Vísir - 27.04.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 27.04.1965, Blaðsíða 6
6 V1S IR . Þriðjudagur 27. aprfl 1965. Haruldur —■ ' ramh a. 16. síðu L.R. (Aðrir núlifandi heiðursfélag- ar eru Arndís Björnsdóttir Guðrún Indriðadóttir, Kristín Thorberg og Egill Vilhjálmsson). Um þessar mundir leikur Haraldur þrjú hlut- verk, svo að sjá má, að því fer fjarri, að hann sé dottinn upp fyr- ir tjaldið ... Haraldur var fyrsti leikarinn, sem hlaut Silfurlampann. Það var fyrir Prófessor Klenow í „Sá sterkasti" eftir Bramson (árið ’54). Þetta er í annað skipti í íslenzkri leikhús- sögu, sem leikari á fimmtíu ára leikafmæli. Gunnþórunn Halldórs- dóttir átti slíkt afmæli fyrir 20 ár- um. Um „Ævintýri á gönguför" sagði Sveinn þétta: „Þetta stykki er hálf- gerð ritúal í þessu leikhúsi — það er nátengt sögu félagsins — við túlkun á þessum leik skapast ýms- ar hefðir, en íslenzk leiklist á sér fáar hefðir“. Lónasjóður — Framhald i bls. 16 menn. Þrfr kosnir af Sameinuðu Alþingi, þrír af fulltrúaráði Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga og einn, formaður, skipaður af ráð- herra. Árlegar tekjur sjóðsins er gert ráð fyrir að verði: Framlag úr Jöfnunarsjóði sveitar félaga, 15 milljónir króna, og jafn- hátt framlag úr ríkissjóði. Heimilt skal sjóðnum að gefa út skulda- bréf til sölu á innlendum lánamark aði. Vextir af lánum sjóðsins ákveð ur rfkisstjórn í samráði við Seðla- f banka íslands, en lánstíma, sem lengstur má vera 20 ár, ákveður sjóðsstjómin. Fjárhæð stofnlána má vera allt að 75% af áætluðu kostn aðarverði hlutaðeigandi framkv. sem sveitarsjóði er ætlað að leggja fram. Sjóðurinn lánar aðeins sveitarfé- lögum (og stofnunum þeirra og fyrirtækjum). Stefnt skal að því að sveitarfélög þurfi ekki að setja til- teknar tryggingar fyrir lánunum, sem þeim em veitt úr sjóðnum, nema sérstakar ástæður liggi til, en ef sveitarfélög vanrækja skuldbind ingar sfnar við sjóðinn getur ráð- herra greitt vanskilin af framlagi hlutaðeigandi sveitarfélags úr Jöfn unarsjóði eftir því sem til vinnst. Sama er um ábyrgðarskuldbinding ar vegna rekstrarlána. Landsfundur — Framhald af bls. 16. hagkerfi, nauðsynlegar menningar- legar og efnahagslegar framfarir til þess að veita hraðfjölgandi þjóð göða. lffsafkomu. Sextándi landsfundur Sjálfstæð- isflokksins telur Sjálfstæðisflokkn- ,um skylt að veita þjóð'inni forustu í framfarasókn hennar, og f sam- ræmi við meginmarkmið flokksins lýsir landsfundurinn eftirfarand'i höfuðviðfangsefnum, sem hann fel- ur miðstjóm flokksins, þingflokki og ráðherrum að vinna að: 1. Æskulýð þjóðarinnar verði tryggð fullnægjandi rrtenntun til þess að geta gegnt hlutverki sfnu f nútíma þjóðfélagi, sem gerir sífellt víðtækari kröfur til sérmenntunar í ótal greinum. Efla þarf æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Lögð verði áherzla á að veita æskufólki hvarvetna um landið þá aðstöðu til menntunar og félagslífs, er skapi skilyrði fyrir jafnvægi og festu í þjóðfélaginu. Framtfðarstefnan f uppeldis- og menntamálum miðist yið, að bætt menntun auki þroska og lífsham- ingju einstaklinganna og verði þannig aflgjafi þjóðlegrar menning ar og efnahagslegra framfara. í uppeldisstarfinu verði lögð rækt við kristna lífsskoðun, bindindi og holla tómstundá'iðju. Til þess að auðið verði að