Vísir - 23.04.1965, Blaðsíða 3
PlSIR . Föstudagur 23. apríl 1965.
Víðnvnngshlaup ÍR:
Aðeins einu sinni jafn-
margir hlauparar í mark
I gær vann Kristleifur Guðbj'órnsson glæsilegt og velheppnað Viða-
vangshlaup — hið fimmtugasta i röðinni — KR og Skarphéðinn unnu
sveitakeppnina
Kristleifur Guðbjörnsson rann
fyrstur í mark í 50. Víðavangs-
hlaupi IR, sem fram fór í gær
og lauk í Lækjargötunni fyrir
neðan Menntaskólann þar sem
milli 5-6000 manns horfðu á
hlaupalokin, en það er án efa
mesti áhorfendafjöldi sem horft
hefur á þetta sögufræga hlaup.
Á eftir Kristleifi komu tveir
félagar hans úr KR, þeir Agnar
Leví og bróðir Kristleifs, Halldór
Guðbjörnsson. Aðeins einn kepp
úr Breiðabliki, en Þórarinn Arnórs-
son úr ÍR fór fram úr Hafsteini
Sveinssyni að heita mátti á mark-
línunni, en Marinó Eggertsson úr
N.-Þingeyjarsýslu kom rétt á eftir
Hafsteini í mark.
Komu nú keppendur hver af öðr-
um í mark, og skiluðu sér allir,
sem lagt höfðu af stað og er það
óvenjulegt. Voru keppendur 33 tals-
ins og hafa aldrei svo margir kom-
ið í fnark síðan 1932 og er það
mesti fjöldi sem komið hefur í
mark í hlaupinu. Var hlaupið í alla
staði glæsilegt og sýnir að það er
hægt að halda fjölmennt víðavangs-
hlaup hér, aðeins ef unnið er að
því að fá menn til þátttöku
nógu tímanlega. Þátttaka Reyk-
víkinga í hlaupinu varð reykvísk-
um íþróttum til skammar, — að-
eins fjórir menn, en 29 utanbæjar-
menn. Það virðist nokkurs konar
,,motto“ hjá reykvískum íþrótta-
mönnum að taka aðeins þátt í því
skyni að sigra.
Eftir hlaupið var haldið afmælis-
hóf og mættu þar þátttakendur,
starfsmenn og fleiri gestir, m. a.
fjórir af þeim 5 keppendum sem
enn eru á lífi og tóku þátt í fyrsta
víðavangshlaupinu, en þá voru 8
keppendur. Var það 1916. Þeir
sem þama mættu voru Jón Kaldal,
Otto B. Arnar, Ólafur Sveinsson
og Guðmundur Guðjónsson. Jón
Þorkelsson gat ekki mætt.
Verðlaun voru afhent í hófinu
og fékk Kristleifur styttu til eign-
ar, gefna af Morgunblaðinu, og
farandbikar að auki. Þrír fyrsu
menn fengu verðlaunapeninga og
allir keppendur minnispeninga.
Þriggja manna sveit KR fékk
aðeins 6 stig, eða jafn fá og mögu-
legt var, og hlaut bikar Þjóðvilj-
ans gefinn í fyrra, en þá vann ÍR
hann. Sveit Breiðabliks úr Kópa-
vogi varð önnur með 20 stig, sveit
Skarphéðins með 31 stig, Keflavík
ur með 31 stig, en alls voru þriggja
manna sveitirnar 8 talsins.
Skarphéðinn vann keppni 5
manna sveitanna og fékk bikar
gefinn af starfsmönnum íþrótta-
vallanna. Skarphéðinn vann þennan
bikar f fyrsta sinn sem um hann
var keppt, en það var 1961, en
undanfarin 3 ár hefur ekki verið
hægt að keppa um hann vegna
þátttökuleysis. Skarphéðinn fékk
nú 35.5 stig, en Breiðabliksmenn
úr Kópavogi urðu aðrir með 40
stig, Keflvíkingar með 49.5 b-sveit
Keflavíkur með 98 og b-svéit
Skarphéðins með 102.
