Vísir - 23.04.1965, Blaðsíða 8
V í S I R . Föstudagur 23. april 1963.
8
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr á mánuði
I lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis - Edda h.f
Landsfundurinn
i gær hófst 16. landsfundur Sjálfstæðisflokksins .Til
fundarins eru komnir um 700 þingfulltrúar úr öllum
kjördæmum og sýslum landsins. Þessi landsfundur
Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmálaflokks þjóð-
arinnar, sýnir glöggt hve öflugur flokkurinn er, hve
sterku baráttuliði hann á á að skipa um land allt.
í síðustu kosningum jók Sjálfstæðisflokkurinn fylgi
sitt um á fjórða þúsund atkvæða og telur nú 41,4%
íslenzku þjóðarinnar til fylgismanna sinna. Sú háa
tala sýnir að nær helmingur þjóðarinnar treystir
Sjálfstæðisflokknum bezt til þess að vera í farar-
broddi í baráttunni fyrir betri lífskjörum þjóðarinnar.
gíðustu fimm ár hafa verið mesta framfaratímabilið
í sögu þjóðarinnar. Aldrei hafa framkvæmdir verið
jafn miklar, aldrei hafa þjóðartekjurnar aukizt svo
mjög sem á því tímabili. Að nokkru er það að þakka
gjöfulu árferði. En hitt ræður ekki síður miklu að
þjóðin hefur búið við stjórnarfar bjartsýni og stór-
hugar, stjórnarfar frelsis á öllum sviðum. Næstu ár
mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram þeirri forystu
í landsmálum. Verkefnin bíða enn mörg, og sum
erfið svo sem kjarasamningar á þessu sumri. En með
samstarfi stéttanna og samtökum góðviljaðra manna
mun takast að koma þeim í heila höfn. Það er skylda
flokksins og það er ósk þjóðarinnar.
Aukinn kaupmáttur
£ ræðu sinni á landsfundinum í gærkvöldi gerði
Bjami Benediktsson að umtalsefni þær fullyrðingar
að kaupmáttur verkakaupsins hefði farið minnkandi
að undaförnu og að hlutdeild launþega í þjóðartekj-
unum færi minnkandi. Hvort tveggja er þetta rangt.
Skýrsla Framkvæmdabanka íslands yfir tímabilið
1948 — ’62 sýnir glöggt að „í höfuðdráttum hefur hlut
skipti launþega fylgt þróun þjóðartekna“ eins og
bankinn kemst að orði í ársriti sínu. Sé miðað við
kaup Dagsbrúnarmanna og grunntöluna 100 árið
1959, sem var hagstætt verkamönnum þá er sambæri-
leg tala nú 104.3 Sé víðtækari samanburður gerður og
litið á umsamið tímakaup verkafólks og iðnaðar-
manna og framfærsluvísitöluna sést að kaupmáttur
nú 1. marz hafði hækkað í 110.6. Þessar tölur eru
samkvæmt upplýsingum Efnahagsstofnunarinnar.
Gefa þær vissulega allt aðra mynd af þróuninni en
málgögn stjórnarandstöðunnar hafa til þessa haldið
fram. Sést hér svart á hvítu að júnísamkomulagið hef-
ur veitt miklu verulegri kauphækkun en fyrri hækk-
anir, sem voru mun meiri að krónutölu, en reyndust
óraunverulegar, sagði forsætisráðherra. Höfuðatriðið
er að sú braut verði farin í næstu samningum að
kjarabætur veiti launþegum raunverulegar kaup-
hækkanir, en ekki falskar hækkanir sem brenna burt
í eldi vaxandi verðbólgu.
Róbert Arnfinnsson, Valur Gislason og Bessi Bjamason.
