Vísir - 25.01.1965, Page 5

Vísir - 25.01.1965, Page 5
V1SIR . Mánudagur 25. janúar 1965 5 útlönd í niorgmi útlönd í morgun útlönd í morgun útl.önd í morgun SIR WINSTON LÁTINN Framhald af bls. 1 heiðurs hinu látna mikilmenni, sem var heiðursborgari Banda- rfkjanna. Brezkir stjórnmálaleiðtogar komu fram hver af öðrum í gær í Utvarpi og sjónvarpi og minnt- ust hins látna stórmennis, Har- old Wilson forsætisráðherra, Sir Alec Douglas Home fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi stjómarandstöðunnar á þingi, Jo Grimmond leiðtogi Frjáls- lyndra, Mcmillan fyrrv. for- sætisráðherra og fleiri. Wilson kallaði Churchill mesta mikil- mennið, sem nokkur okkar hefir nokkum tíma þekkt, og Sir Alec minntist tveggja höfuð- kosta hans, mannkærleika hans og hollustu, vegna þeirra ekki sizt haf; hann verið elskaður af öllum. Báðar deildir brezka þingsins koma saman til fundar í dag til að votta minningu Churchills virðingu, en þar næst verður fundum beggja deilda frestað, að Iflrindum fram yfir næstu helgi. Wilson mun gera neðri Þegar Churchill — Frh. af bls. 7. eygja í sambandi við hagnýtingu heita vatnsins. I^nn hafði múgur manna safn- azt saman á hafnarbakkan- um til að vera viðstaddir brott för Winston Churchills og kveðja hann. Kom hann þangað laust eftir fimm og Hermann Jónasson forsætisráðherra í fylgd með honum. Man ég að þá var ég stoltur af Hermanni, sem þá var hverjum hermanni her- mannlegri, þó að ekki bæri hann neinn einkennisbúninginn Gamli maðurinn var ákaflega al úðlegur og brosti á báða bóga kvðddust þeir síðan með mestu virktum, hann og Hermann, en mannfjöldinn laust upp kveðju hrópum, þegar gamli maðurinn gekk um borð. Kvaddi hann svo mannfjöldann af skipsfjöl, árn aði honum heilla og bað honum guðsblessunar. Síðan lét „Prince of Wales“ úr höfn. Heimsikn mins mikil- hæfa foringja, Winstons Chur- chills, til Islands var lok'ið — mannsins, sem tvívegis bjargaði heiminum frá illum örlögum með framsýni sinni, sem nálg aðist oft og tíðum dulargáfu, leiftrandi hugsun og töfrandi mækku en þó fyrst og fremst ofurmannlegu þreki. Manninum, sem að lokum háði sína hinztu styrjöld af sömu harðvítugu þrá kelkninn'i, jafnvel eftir að hann missti ráð og rænu þó að þar væri við þann andstæðing að etja, sem enginn fær sigrað ... svo rót^róinn var baráttuviljinn I undirvitund þessa aldna styrj aldargarps, að hann gat ekki gefizt upp fyrr en hann var all- ur. málstofunni kunnugt um á- kvörðun Bretadrottningar varð- andi útför hans, sem hún sjálf verður viðstödd sem fulltrúi þegna sinna allra. Verður út- förin gerð á vegum hins opin- bera. Wilson mun eftir að hann hefir gert grein fyrir ákvörð- uninni leggja til, að málstofan fallist í öllu á ákvörðun drottn- ingar og að henni verði send tilkynning um það. Útförin verður gerð frá Sankti Páls dómkirkju laugar- dag 30. janúar, en í þrjá daga á Iíkið að hvíla á viðhafnarbör- um f Westminster Hall. Boð hafa verið send þjóðhöfðingjum og ambassadorum erlendra ríkja f London um að vera við útförina. Nánar verður tilkynnt um útförina í dag, en kunnugt er, að kista hins látna mun verða borin úr Sankti Páls dómkirkju til Tower (Lundúnakastala) og þar næst á ferju á Thames, en líkið verCur greftrað í ættar- grafreitnum í kirkjugarðinum í SL Martin nálægt Blenheim- kastala, að viðstöddum aðeins nánustu ættingjúm. Lafði Churchill hefir óskað eftir. að engin blóm verði send — á kistunni verði aðeins blóm ást- vinanna. Meðal líkmanna næstkomandi laugardag verða: Forsætisráð- herra Harold Wilson og fjórir fyrrverandi forsætisráðherrar: Sir Alec Douglas Home 61 árs, Harold Mcmillan 70 ára, jarlinn af Avon (fyrr Sir Anthony Ed- en) 67 ára og Attlee jari 82. ára. Harold Wilson er þeirra langyngstur, 48 ára. — Nokkuð var um það rætt í London í gær, að Randolph Churchill mundi verða sjötti líkmaðurinn. Allan daginn í gær stóð hóp- ur þöguls fólks fyrir utan hús Sir Winstons i London, hneigðu höfði sem í bæn, og eins var það alla síðastliðna nótt. í morgun voru blöð landsins nærri einvörðungu helguð minn- ingu Churchills. Allt annað varð að þoka. Þess er getið, að LONDON TIMES, sem aðeins einu sinni áður hefir brugðið þeirri venju, að hafa auglýs- ingar á forsíðu, notaði hana alla til þess að segja frá andláti Churchills og minnast hans. Hið fyrra skiptið, er auglýsingar urðu að