Vísir - 01.12.1964, Blaðsíða 8
8
VÍSIR . Þriðjudagur 1. desember 19S4.
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson \
Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði
I lausasölu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 lfnur)
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f.
SERSTAKUR
HJÓLBARÐAV
Nýjung í þjónusfu við bifr@iðueigensiur
7. desember
Enn er hann runninn upp þessi dagur. Sú kynslóð,
sem komin var til vits og ára hinn 1. desember 1918,
er þegar farin að týna mjög tölunni, og flestir þeirra,
sem þjóðin á minningar þess dags mest að þakka, eru
nú fallnir í valinn. Margir eru samt enn á lífi, sem dag-
inn muna. Þeir muna eftir athöfninni, sem fram fór
utan við Stjórnarráðið. Frá þeirri stundu var ísland
aftur sjálfstætt ríki. Yfirráðum erlends valds, sem
staðið höfðu í sex og hálfa öld var lokið.
Þessi skammdegisdagur er bjartur og fagur í huga
þeirra, sem hann muna og í vitund okkar hinna, sem
hefur verið frá honum sagt. Samt grúfðu þá yfir mörg-
um heimilum í höfuðstaðnum og víðar dimm sorgar-
’>ký. Mannskæð drepsótt hafði herjað á landið. Margir
sem höfðu með eftirvæntingu beðið þess, að fá að lifa
bennan dag, lágu nú á líkbörunum eða voru fyrir
stuttu komnir ofan í jörðina. En syrgj'endurnir fögnuðu
samt í hjarta sínu yfir frelsinu og framtíð þeirra, sem
íttu að erfa landið. % * *
Þjóðin hafði alltaf trúað því, að dagur frelsisins
mundi upp renna. Hún trúði á guð sinn og land sitt.
\rið áður hafði gamall og lífsreyndur bóndi norður
ið Eyjafjörð sagt, þegar sjálfstæðismálið var til um-
æðu: „Guð er með okkur, þess vegna hljótum við að
;igra“. — „Þessi rödd kom ekki aðeins frá innstu hjarta
ótum þjóðarinnar, heldur frá fjöllum og dölum, strönd
)g eyjum, grjóti og gróðurlendi“, sagði Davíð skáld
’rá Fagraskógi, þegar hann vitnaði í þessi orð eyfirzka
bóndans.
1. desember hlýtur alltaf að vera íslenzku þjóðinni
hjartfólginn og helgur dagur. Þótt formlega megi líta
svo á, að sá sigur, sem þá var fagnað fyrir 46 árum,
væri aðeins áfangi að lokatakmarkinu, 17. júní í 944,
þá var hann í raun og veru miklu meira. Hann tryggði
okkur fullveldið eftir fáein andartök, ef svo mætti
segja. Þess vegna ber okkur ávallt að minnast þeirra
og þakka þeim, sem þann sigur unnu.
Hús Davíðs
Einn þeirra íslendinga, sem mest hefur unnað ættjörð
sinni og átthögum, var Davíð frá Fagraskógi. Ást hans
og tryggð við heimabyggð sína má vera öldum og ó-
jomum fagurt fordæmi. Það eru því gleðifregnir, sem
nú berast að norðan, að þar séu menn að vinna að því,
að Akureyrarbær kaupi hús Davíðs með öllu, sem í
því er, og láti það standa með sömu ummerkjum og
hið ástsæla þjóðskáld skildi síðast við það. Þá ráðstöf-
un mundi einnig framtíðin þakka.
Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar
við Nesveg hefur aukið mjög
þjónustu sína við bifreiðaeig-
endur. Fyrirtækið hefur fyrir
nokkru fest kaup á Volkswagen
sendibíl, sem sérstaklega er út-
búinn til hjólbarðaviðgerða. —
Ef springur á bíl, getur öku-
maðurinn þá farið rólegur i
næsta síma og hringt i síma
23120 og beðið um viðgerðar-
bíiinn og eftir skamma stund er
búið að gera við.
