Vísir


Vísir - 09.11.1964, Qupperneq 9

Vísir - 09.11.1964, Qupperneq 9
V1 S I R . Mánudagur 9. nóvember 1964. SAMTAL VIÐ FRÚ VIGDISI BJÖRNS- 7^ DÓTTUR, SEM HEFUR STUNDAÐ NÁM 1 HANDRITAVIÐGERÐUM HJÁ FRÆG- UM BREZKUM SÉRFRÆÐINGUM. Starfið hennar er svo nýtt af nálinni, að ekki er einu sinni búið að finna nafn á það enn. Danir eiga sína ómiss- andi Birgitte Dall, og ef til vill á frú Vigdís Björnsdóttir eftir að verða jafnómissandi hér á landi og starfssystir hennar í Danmörku. Svo mikið er víst, að hún hef- ur lært handritaviðgerð- ir hjá frægum sérfræð- ingum í Bretlandi og er nú tekin við embætti hjá Þjóðskjalasafninu, þar sem verið er að innrétta handa henni viðgerða- stofu með öllum nauð- synlegum tækjum. „Ég hef vefið að útvega þau allt síðastliðið ár“, segir hún. „Sum þarf að útbúa sérstak- lega, önnur eru fáanleg tilbúin. Ég hlakka mikið til að fá stof- una og geta byrjað að vinna fyrir alvöru". „Er þetta skemmt'ilegt starf?“ „Það finnst mér. Ég er mjög fólk, en ekkert þar fram yfir, og sumum er illa við að kenna utanaðkomandi manneskjum leyndarmál I sambandi við að- ferðir og efnablöndur. En ég var heppin — Eiríkur Benedikz sendiráðunautur útvegaði mér kennara í London eða réttara sagt utan við London, Roger Powell og Peter Waters. Powell er afar snjall bókbind- ari, listamaður á heimsmæli- kvarða i sínu fagi og mjög vel metinn. Hann er farinn að eld- ast, kominn undir sjötugt, en merkilega unglegur. Peter Waters er yngri maður, en þeir vinna saman að handritaviðgerð um, og það var ómetanlegt að fá að læra undir handleiðslu slíkra snillinga" „ILTvað varstu lengi í Bret- 11 landi?“ „Aðeins fjóra mánuði, en ég fékk lítil tækifæri til að sitja auðum höndum, vann frá kl.9—7 á hverjum degi nema 9—1 á laugardögum. Ég þurfti líka að læra bókband; það var þáttur í náminu“. „Hvaða handrit gerðirðu við á þessum tíma?“ „Það voru aðallega pappírs- handrit héðan af Þjóðskjala- safninu, sem ég fékk að taka með mér — gamlar bækur og skjöl, handbækur presta frá 17. öld. Vídalínspostilla, kópíubæk- ur o.s.frv. Svo var ég látin gera við ýmsar bækur frá háskólan- Frú Vigdís með eitt af verkefnum sínum, kópíubók yfir gömul ís- lenzk skjöl. (Mynd: IM). HLAÐAR AF HANDRIT- UM BÍÐA VIÐGERÐAR ánægð að hafa fengið tækifæri til að kynna mér þetta“. „ JJvemig stóð á, að þú skyld- ir fara að læra handrita- viðgerðir?" „Ja, það var Kvenstúdentafé- lag íslands, sem beitti sér fyrir því, að einhver hér á landi færi að læra þetta, áður en við fengj- um hin iangþráðu handrit aftur frá Danmörku. Ég sá auglýs- ingu frá þeim um styrk til að læra handritaViðgerðir og sótti strax um, því að mér leizt vel á hugmyndina. Og það fór svo, að ég varð fyrir valinu" „Hafðirðu nokkuð fengizt við slíkt áður?“ „Ekki við handritaviðgerðir, nei, en ég hef verið handa- vinnukennari yfir tuttugu ár, svo að ég er ekki óvön að handleika pappír og ýmis önn- ur efni“. „TJvers vegna fórstu til Bret- 1 lands að Iæra?“ „Meðal annars vegna þess að þar eru margir beztu sérfræð- ingarnir á þessu sviði, Það er enginn hægðarleikur að kom- ast £ nám eins og handritavið- gerðir; söfnin þjálfa sitt eigið um í Aberdeen og nokkur skinnhandritin inn á milli". „JJvernig fara svona viðgerð- ir fram? Hvað gerirðu fyrst af öllu, þegar þú færð gamalt handrit til meðferðar?" „Ja, fyrst af öllu er að bursta af þvf rykið, slétta úr hunds- eyrum og þvíumlfkt. Næst fletti ég því vandlega í gegn til að sjá, hvað vantar, hvað er rifið o.s.frv. Ef það er mjög fúið, legg ég það í bleyti f Ifm- vatn eða leysi nælonduft upp í spíritus og ber síðan á hvert blað með pensli, svo að það verði seigara og hægt að eiga við það, án þess að það detti f sundur. Það er líka þýðingar- mikið, að pappfrinn sé ekki ot súr; ég hef sérstakan mæli til að athuga sýrustig hans, og sé það of hátt, er hann lagður bleyti í vissa efnablöndu. Næsta stigið er að hengja hann til þerris og finna pappírsarkir af sömu gerð, oft handunninn pappír, sem er sjaldfundinn, og fella handritapappírinn að þeim. Þá er límdur linsupappír yfir, sér- staklega límbórinn, eða öllu heldur bræddur á handritið með lóðbolta, sem er eins og hálfgert straujárn, og síðan heitri pressu. Svo er skorið utan af og loks bundið inn. Það er fyrst þegar búið er að ganga svona frá handritunum, að óhætt er að láta þau í hend- urnar á þeim sem vilja rann- saka þau, því að áður eru þau svo viðkvæm og fúin, að þau myndu bara eyðileggjast, ef þau væru handfjötluð mikið, hversu varlega sem farið væri, og eyðilagt handrit er glatað að eilífu. Auk annars er þessi aðferð einkar góð að því leyti, að vilji maður leysa þetta allt aftur hvað frá. öðru, þarf ekki annað en að leggja það f spritt“. „Þetta hlýtur að krefjast mik illar þolinmæði?