Vísir - 09.02.1965, Blaðsíða 2
V í S IR . Þriðjudagur 9. febrúar 1965
HANDRIT EDA SJÓNVARPSSTÖD?
Danir ræða í léttum tón um ýmis-
legt, sem gefa mætti íslendingum
í sórabætur fyrir handritin
Örlögin hafa leikið hina 20
ára gömlu, sænsku stúlku, Bir-
gittu Anderson grátt. Á fimmtu
daginn stóð hún alein í hinu
gráa vetrarveðri í Ángerhjolm
og horfði á leitarflugvélarnar
taka sig á loft. Þær voru að
Ieita að unnusta hennar, hinum
28 ára gamla Tommy Nordström
en þau ætluðu að gifta sig í
vor.
Þetta er ekki í fyrsta sinn,
sem Birgitta verður fyrir sömu
sorg. Fyrir 17 mánuðum dó
fyrri unnusti hennar í flugslysi
í Smálöndum.
Greinilegt er að flugvél Nord
ströms hefur lent í sjónum, en
hann stokkið úr vélinni áður en
það gerðist. Um 600 manns
tóku þátt í leitinni skömmu fyr
ir helgi.
ál
Mikil ósköp og skelfing eru menn
annars gáfaðu-, þarna fyrir sunn
an. Það er þar um, að talizt
geti eðlilegt, að svo margir flug
gáfungar safnist saman á einn
stað, hvort sem það er höfuð-
borg eða ekki — það liggur við
að það stríði á móti tilviljanalög
málinu ... eða er ekki eitthvert
lögmál annars til, sem kallast
það? Þetta kom hvað greinileg-
ast fram i keppninni við Akur-
eyri hérna á dögunum . .. að þeir
í Reykjavík skyldu ekki tapa
nema með hálfu öðru stigi gegn
þeim að norðan, það höfðu jafn
vel þeir, sem sunnangorgeirinn
er hvað mestur í. alls ekki þorað
að láta sér detta í hug ... Sko
Akureyringar eru í sérflokki, það
vita allir og þeir jafnvel líka, og
þeir þurfa ekkert fyrir því að
hafa því að þeir eru fæddir í sér
flokki, lifa i sérflokki og deyja
f sérflokki. Þar er KEA eins og
Danir gera góðlátlegt grín oft
á tíðum að þeim löndum sín-
um sem eru ákafir baráttu-
menn fyrir handritahaldi i Dan
mörku. Danski ,,húmorinn“ hef
ur notið sín mjög í blöðunum
síðustu daga, ekki sizt eftir að
guðfræðingurinn og þingmaður
inn Börge Diderichsen kom með
þá tillögu að gefa Islendingum
sjónvarpsstöð í stað handrita.
★ Yfirstjórn ferðamálanna.
if Bæjarstjórn Álaborgar í
heilu lagi.
★ Riddarastyttu Kristjáns tí-
unda (sem er í veginum fyrir
umferðinni).
★ Jólasveininn og Litlu haf-
meyna (innpakkað snyrtilega).
★ Flokksstefnu vinstrimanna
(sem margir verða hissa á uppi
á íslandi).
Og þannig er margt, sem blað
ið stingur upp á í afar léttum
tón í lok spjallsins er óskað
eftir hugmyndum lesenda um
gjafir í stað handritanna.
í Politiken er sagt, að ef
flytja eigi danska sjónvarpið til
íslands þá megi dagskráin „Kik
ind“ fylgja með (lítið notuð).
En það er margt fleira sem
gefa mætti Islendingum í stað
handritanna annað en sjónvarps
stöð og dagskrá í hana.
-K-
ic Hvað um dómkirkjuna í Hró
arskeldu? (Auðvitað með við
gerðum spírum, segir blaðið).
Annað sem til greina getur kom'
ið er:
ic Úrval verka Júlíusar Bom-‘
holt innbundið í geitaskinn (til
greina gæti komið að senda höf
undinn með).
ic Sporvagna Kaupmannahafn
arborgar (ákaflega óvinsælt fyr-
irbrigði).
Kannski sjónvarp geti freistað?
FRÆGT FOLK
Hvernig á maður að muna að
gleyma ekki? Leiðtogarnir i öll-
um geimrannsóknarvandamál-
um Bandaríkjanna eru orðnir
svo óhyggjufullir vegna hugs-
unarinnar um það að geimflug
stjórarnir muni gleyma ein-
hverju úti í geimnum, að þeir
hafa gert milljónasamning við
rannsóknarstofnun í Minneapol
is til þess að notaðir séu allir
kraftar til þess að uppgötva
hvers vegna fólk gleymir og
hvernig maður getur komið i
veg fyrir það.
