Vísir - 23.04.1965, Blaðsíða 9
V í S I R . Föstudagur 23. april 1965.
9
Treystum ekki á mmnmergð heldur mauudáð
Framh. af bls. 7.
hver háttur, sem á er hafður.
Spurningin er hvort nota eigi eitt-'
hvað fleiri til að vinna verkið á
hinn hagkvæmasta hátt, þannig að
það komi að sem allra mestu not-
um, eða láta nokkru færri nægja,
þótt starfskraftar þeirra nýtisf
sýnu verr.
Hverjum mundi nú koma til hug-
ar að segja að við mættum ekki
sjá af mönnum til að stunda flug?
Það eru nú þegar nær helmingi
fleiri menn við þá atvinnugrein en
þeir, sem þyrftu að v'inna að stað-
aldri við 60 þúsund tonna verk-
smiðju.
Staðreynd er, að engir menn
hérlendis mundu framleiða meiri
verðmæti eða standa undir hærri
skattgreiðslum en einmitt þeir, sem
að þessu ynnu. Mætti með sanni
segja, að þeir væru svo tiltölulega
fáir, að ekki munaði verulega um
þá eða framleiðslu þeirra, þótt hlut
fallslega mikil yrð'i í okkar vax-
andi þjóðarbúi. En þá er á það
að líta, að hér yrði einungis um
upphaf að ræða, þann áfanga, sem
gera mundi okkur einum kle'ift að
sækja lengra fram eftir sömu leið,
ef við sjálfir kysum. Smám saman
mun okkur vaxa svo fiskur um
hiygg, að við ein'ir getum gert
meira en það, sem við þurfum nú
samvinnu annarra til.
Vfst þarf að gæta varúðar í sam-
vinnu við aðrar þjóð'ir, en með öllu
er ástæðulaust að óttast, að við
getum ekki eins og aðrir og með
fordæmi þeirra í huga sam'ið svo,
að öllu sé óhætt. Enda er með
öllu fráleitt að halda, að við, get-
um einangrað okkur frá heiminum.
Nú tekur ekki lengri tíma að/fara
með íslenzkum farartækjum, hvort
heldur til N. York eða Moskvu en
austur á Kamba á mínum bemsku-
dögum. Stórþjóðirnar skammast
sfn ekki fyrir að segja berum orð-
um, að þær hafi hvorki efni né
nægan mannafla t'il þess hver £
sínu hórni að afla sér þeirrar þekk-
ingarar, gera tilraunir og stunda
rannsóknir sem þarf til þess að
-tanda s'ig í nútímalífi.
Nú skulum við að vísu taka með
varúð þvf, sem aðrir segja að eigi
við um sig. Greind erlend kona,
sem hér hefur dval'izt um skeið,
'agði um daginn í min eyru, að
’uin hefði heyrt, að þjóðir þyrftu
■’ð vera svo og svo margar millj-
'nir eða milljónatugir til að halda
uppi nútíma-þjóðfélagi. Hér
byggju einungis tæp 200 þúund og
bó sæi hún ekki betur en menn
lifðu hér ámóta vel og víðast hvar
annars staðar í Vestur-Evrópu.
Hagstætt veðurfar, hækkandi verð-
lag, góð aflabrögð hagnýting
tækni og hyggileg’ir stjórnarhættir,
allt hefur þetta suðlað að því að
eera lífskjör á íslandi sambærileg
við það, sem með öðrum þjóðum
tíðkazt. Allt þetta getur brugðið til
beggja vona og sumt án þess að
við fáum við ráð’ið. Þess vegna
verðum við að leggja okkur alla
fram f þeim efnum sem vilji okkar
vetur einhverju valdið um.
Hið sjálfsagðasta er, að við hag-
nýtum okkur allar auðlindir lands-
ins. Eiris verðum við að skilja að
við lifum í síbreyt’ilegu þjóðfélagi.
Því hefur oft verið lýst ýfir og
um það er vilji Sjálfstæðismanna
-'hagganlegur að við ætlum að
hyggja ísland allt. Allt það. sem
bvggilegt er. Þetta höfum Við rn.a.
-vnt með Vestfjarðaáætluninni,
'em Sjálfstæðismenn voru upphafs
"’enn að, og ríkisstiórnin hefur nú
■■mbykkt að taka Ián úr Viðreisn-
'sióði Evrópu til framkvæmda á.