Tvær sveitir voru í 10 manna
sveitakeppninni og vann Skarp-
Fimmtugasta Víðavangshlaupið að hefjast. Halldór Guðbjömsson hef-
ur tekið forystuna, þá koma Hafstelnn Sveinsson, Agnar Leví, Helgi
Hólm og Kristleifur Guðbjörnsson.
héðinn Keflavík í þeirri keppni með
101.5 stigi gegn 108.5, og var því
keppni þessara aðila spennandi og
mjött á mununum. Var þarna
keppt um bikar gefinn af Tíman-
um og fengu Skarphéðinsmenn
hann til eignar.
Fimmtán fyrstu menn í Víða-
vangshlaupinu:
1. Knsfléifúr 'Guðbj. KR, 8.38.7.
2. Agnar Leví, KR, 8.41.7.
3. Halldór Guðbj., KR, 9.01.2.
4. Þórður Guðm. Breiðabl. 9.13.2.
5. Þórarinn Amórsson, ÍR, 9.14.2.
6. Hafst. Sveinss., HSK, 9.14.4.
7. Marinó Eggertss., UNÞ, 9.18.4.
8. Jón Sigurðsson, HSK, 9.24.4.
9. Sig. Geirdal, Breiðabl. 9.31.0.
10. Helgi Hólm, ÍBK, 9.35.0.
11. Gunnar Snorrason, Breiða-
blik, 9.36.0.
12. Marteinn Sigurgeirsson, HSK,
9.37.0.
13. Karl Hermannsson, iBK, 9.37.2.
14. Sölvi Sigurðsson, ÍBK, 9.37.2.
15. Vilhjálmur Björnsson, UMSE,
9.46.0.
Kristleifur Guðbjörnsson að koma
að marki. Agnar Leví fyrir aftan
hann.
andi í viðbót kom frá höfuð-
borginni, Þórarinn Arnórsson,
sem varð fimmti í röðinni, en
fjórði varð komungur og efni-
legur hlaupari úr Kópavogi,
Þórður Guðmundsson og kom
mjög á óvart.
Hlaupið mun hafa verið um 3000
metrar að þessu sinni. Það hófst
vestan við Tjarnarbrúna í Hljóm-
skálagarðinum og var hlaupið suð-
ur Vatnsmýrina, Njarðargötu, í
Hljómskálagarð aftur og norður
Fríkirkjuveg og endað í Lækjar-
götu þar sem útihátíðahöld barna-
dagsins fóru fram.
KR-irtgarnir þrlr hlupu mjög létt
og vel, og eru án efa í góðri æf-
ingu, einkum Kristleifur og Agnar.
Vann Kristleifur nokkuð létt en
Agnar ógnaði stöðugt. Halldór var
allnokkuð á eftir, en næstu fjórir
menn háðu harða baráttu, sem lauk
með sigri Þórðar Guðmundssonar
FYRSTA TAPÍR / KÚRFUKNA TT-
LEIK í SEX ÁR IGÆRKVÖLDI
r_
KR vann IR í æsispennandi leik og
braut þar með virki ÍR — „Einmift það
sem okkur vanfaði/#, segir hinn banda-
ríski þjdlfari KR
Loks féll vígi ÍR í körfuknattleik. KR vann sinn
sætasta sigur frá stofnun körfuknattleiksdeildar
félagsins, 61:48, og nú er nauðsynlegt að nýr leikur
fari fram um hvort félagið hreppir íslandsmeistara-
titilinn og hina fallegu PanAm-styttu sem nú er
keppt um í fyrsta sinn. Leikurinn í gær var hreinasta
hrollvekja og sjaldan hefur verið jafn mikið fjör í
körfuknattleiknum á Hálogalandi og í gærkvöldi, þar
sem mikið fjölmenni horfði á leikinn.
