða
söngljóð. Þannig hefir þetta ver
ið um allan heim. Og tónlistin
hefur upphaflega alls staðar
verið einhljóma. Svo gerðist
það suður á Italíu á elleftu
öld. að tónlistin þróaðist og
varð marghljóma og enn liðu
fjórar aldir og þá gerðist aftur
merkilegt atvik suður á ítalju,
að það var farið að flytja hana
sjálfstæða og farið var að léika
á fiðlur og önnur hljöðfærí og
mynda hljömsveitir, það er
hljómsveitarverk voru flutt.
Þetta var vissulega stórkostleg
uppfinning og maður finnur
það núna, hvarvetna í öðrum
heimsálfum, hvernig hin vest-
ræna tónlist gagntekur áheyr-
endur.
að er líka sérstök ástæða
til þess að þetta gerðist
á vesturlöndum, segir hin fríða
japanska kona hans, það er ein
faidlega vegna þess, að Vestur
landamenn fóru að skrifa niður
nótur. Það var aldrei gert í Jap
an. Þar lærðu hljómlistarmenn-
irnir iögin af föður sínum og
hann af sínum föður ættlið eft-
ir ættlið.
— Já, ég var undrandi þegar
ég var í Japan, þá lék hirð-
hljómsveitin þar japönsk þjóð-
lög. Ég fór til hljóðfæraleikar-
anna og bað þá um að fá nótur.
— Ha nótur, — Þær eru ekki
til, við bara lærðum þetta af
feðrum okkar, sögðu hljómlist-
armennirnir.
Verkamannabústaðir — Verðtrygging launa — Þingsköp Alþingis
Fundir voru í báðum deildum
Alþingis í gær
1 efri deild var eitt mál á dag-
skrá, frumvarp um verkamanna-
bústaði, sem félagsmáiaráðherra,
Emil Jónsson, iagði fram. í neðri
deild voru þrjú mál á dagkrá og
voru tvö þeirra rædd, frumvarp
um verðtryggingu launa og um
breytingu á fundarsköpum Aljíing
is. Forsætisráðherra, Bjarni Bene-
diktsson, fylgdi báðum þessum
frv. úr hlaði.
Verkamannabústaðir
Frv um breyt. á lögum um verka-
mannabústaði var lagt fram i efri
deild af félagsmálaráðherra eins
og áður segir. I því er gert ráð
fyrir að íbúðalán
hækki allt að 50%
frá því sem nú er,
og efnahagsvið-
miðun sú, er nú
gildir verði rýmk
uð, svo að réttur
manna til lána
verði ekki. skert-
ur.
I fyrstu grein
frv. segir, að lánsfjárhæð megi
vera allt að 90% af kostnaðar
verði, þó ekki yfir 450 þús. kr
I’ annarri grein frv. segir, að láns
fjárhafi megi ekki hafa haft meira
en 100 þús. kr. tekjur síðastliðin
3 ár miðað við 65 þús. nú að
viðbættum 7500 kr. í stað 2500
áður til að fá lán. Þá er að síðustu
lagt til, að hver einstaklingur njóti
ekki verðhækkunar á verði allrar
íbúðarinnar, ef hann greiðir upp
lánið, fyrr en eftir 20 ár.
Var málinu síðan vísað umræðu
laust til 2. umr. og nefndar.
Verðtrygging launa.
í neðri deild lagði forsætisráð-
herra fram frv. um verðtryggingu
launa. Fylgir það í kjölfar sam
íomulagsins frá
5 júní í sumar. 1
1 gr. frv. segir
nánar frá á hvaða
(aun skuli greiða
ærðlagsuppbót, i
2. gr. segir frá
nvernig skuli
-eikna út vlsitölu
og hvenær. í 3. gr.
er svo gert ráð
fyrir að verðlagsuppbót samkv.
frv. skuli nema 0,61% af grunn-
launum fyrir hvert stig, sem kaup
greiðsluvísitala hvers þriggja mán
aða tímabils kunni að vera hærri
en framfærsluvísitala 163 stig. 1
almennum athugasemdum við frv.
segir m. a.
Á síðastliðnu vori fóru fram
viðræður á miili ríkisstjórnarinn-
ar, Alþýðusambands íslands og
Vinnuveitendasambands íslands
um leiðir til stöðvunar verðbólgu
og til kjarabóta fyrir verkafólk.