'á hefur hún og nú til athugunar
tillögur um fjáröflun innanlands
til framkvæmdasjóðs strjálbýlisins.
Viðhald okkar strjálu byggðar
kostar mikið fé. Það verður ein-
ungis gert og nauðsynlegum um-
bótum til að fylgjast með tíman-
um komið fram, ef við teljum ekki
eftir okkur sambærilegar skatt-
greiðslur og þe’ir, sem lifa í miklu
auðveldari og kostnaðarminni
löndum, verða- að greiða. Okkar
tilkostnaður hlýtur vegna smæðar
þjóðarinnar en stærðar og harð-
býlis landsins að verða svo mikill,
að hann væri lítt bærilegur, ef við
værum ekki lausir við herkostnað,
sem hvort eð er mundi ekki muna
um til nauðsynlegra vama nú á
tímum.
Því sjátfsagðara er að stjórnar-
kerfið sé ekki gert flóknara en
nauðsynlegt er. f stað þess að
skapa nýja milliliði mill'i hinnar
æðstu stjórnar og almennings, þá
þarf að leitast við að gera stjórn-
arkerfið e'infaldara. Um þetta hafa
nýlega birzt íhyglisverðar t’illögur,
sem m.a. mundu geta leitt til bættr
ar dómaskipunar, eins og brýh þörf
er á. Eðlilegt er að valdsstjórn og
kirkjuskipan sé nú komið fyrir með
einfaldara hætti en var, á meðan
löngu liðnir samgönguhætt'ir sköp-
uðu gildandi sókna-, hreppa-, og
sýsluskipan. Nú þarf síaukna
menntun og þar með fleiri kennara
og skóla um land allt. Undir
kostnað'inum af þessum breyting-
um fáum við því aðeins staðið til
lengdar, að við gerum stjórnar-
hætti okkar einfaldari og ætti það
að vera því eftirsóknarverðara
sem þeir mundu einmitt þá fara
betur úr hendi.
á sama veg er fráleitt að tala
um fólksflótta, þó að mer.n breyti
sjálfir um atvinnugrein, eftir þvf
sem fleiri möguleikar skapast og
arðbæri atvinnuvega breytist. Ekki
er böl heldur blessun, ef færri geta
nú framleitt jafnmikið hvað þá held
ur meira en fieiri fengu áorkað áð
ur. Framfarir koma því aðeins að
gagni að menn kuni að nota sér
þær.
•k
Hvarvetna umhverfis okkur
sækja þjóðirnar eftir stærri stjórn-
arheildum. Eftir því sem tímar líða
verðum við íslend'ingar að vera
við því búnir að vinna nokkuð til,
ef við viljum ekki dragast aftur
úr en þó standa ein'ir. Einnig í
þeim efnum verðum við að kunna
og þora að velja og hafna. Allar
hinar Norðurlandaþjóðirnar eru
með einum eða öðrum hætti aðiÞ
ar að hinu sv",'!'"'>ða EFTA- frí
verzlunarbandalagi F.vrópu. A
Norðurlandaráðsfundinum hér i vet
ur mátti heyra, að þær töldu sér
mikinn hag í því að vera. f þeim
samtökum. Hið eina, sem á bjátaði,
var, að öflugasta bandalagsríkið
fylgd'i ekki settum reglum. Nú er
sú misklíð úr sögunni, og er tíma
bært, að við athugum hvort hag-
kvæmt sé að við gerumst aðilar,
ef við eigum kost á eins og líkur
benda til. Samkeppnísaðstaða okk-
ar verður til lengdar örðug, ef við
stöndum alveg utan vjð. Aðild að
þessu bandalagi er allt annars eðl-
is en að Efnahagsbandalagi Evr-
ópu, og koma þær deilur, sem á
sínum tíma r'isu um hugsanlega að-
ild að því, þessu máli ekki við.
