Vísir - 01.12.1964, Blaðsíða 2
2
V í S í R
desemfaer 1364.
Sfaustmét S.R.R.
> Haustmót SRR verður haldið
í Sundhöll Reykjavíkur á mið-
vikudagskvöld kl. 20.30. Keppt
verður í sundknattleik, en þar leika
tíi urslita Arínann og KR og í
(5 sundgreinum, 100 m skriðsund
karla, 200 metra bringusund karla.
100 metra baksund karla, 4x50
metra skriðsund karla, 100 metra
bringusund kvenna, 50 metra
skriðsund kvenna, og 3x50 metra
þrísund kvenna.
Mikiþ þátttaka er I mótinu, og
má vænta fjörugrar keppni.
,Það varhlegið að okkur þá'
Norræna
•íslendisigar þurfa oð
ganga ca. 125,000 km.
til að eiga möguleika
á að vinna bikarinn
1 Norræna skíðagangan verður
haldin í vetur hvað sem tautar
og raular. í fyrra stóð til að
keppni þessi færi fram en snjór
inn, frumelement skíðamanna
og skíðaiðkunnar brást á öllum
Norðuriöndunum að miklu Ieyti,
nema helzt í Noregi, þar sem
gangan fór fram að nokkru
Ieyti.
Nú hefur allt verið sett i gang
aftur. Búið var að undirbúa
mikinn áróður fyrir Norrænu
skiðagöngunni og nú verður
hann settur i gang aftur. Sagði
Ölafur Þorsteinsson, formaður
framkvæmdanefndar göngunnar
blaðamönnum að göngunni væri
ætlað það hlutverk að efia og
auka skíðaíþróttina i löndunum
og hvetja menn til að reynn
hæfni sína. Hefði ganga sem
þessi oftast sýnt að íþróttin
hagnaðist verulega, áhugi al-
mennings ykist að mun.
Þetta er i fyrsta sinn, sem
Island verður með í keppni
þessari en áður hefur hún far-
ið fram milli hinna Norðurland
anna. Danir eru ekki með að
þessu sinni. Til að sigra í þess-
ari göngu verða a.m.k. 25 þús.
íslendingar að ganga 5 kfló-
metra hver, svo góð er þátttak-
an hjá hinum þjóðunum að
minni þátttaka nægir ekki til
sigurs. Sem sagt 125.000 km. og
hinn veglegi verðlaunabikar
verður okkar.
Á Islandi hefur landsganga á
skíðum farið fram tvívegis og
geflzt vel. í fyrra skiptið gengu
23.235 og í hið seinna 16.056
en þá spillti snjóleysi mjög fyr-
ir framkvæmd hér syðra.
Nú er einnig keppt milli
sýslna og kaupstaða og verða
verðlaun veitt þeim kaupstað
sem hlýtúr hæstu hundraðstöiu
og sömuleiðis þeirri sýslu sem
hæst verður.
fyrrverandi sýnir hér ásamt
félögum sinum um næstu helgi.
Heioisfrægir
badminton-
menn til
Reykjawíkur
> Um næstu helgi koma hingað
til Reykjavíkur fjórir af beztu
badmintonmönnum Dana og sýna
hér badminton eins og það gerist
bezt i heiminum í dag, en einn
bessara manna er Erland Kops,
fyrrverandi heimsmeistari i þessari
íþrótt, en með honum koma hingað
bróöir hans, Torben, Svend Ander-
^en og Henning Borch.
*> Þeir félagar leggja upp frá
Kaupmannahöfn á fimmtudaginn
>im hádegi með Flugfélagi íslands
og dvelja hér yfir helgina, sýna
íþrótt sína hér og keppa sýningar-
leiki.
í gær voru 30 ár liðin frá þvi
að 11 ungir menn komu saman
til fundar í Reykjavík i þeim
tilgangi að stofna golfklúbb,
þann fyrsta, sem stofnaður var
á fslandi, „Það var hlegið að
okkur fyrst“. sagði Hallgrímur
Fr. Haligrimsson, forstjóri
Skeljungs h.f., „fólk sagði að
við værum vitlausir að vera að
berja boltann og hlaupa eftir
honum“. En þetta breyttist.
