Vísir - 27.04.1965, Blaðsíða 11
V í S IR . Þriðjudagur 27. aprfl 1965.
n
^ÍOT.ww ^ vmví.' y v;
I „ .< X<*> í-. • t X -f *•*
T' '• '’J^ »
*w...# ,f í^*«»!^*......^111»
Þetta eru allir þátttakendurnir í J-andsflokkaglímunni — fyrstu glímukeppninni, sem haldin er eftir stofnun GLÍ.
Landsflokkaglíman:
ARMANN J. BÆTTIINN
ílNUM SICRINUM VIB
Glíman er aftur á leið upp úr öldudalnum. Það er
greinilegt, að áhugi almennings á þessari þjóðlegu
og fornu íþrótt, — einu alíslenzku íþróttinni, — er
að vakna. Og það á tímum bítilmennsku og sjón-
varps. Hverju sem hægt er að þakka það, er greini-
jegt, að æ fleiri unglingar sækja glímukennski, og
fleiri og fleiri ieggja leið sína á Hálogaland til að
horfa á kappglímúr, sem þar fara fram.
Nú er það verkefni hins ný- fylgja eftir þeirri vakningu, sem
stofnaða glímusambands að þegar er uppi. Meiri áróður fyr-
Ármann J. Lárusson þakkar formanni KR, Einari Sæmundssyni,
verðlaunapeninginn.
Manch. United nserl
öruggt um sigur
Manchester United vann í gær-
kvöldi leik sinn i 1. deildinni ensku
gegn Arsena’, með 3:l.Þarmeð er
svo til útséð um að Manchester
United vinni í 1. deild i ár. Aðeins
eitt félag getur fræðilega enn unnið
en það er Leeds.
Til að svo verði þarf Manchester
United að tapa mjög stórt fyrir
Aston Villa í síðasta leik sínum á
laugardaginn. Leeds Iék einnig í
gær í Birmingham og náði þar jafn
tefli 3:3, eh þetta var síðasti leikur
Leeds
Bæði liðin, Leeds og Manchester
United hafa 61 stig, Blackpool vann
i gær Cheisea með 3:2, Liverpool
Olfana 3:1 og Stoke Leicester 1:0.
ir glímu, betri reglur, meira af
þjálfurum, dómurum og starfs-
mönnum. Fallegri búninga
fyrir glímuíþróttina, meiri
„giamour“ ef svo mætti segja,
yngja glímuna örlítið upp og
gera hana meira að nútíma-
íþrótt. Þetta ætti tvímælalaust
ásamt fjöldamörgum atriðum
öðrum að geta orðið til bess að
fyila jafnvel hinn stóra og rúm-
góða sal hinnar nýju íþrótta-
hailar — sannleikurinn er nefni
lega sá, að glíman getur verið
mjög góð íþrótt fyrir áhorfend- ,
ur.
í gærkvöldi fór fram fyrsta
glímumótið, sem Glimusamband
ið er aðili að, Landsflokkaglím-
an, sem er sú fjöimennasta frá
upphafi, a. m. k., ef hinn f jöi-
menni flokkur drengja 13 ára
og yngri er taiinn með, en sá
flokkur er nú með í fyrsta
skipti og fer keppni þeirra fram
í kvöld í Miðbæjarbamaskólan-
um.
Keppnin f gær var allskemmti-
Ieg, margar glímur mjög tvísýn-
ar og nokkrar þeirra urðu bið-
glímur. Ármann J. Lárusson,
Breiðabliki, bætti enn einni f jöð-
ur í hatt sinn með sigri í
þyngsta flokki og lagði hann
alla fjóra keppinauta sína og
var í sérflokki. Guðmundur
Steindórsson úr Skarphéðni var
sá eini, sem reyndi að hamla
gegn veldi Ármanns en varð
að lokum að falla. Guðmundur
varð annar með 3 vinninga,
Hilmar Bjamason KR með 2
vinninga, Ingvi Guðmundsson,
Breiðabliki, 1 vinning, en Ingv-
'ar Jónsson, Breiðabliki, tapaði
öllum glfmum sfnum.