þoka fyrir heimsfrétt, var fyrir hálfri öld, á tíma fyrri heimsstyrjaldar. Stórblaðið NEW YORK TIMES birtir 9 síðu aukablað um Churchill. Meðal þeirra, sem viðstaddir verða útförina af erlendum þjóðhöfðingjum eru: De GauIIe Frakklandsforseti og Konstan- tin Grikkjakonungur. Tilkynn- .ngar um marga aðra eru vænt- anlegar. Margir ráðherrar munu verða i fylgdarliði De Gaulle. Johnson forseti Bandaríkjanna hefir látið í ljós von um, að hann geti verið viðstaddur (hann veiktist af slæmu kvefi og hósta fyrir helgi og liggur í sjúkrahúsi, en er á hröðum batavegi), en geti hann það ekki mun forsetafrúin fara og Humhrey varaforseti. Síðari fregnir herma, að vax- andi líkur séu til, að hann geti verið viðstaddur útförina. Meðal þeirra sem sendu samúðarskeyti og taldir voru upp í brezka útvarpinu voru þessir þjóðarleiðtogar: Kosygin forsætisráðherra Sovétrikjanna, Tito Júgoslavíuforseti, Nasser forseti Egyptalands, Nkruma, forseti Ghana, Jomo Kenyatta forseti Kenya, Verwoerd for- sætisráðherra Suður-Afríku, og allir forsætisráðherrar brezku samveldislandanna, Lester Pear- son frá Kanada, Robert Menzies frá Ástraliu o.s.frv. Frá mörgum þessara leiðtoga, m.a. frá Kosygin, komu samúð- arskeyti bæði til Elisabetar drottningar og lafði Churchill. 1 skeytum allra lýstu þessir menn aðdáun sinni á hinu látna stór- menni. Sir Winston og Clementine kona hans. Grískir kaupendur aí Reykjafossi Skipið afhent eftir flokkunarviðgerð í Hamborg um næstu mónaðamót VERKFÖLLUMAF LÝST Á ÍTALÍU Aflýst hefir verið Iandsverkfalli ítalskra tollvarða en það hafði þá staðið 4 daga. Einnig voru þá horf- ur, að ekki myndi verða af verk- Teppalagningamaður Óskum að ráða lipran og duglegan teppalagn- ingarmann. Uppl. á skrifstofunni (ekki í síma) G E Y S I R H. F. falli starfsmanna á ríkisjárnbraut- um eða verkföllum póst og síma- manna. Þátttaka í verkfalli tollara var ekki almenn. Af um 5000 ákvað helmingurinn á seinustu stundu, að taka ekki þátt í þvi þar sem þeir treystu því að endurskoðun á launa- og starfskjörum, sem stjórn- in hefði lofað, leiddi til sanngjarnr ar lausnar á deilumálunum. Er það von manna, að afstýrt verði nú verkföllum starfsmanna ríkisins, og að unnt verði að koma því til leiðar, að auðveldara verð'i að girða fyrir slík verkföll I fram- tíðinni. Eimskipafélagið hefur nú selt Reykjafoss. Skipið er sem stendur f flokkunarviðgerð í Hamborg og munu hinir nýju eigendur taka við skipinu um mánaðamótin. Það eru grískir skipaeigendur sem kaupa Reykjafbss. Reykjafoss hefur verið í eigu Eimskipafélags- ins siðan 1951, en 1947 var skipið ssmíðað á Italíu og hét fyrstu ár- in Gemito. Sala skipsins er einn Iiðurinn i endurnýjun flota Eimskipafélags- ins, en í Álaborg er unnið að smiði tveggja ný ra skipa, annað hleypur af stokkunum 11. febrúar n. k. og verður tilbúið í maimánuði, en nokkur síðar verður kjölurinn Iagður að því siðara og það senni- lega tilbúið i janúannánuði næsta ár. ★ Veður-gervihnetti af TIROS gerð hefir verið skotið í loft upp frá Kennedyhöfða með THOR-DELTA flaug. Ummæli for- sætisróðherra — Framhaid ai bls. 1 Áður fyrr hafði hann tvisvar flutt sig á milli flokka, verið nær aldarfjórðung í ríkisstjórn og skipað bar hin ólikustu em- bætti. En siðustu tíu árin hafði hann deilt hart við sína eigin flokksbræður og oft notið lít- illa vinsælda fyrir skoðanir sín ar. Þegar flestir trúðu því haust ið 1938, að friður hefði verið tryggður um okkar daga sagði ChurchiII nýtt heimsstrið á næsta leiti. Rödd hans var þá rödd hrópandans í eyðimörk- inni. Ófriðurinn hófst 1 september 1939 og var Churchill þá þegar kvaddur til stjórnarstarfa. Nokkrum mánuðum síðar var hann gerður að forsætisráð- herra. Þá horfði illa og varð öllum skjótlega ljóst, að það var fyrst og fremst viljastyrkur þessa eina mannn, sem hindraði algeran sigur Hitlers og her sveita hans. Með orðum sínum og athöfn um veitti Churchill ekki einung is sinni eigin miklu þjóð heldur og frelsisunnandi mönnum um heim allan aukið hugrekki og nýjan kraft ásamt von um bjart ari framtíð. Afrek Churchills þá og þang að til fullur sigur var unninn eru meðal stórfenglegustu og á hrifaríkustu þátta mannkyns sögunnar. OrðsniUi hans, baráttugleði og hugmyndaauðgi munu verða uppi meðan sögur eru sagðar. Bjami Benediktsson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.