í samskiptum við aðrar þjóðir
verðum við ætíð að sýna að við
séum réttarríki og viljum lúta þeim
lögum, sem skapast hafa um sam-
skipti þjóðanna, hvort heldur er
með samningum eða þegjandi. I
landhelgismálinu unnum við sigur
með samningsgerðinni 1961 af því,
að við sýndum í verki, að við
skildum þetta. Vonir okkar standa
vissulega til þess, að áður en lýk-
ur fáist v'iðurkenning á rétti okk-
ar t'il landgrunnsis alls. En ein-
hliða ákvörðun um töku þess fyrr
en slík viðurkenning er sæmilega
trygg, mundi ekk'i einungis brjóta
f bága við einróma samþykkt Al-
þingis frá 5. maí 1959, heldur og
við lífshagsmuni Islands, ef aðgerð-
ir okkar mætti skilja svo sem við
værum ekki reiðubúnir að hlíta úr
skurði Alþjóðadómstólsins, eins og
við skuldbundum okkur til 1961 og
höfðum þó raunar heitið áður með-
al annars með aðild okkar að Sþ
i Friðun landgrunnsins er mikils
! virði, en meira virði er, að við j
séum taldir meðal réttarríkja. Þar 1
í eru fólgnir lífshagsmunir okkar. j
Án viðurkenningar laga og réttar
j fær ekkert smáríki staðizt til
i lengdar.
j Á sama veg verðum við að
tryggja sjálfstæði okkar með því
að gæta þess, að hér skapist ekki
valdatómrúm, svo að landið hirði
I sá, sem fljótastur verður til.
. Gangur heimsatburðanna er um
| þessar mundir svo ískyggilegur, að
i sízt er ofmælt það, sem rússneski
; sendinerrar.n hér sagði nýlega, að
spurningin um stríð eða frið hlyti
að halda vöku fyrir mönnum. í bili
a.m.k. er bráðasta stríðshættan
horfin úr þeim hluta heims, er við
byggjum. Þar um veldur mestu
jafnvægið, sem Atíantshafsbanda-
lagið hefur skapað. Þó að veikir
séum, þa viljum við íslendingar
ekki raska því jafnvægi. Þvert á
móti viljum við leggja okkar af
mörkum til að tryggja það og efla.
Vilji vfirgnæfandi meirihluta ís-
lenzku þjóðarinnar um það er ó-
tvíræður.
★
Mér er það ljóst, að núverandi
rík'isstjóm hefur eins og allar aðr-
ar, átt misjöfnum vinsældum að
fagna. Við höfum stundum verið
taldir of athafnalitlir og ekki nóg
nýjabrum að því, sem við værum
að gera. En v'ið höfum markvisst
stefnt að settu marki. Þjóðfélagi
okkar verður ekki stjórnað með of-
læti eða orðaskaki. Við höfum al-
drei viljað setja til hl'iðar neina þá,
sem einhverju góðu geta til leiðar
komið, heldur leitað við þá sam-
starfs f lengstu lög. En samstarfs-
Vilji merkir ekki uppgjöf eða und-
anhald fyrir óbilgjarnri kröfugerð
Stjórnendur eru til þess að stjóma
og taka ákvarðanir, þegar á þarf
að halda. Enn er í gildi hin gamla
kenning, að sá, sem v'ill frið, verð-
ur að vera viðbúinn ófriði.
Okkur hefur ekki tekizt að leysa
allan þann vanda, sem við vild-
um leysa. Verðbólgan hefur haldið
áfram að vaxa meira en góðu hófi
gegnir. Sú þraut verður ekki leyst
nema því aðeins, að allur almenn-
ingur vilji í raun og veru leysa
hana. Ef almenningur, h'in öflugu
almannasamtök, Alþingi og rfkis-
stjórn leggjast á eitt, þá verður
hóf haft á. En þó að um þetta hafi
enn ekki tekizt eins og skyld’i, þá
hefur samt mikið unnizt.
Aldrei verður um of brýnt fyrir
mönnum, að engum tjáir að reyna
að stjórna þvert ofan í staðreynd'ir
Þess vegna er mikið til í þvf, sem
stundum er sagt, að minni munur
sé á stjórnaframkvæmdum ólíkra
flokka en látið er í veðri vaka.,
það séu staðreyndirnar en ekki
stjórnendurn'ir sem ráði, staðreynd
irnar haldi aftur af sumum en ýt'i
á eftir öðrum. Allt er þetta rétt,
að vissu marki, én einungis að
vissu marki. E'inbeittur vilji getur
einnig breytt staðreyndum, stund-
um með snöggu átaki, oftar smám
saman, með því að gefast ekki upp.