framfylgja þessari stefnu, þarf að fara fram heildar- endurskoðun á öllu fræðslukerfinu og fræðslustarfinu á skipulegan og vísindalegan hátt. 2. Verkmenning, raunvfs'indi og rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna verði efld eftir föngum. Hald ið verði áfram víðtækri, vísinda- legri athugun á náttúruauðlindum landsins og kannað, hvemig bezt megi á hverjum tíma hagnýta fossa afl, hveraorku, gróðurmold. fiski- mið og önnur náttúruverðmæti til að bæta og tryggja afkomu þjóðar- innar. 3. Hafin verði virkjun stórfljóta landsins með byggingu stórra raforkuvera, sem í senn verði orku- gjafi fjölþætts atvinnurekstrar og sjái heimilum landsins fyrir nægri og ódýrri raforku, og lögð verði á- herzla á að ljúka sem fyrst rafvæð- ingu landsins. 4. Orkuver landsins verði eign íslendinga, en til þess að virkja megi í stórum stil, undir lántök- um verð'i risið og styrkari stoðum rennt undir atvinnulíf landsmanna verði erlendu áhættufjármagni veitt aðild að stóriðju, ef hag- kvæmt þykir, samkvæmt mati hverju sinni og iandsmenn brestur rjárhagslégt bolmagn. ;1 5. Atvinnuvegir þjóðarinnar verði efldir svo að þeir standi und'ir eðlilegum og' nauðsynlegum hag- vexti. Rík áherzla verði lögð á aukna framleiðni atvinnuveganna með hagræðingu, hagkvæmum stofnlán- um og éigin fjármunamyndun þeirra, er geri þeim kleift að nýta hráéfnin á sem hagkvæmastan hátt, auka sölu afurðanna og bæta kjör launþega sinna. 6. Unnið verði á kerfisbund'inn hátt og með öflugri sjóðs- myndun af almannafé að eflingu at vinnurekstrar og allsherjar upp- byggingu í öllum héruðum lands- ins, þar sem skilyrð'i eru til arð- bærrar framleiðslu. Jafnframt verði gerðar ráðstaf- anir til þess að tryggja sveitarfé- lögum og atvinnufyrirtækjum nauðsynlega fjárhagsaðstoð, þegar tímabundið atv'innuleysi og efna- hagsörðugleika er við að stríða. 7. Einkaframtak verði örvað til forustuhlutverks í framfara- sókninni og sem flestum þjóðfélags borgurum véitt aðstaða til aðildar SKIPAFRÉTTIR SKIPAUTGCRB RlhlSINS Ms. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Homa- fjarðar á m'iðvikudag. Vörumóttaka til Homafjarðar í dag. Dóttir okkar og systir AGLA SVEINBJÖRNSDÓTTIR andaðist aðfaranótt .25. þ. m. í Santiago, Chile. Jarðarförin hefir farið fram. Rannveig Helgadóttir, Sveinbjöm Egilsson og systkinin. að atvinnurekstri. 8. Lækkun byggingarkostnaðar með hagnýtingu tækninýjunga og sterkt lánsfjárkerfi stuðli að því að sérhver fjölskylda geti eignazt húsnæði með viðráðaniegum kjör- um. 9. Sérhver vinnufær maður hafi arðbært starf, er veiti lífvæn- lega afkomu með hóflegum vinnu- tíma. Efnahagslegt öryggi sé tryggt öllum þeim, sem sökum elli eða af öðmm óv'iðráðanlegum orsökum geta ekki sjálfir séð sér farborða. 10. Fjárhagslegar kvaðir, er riki og sveitarfélög leggja á herð ar einstaklingum og atvinnu- rekstri, séu innan þe'irra marka, að fjármunamyndun og atvinnu- rekstur geti styrkzt með eðlileg- um hætti, enda verði hóf haft á um kröfugerð á hendur opinberum að- ilum, svo að fjárhagsleg afkoma ríkis og sve'itarfélaga sé tryggð. 11. Rík áherzla verði lögð á að fá samkomulag um grundvöll kjaraviðmiðunar, er forðað geti þjóðinni frá stéttarstríði og stór- felldu tjóni af verkföllum og verð- bólgu. Verði höfð hliðsjón af því, að þjóðarframleiðslan hlýtur ætíð að vera undirstaða lífskjaranna. Stéttasamvinna um aukningu lífs- gæðanna leysi af hólmi stéttastrlð út af skiptingu þeirra. 