Vísir - 21.10.1964, Síða 9

Vísir - 21.10.1964, Síða 9
V í S í R . Miðvikudagur 21. október 1964, 9 Fœr nú fram ólœsilegt letur í gömlum íslenzkum handritum Hér hengir hann upp bleyjuþvottinn sinn. ^ Samtal við Arne IVIan-Nielsen Ijósmyndara Arnasafns J innsta klefa inn af Árnasafni situr hinn danski ljósmynd- ari, Arne Man-Nielsen við tæki sín, kveikir á kvartsiömpum sín um og kannar hvort hann geti fengið fram ósýnilegt letur með útfjólubiáum geislum kvarts-ljós bogans. Þetta er þreytandi verk, hann verður rauður og þrútinn um augun af því að rýna í þessa galdrageisla. En það er alveg óþarfi fyrir hann að fara suður i sólina á Mallorka, þvi að kvartslampi hans er í rauninni ein tegundin af háfjallasól. Hann er a'Itaf brúnn eins og Tarzan sunnan úr Afriku. Til þess að komast inn í Ijós- myndadeild safnsins verður fyrst að fara í gegnum lestrar- salinn, síðan í. gegnum innra herbergi, þar sem nokkrir dansk ir málfræðingar, semjendur forn íslenzkrar “ bðkar, sitja og hafa aðsetur í. Loksins þar fyrir innan kemur klefi Ijósmyndar- ans, og hann þarf alltaf að vera á ferðinni, þó það kunni að raska ró háspekilegra vísinda- manna, fram og aftur fer hann gegnum orðabók og lestrarsal. bó það væri ekki til annars en að anda að sér hreinu lofti eða sjá undir beran himin og hvíla augun, því að klefinn hans er gluggalaus kompa. Próvíantgarð urinn í Kaupmannahöfn ekki byggður upphaflega fvrir nýtlzku tæknide'ild heldur til að geyma kaðla og segl danskra freigáta í styrjöldum við Svía Jjegar ég sit frammi í lestrar- salnum hjá Stefáni Karlssyni tek ég eftir þessum knálega manni, sem alltaf er á gangi fram og aftur i vesti og rauð- köflóttri vinnuskyrtu, með erm- arnar brettar upp fyrir olnboga Ég spyr, hver sá maður sé, sem gerir s'ig ’o heimakominn á lestrarsal og fæ þau svör, að þetta sé Ijósmyndari stofnunar- innar. — Jæja svo þetta er ljósmynd arinn, einn af þessum galdra- körlum, sem hafa til að bera þá tæknikunnáttu, sem Danir segja, að íslendingar geti aldrei lært Ég spyr, hvort ég megi koma í heimsókn í bækistöðvar galdra mannsins. Það leyfi er auð- fengið. Man-Nielsen vfsar mér að ganga í gegnum orðabókina — alla leið gegnum A til Ö — og inn í klefa sinn, JJann reynist síður en svo vera rc'.tt galdrakarlslegur. Þetta er ákaflega hæverskur og rólegur maður. Ég spyr, hvern- ig hann hafi valizt f þetta starf, — kannski hafi hann einhvern- tíma verið blaðaljósmyndari? — Nei, ég hef aldrei unnið við blöð. Ég var starfsmaður rannsóknarlögreglunnar. Vann þar í tæknideildinni, við ljós- myndun á fingraförum og verks ummerkjum glæpamanna. Svo kom stórmál upp hjá lögregl- unni, það var, eiturlyfja og skjalafölsunarmál. Þetta var heill hringur glæpamanna, sem útvegaði sér lyfseðla hjá lækn- um fyrir einföldum meðölum, hóstasaft og öðru slíku. En síð- an tóku þeir lyfseðlana. máðu út það sem á þeim stóð með efnafræðilegum aðferðum og skrifuðu í staðinn resept upp á morfín og önnur eiturlyf. Lyfseðlarnir komu svo til lög- reglunnar til rannsóknar og var mér þá falið að reyna að finna út, hvað á þeim hefði staðið upphaflega. Það var