“ „Já, það má kannske segja, en um leið er það fjölbreytt og skemmtilegt starf“. „Jjú hefur unnið mest við pappírshandrit — mynd- irðu þurfa að læra meira til að geta tekið að þér viðgerðir á skinnhandritum?“ „Ja, einhverja tilsögn myndi ég þurfa að fá til viðbótar, og ég veit, að kennararnir mínir eru fúsir að veita mér hana. Meðan ég var í Bretlandi, fór Powell með mig á rannsóknar- stofu British Museum, þar sem mér var mjög vel tekið, og ég fékk að heyra, að fslendingum væri velkomið að leita þangað um aðstoð og leiðbeiningar hve nær sem væri. Það er alls ekki neitt smáræði að eiga þess kost að fá ráðleggingar hjá British Museum, en þarna voru allir einstaklega v'insamlegir". „JJvað er langt siðan þú komst heim?“ „Eitt ár, sem hefur mest- megnis farið í undirbúning og útvegun nauðsynlegra tækja. Eftir að ég var búin að læra hjá Powell, gekk ég í félags- skap, sem heitir ,The Internat- ional Institute for Conservation of Historic and Artistic Values' og gefur út tímarit á ensku og frönsku um hreinsun og við- hald listmuna og handrita og segir frá nýjum og viðurkennd- um aðferðum, þannig að með- limirnir geti jafnan fylgzt með öllum nýjungum í sérgrein sinni. Þar að aukj eru haldnar ráðstefnur með reglulegu milli- bili, fyrirlestrar fluttir og kynntar nýjustu aðferðir. 52 þjóðir eiga meðlimi í þessum félagsskap, og það er mjög gott að vera í tengslum við hann, þegar maður þarf að fylgjast með þvf sem verið er að gera víða um heim á þessu sviði. Og auðvitað er það með hand- ritaviðgerðir eins og flest ann- að, að maður getur verið að læra þær alla ævi og auka við reynslu sina“. „En er ekki ógrynnj af hand- ritum, sem gera þarf við? Verð- urðu ekki að fá aðstoðarfólk til að anna þessu?“ „Jú, það er gífurlega mikið, sem liggur fyrir, og ég er sett f þessa stöðu til að sjá um handritaviðgerðir fyrir þrjár stofnanir: Þjóðskjalasafnið, Landsbókasafnið og Handrita- stofnunina. Það segir sig sjálft, að ein manneskja getur ekki komizt yfir nema takmarkaðan hluta þess sem gera þarf,' en þó að ég verði ein f fyrstu, hef- uur verið talað um, að ég fái síðar aðstoðarfólk". „Sem þú gætir sjálf kennt?“ „Ég geri ráð fyrir þvf“. „J angar þig ekki að læra að gera við skinnhandrit líka?“ „Jú, ég hefði mjög gaman af þvf. En þetta er kappnóg í bili, það bíða mín heilir hlaðar af pappírshandritum til að byrja með. Og mest af öllu hlakka ég til að flytja inn í nýju viðgerðastofuna mína“. SSB Varðarkvikmynd á spilakvöldi Hin vinsælu spilakvöld Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík hefjast að nýju miðvikudaginn 11 nóvember í Sjálfstæðishús- inu Fyrirkomulag verður svip- að og undanfarin ár. Spiluð verður félagsvist og verður vandað til vinninga að venju. Þá verða flutt stutt ávörp. Á þessu fyrsta spilakvöldi félag- anna mun Höskuldur Ólafsson. bankastjóri, fyrrverandj formað ur Landsmálafélagsins Varðar flytja ávarp. Þá verða sýndar stuttar kvikmyndir. Að þessu sinn verða sýndar 2 kvikmynd- ir: Sumarferð Varðarfélagsins 1963, en þá var ferðazt um Þingvelli og hinar fögru byggð ir Borgarfjarðar. t þeirri ferð tóku þátt nær 800 manns. Þá verður sýnd kvikmynd sem tekin var í sumarferð Varðarfé- lagsins sl. sumar, en þá var ferðazt um hinar breiðu byggð ir Árnessýslu, og mun sú ferð og aðrar sumarferðir Varðarfé- lagsins ógreymanleg þátttak- endum. Sætamiðar verða að venju af hentir á skrifstofu Sjálfstæðis flokksins og að þessu fyrsta spilakvöldj n.k. mánudag milli kl. 5-6 síðdegis.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.