Brátt urðu fleiri og fleiri „vit-
lausir“ og nú eru félagar f
Golfklúbb Reykjavíkur 225 tals-
ins og sú tala stöðugt vaxandi.
Að auki starfa fjórir golfklúbb-
ar aðrir i landinu.
Golfklúbburinn var ekki nema
2ja ára þegar hann fékk úthlut-
að svæði á öskjuhlíðinni fyrir
starfsemi sína. Þarna voru 9
holur, en fyrir tveim árum
urðu golfmenn að vfkja fyrir
stórbyggingum, sem þrengdu að
vellinum á allar hliðar. í Graf-
arholtslandi eru nú nothæfar 12
holur, en þarna á að verða full-
kominn 18 holu völlur í fram
tíðinn'i Golfskálinn við þennan
nýja og glæsilega völl er fok-
heldur.
Það hafa orðið miklar fram-
farir á þessu sviði sem öðrum
eftir því sem tímarnir breytast
Það verður mikil breyting þeg-
ar golfmenn geta tek'ið hinn
nýja golfskála { notkun ásamt
hinum glæsilega golfvelli full-
búnum, enn stærra stökk jafn-
vel en þegar þeir fluttu úr
Laúgá’rdálhum I öskjuhiiðíná'.
en í Laugardal stendur i raun-
— Segir Hallgrimur Fr. Hallgrimsson, einn af frumkvöðlum golf-
/jbróftarinrar á Islandi, sem festi hér rætur fyrir 30 árum
inni vagga golfíþróttarinnar.
Aðalhvatamenn að stofnun
golfklúbbs á Islandi voru
Svéinn Björnsson (þáverandí
sendiherra), Gunnlaugur Einars-
son, læknir, Valtýr Albertsson,
læknir.
Eftirtaldir menn sátu undir-
búnings-stofnfund Golfklúbbs
íslands 30. nóv. 1934: -Gunn-
laugur Einarsson, læknir, fund-
arboðandi, Valtýr Albertsson,
læknir fundarboð., Ásgeir Ás-
geirsson, fræðslumálastj., Björn
^ÓIafsson, stórkaupmaður, Eyj-
5 ólfur Jóhannsson, framkvæmaa-'
:-*fstjóri, Gunnar Gu8ións.s<tey
sk'ipamiðlari, Hallgrímur Fr.
Hallgrímsson, forstjóri, Harald-
ur Árnason, kaupmaður, Kjart,-
an Thors, framkvæmdastjóii
Magnús Kjaran, stórkaupmaður
og Sveinn Björnsson, sendi-
herra.
Þessir menn sátu í fyrstu
stjórn Golfklúbbs íslands (en
hann hét svo fyrstu árin), kosn-
ir á stofnfundi 14. des. 1934:
Gunnlaugur Einarsson, lækni-
formaður, Helgi H. Eiríksso.n,
verkfræðingur, varaformaður.
Gunnar Guðjónsson, skipamiðl-
áfi,‘ rit'arí', Gbtfred Bernhöft,
týr Albertsson, læknir, Eyjólf
ur Jóhannsson, forstjóri og
Guðmundur J. Hlíðdal, póst. og
símstjóri. — Stofnendur 57.
Núverandi stjórn Golfklúbbs
Reykjavíkur: Þorvaldur Ás-
geirsson, heildsali, formaður,
Tómas Árnason, hrl. varafor-
maður, Óttar Yngvason, laga'-
nemi, ritari, Gunnar Þorleifs-
son, bókbindari, gjaldkeri, Ing-
ólfur ísebarn, múrari, Guð-
mundur Halldórsson, húsgagna-
bólstrari og Páll Ásg.-Tryggva-
son, deildarstjóri í utanríkisráðu
neytinu. — Félagatala 1964:
OO5
Emilía Björnsdóttir, símamær á Visi, sýnir hér auglýsingaspjald frá
Norrænu skíðagöngunni. Spjöldum þessum verður dreift mjög víða
í auglýsingaskyni.