Járnhausinn
Höfundar: Jónas og Jón Múli Arnasynir
Leikstjóri: Baldvin Halldórsson
Nýr islenzkur söngleikur hóf
— að öllum líkindum ianga —
göngu sína s.l. þriðjudagskvöld
í Þjóðleikhúsinu .Höfundarnir
eru engir viðvaningar á þessu
sviði, þeir bræður Jónas og Jón
Múli Árnasynir .Sameiginlega
sömdu þéir hið óbundna mál
gamanleiksins, Jónas samdi ljóð
in, Jón lögin. Meðal höfunda má
einnig með töluverðu réttlæti
telja Magnús Ipgimarsson, sem
útsetti músíkina, én góðar út-
setningar útheimta ltka sína
sneið af sköpunargáfu. Músíkin
er í alla staði ,,hummleg,“ í gild
andi söngleikjastíl og alveg sam
bærileg við venjulega fram-
leiðslu stórborganna. Maður get
ur umlað lögin með leikurunum
á sviðinu strax við fyrstu heyrn,
en í því felst styrkur og jafn-
framt veikleiki svona söngleikja.
Það hefði óneitanlega verið gam
an að heyra stundum svolítið
„öðruvísi" eða „óvenjulega" lag
línuslaufu, pínulítið af þeim ný-
stárleika, sem aðgreinir „tunes“
og „h'ittunes" Það er kannski of
mikil tilætlunarsemi. Mér fannst
tilfinnanlega vanta tilraunir til ]
að láta músíkina vekja, eða
halda „gangandi" stemmingu,
það hefði aukið mikið áhrif
sumra alllangdreginna atriða, ef
músík hefði legið í loftinu. Höf
undarnir notuðu sér slíkt aðeins
tvisvar, og lánaðist vel í bæði
skiptin, annars vegar dansmúsík
innan frá félagsheimilinu, hins
vegar „andlegt" andrúmsloft
sviðsins samfara söngnum „Am
en og halelúja".
Textinn er tilefni nokkurra
góðra hlátra. Stundum er hann
of áberandi viðleitni til fyndni,
frekar en sannur húmor, og
„skopstælingar“ á velþekktum
skólaljóðum eru bara unglinga-
gaman að mínu áliti.
Söngleikurinn ”Jámhausinn“
hefur í raun og veru ekkert efni
— einn söguþráð — heldur er
hann myndaður af fjölmörgum
ádeiluatriðum. Þessi atriði eru
oftast vel til fundin, góðlátlegt
grín er gert að ýmsum „týpum“
sem einkenna bæjarfélagið á
timamótum. Mæðir þar mest á
Róbert Amfinnssyni í hlutverki
hins ”stórhuga“ framkvæmda-
manns. Stórhugurinn felst að-
allega í eymdarlegu áframpoti
hans libido er ábatavonin. Hans
tryggi fylgifiskur er ritstjórinn,
Bessi Bjarnason. Þeir kumpánar.
eru eins og báðar hliðar sömu
fölsuðu myntarinnar, og ágætir
sem slíkir. Gísli Alfreðsson og
Ámi Tryggvason em aðrir
þokkapiltarnir til. Sauðargæran
skýldi þeim vel. Kristbjörg Kjeld
í hlutverki Gullu-Maju prests-
dóttur var eina manneskjan frá
hendi höfunda, eðl'ileg og ýkju-
■ Iaus, en samskipti hennar og Rú
riks Haraldssonar, síldarskip-
stjóra, vom ekki í alla staði
traustvekjandi. Eftirminnileg-
asta ”týpan“ var Gunnar Eyjólfs
son, prestur og spíritisti. Hann
var mikill furðufugl í allri sinni
smæð.
Framh á bls. 5
Bessi Bjarnason sem Andrés ritstjóri, Róbert Arnfinnsson sem Eyvindur framkvæmdamaður Árni
Tryggvason sem Páll Sveinsson stud. theol., Gunnar Eyjólfsson sem sr. Þorvaldur og Gísli Alfreðs-
son sem Randver Örn stud oecon.