ÍR hefur ekki tapað leik fyrir
íslenzku liði líklega í ein 6 ár, og
hefur unnið bæði Reykjavíkur- og
Islandsmótið á þessum árum. Þess
vegna er sigur KR talsvert merkur
atþurður í íþróttalífinu. Hefur
KR-sigri sundum verið spáð en
alltaf hefur ÍR farið með sigur af
hólmi vegna meiri leikreynslu. —
„Þetta var það sem þurfti". sagði
-----------------------,„iau
hinn bandaríski þjálfari KR-liðsins.
„Nú vita strákarnir að þeir geta
unnið IR. Það var einmitt það sem
þá vantaði.“.
Fyrri hálfleikur var æsispenn-
andi í leiknum í gær og leiddu lið-
in á víxl og munaði sjaldnast
nema einu stigi. Greinilegt var að
áhorfendur voru mun meira á bandi
KR, því velheppnuðum körfuskot-
dmwii mmiwmmi..
um þeirra var mun meira fagnað
en ÍR-inganna. I hálfleik var stað-
an 27:26 fyrir KR.
Seinni hálfleikurinn var afar vel
leikinn af KR og var eitthvað það
bezta sem lengi hefur sézt í körfu-
knattleik hér. Fór þar saman hug-
kvæmni í spili, hraði, ákveðni
og hittni á körfuna. Áhorfendur
voru mjög ákafir og hvöttu liðin
af megni. „Fleiri mörk, KR-ingar“
var kallað kunnuglegri röddu utan
úr salnum. Það var Egill rakari.
Hann hefur sjaldan sézt í sam-
bandi við körfuknattleikinn, en það
er eins og það stafi af honum ein-
hver heppni fyrir KRi því oftast
fer hans lið með sigur af hólmi.
KR komst nú 5 stig yfir 33:28,
en iR-ingar og þá einkum Þorsteinn
Hallgrímsson minnkuðu það for-
skot í eitt stig í 35:34. Ekki tókst
IR þó að ná forskoti í leiknum í
seinni hálfleik. KR-ingar gættu vel
að sér og héldu uppi linnulausum
árásum á körfu ÍR-inga, — með
góbum árangri. Komust þeir brátt
6 stig yfir 43:37 og höfðu 47:39
yfir þegar 7 mínútur voru eftir.
Breyttist þessi munur. ekkert næstu
3 mínúturnar, og var staðan 49:43.
Þá varð það að Þorsteinn Hall-
grímsson, bezti maður ÍR-liðsins
braut af sér, — það var 5. brot
hans, I leiknum og varð hann þvl
að víkja af leikvelli þær 4 mínútur
sem eftir voru. Þetta gerði algjör-
lega út um leikinn eins og gefur
að skilja, síðasti vonameisti {R
var slokknaður.
Að vísu lækkaði Agnar forskot-
ið í. 49:45 en Einar Bollason skor-
aði tvö stig úr vítaköstum og
Hjörtur skoraði fallega körfu og
enn fékk Einar tvívegis vítaköst
og skoraði úr þeim 3 stig. Þá var
staðan orðin 56:45 og lítið eftir af
leiknum. Lauk leiknum með sigri
KR 61:48, og var það að allra
dómi sanngjarnt.
Beztu menn liðanna voru þeir Ein-
ar Bollason (22 stig), Kolbeinn og
Kristinn hjá KR, en af iR-ingum
voru Þorsteinn Hallgrímsson og
Hólmsteinn Sigurðsson beztir.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
úrslitaleikur þessa móts verður
haldinn, en ekki ósennilegt að það
verði innan skamms. Verður fróð-
legt að fylgjast með þeirri viður-
eign.
KR missti naumlega af sigri í I.
flokki í körfuknattleiksmótinu í
gær. Unnu stúdentar KR óvænt
með 39:37 og urðu 3 félög jöfn
að stigum í mótinu með 4 stig og
þurfa að leika aftur sfn á milli.
Eru það KR, stúdentar og Ármann.