12. Efnahagsráðstafan'ir miði að Mikið úrval nýkomið af lömpum. Ljós & hiti Garðastræti 2 (Vesturgötumegin) Sími15184 því að tryggja gengi krónunn- ar. Sextándi landsfundur Sjálfstæðis flokksins heitir á þjóðina að treysta sjálfstæði og öryggi lands- ins með öflugum stuðn'ingi við þá utanríkisstefnu, sem fylgt hefur verið tvo síðustu áratugina, nor- ræna samvinnu, samstarf Atlants- hafsríkjanna, þátttöku I Samein- uðu þjóðunum og ábyrga afstöðu I samskiptum þjóðanna. Nauðsynlegt er að íslendingar fylgist sérstaklega með aukinn'i samvinnu þjóða á milli I viðskipta- og tollamálum og geri á hverjum tíma þær ráðstafanir, er tryggi landsmönnum sem hagkvæmust við skiptakjör. Héðan I frá eins og hingað til verði að því stefnt að helga ís- lendingum landgrunnið allt I sam- ræmi við ályktun Alþing'is 5. maí 1959. Unnið verðf að því að afla skilnings annarra þjóða á sérstöðu íslands sem fiskveiðiþjóðar og allra lögmætra ráða neytt til að vinna lokasigur I landhelgismálinu. Sextándi landsfundur Sjálfstæðis flokksins heitir á þjóðina til sam- starfs um þá le'ið til farsældar, sem hér er mörkuð, og hvetur hana til þess að veita Sjálfstæðisflokknum öruggt brautargengi I viðleitni hans til þess að tryggja sjálfstæði og lffsafkomu íslenzku þjóðarinnar und’ir kjörorðinu frelsi — öryggi — framfarir Bólu-Hjólmar — Framh. af bls. 16 Ráðast örlög hans strax I fyrsta þætti. Kemur mikið af skáldskap Bólu-Hjálmars fram I leikritiriu. Ævar Kvaran, leikstjórinn, sagðist vera mjög ánægður með áð stjórna flutningi þessa verks. j i. 5agðí hann, a,ð auka mætti flutn ing Islenzkra verka I útvarpinu, sem gæfu merkilegar þjóðlífslýs- ingar, siðan mætti jafnvel velja kafla úr þannig verkum, sem nemendur i skólum gætu flutt, t. d. I sambandi við sögukennslu. Sagði Ævar höfund hafa lagt feiknamikinn undirbúning I verkið, sem væri að sínum dómi um margt betra en í Múmum annað framhaldsleikrit Gunnars, sem flutt var í útvarpinu fyrir rúmu ári og segja mætti að hefði verið tilraun. Táskór og æfingaskór frá GAMBA og FREED: Stretch-nyl on búningar fyrir BALLETT og LEIKFIMI frá DANSKIN og LASTONET. SMÁBARNAFATNAÐUR SNYRTI- og GJAFAVÖRUR KVENSOKKAR — LEIKFÖNG kV E RZIUWIW »W tCICfl Blómabúðin Gleymméreí Rósirnar kosta 17 kr. stykkið og rósabúntið kr. 50.00. GLEYMMÉREI Sundlaugavegi 12 . Sími 22851 IHlÍÍGiT. ÝMIStfGT PÍANÓ — ÓSKAST Gott píanó óskast keypt við sanngjörnu verði. Sími 17642. ÍBÚÐ — ÓSKAST Stór stofa eða 2 herbergi óskast I 1—2 mánuði. Simi 18897. Tækifæriskaup ALLT Á AÐ SELJAST Seljum næstu daga bólstruð stálhiúsgögn. Eins og: Eldhúsborð 120x70 eða 60x100 og 4 stólar (bak) sett (innbrennt) .................. kr. 2.300.00 Eldhúsborð 120x70 eða 60x100, fallegt mynstur - 895.00 Bakstólar ........................... — 375.00 Kollar, bólstraðir - aðeins.......... — 100.00 Allt vandaðar og góðar vörur. Athugið, að við erum að hætta og gefum þetta einstakalega lága verð, sem er allt að helmingi lægra en búðarverð. — Sendum heim. Þér getið fengið vörurnar heim með yður strax. — Ath. að þetta stendur stuttan tíma. Stálhúsgognabólstrun Álfabrekku v/ Suðurlandsbraut

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.