Vísir - 21.10.1964, Page 16

Vísir - 21.10.1964, Page 16
Miðvikudagur 21. október 1964 Búlgarar únægðir ► Búlgarar hafa lýst ánægju sinni yfir leiðtogaskiptunum i Sovétrikjunum en kommúnistar í öðrum löndum Austur-Evrópu fara gætilega og biða átekta. A 7 þúsund gist- ingsr í SíBumúla Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni f Reykjavík hafa 6105 manns gist fangageymslur lögregl- unnar f Siðumúla frá s.I. áramótum og fram til 15. þ. m. Á öllu árinu í fyrra gistu 7302 manns Síðumúla, en árið 1962 voru gistingar þar 5092 talsins. Auk þessa hefur lögreglan nokkuð oft, einkum undir vikulok- in eða um helgar orðið að stinga drukknum mönnum eða óláta- seggjum i kjallara lögreglustöðv- arinnar vegna þess að fangageymsl an í Siðumúla hefur yfirfyllzt. Hugsýnir Beethovens og nótnalaus tónlist Samtal V'isis v/ð cellósnillinginn Caspar Cassada J^g sé jafnan fyrir mér svip- myndir, landslags og Iita þegar ég er að leika, sagði Casp ar Cassado. — Hvort reynið þér þá að sjá hugmyndir tónskáldsins eða yðar eigin hugmyndir og reynslu, spurði blaðamaður. — Ég hlýt sem túlkandi að reyna að sjá fyrir mér hug- myndir tónskáldsins. Ég veit það til dæmis að fyrir Beethov- en hafði umhverfið og lands- Iagið mikla þýðingu. Ég hef því reynt að kynnast því um- hverfi, sem hann dvaldist í, og þegar ég leik verk hans sé ég fyrir mér í hugsýn hið þýzka landslag, hina þýzku skóga og engi. — En er ekki eitthvert fljót í lögum hans? — Jii, auðvitað. — Hvort er það þá Rín þar sem hann er fæddur og ólst upp eða Dóná, þar sem hann lifði sín skapandi ár? — Bæði, en þó held ég öllu meira Dóná, umhverfið kring- um Vínarborg. i^aspar Cassado hinn spænski cellósnillingur var staddur á fundi með blaðamönnum, þar Framh. á bls. 5 Norskt fyrirtæki stuðlar að vianuhagræðingu á íslandi Industrikonsulent hefur sturfnð hér í 10 úr Áhugi á hagræðingu í is- lenzku atvinnulífi fer nú stöð- ugt vaxandi. Fyrir nokkru var skýrt frá því, að ákveðið væri að nokkrir Islendingar myndu fara utan til þess að kynna sér vinnuhagræðingu og starfa að hagræðingarmálum fyrir sam- tök launþega og atvinnurek- enda hér á Iandi. En hér á landi hefur sl. 10 ár starfað norskt fyrirtæki INDUSTRI- KONSUI.ENT, sem unnið hefur að hagræðingarmálum fyrir fjölmargar innlendar stofnanir og fyrirtæki án þess að sú starf semi hafi verið básúnuð út. Hefur hið norska fyrirtæki m. a. unnið að vinnuhagræðingu í frystihúsunum og á stóran þátt í þeirri ákvæðisvinnu, sem þar hefur verið tekin upp. í tilefni af 10 ára afmæli Industrikonsulent hér á landi bauð fyrirtækið ýmsum gestum til hádegisverðar á Hótel Sögu í gær. Skýrði aðalforstjóri Ind- ustrikonsulent í Oslo Lars Mjös þar frá starfsemi fyrirtækisins en meðal gesta var norski am- bassadorinn í Reykjavík, full- trúar frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum er fengið hafa þjónustu hins norska firma á Afengissala hefur aukizt um 14,7 % undanförnum árum og frétta- menn útvarps og blaða. Lars Mjös skýrði frá aðdrag- anda þess að Industrikonsulent hefði sett upp útibú hér á landi. Kvað hann Eirík Briem rafmagnsveitustjóra ríkisins hafa farið þess á leit við sig 1954, að hann hæfi starfsemi hér á landi. Færði hann Eiríki miklar þakkir fyrir þátt hans í málinu’ og afhenti honum blóm- vönd í þakklætisskyni. Eiríkur kvaðst hafa orðið þess var á ferðalögum sínum um Evrópu fyrir rúmum 10 árum, að hvar vetna ruddi vinnuhagræðing -«>sér til rúms en íslendingar höfðust ekkert að i þeim efn- um. Sagði Eiríkur, að sér hefði fundizt það ótækt, að íslending- ar kæmu ekki á aukinni hag- ræðingu í atvinnulífi sínu eins Framh. á bls. 6. Fyrstu níu mánuði þessa árs nam sala áfengis frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins sam- tals 229.6 millj. en var á sama tíma í fyrra 200.4 millj. Nemur söluaukningin 14.7%. Á tímabilinu 1. júlí — 30 sept. nemur salan sem hér segir: Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík kr. 67.826.796,00. Selt í og frá Akur eyri kr. 10.152.075,00. Selt í og frá Isafirði kr. 2.206.580,00. Selt í og frá Siglufirði kr. 2.374.660,- Selt í og frá Seyðisfirði kr. 4.852.405,-. Samtals kr. 87.412.516,00. Á sama tíma 1963 var salan eins og hér segir: Selt í og frá Reykjavík kr. 58.055.280,00. Selt í og frá Ak- ureyri kr. 10.256.403,00 Selt í og frá Isafirði kr. 2.040.521,00. Selt í og frá Siglufirði kr. 2.599.402,00. Selt í og frá Seyð- isfirði kr. 3.776.640,00. Samtals kr. 76.728.246,00 Spænski cellosnillingurinn Cassado og hin japanska kona hans. Allir utanríkisráðherrar Norð- urlanda á fundinn í Reykjavík Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu. sagði Vísi í morgun að allir utanríkisráð herrar Norðurlanda myndu sækja fund utanríkisráðh þessara landa sem haldinn verður í Reykjavík KRAFÐIST SKÓLAGJALDS EN HÉLT ENGAN SKÓLA dagana 27. og 28. þessa mánaðar. Með þeim verða ýmsir embættis- menn og sérfræöingar, alls verða fundarmenn um 30, þar af 5 íslenzk- ir. Utanríkisráðherrarnir eru væntan legir til Reykjavíkur n.k. mánudag, Per Hækkerup frá Danmörk, A. Karjalainen frá Finnlandi, Halvard Lange frá Noregi og Torsten Nils- son frá Svíþjóð Á haustfundum sínum eru utanrikisráðherrarnir vanir að ræða dagskrármál þess allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem í hönd fer hverju sinni, og marka afstöðu sína til þeirra. Svo verður einnig nú, en að þessu sinni hefst allsherj- arþingið síðar en venjulega, eða ekki fyrr en að afstöðnum forseta- kosningum í Bandaríkjunum. Agnar Kl. Jónsson kvað deilu SAS og Loftleiða ekkert verða á dagskrá utanríkisráðherrafundarins, hún væri nú algerlega afgreitt mál. Kæra hefur borizt til rannsókn- arlögreglunnar út af misferli manns nokkurs, sem augiýsti i haust eins konar námskeið eða skóla og tók námsgjaldið fyrir- fram, án þess að úr skóiahaldi yrði. Náungi þessi krafðist 2 þús. kr. fyrirframgreiðslu sem námsgjalds og nú hefur a.m.k. ein kona kært málið til rannsóknarlögreglunnar út af þessu. Hafði hún greitt til- skilið gjald eða 2 þúsund krónur, en af skólahaldi, sem hefjast átti 10. þ. m. varð ekki og engar líkur að af því verði í náinni framtíð. En þetta mun ekki vera eina misferli þessa manns. Hann fékk nýlega dýrindis ritvél að láni hjá fyrirtæki einu hér í borg. Var verðmæti ritvélarinnar röskar 20 þús. kr. Daginn eftir seldi hann ritvélina og fékk fyrir hana 5 þúsund krónur. Þann mann mun hins vegar Jhafa rennt grun í á eftir að ekki var allt með felldu um sölu vélarinnar og gaf sig fram við fyrirtækið sem lánað hafði hana manninum. Einhverjar fleiri kröfur hafa komið á hendur þessum sama manni og mun vera full ástæða til að varast hann. upp í óveðrinu í nótt slitnaði vélbáturinn Hrönn ÞH 36 upp í Húsavíkurhöfn, en mjög slæmt veður var í nótt, ofsa rok af suðvestri. Rak bátinn fyrir veðrinu út úr höfninni og rak upp í fjöruna fyrir utan bæinn. „Það var lán í óláni að hann hefur rekið upp í sandfjöru", sagði eigandinn Eysteinn Gunnarsson í stuttu samtali í morgun. „Senni- lega er hann alveg heill en ég hef enn ekki komizt út í hann, en núna er að fjara og þá fer ég og athuga það betur“. Hrönn er 15 tonna bátur smíð- aður úr eik, 20 ára gamall og hefur verið gerður út á línu, en hefur legið í nokkurn tíma, en á nú að fara í botnhreinsun og vél- arviðgerð en síðan gerður út

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.