Þessar viðræður leiddu, eins og
kunnugt er, til samkomulags þann
5. júní s. 1. um verðtryggingu
kaupgjalds um breytingu viku- og
mánaðarkaups, um styttingu eftir
vinnutíma og breytingu eftirvinnu
álags, um lengingu orlofs og um
sérstakar aðgerðir í húsnæðismál-
um. Var samkomulagið háð því
skilyrði, að samningar næðust á
milli verkalýðsfélaga og vinnu-
veitenda til eins árs eða lengur,
er ekki fælu í sér neina hækkun
grunnlauna á því tímabili.
Það var ætlunin, þegar sam-
komulagið var gert, að sum atriði
þess yrðu staðfest með bráða
birgðalögum, og þá einkum verð
trygging kaupgjalds, er átti að
koma til framkvæmda þann 1.
september. Setning bráðabirgða-
Iaga frestaðist hins vegar vegna
dráttar á því, að samningar tækj-
ust nógu almennt á grundvelli 5
júní samkomulagsins á milli verka
lýðsfélaga og vinnuveitenda. Þar
sem ríkisstjórnin ákvað að greiða
niður hækkun vöruverðs fyrst um
sinn, var heldur ekki brýn þörf á
setningu laganna Enn hafa að
visu allmörg félög ekki lokið samn
ingum við vinnuveitendur, en
engu að síður þykir rétt að fá
lagaheimild fyrir verðtryggingu
launa, eins pg í frumvarpi þessu
er lagt til.
Síðan mælti forsætisráðherra
eitthvað á þessa leið: Frá því 1939
þegar útreikningi vísitölu var kom
ið á, hefur margvisleg löggjöf urr
hana gilt. Að sumu teyti veitir
hún tryggingu en einnig ber hún '
sér hættu um of öran verðbólgu
vöxt. Þess vegna er ekki hægt að
segja, að vísitalan skuli alltaf
gilda, né heldur banna hana í eitt
skipti fyrir öll. Það verður að
meta ástæðurnar hverju sinni og
athuga hvaða ráð eru tiltækileg.
Árið 1960 þótti ekki gerlegt að
halda vísitölunni í lögum. Þessu
hefur hins vegar fylgt ótryggur
vinnufriður, og þegar ákvæði um
vísitölu voru gerð að skilyrðum
fyrir samningum í sumar, þótti
rétt að verða við þeim óskum.
Og mikið hefur áunnizt með þess-
um samningum eða Vinnufrlður i
heilt ár.
Miklar umræður urðu um þetta
mál að lokinni ræðu forsætisráð-
herra. Tók þar fyrstur til máls
Dg talaði lengst,
-ðrarinn Þórarins
son. Áleit hann
betta vera n. k.
■arðarför yfir 3 og
einasta megin-
itriði viðreisnar-
úefnunnar. — Þá
-agði hann, að
úutfallið milli
kaupgj. og verð
lags hefði ekki haldizt í hendur-
undanfarin ár og væri þetta allt
önnur þróun en í nágrannalönd-
um okkar, Væri þetta fyrst og
fremst að kenna rangri stjórnar
stefnu, sem hefði það að mark
miði að skerða kaupmátt. Helztu
úrbætur í þessum vandamálum
væru að lækka vexti og hækka
útlánin.
Þessu næst talaði Eðvarð Sig
urðsson Sagði hann, að þetta frv.
hefði verið höfuðefnið í kröfum
A. S. 1. og verðtryggingin væri
höfuðforsendan fyrir nýrri þróun
efnahagsmálun-
'.m. Þetta eitt
nægir þó ekki, því
svo mikið bil væri
milli kaupgjalds
Dg verðlags. Og
'ímann fram til
læsta vors yrðu
•íkisvaldið og al-
nannasamtökin
að nota vel ti)
þess að koma á kjarabótum. Þá
kvaðst hann áiíta, að þróunin
hefði orðið önnur og betri, ef
vísitalan hefði aldrei verið afnum
in. Forsætisráðherra, Bjarni Bene
diktsson, svaraði þessu og sagði
m. a að oft hefði heyrzt, að við
reisnin hefði farið út um þúfur
En allur almenningur fagnaði
þeim mun sem orðið hefur í lífs-
háttum s. s. afnámi hafta og mynd
um mikilla gjaldeyrisvarasj. Þeir
sem fara til útlanda, finna einnig
þennan mun, því nú er hægt að
selja íslenzku krónuna á skráðu
gengi og allt svartamarkaðsbrask
úr sögunni. Hitt skal þó viður-
kennt, að okkur hefur ekki tekizt
að leysa allan vanda og verðbólg
an hefur farið vaxandi. En samn
ingarnir í vor, voru fyrstu samn-
ingarnir um Iangt skeið til að
koma fram stefnubreytingu, og
þessari tilraun hefur verið vel tek-
ið af öllum almenningi. Enn væru
þó til einstakir hópar manna, sem
væru óánægðir. En þrátt fyrir
það, að lífskjör einstaklingsins
hefðu aldrei verið betri en nú
mætti margt gera til úrbóta. Höf-
uðverkefnið í því sambandi væri
stytting vinnutímans, sem þó væri
ekki hægt að koma á í einum
rykk, málið væri flóknara en svo.