Hér er um að ræða nýjung i
þjónustu við bifreiðaeigendur og
sagði Þorsteinn Ó. Þorsteinsson
framkvæmdastjórí Hjólbarðavið
gerðar Vesturbæjar að viðskipta
vinir fyrirtækisins hefðu tekið
þessari nýjung ákaflega vel og
væru þegar allmargir, sem not-
færðu sér þessa þjónustu. Hægt
er að kalla á viðgerðarbílinn
hvenær sem er, og hvert sem
er, á tímabilinu frá kl. 8 á
morgnana til klukkan 7 á kvöld.
Þorsteinn Ó. Þorsteinsson sést hér blása upp hjóibarða, með loft-
pressu, sem er inni í viðgerðarbílnum.
Komið á staðinn og bíllinn „tjekkaður" upp. Ljósmynd Vísis, I. M.
in. Innanbæjar er tekið 60 til 70
króna gjald fyrir bílinn, en ut-
anbæjar visst gjald á hvem kíló
metra, en viðgerðargjaldið er
það sama og á íijólbarðaverk-
stæðinu.
Viðgerðarbíllinn er útbúinn
með loftpressu til þess að blása
í hjólbarða og að sjálfsögðu öll-
um helztu verkfærum, sem þarf
til að skipta um hjólbarða, svo
sem felgulyklum, jámi og
„tjakk“. Sá háttur er hafður á,
að það er ekki gert við sprungna
slöngu á staðnum, heldur aðeins
skipt um slöngu.
Þessi viðgerðabíil er sá fyrsti
hér á landi, sem útbúinn er sér-
staklega fyrir hjólbarðaviðgerð-
ir. Þó Hjólbarðaviðgerð Vestur-
bæjar sendi bílinn út til kl. 7 á
kvöldin er verkstæðið sjálft op-
ið til klukkan 11 á kvöldin.
Samsöngur
Karlakórinn Fóstbræður hélt
samsöng í Austurbæjarbíói s.l.
miðvikudagskvöld. Stjórnandi
var Ragnar Björnsson. Efnis-
skráin var skipulega sett upp,
þar skiptist á kórsöngur, ein-
söngur með kórnum og ein-
söngur með píanóundirleik.
Carl Billich fór höndum am
hljóðfærið af smekkvísri hlé-
drægni. Einsöngvarar voru þei
Erlingur Vigfússon, Kristinn
Hallsson og Hákon Oddgeirsson
en þeir Erlingur og Kristinn át:u
stóran hluta alls söngtíma
— Einsöngur
kvöldsins, rúmán helming, ef
allt er talið Svo sem vænta
mátti leystu einsöngvararnir
hlutverk sín vel af hendi, sér-
staklega Kristinn. Erlingur ácti
í einhverjum erfiðleikum m<ð
að fá næga fyllingu i hæð radd
arinnar.
Hákon Oddgeirsson var sá
eini kórfélaganna, sem steig
fram til einsöngs. Kenndi noKk
urs óstyrkleika í söng hans,
enda ekki hema von. Æfingin
skapar meistarann. Kórfélagar
ættu sjálfir að gera langtum
meira af því að ganga fram fyr-
ir skjöldu heldur en að fela sín-
ar ágætu raddir í hópnum. Það
er éiginlega allt of létt sloppið’
að fá aðkomustjörnur til að
fylla upp í eyðurnar í heilli
efnisskrá.
Yfirleitt var söngur kórsns
prýðilegur. Einstaka sinnum
spilitist heildaráferðin að vísu,
þegar samsöngur lét undan of
mikilli hlédrægni eða hins veg-
ar of mikilli framtakssemi ein-
stakra. En enginn gæti borið
kórnum á brýn nokkurn skort
á karlmannlegri sönggleði!
Stjórnandinn, Ragnar Björns-
son, gaf engan höggstað á s.V
í neinu, sem varðar túlkun
verkefnanna. Annars þykir mér
ráðlegt, að leitað verði á önnur
mið í framtíðinni en þau skand
inavisku eingöngu í verkefna-
Ieit. Gömul og sæmileg lög e*u
ekkc t betri en ný og góð!
Þorkell Sigurbjörnsson.