. Keppnin var Iangtvísýnust í
2. þyngdarflokki og glímumar
þar skemmtilegri en í 1. flokki.
Guðmundur Jónsson úr KR fór
þama loks með sigur af hólmi
eftir erfiðar viðureignir. Hann
fékk 3 vinninga og sigur í úr-
slitaglímu gegn Hafsteini Stein-
dórssyni, sem keppir fyrir Seyð-
firðinga, en hann var fyrrum
keppandi HSK. Var úrslitaglím-
an mjög skemmtileg, en Guð-
mundur kom snöggu klofbragði
á Hafstein, sótti það óvenjulega
langt og Hafsteinn kom eng-
um vömum við. Þriðji varð
Garðar Erlendsson úr KR, einn-
ig mjög skemmtilegur glimu-
maður, hafði 2 vinninga en Þór-
ir Sigurðsson úr Skarphéðni
hafði einnig tvo vinninga, en
gat ekki keppt um 3. sætið
vegna me'ðsla, sem hann hlaut
f byltu.
I 3. þyngdarflokki vann hinn
íþróttalega vaxni Guðmundur
Freyr Halldórsson úr Ármanni
sigur og lagði alla keppjnauta
sína. Hlaut hánn 5 vinninga,
Elías Árnason úr KR hafði 4
vinninga og Sigurður Geirdai,
Breiðabliki, 3 vinninga.
Sigtryggur Sigurðsson, KR,
lagði alla keppinauta sfna f ungl
ingaflokki, 16 til 19 ára, og fékk
6 vinninga og Skarphéðinsdreng
urinn Sigmar Eiríksson vann
drengjaflokk og hlaut 8 vinn-
inga.
Áhorfendur vom margir og
framkvæmd glímunnar virtist í
góðum höndum en glimustjór-
ar vom Þorsteinn Einarsson, f-
þróttafulltrúi, í karlaflokki, og
Eysteinn Þorvaldsson í drengja-
flokkunum. Giímudeild KR sá
um mótið. — jbp —
'VWWWWVWVWWW'
Hlauparar í
stórhættu
í umferðinni
Halldór Guðbjörnsson, KR vann i
Drengjahlaup Ármanns á sunnu-
daginn eftir allharða keppni við '
þá Þórð Guðmundsson úr Breiða <
bliki og Ólafur Guðmundsson úr <
KR. Tímamir voru 3.14.2, 3.21.7 ,
og 3.22.7 á þessum þrem fyrstu <
mönnum.
Keppt var um tvo bikara, og
vann KR báða, þ.e. fyrir 3 og 5'
manna sveitir.
Heldur var framkvæmd ,
hlaupsins losaraleg. Fáir starfs- <
menn voru mættir og það sem '
verra var, — hlaupararnir lentu i
í miklu vandamáli vegna umferð
arinnar við Hringbraut, bæði
þegar hlaupið var út f Vatns-1
mýrina og eins þegar komið
var aftur inn í Hijómskálagarð-
inn. „Það er nú einu sinni svo <
að þegar maður er í keppni hik [
ar maður ekki við að stökkva <
fyrir bil“, sagði einn keppand-1
inn á eftir. En auðvitað á þetta J
ekki að henda. Lögreglan hefði <
átt að vera til staðar til að!
greiða úr þessu.
í hlaupinu tóku þátt 16 hlaup j
arar að þessu sinni.
ÍSLANDS-
GLÍMAN
Íslandsglíman verður háð í
íþróttahúsinu að Hálogalandi
sunnudaginn 9. maí n.k. Keppt
verður um Grettisbeltið.
Knattspyrnufélag Réykjavfkur
sér um mótið og skulu tilkynn-
ingar um þátttöku sendar K.R.,
c/o Sameinaða, Reykjavík, fyrir
2. maí n.k.
Ein glírnan f 2. flokki. Þórir Sigurðsson er hér að falla fyrir Haf-
steini Steindórssyni frá Seyðisfirði.
S'idi&fhE:..;3
mcafln wíih'Sd^q-.