Árið 1961 hefði Björn Jónsson
flutt tillögu um skipan nefndar
til athugunar á þessum málum.
Nefndin hefði komizt á fót, og
væru sum atriði samkomulagsins
frá 5. júní byggð á tillögum henn
ar. Og haldið yrði áfram að vinna
að framgangi þessara mála. En
höfuðforsendan fyrir því, að tæk
ist að sigrast á verðbólguvandan-
um væri að semja við almanna-
samtökin, En þrátt fyrir þessa örð
ugleika hefði tekizt að gjörbreyta
lífsafkomu Islendinga.
Ennþá urðu nokkur orðaskipti
milli þeirra Þórarins Þórarinsson
ar og Bjarna Benediktssonar en að
lokum talaði Hannibal Valdimars
son.
Sagði hann m. a. að allur texti
frv. væri saminn í samráði við
verkalýðshreyf-
inguna. Megin-
atriði þess væru
verðtrygging
kaupgjalds og
fellt niður bann
við vísitölu. Enn
þá væri kaupgjald
ð oflágt en verka
lýðshreyfingin
hefði boðizt til að
vinna með ríkisstjórninni að stöðv
un verðbólgunnar og fá þá önnur
hlunnindi en hækkun grunnkaups
Hægt er að deila um vísitölukerfi,
en hún er þó alltaf aðvörun á ríkis
stjórnina um að halda verðlagi í
skefjum. Og þetta vísitölulausa
tímabil hefur verið verkafólki og
atvinnurekendum erfitt og ég á-
mæli ekki rfkisstjórninni fyrir að
breyta um stefnu að fenginni
reynslu og held, að þetta verði til
hagsbóta fyrir almenning. Hér
væri stefnt að samstarfi verka-
lýðshreyfingarinnar, atvinnurek-
enda og ríkisvaldsins um stöðv-
un verðbólgunnar.
Þá talaði hann um þau atriði
önnur, sem fengust með samkomu
laginu þ. e stytting vinnutímans
og úrbætur í húsnæðismálunum
en sagði síðan eitthvað á þá
Ieið, að þegar þetta var fengið,
þá urðum við að slaka til. Og þess
vegna er kaupið of lágt og það
vitum við vel. Það þyrfti að
hækka um 12 kr. á tímann, en
það er meira en nokkur ríkisstjórn
ræður við í einu. Og ef við höfum
verið of slakir í kaupkröfum, er
við okkur að sakast, því við töld
um, að betra væri að fá þetta
smám saman með samningum.
Síðan var máiinu vísað til 2
umr. og nefndar.
Þingsköp Alþingis.
Forsætisráðherra, Bjarni Bene-
diktsson, lagði fram í neðri deild
stjórnarfrv, um breytingu á þing-
sköpum. Er hún á þá leið, að
hámarkstala þeirra, sem kjörnir
eru í fastanefndir deilda, skuli
framvegis vera 7 f stað 5 áður.
Sagði forsætisráðherra, að þegar
þessi þingsköp voru sett, hefðu
þingmenn verið 40 en eru nú 60
og sé því eðlilegt, að þessu hlut-
falli sé breytt Það hafi komið í
Ijós á síðasta þingi að ekki var
heppilegt, að hafa einn þingflokk
utan nefnda, enda hefði verið ráðg
azt við hann í öllum meiriháttar
málum. Öll rök hnigju því í þessa
átt, Næstur tók Skúli Guðmunds
son til máls. Rakti hann, í upphafi
ræðu sinnar efni greinar er
menntamálaráðherra, Gylfi Þ
Gíslason, hefði á sinum tíma skrif
að í Alþýðublaðið, þegar Ijóst
varð, að Alþýðubandalagið kæmi
ekki mönnum í nefndir Alþingis
með eigin atkvæðamagni. Að lok
um taldi hann æskilegt að gera
aðra breytingu um leið og þessa
þ. e. að setja ný ákvæði um, að
þingmenn gæti skyldu sinnar og
sæki þingfundi.
Síðan var frv. vísað til 2. umr.
og allsherjarnefndar.