í árslok 1963 töldu flestir, að
?engi krónunnar yrði ekk'i hald-
ið. Með markvissum aðgerðum og
þolgóðum samningsv'ilja tókst að
tryggja gengið. Þessi vilj’i er enn
fyrir hendi og mun ekki undan
láta.
Eins hefur tekizt með því ein-
falda ráð'i að velja ætíð frelsi
fremur en ófrelsi. þar sem um
þessa tvo kosti var að ræða, að af-
má merki ofstjórnar og hafta og
láta frpl" og framfarir koma í
beirra stað. Ef beir. sem vagnstætt
okkur trúa fremur á ófrelsi en
freísi, fá völdin á ný, er jafneinfalt
að breyta til aftur. Því skyldi eng-
inn gleyma.
Það eru mörg ólík öfl, sem sam
einast í og valda straumi tímans.
Lengstan hluta ævi sinnar miðaði
íslenzku þjóðinni fremur aftur á
bak en fram á leið. Lélegir stjóm-
arhættir áttu sinn hlut þar að, en
ýmislegt fleira, svo sem einangr-
un, erfiðir landshættir og drep-
sóttir réðu einnig miklu um. Þraut-
seigja kynstofnsins, tryggð Við
forna menningu, heilbrigð guðstrú
og von um betri tíma áttu þátt
í, að þrátt fyrir allt var aldrei gef-
izt upp. Um síðustu aldamót gerð-
'ist það allt nokkum veginn sam-
tímis; að þjóðin fékk aukið sjálfs
forræði, veðurfar batnaði, einangr
unin rofnaði, vaxandi þekking skap
aði skilyrði fyrir bættu heibrigð'i
og margháttaðri tækni til hagnýt-
ingar Iandsgæða. Þá hófst nýtt
landnám, er skilað hefur núverandi
kynslóð öðru og betra íslandi en
nokkrir okkar forfeður hafa not
ið. Og enn á hagnýting þekkingar
og endurheimt athafnafrelsi e'in-
staklinganna mestan hlut að því,
að þrátt fyrir allt hefur okkur mið-
að lengra á leið síðustu sex ár en
nokkru sinni fyrr.
öll vitum v'ið þó, að við lifum
einungis á upphafi tækni- og vís-
indaaldar. Með því að nota okkur
ávexti hennar og tryggja éinstakl-
ingunum til þess frelsi og mögu-
leika, þá greiðum við fyrir meiri,
örari og öruggari framförum, lífs-
kjarabótum, ef menn svo vilja
segja, en nokkur getur nú séð fyrir
Einangrunin hefur verið íslands
mesta mein. Nú þegar hún er end-
anlega rofin blasir við okkur þátt
taka í samfélagi þjóðanna. Engu
að síður munum við halda tryggð
við trú og menningu forfeðra okk-
ar og með þeim styrk, sem s'igrar
yfir óteljandi örðugleikum hafa gef
ið kynstofn'i okkar, sanna að hin
minnsta þjóð á ekki síður rétt á sét
en hin stærsta.
En okkur íslendingum tjáir ekki
á sama veg og flestum öðrum,
að treysta á mannmergðina heldur
á manndáðina. Á Islandi þarf sjálf-
stæði allrar þjóðarinnar að éflast
af sjálfstæði e'instaklinganna. Sjálf-
stæðisflokkurinn var stofnaður til
að tryggja að sjálfstæði þjóðar og
þegna færi saman. Að þessu hefur
flokkurinn ætíð unnið og við, sem
erum samankomn’ir hér í kvöld, telj
um okkur heiður að skipa flokk,
sem svo glæsilega h. ’"r staðið við
bau fyrirheit, er nafngiftin gaf.
He'iðri fylgir skylda og okkar
skylda er að leggja okkur öll fram
um, að Sjálfstæðisflokkurinn verði
ætíð í fararbroddi í hamingjuleit
íslenzku þjóðarinnar.
Frá setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi í Háskólabíó. Frá vinstri: Frú Sigríður Björnsdóttir, Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son framkvæmdastjóri flokksins, Axel Jónsson alþm. frú Vala Thoroddsen, frú Elísabet Kvaran, Ingólfur Jónsson ráðherra og frú Eva
Jónsdóttir, frú Ema Finnsdóttir og Geir Hallgrímsson borgarstjóri.