Vísir - 09.02.1965, Side 1

Vísir - 09.02.1965, Side 1
BQlinn sem var sandflutningabíll á Ieiðinni til Reykjavíkur er vigtaður og léttvægur eða réttara sagt of þungvægur fundinn. Bann varð að snúa við og sturta hluta af hlassinu, áður en hann fengi að halda ferð sinni áfram. Þessi bíll reyndist vera mjög mikið of þungur. Hér sést lögreglumaður stöðva einn vöruflutningabíl skammt fyrir ofan Álafoss. Sterkur vörð- ur er hafður þar um, að reglur vegagerðarinnar um öxulþunga séu hafðar í heiðri. Þungir bíl- ar geta valdið miklum spjöllum'á vegunum meðan þeir eru svo blautir sem nú er. Þungaflutningar milli Norð- ur- og Suðurlands stöðvaðir r — lögreglan gætir vegarins hjó Alafossi Frá því í gærmorgun hefur lög- t Iegluvörður verið á Vesturlands- vegi við Álafoss í Mosfe'Issveit og stöðvað alla bíla og vigtað, sem grunaðir eru um að vera þyngri en 5 Iestir. Þessi ráðstöfun er gerð að til- hlutan Vegamálastjórnarinnar sem bannað hefur umferð bíla á allri Norðurlandsleiðinni, þ.ea.s. mil’i Akureyrar cg Reykj.rvikur se.n eru yfir 5 lestir að þyngd, að hlassi meðtöldu. Til að fyrirbyggja að bílar reyni að fara með þungaflutninga í trássi við þessi fvrirmæli, hefur lögregluvörður verið settur á veg i inn móts við Álafoss. Og jafníramt eru þar menn frá Vegagerðinni, sem vigta þá bíla sem einhver vafi leikur á um þyngd. Vegagerðin hefur einnig leitað lögregluaðstoðar ‘ Borgarnesi, á Blönduósi og Akureyri og þar eru þeir bílar stöðvaðir sem taldir eru aka of þungu hlassi og farið' með þá til vigtunar. Meðal annars má geta þess að allir malarflutningar hafa nú verið stöðvaðir ofan úr Mosfellssveit og Kjalarnesi til Reykjavikur af þess- um sökum. Sömuleiðis langferða- bílar með vöruflutninga milli Svð ur- og Norðurlandsins o.fl. Snæbjörn Jónasson verkfraeðing ur hjá Vegagerð ríkisins skýrði Vísi frá þessum ráðstöfunum í morgun. Hann sagði að þær væru óhjá- kvæmilegar til að reyna að vemda vegina. Þeir hafa farið á ýmsum stöðum mjög illa í þíðviðrinu að undanförnu, einna verst f Skaga- firði, þ.e. í Hólminam og Blöndu hlíðinni, en auk þess mjög slæmii sumstaðar í Borgarfirði og vest- ur á Snæfellsnesi. Liti’r bflar hafa setið unnvörpum fastir í svaðinu og orðið að koma þeim til hjálpar. Ekki hafa enn verið settar neinar takmarkanir á þungaflutninga tim Suðurland, c starfa Þingmannanefndin tekin til NÆSTI STÓRIÐJUFUNDUR í WASHINGTON Þingmannanefndin sem fjalla á um stórvirkjana og alum- iniumverksmiðjumálið er nú tekin til starfa. Er hlutverk hennar að gera tillögur um þá lagasetningu sem hún kann að telja æskilega í þessum efnum. Stóriðjunefnd mun halda til Washington fyrst í marz- mánuði til nýs viðræðufundar við fulltrúa svissneska alumini- umfyrirtækisins og fulltrúa Alþjóðabankans. Siðasti slíkur fundur var haldinn í Zúrich 14 -17 desember s.I. og er hinn nýi fundur haldinn til frekari könnunar málsins, áður en það kemur til kasta Alþingis. í gær gaf iðnaðarmálaráðuneytið út tilkynningu um stór- iðju og stórvirkjunarmálin, þar sem gangur þeirra er ítarlega rakinn. Þar segir: Þann 8. desember s. 1. barst iðnaðarmálaráðherra, Jóhanni Hafstein, bréf þingflokks Framsóknarmanna, sem grein ir frá ályktun þingflokksins daginn áður, þar sem m. a. kemur fram, að „flokkurinn telur rétt, að ahugaðir séu í sambandi við stórvirkjun, möguleikar á því að koma upp aluminiumverksmiðju". Dagana 14.-17. desember s.l. voru haldnir fundir um aluminiummálið í Ziirich, með fulltrúum svissneska fyr irtækisins Swiss Aluminium og sendinefnd Alþjóðabank- ans. Af hálfu íslenzku ríkis- stjómarinnar sátu fundinn: Dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, formaður Stór- iðjunefndar, Eirtkur Briem, rafmagnsveitustjóri, Stein- 4 grímur Hermannsson, fcam- kvæmdastjóri RannsóknarSðs ríkisins, Gunnar Sigurðsson, verkfræðingur og Hjörtur Torfason, lögfræðingur. Á fundinum var rætt um öll helztu efnisatriðl, er til greina koma í hugsanlegum samningum um byggingu aluminiumverksmiðju á Is- landi. Þetta voru fyrstu fund imir, er haldnir hafa verið sameiginlega með fulltrúum Alusuisse og Alþjóðabankans. Það er álit íslenzku fulltrú- anna í þessum viðræðum, svo og fulltrúa Alþjóðabankans, Framh. á bls. 6 BLAÐIÐ ! DAG BIs. 2 Handrit og sjónvarp j — 3 Louis Armstrong talar við Steingrím Sigurðsson. — 7 Skák. - Tónlist. — 8 Níu nýir læknar. — 9 Viðtal við Olof Lagercrantz —•11 Iþróttir og fréttir ÞJÓDKIRKJAN GETUR FENGIÐ BÓKASAFN KÁRA Á 3,5 MILLJJ Vísir hefur frétt, að biskup hafi samið við Kára B. Helga son kaupmann um kaup á safni hans fyrir aðeins 3,5 milljónir króna, sem mun vera mjög lágt verð og mun lægra en erlendir aðilar vildu gefa fyrir safnið. Ekki hefur enn verið útvegað fé til þess ara kaupa, en Ifkur benda til þess að það takist með al- mennri fjársöfnun úr þvi að upphæðin er svona lág. Skriður er nú að komast á söfnun Þjóðkirkjunnar tilkaupaá bókasafni til Skálholts. Skrif- stofa biskups undirbjó um helgina stofnun sérstakrar nefndar lærðra manna og leikra til að gangast fyrir söfnuninni og er þess vænzt, að söfnunin geti farið formlega af stað á morgun, en í dag verður skýrt Frh. á bls. 6. mhh

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.