hægt með útfjólublárri myndatöku, i þess- um geislum kom skýrt í ljós, hvað áður hafði staðið á blað- inu. — Qg þér hafið sótt um ljós- myndarastöðuna við Árna safn? — Nei, þetta atvikaðist þann ig, að blöðin birtu myndir af lyfseðlunum og sást á þeim skýrt hin leyr. ’.a skrift. Prófessor Jón Helgason, forstöðumaður Árna- safns las greinarnar og skoðaði myndirnar í blöðunum og nokkr um dögum síðar, kom hann upp í bækistöðvar rannsóknarlögregl unnar og fékk að tala við mig. Hann spurði hvort ég vildi reyna að Ijósmynda gömul Is- Ienzk skinnhandrit og sjá hvort ég gæti kannski töfrað fram eitthvað af ósýnilegu margra alda gömlu letri. Ég sagði, að ég hefði aldrei Ijósmyndað göm Á borðinu liggja gömul skinn- -^nandrit og filmupakkar með þýzka vörumerkinu Mimosa, en hins vegar veitti ép því athygli, að þarna er ekki að sjá neitt það sem venjulega fylgir mynda framköllun og stækkunum, og ég spyr hvemig á því standi. — Það er vegna þess, að ég Vinn allar myndir heima hjá mér. Hérna vinn ég aðeins film urnar, fer síðan heim með þær og stækka myndimar i ljós- myndaklefa, sem ég hef I íbúð- inni heima. — En eruð þér ekki fastur starfsmaður safnsins? — Jú, ég er eiginlega bæði, fastur starfsmaður og „free lance“ að hluta. — A ð hvaða verkefnum eruð þér nú að vinna? — Það er handritið A. M. octavio 76. Auk þess er ég að taka myndir á ákveðinni hand- ritasíðu fyrir prófessor Hrein Bened'iktsson f Reykjavík og á- kveðna hluti fyrir dr. Róbert A. Ottóson og dr. Selmu Jónsdótt- ur bæði í Reykjavík. Ég kann ekki við sem tæknimaður að upplýsa hvað það er, sem ég er Framh. á bls. 10. Arne Man Nielsen að Ijósmyndatöku við kvartsljós (ljósmyndirnar tók greinarhöfundur). ul skinnhandrit, en ég skyldi reyna. Þetta var einmitt upp úr 1957, þegar safnið hafði fengið auknar fjárveitingar. — Og hvernig tókst til? —Það varð strax góður á- rangur af því. — IJvort teljið þér, að sé 1 betra fyrir vísindamenn- ina að hafa frumhandritin eða ljósmyndina við hendina við rannsóknir sínar? — Ég get ekki talað fyrir vísindamennina. En Ijósmyndin sýnir oft meira og er mjög oft miklu skýrari en handritið. Kannski er bezt að hafa bæði við hendina. Man-Nielsen sýnir mér nú tæki sfn og ég kemst að því að þetta eru engin sérstök galdratæki, sem ekki er auðvelt að fá hvar sem er í hinum menntaða heimi. Það eru tvö eft irtökuborð, annað er fyrir fótó- statkopíur með venjulegri ljós- myndavél yfir, hitt er fyrir ná- kvæmari ljósmyndatökur, yfir því er bandarísk loftljósmynda- vél úr síðustu heimsstyrjöld og tveir lampar með háfjallasólum. Þriðja ljósmyndavélin er hinum megin í herberginu, það er stór harmoniku-ljósmyndavél iík og prentmyndagerðir uppi á Islandi nota við eft'irtökur sínar. Á hana eru teknar stórar Ijósmynd ir til notkunar við facsimil-út- gáfu Munksgaards af fslenzkum handritum. Stórt vinnuborð er á miðju gólfi og yfir þvert her- bergið hanga þvottasnúrur, þar sem Man-Nielsen hengir bleyju þvott sinn upp, stórar filmur, sem hann er að þurka. Byrjaði sem Ijósmyndari í glæpadeild lögreglunnar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.