Kári skrifar:
allir vita • •. þaðan barst landinu
og þjóðinni Vilhjálmur Þór, og
ætti einungis það tvennt að
nægja máli þessu til sönnunar —
en fleira kemur þó til, t.d. það að
menn taka þar ekki farsóttir, að
minnsta kosti ekki sem að kveð-
ur, nema þær séu skírðar eftir
borginni við Pollinn ... En nóg
um það, Reykvíkingar stóðu sig
aldeilis prýðilega eftir atvikum
.... eða mundi knattspyrnu-
mönnum reykvískum ekki þykja
það sæmilega frammi staðið á er
lendum vettvangi að tapa ekki
nema með hálfu öðru marki? Þeir
kunna að hafa það 1 svari sínu,
að þeir hafi alltaf og muni alltaf
sigra akureyska knattspyrnu-
menn... Það mun ekki sönnu
fjarn, en sannar einungis okkar
mál. — Akureyringar hugsa yfir-
leitt meira með öðrum líkams-
hluta en fótunum, það kann að
virðast smekksatriði, en hefur þó
sína þýðingu ... en gáfaðir eru
þeir fyrir sunnan. það er allt ann
að, menn geta verið gáfaðir,
meira að segja ljóngáfaðir, þó
að þeir viti ekki nokkurn skapað
an hlut, þekking og gáfur, það
er sitt hvað ... og Akureyrarþekk
ingin..
Tj'inn af reyndustu skólamönn
^ um landsins sendir okkur
eftirfarandi bréf um skólamál-
Nesti ög nýir skór
Gömlu ævintýrin tala um
nesti og nýja skó til handa
þeim unga manni, sem var að
leggja út f llfsbaráttuna Á
hverri kynslóð hvílir þessi
skylda að skóa yngri kynslóð
ina af stað f sína æviferð og
veita veganesti. Sízt má gleym
ast að athuga vel á hverjum
líðandi tíma, hvort veganestið
sé kjarngott og vítamínríkt og
hæfi fyrirhugaðri ferð og því,
sem þar kann að mæta f nán-
ustu framtfð. En sannleikurinn
er sá, að það er iðulega verið
að reyna að undirbúa unga fólk
ið undir þann tíma, sem liðinn
er hjá og kemur aldrei aftur,
af þvf að gerbreyting á aðstæð-
um var ekki tekin til greina.
Skólakerfið, kennslan og nám
ið, er að verða svo stór liður
f heimilishaldi þjóðarinnar að
aldrei hefur skipt meira máli en
nú, að Iýst sé f hvern einasta
krók og kima skólastarfsins
með tilliti til hins raunverulega
gildis. Á ég ekki þar við pen-
ingagildið eití. Manngildið má
ekki gleymast í þeirri rannsókn.
Lifandi tungumál.
1 dag skal aðeins drepið á
eina hlið tungumálanámsins og
það stuttlega. Krafa líðandi
og komandi tíma er ekki einung
is að kunna að stauta á bókina,
heldur lifandi meðferð á lifandi
tungumáli, æfing í að tala er-
lenda málið og það allt frá upp
hafi námsins og áfram gegnum
allan skólann og þá að sjálf-
sögðu að nema það jafnframt
með eyranu, hægt talað í fyrstu
en sfðan með auknum hraða og
ríkari orðaforða. Þetta er það,
sem nútíma samskipti krefjast,
— allt okkar flug og ferðir til
annarra landa, og þá einnig
heimsóknir nágranna hingað. En
þær hljóta að fara hraðvaxandi
á næstu áratugum með auknum
áhuga okkar á ferðamálum og
fyrirbúnaði til að taka á móti
ferðamönnum. ísland verður að
sjálfsögðu fjölsótt ferðamanna
land. Þeim, sem kynnu að ótt-
ast óþjóðleg áhrif af tali lifandi
erlendra tungna við erlenda
gesti, mætti benda á Norðmenn
og Svisslendinga. Ætli það sé
ekki fullt útlit fyrir, að Norð-
menn haldi áfram að vera
norskir og Svisslendingar sviss
neskir? Öllum þeim, sem þekkja
þessar þjóðir eitthvað heima
fyrir, liggur svarið í augum uppi
Margar kennslustundir í
ensku hef ég hlýtt á í áður-
nefndum löndum, bæði fyrir og
eftir síðasta stríð, og dáðst að
elju kennara og nemenda við tal
æfingar og heyrnaræfingar.
Norðurlandamenn eru farnir að
leggja áherzlu á eitt erlent
tungumál í barnaskólunum, með
tilheyrandi talæfingum. Og
hreyfingin er að berast hingað
í ýmsa skóla. Ég hlustaði ný-
lega á tvær kennslustundir hjá
erlendum kennara í ellefu ára
bekk í einum af skólum Reykja
víkur. Þetta var ánægjustund
fyrir alla. Kennslan fór ein-
göngu fram á ensku, fúsleiks
andi var ríkjandi. Mér duttu í
hug orð postulans: Skóaðir á
fótum yðar með fúsleik. Það er
alltaf svo gaman að kynnast
nemendum, sem stíga öruggum
skrefum á þeim nýju og sterku
skóm, sem eldri kynslóðin er
að leggja þeim til í fótgöngu-
ferðalagið, sem er framundan.
Og í þessu tilviki var auðséð,
að vandað var til nýju skónna.
Öryggi göngulagsins bar vott
um það. H. Tr.